Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 54

Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 54
MINNINGAR 54 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sólveig BáraStefánsdóttir fæddist í Fjarðarseli við Seyðisfjörð 25.12. 1923. Hún lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnun- arinnar á Blönduósi 31.12. síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Karl Þorláksson, f. á Skjöldólfsstöðum í Norður-Múlasýslu 22.5. 1901, d. í Reykjavík 13.10. 1990, og Ragnheiður Þórkatla Einarsdóttir, f. á Búðum í Staðarsveit 13.4. 1904, d. í Reykja- vík 17.1. 1996. Alsystkini Báru eru: Ellen Svava, f. 24.3. 1922, Hulda, f. 30.9. 1925 og drengur, f. 17.1. 1927 d. 22.8. 1927. Hálfbróðir Báru samfeðra, er Stefán Niclas Stef- ánsson, f. 24.11. 1955. Móðir hans var Lydia Niclasen Þorláksson, f. 7.1. 1918, d. 13.6. 1993. Bára giftist 5. maí 1946 Erlingi Eyjólfssyni, f. 31.7. 1924, d. .Dætur þeirra eru; 1) Elín Bára, f. 2.11. 1963, giftist Guðmundi Árna Davíðssyni, f. 16.5. 1961. Þau skildu. Sonur þeirra er Davíð, f. 11.1. 1982, á Ólaf Árna, f. 20.12. 1999 með Aðalbjörgu Silju Ólafs- dóttur, f. 10.1. 1983. Sambýlismað- ur Elínar Báru var Sigurbjörn Jó- hann Grétarsson, f. 22.6. 1962. Þau slitu samvistum. Dætur þeirra eru; Kristbjörg Helga, f. 14.7. 1988 og Guðrún Lilja, f. 11.8. 1992. 2) Kristbjörg Linda 24.09. 1966. Sam- býlismaður hennar er Örn Ott- ósson 10.11. 1963. Börn þeirra eru; Anton Örn, f. 18.7. 1991 og Linda, f. 24.2. 1996. Sonur Guðrúnar Guð- björnsdóttur með seinni manni, Böðvari Guðmundssyni, f. 3.2. 1938, er Guðmundur Þór, f. 29.5. 1984. Seinni kona Karls er Auðbjörg Lilja Lindberg, f. 13.8. 1951. Börn þeirra eru; 1) Ragnar Heiðar, f. 13.1. 1976. Sambýliskona hans er María Maronsdóttir, f. 29.8. 1977. Sonur þeirra er Maron Tryggvi, f. 9.2.2003. 2) Dúna Rut, f. 11.9. 1979. Sambýlismaður hennar er Árni Hjaltason, f. 4.4. 1974. Dóttir þeirra er Sunneva Sól, f. 30.3.2000. 3) Erlingur Þór, f. 23.7. 1985. Útför Báru var gerð frá Lága- fellskirkju í Mosfellsbæ 9. janúar, í kyrrþey. Jarðsett var á Mosfelli. 15.3.2001. Þau bjuggu á Selfossi fram yfir 1980, en fluttu þá í Mosfellsbæ. Dóttir þeirra er Guðrún Eyja, f. 27.2. 1946, gift Sverri Hjaltasyni, f. 5.5. 1941. Börn þeirra eru; 1) Erlingur, f. 26.11. 1966, kvæntur Margréti Jakobsdótt- ur, f. 14.12. 1963. Dóttir þeirra er Guð- rún Eyja, f. 30.10. 1990. Fyrir átti Mar- grét Lilju Dögg Þor- björnsdóttur, f. 21.10. 1986. 2) Þóra, f. 9.4. 1970, gift Sig- urði Erlendssyni. Börn þeirra eru; Sigurveig, f. 18.2. 1991, Jóhannes, f. 22.2. 1993 og Sverrir Helgi, f. 9.6.2001. 3) Egill, f. 14.1. 1980, á Sunnevu Líf, f. 18.3.2002 með Est- her Ósk Hervas, f. 1.5. 1979. Áður eignaðist Bára Karl Heið- berg Cooper, f. 5.5. 1943 með Willi- am Cooper, f. 11.3. 1919, d. 2002. Karl giftist Guðrúnu Guðbjörns- dóttur, f. 3.5. 