Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 48
FRÉTTIR 48 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTU fjarnemar Tækniháskóla Íslands (THÍ) mættu í skólann á dögunum til að kynnast tækninni og kennurum sínum. Hér er um að ræða tilraunaverkefni þar sem boðið er upp á iðnfræði, 45 eininga diplómanám fyrir iðnaðarmenn með sveinspróf. Tæplega fjörutíu nem- endur, víða af landinu munu stunda fjarnámið, flestir frá Austurlandi og Vestmannaeyjum. Nemendur munu útskrifast með starfsheitið „iðnfræð- ingur“. Þetta er í fyrsta skipti sem THÍ býður upp á fjarnám, en mikil eft- irspurn hefur verið eftir náminu, þar sem margir iðnaðarmenn bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni eiga erfitt með að fara að heiman til náms þegar þeir eru komnir inn á vinnu- markaðinn. Tekist hefur mjög gott samstarf við Fræðslunet Austur- lands og Visku, fræðslu- og símennt- unarmiðstöð Vestmannaeyja, í tengslum við kynningu á fjarnáminu og þeim tækifærum sem það býður uppá. Í framtíðinni er svo gert ráð fyrir að efla fræðslustarfið víðar um land og hefja fjarkennslu að fullu næsta haust. Betra en að þurfa í bæinn Gylfi Bragason, einn af nemend- um í námskeiðinu sem eru búsettir í Vestmannaeyjum, segir að sér lítist mjög vel á námið. „Það er fínt að geta lært þetta í fjarnámi og geta unnið á meðan,“ segir Gylfi. „Þetta kemur sér mjög vel fyrir mig, það er miklu betra en að þurfa að fara í bæ- inn. Þeir eru enn að koma þessu öllu í gang, svo maður er að átta sig á þessu öllu saman. Ef maður skipu- leggur sig á það að vera minnsta mál. Maður getur alltaf verið í sambandi við kennarana í gegnum Netið.“ Bjarki A. Brynjarsson, deildarfor- seti tæknideildar THÍ segir aðsókn- ina hafa verið framar björtustu von- um. „Upprunalega áttu þetta að vera um 10–15 manns í hópnum, en að- sóknin er búin að vera slík að við er- um með tæplega 40 manna hóp,“seg- ir Bjarki og bætir við að menn taki afar vel í þessa nýbreytni skólans. „Þetta eru iðnaðarmenn sem kannski hafa að vissu leyti lokast af frá menntun vegna þess að framboð á háskólamenntun sem hentar þeirra bakgrunni hefur ekki verið til staðar. Þarna hafa þeir hins vegar tækifæri til að bæta við sig. Þetta er sett upp sem nám með vinnu, svo þeir þurfa ekki að slíta sig frá vinnunni. Það er erfitt að setjast á skólabekk þegar menn eru farnir að vinna. Ný könnum á vegum SI sýnir svo ekki verður um villst að mikil þörf er á fjöglun tæknifólks hér á landi. Þessar tölur staðfesta niðurstöður OECD sem hafa sýnt að hér er hlut- fallslegur fjöldi nemenda lítill í tæknigreinum á háskólastigi. Það er markmið Tækniháskóla Ís- lands að vera í farabroddi hvað varð- ar að bjóða hagnýtt tækninám fyrir nemendur með margvíslegan bak- grunn. Með öflugri frumgreinadeild getum við boðið þeim sem ekki hafa stúdentspróf leið inn í háskóla og einnig erum við nú að gera tilraun með að samtvinna undirbúningsnám háskólanámi í iðnfræði. Þessi leið opnar iðnaðarmönnum ný tækifæri til þess að ljúka háskólanámi.“ Góð tækifæri fyrir iðnaðar- menn á landsbyggðinni Finnbjörn Hermannsson, formað- ur Samiðnar, sambands iðnfélaga, fagnar þessu nýja námsframboði Tækniháskólinn býður fjarnám í iðnfræði Morgunblaðið/Jim Smart Bjarki Brynjarsson og Kristján Kristjánsson, sviðsstjóri tölvu- og upplýs- ingatæknisviðs, fara yfir tölvumálin með fjarnemendum á sérstökum starfsdegi, þar sem nemendum var kynnt námið og ferli þess. Áhugasamir fjarnemendur í iðnfræði: Þetta nýja nám hefur mælst mjög vel fyrir hjá iðnaðarmönnum um land allt. Frábært tækifæri fyrir iðnaðarmenn á landsbyggðinni – skref í rétta átt hvað varðar háskólamenntun iðnaðarmanna OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 FÁLKAHÖFÐI 4 - MOSÓ Sigríður og Þorsteinn taka á móti áhugasömum og sýna mjög góða 123.1 fm íbúð á 2. hæð í mjög góðu fjölbýli í Mosfellsbænum. Þvottahús í íbúðinni. Hjólageymsla og sér- geymsla í sameign. Sérlega vönduð eign í alla staði. Esjan í eldhúsglugg- anum. Verð 16,5 millj. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár BERGSTAÐASTRÆTI 56 - HÆÐ OG RIS - LAUST 1. APRÍL Sérlega sjarmerandi, mjög björt og vel skipulögð 123,3 fm íbúð í þríbýli, sem er hæð og ris. Á hæðinni eru tvær samliggjandi stofur, rúmgott eldhús með nýrri innréttingu úr hlyn, baðherbergi flísalagt, ný innrétting og baðkar. Tvö stór og rúmgóð svefnher- bergi. Á efri hæð er 21,1 fm svefnherbergi, nýtt sem vinnustúdíó með fallegu útsýni. Það eru falleg furuborð á gólfum. Sérgeymsla og þvottahús í kjallara. Búið er að endurídraga rafmagn og endur- nýja rafmagnstöflu, járn á þaki 10 ára. Verð 17,9 millj. áhv. 4,9 millj. Kristín tekur á móti ykkur í dag frá kl. 13 - 15 TUNGUVEGUR 80 - RAÐHÚS Mjög gott og bjart 130,5 fm rað- hús á 3 hæðum. Búið er að end- urn. heita- og kaldavatnslagnir inn í húsið. Þak og þakgluggar er nýl. endurnýjað. Eldh. m. hvítlakk- aðri innr. 4 góð svefnh., góð stofa með útg. í garð, baðh. flísar í hólf og gólf, baðkar, gólfefni eru park- et, dúkur og flísar. Áhv. 7,3 millj. Verð 15,3 millj. Jón og Theódóra taka á móti ykkur í dag frá kl. 14.00-16.00. Opin hús Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Glósalir 14 - opið hús Upplýsingar á Valhöll fasteignasölu, sími 588 4477. Nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason, sölustjóri, gsm. 896-5221. Til sýnis í dag stórglæsilegt 191 fm raðhús á tveimur hæðum m. innbyggðum bílskúr. Húsið er fullbúið á sérlega vandaðan hátt m. sérsmíðuðum innréttingum. 4 svefnherb, tvö stórglæsileg baðherbergi. Eldhúsið er sérlega glæsil. með stórri glæsil. innréttingu. Parket og flísar á gólfum. Stórar suðvestursvalir. Glæsilegt útsýni. Þetta er hús í algjörum sérflokki. Verð 30 millj. Kolbeinn sýnir húsið í dag milli kl. 14 - 17. Allir velkomnir. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, sölustjóri atvinnuhúsnæðis. magnus@valholl.is sími 588 4477 gsm 822 8242 Vegna aukinnar eftirspurnar vantar okkur á söluskrá allar stærðir og gerðir atvinnuhúsnæðis Höfum einnig kaupendur að atvinnuhúsnæði með góðum langtímaleigusamningum á verðbilinu 30-300 milljónir og 500-1.000 milljónir. Um er að ræða trausta og örugga kaupendur. Er með mjög traustann kaupanda að atvinnuhúsnæði á verðbilinu 500-600 milljónir. Mjög öruggar greiðslur. Verður að vera langtímaleigusamningur. EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS Við hjá Valhöll leggjum áherslu á góða þjónustu, heiðarleika og vönduð vinnubrögð. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Vegna skipulagsbreytinga eigum við eftirfarandi til ráðstöfunar í þessu glæsilega húsi. 2. Hæð framhús. samtals 336 fm. Skrifstofur í toppstandi, gott lyftuhús, glæslegt útsýni yfir Laugardalinn. Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma skrifstofureksturs. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag. Sanngjörn og hagstæð leiga fyrir rétta aðila. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Suðurlandsbraut - til leigu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.