1945. Þau skildu- Elskuleg móðir mín er látin og ég sakna og syrgi það sem var. Foreldrar mínir voru einstaklega samheldin. Því get ég vart minnst á annað þeirra án þess að hitt komi við sögu. Kærleikur þeirra og tryggð við fjölskyldu sína voru ein- stök. Það var með sama hætti við þá sem minna máttu sín, menn og málleysingja. Þau voru svo þakklát fyrir allt, aðstoð vegna heilsuleysis seinni ára og nærveru fjölskyldu okkar alla tíð. Einlægni og gott hjartalag var þeirra aðalsmerki. Eftir að mamma var orðin ekkja og gekk í gegnum erfiðan söknuð og veikindi, var áberandi í hennar fari, umhyggja fyrir sínum nánustu og hvernig hún setti hag annarra ofar sínum eigin. Mamma saknaði pabba ákaflega og hluti af henni dó með honum. Við reyndum að auð- velda henni lífið og fjölskyldan tók þátt í því. Síðustu misserin var hún sáttari og vonaði á endurfundi við ástvini. Við erum þakklát fyrir að hafa getað verið í daglegum sam- skiptum við mömmu eftir að hún vistaðist á Héraðshælinu á Blöndu- ósi. Við áttum góðar stundir og oft var mikið hlegið. Mamma var húm- oristi, hláturmild og orðheppin. Börnin, tengdabörnin og barna- börnin voru henni gleðigjafar og bar hún hag þeirra mjög fyrir brjósti. Við þökkum góðan aðbún- að, hjúkrun og einstaka umhyggju á Héraðshælinu, ekki síst eftir að hún fór á sjúkradeildina, þá orðin fársjúk. Þar lögðust allir á eitt að gera henni lífið léttbærara og lina þjáningar hennar. Við færum lækn- um og starfsfólki alúðarþakkir fyr- ir. Banalegan var stutt og friðsæl. Skömmu áður en hún dó opnaði hún augun, horfði eftirvæntingar- full upp, rétti út handlegginn og sagði: Ég sé ljósið. Við Sverrir horfðum hvort á annað og ég spurði: Mamma, sérðu ljósið? Hún svaraði já og lokaði svo augunum. Þessi voru hennar síðustu orð. Tveim dögum síðar var hún öll. Elsku mamma, hjartans þakkir fyr- ir allt og innilegar kveðjur. Guðrún Eyja. Fyrir tæpum þremur árum dó afi en þá missti amma það sem henni var kærast en nú er amma komin til afa aftur. Afi hafði alla tíð hugs- að vel um ömmu og þau voru alltaf eins og nýtrúlofuð. Þegar ég var lítil stelpa bjuggu amma og afi á Selfossi. Margar góðar minningar á ég þaðan, að máta kjóla, hatta, skó og festar af ömmu, í eldhúsinu hjá ömmu að moka í hveiti- og sykurskúffunum eða að vaska upp, uppi á lofti að leika mér en þar voru skemmtilegir skápar og skot, niðri í vaskahúsi að vasast í þvottinum. Í vaskahúsinu áttu athvarf kettir sem ömmu voru kærir, á vaskahúsútihurðinni var lúga svo að þeir gætu komist sinna ferða. Einnig var gaman fyrir litla stelpu að hjálpa til í pakkhúsi KÁ þar sem amma og afi unnu. Amma var létt á fæti, rösk og spaugsöm. Hún vildi alltaf vera fín, með lakkaðar neglur og bar festar og hringa. Einnig hugsaði hún mik- ið um að hafa heimilið fallegt, útbjó púða og saumaði myndir og klukkustrengi. Nutu afkomendur einnig góðs af því. Hugur ömmu og afa var ávallt hjá afkomendunum og gerðu þau allt fyrir okkur sem í þeirra valdi stóð. Amma fór á Grund eftir að afi dó, sumarið 2002 fékk hún svo her- bergi á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, þar var vel hugsað um hana. Það var mikill munur að hafa hana svo nálægt sér, oft heimsótt- um við hana og Sigurveig spilaði á píanóið í baðstofunni. Þar leið ömmu betur og sérstaklega að vera nær afkomendunum. Fram á síð- asta dag var ömmu umhugað um velferð afkomenda sinna og var það með ólíkindum hve vel hún fylgdist með okkur öllum. Þín dótturdóttir Þóra. Elsku langamma. Nú ertu farin frá okkur og komin til hans langafa. Þegar þú varðst 80 ára sá ég þig í jólaboðinu hjá ömmu og afa. Þú varst orðin veik og varst í rúminu allan tímann og gast ekki mikið talað. Það var mjög gaman að hitta þig, en daginn eftir afmæl- ið þurftir þú að fara á sjúkrahúsið aftur og amma fór með þér. Ég kom og heimsótti þig þangað með Sigurveigu og Þóru. Ég heimsótti þig hvern einasta dag þangað til á gamlársdag, en þá dóstu. Þegar ég heimsótti ykkur langafa í Bratt- holtið fylgdi ég þér oftast í rúmið og lá hjá þér þangað til ég hélt að þú værir sofnuð, en þá labbaði ég upp og hjálpaði langafa að búa til morgunmatinn ykkar, sem hann gerði alltaf á kvöldin áður en hann fór að sofa. Oft teiknaðir þú skrípa- myndir af langafa, sem okkur þótti rosalega fyndnar og hlógum mikið að. Elsku langamma, takk fyrir allt. Þín Guðrún Eyja. SÓLVEIG BÁRA STEFÁNSDÓTTIR ✝ Sigríður Daníels-dóttir fæddist á Patreksfirði 26. apríl 1932. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 15. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sig- ríðar Ólafsdóttur Hansen, f. 4.1. 1903, d. 6.6 1988, og Daní- els Hansen, f. 22.7. 1900, d. 4.10. 1983. Bróðir Sigríðar er Ólafur Hansen, f. 31. 3. 1926. Sigríður giftist 11.5. 1954 Lofti Hafliðasyni, skipstjóra. Þau eign- uðust þrjú börn. Þau eru: 1) Hafliði, f. 1955, maki Mál- fríður Harðardóttir, f. 1957. Börn þeirra eru Anna Sigríður, f. 1984, og Loftur, f. 1986. 2) Sigríður, f. 1957, d. 1969. 3) Jónína, f. 1965, maki Kristinn Unn- arsson, f. 1964. Börn þeirra eru Hákon Jarl, f. 1995, og Hrafnhildur Freyja, f. 1998. Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Siddý frænka í Skaftahlíðinni er dáin. Það kom kannski ekki svo á óvart en samt kemur dauðinn alltaf brátt. Ég er þakklát fyrir að hafa verið hjá þér og fengið að halda í höndina á þér. Eftir stóra hjartaaðgerð fyrir 15. árum vissum við að tíma þínum hér voru sett viss mörk. Þú náðir þér ótrúlega vel og hefur átt góð ár á milli veikinda. Ekki kvartaðir þú, það var ekki þinn stíll. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja þig frá barnæsku. Þið móðir mín voruð náfrænkur, þið ól- ust upp í nágrenni hvor við aðra og voruð alltaf mjög nánar. Eftir að þið fluttuð til Reykjavíkur og stofnuðuð fjölskyldur á svipuðum tíma var daglegt samband ykkar á milli. Þín börn og við systkinin urðum náin í gegn um ykkur, einnig urðu Loftur og pabbi góðir vinir. Þú varst fyrsta og eina konan sem keyrðir og áttir bíl sem ég þekkti sem barn. Þú fórst oft með stóran hóp af krökkum í ameríska bílnum ykkar. Oft var farið í laut- arferð upp á Geitháls, sem þótti langt ferðalag á þeim tíma. Þú gafst okkur krökkunum útlenskt nammi sem Loftur keypti í Ameríku. Þú pantaðir eftir listum og gleymdir ekki mér, þú gafst mér fallega kjóla eins og Sigga fékk. Þú ferðaðist um hálendið, fórst í siglingar og varst með þeim fyrstu til að fljúga til sól- arlanda frá Íslandi. Þú varst á und- an þinni samtíð í mörgu. Þú varst ótrúleg hetja í augum barns. Maðurinn með ljáinn kom og tók frá ykkur sólargeislann hana Siggu aðeins 12 ára gamla. Það var mikið reiðarslag og sorg fyrir þig, Loft, Hafliða og Nínu og aðra aðstand- endur. Sigga var mér sem var árinu yngri sem stóra systir og fyrir- mynd. Átta árum síðar kom hann aftur og tók Hönnu, móður mína og þína góðu frænku og vinkonu. Ég undraði mig oft á því þá hversvegna þú nenntir að hringja daglega í mig unglinginn og rabba, en skildi það sem betur fer síðar. Jú, það eru böndin – fjölskyldu- böndin órjúfanlegu, með Tótu frænku sem var yfir okkur öllum. Þú leiðbeindir mér inn í fullorð- insárin og svaraðir öllum mínum spurningum um lífið og rætur mín- ar eftir fráfall foreldra minna. Siddý frænka var ekki aðeins frænka. Þú varst mér sem móðir. Þú varðst mitt akkeri og tengsl meðan ég bjó erlendis í 20 ár. Alltaf stóð ykkar fallega og hlýlega heimili mér opið. Herbergið inni í horni er þitt, sagðir þú og afhentir mér hús- lyklana. Þú varst frábær í eldamennsku og reyndar öllu sem viðkom heim- ilinu. Húsmæðraskólagengin eins og við grínuðumst oft með. Enginn var svikinn að koma í mat til þín. Þú varst alltof lítillát ef þér var hrósað, svaraðir um hæl: „Það er bara lykt- in,“ og glottir. Ég er þakklát fyrir góðar mót- tökur og gott samband síðustu árin eftir að ég flutti til baka til landsins. Þar aftur opnaðir þú heimilið og bauðst mig velkomna meðan ég væri að koma mér fyrir. Núna er mér sérstaklega minn- isstætt fjölskyldumatarboðið hjá mér fyrir tveimum vikum. Þar var samankominn aftur eftir mörg ár hluti af kjarnanum síðan úr Ljós- heimum. Síðustu árin eydduð þið Loftur nánast öllum stundum saman. Það var ánægjulegt að fylgjast með ykk- ur hjónunum. Saman út að versla og smá rúnt í leiðinni. Genguð saman í verkin á heimilinu, nú síðast við að taka niður jólaskrautið. Svo sam- heldin og nostrandi hvort við annað, þessi mikla virðing og umhyggja fyrir hvort öðru. Kannski ekki und- arlegt eftir 50 ára hjónaband. Því miður varð sá tími ekki lengri. Elsku Siddý, ég er þér ævinlega þakklát fyrir það sem þú hefur ver- ið í lífi mínu og syrgi þig og sakna þín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Loftur, Nína, Hafliði og fjölskyldur, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur í ykkar sorg. Ásta. Mig langar að skrifa nokkar línur um mína elskulegu vinkonu, Sigríði Daníelsdóttur, sem lést þann 15. janúar s.l. á Landspítalanum við Hringbraut. Siddý, eins og ég kallaði hana æv- inlega, kynntist ég fyrir u.þ.b. fimmtíu árum síðan. Þá var hún ný- flutt til Reykjavíkur frá Patreksfirði til síns heittelskaða Lofts Hafliða- sonar, en þau höfðu kynnst í Hér- aðsskólanum á Núpi við Dýrafjörð. Þau bjuggu hjá foreldrum Lolla á Miklubrautinni, en ég bjó í næsta húsi. Siddý var ótrúlega góð við þennan litla sex ára nágranna sinn og varð mér sem stóra systir eða uppeldismamma. Hún fór oft með mig í sund inn í gömlu Sundlaug- arnar í Laugardalnum og fannst mér það bæði skemmtilegt og ógn- vænlegt í senn. Einnig var hún iðin við að lesa fyrir mig, m.a. úr þjóð- sögum Jóns Árnasonar. Siddý og Lolli giftust þann 11. maí 1954 og fluttu þá á Bárugötuna. Siddý hafði lokið námi í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur og var alveg ótrúlega myndarleg í öllum matar- tilbúningi og heimilishaldi. Alltaf var heimilið opið fyrir gestum og gangandi og var hægt að treysta á það að Siddý tæki á móti manni opnum örmum. Aldrei kom maður til hennar öðruvísi en að hún ætti eitthvert góðgæti, þó að sjaldnast vissi hún af heimsóknunum fyrir- fram. Hún töfraði fram yndislega veislurétti á örskömmum tíma og virtist ekkert hafa fyrir því. Siddý var sjómannskona alla tíð og því framkvæmdastjórinn á sínu heimili. Hún stóð sig einstaklega vel sem slíkur. Frumburðurinn, hann Hafliði, fæddist 8. júní 1955 og þá fékk ég, sem var aðeins átta ára gömul, að byrja í vist hjá þeim, þó að það hafi verið meira að nafninu til. Það var hreint ótrúlegt hvað þau voru hug- rökk að leyfa mér að fara út með Hafliða í vagninum sínum. Ég sem var svo lágvaxin að ég sá varla yfir barnavagninn, samt sem áður fann ég alltaf þetta óbilandi traust frá þeim til mín. Ég fékk kaup mán- aðarlega í stóru fínu umslagi og gaukuðu þau oft að mér útlensku sælgæti líka, sem var aldeilis ekki algengt á þessum tíma, en Lolli var að vinna á M.s.Gullfossi á sumrin með náminu sínu í Stýrimannaskól- anum. Hann keypti alltaf eitthvað fínt handa Siddý og Hafliða í út- löndum og ekki gleymdi hann litlu barnfóstrunni heldur. Ég var hjá Siddý og Lolla í vist í fimm sumur, en þar fyrir utan var ég alltaf með annan fótinn á heimili þeirra og reyndust þau mér alveg einstök alla tíð. Ég ferðaðist heil- mikið með þeim, t.d. fékk ég að fara með þeim til Patreksfjarðar tvisvar sinnum og þótti mikið til koma. Þar kynntist ég hinni góðu fjölskyldu Siddýjar fyrir vestan. Eftir nokkur ár á Bárugötunni keyptu þau sína fyrstu íbúð í Máva- hlíðinni og fluttu svo nokkrum árum síðar í Skaftahlíðina, þar sem þau hafa búið síðan. Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá Siddý og Lolla. Sigga, eldri dóttir þeirra, fæddist þann 29. mars 1957 með meðfæddan nýrnagalla sem ekki var hægt að lækna á þessum tíma. Hún lést aðeins 12 ára gömul, eftir mikil veikindi. Ég veit að þessi mikla sorg var þeim afar þungbær. En litli sólargeislinn þeirra, hún Jónína, sem fæddist þann 3. febrúar 1965 létti mömmu, pabba og Hafliða stóra bróður stundirnar og færði þeim mikla gleði. Árið 1989 þurfti Siddý að gangast undir erfiða hjartaaðgerð og náði sér aldrei að fullu. Þrátt fyrir las- leika Siddýjar ferðuðust þau hjónin heilmikið jafnt innanlands sem utan og höfðu mikið yndi af. Einstaklega kært var með þeim Siddý og Lolla. Þau voru svo góð og hugulsöm hvort við annað og kunnu þá list að hlúa að ástinni. Við Siddý höfðum hlutverkaskipti þegar dóttir mín, Anna Sigurborg, byrjaði í Ísaksskóla. Þá passaði Siddý Önnu fyrir mig heilan vetur þegar skóla lauk á daginn. Það er einkennilegt hvernig alveg óskylt fólk getur orðið eins og manns nánasta fjölskylda, en svona hefur það verið alveg frá okkar fyrstu kynnum. Að leiðarlokum langar mig til þess að þakka elsku Siddý minni samfylgdina. Þrátt fyrir nokkurn aldursmun tengdumst við afar traustum vináttuböndum, sem aldr- ei bar skugga á. Elsku Lolli, Hafliði, Nína, tengdabörn og barnabörn, ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Sigríður Sigurjónsdóttir. SIGRÍÐUR DANÍELSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.