Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 57

Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 57 Þú ert farinn á ann- an og betri stað og ég kveð þig með söknuð í hjarta en minning þín lifir áfram. Ég man þegar ég var sex ára og ég var að horfa á stóra þig þurrka á þér hárið með tilburðum. Ég man hvað það var gaman að sitja með þér í rútunni þegar þú varst að keyra og hve vel mér var tekið þó það hafi varla verið auðvelt að hafa sex ára gutta hangandi utan í sér allan daginn. Ég man hve gaman var að fara í flugtúr með þér á TF-AFI. Ég man hvað þú varst stoltur faðir þegar komið var með synina heim af fæðingardeildinni. Ég man hve ánægður þú varst þegar þú fórst að vinna fyrir Flug- leiðir. Ég man angist þína þegar þú fékkst ekki að sinna vinnunni þinni í friði. Ég man þegar ég kom til þín með spurningar þegar ég var í mínu námi og hversu vel úr þeim var leyst. Ég man þegar ég kom í heimsókn og fékk að fara í tölvuna hjá þér og það endaði með því að þú eyddir öllu kvöldinu í að setja allt upp fyrir mig eins og það átti að vera. Ég man hversu vel við skemmtum okkur í fyrsta flugstjóraflugi þínu og þær stundir sem við áttum saman í innanlandsfluginu. Ég man hve gaman var þegar ég kom í heimsókn til þín á Flórída, við fórum saman í golf og hversu mikið við hlógum saman. Ég man eftir ferðinni okkar heim frá Flórída og alla þá blíðu og ástúð sem þú sýndir mér á þínum erfiðu tímum. Ég man brosið á Drífu Rós þegar þú komst í heimsókn. Ég man eftir föstu og ástríku faðmlagi þínu. Ég man eftir gjafmildi og rausn- arleika þínum. Ég geymi þig í hjarta mínu og mun halda áfram að muna. Þinn bróðir, Bjarni. Við kynntumst þegar við byrjuð- um í menntaskóla. Við sóttum um í MR en ásamt mörgum öðrum mynd- uðum við fyrsta árgang í MT. Við Óli urðum fljótt óaðskiljanlegir. Þegar maður hugsar til baka þá man maður ákaflega líflegan og glaðsinna strák, heiðarlegan og heilsteyptan, hressan og uppátækjasaman. Hann var með góðar námsgáfur og var alltaf með þeim hæstu í bekknum þegar hann lagði sig fram. Við félagarnir fjórir Óli, Sigurður Bjarna, ég og Gunnar Jóakims. brölluðum ýmislegt saman eins og tilheyrir æskuárunum. Þarna myndaðist vinátta sem ekki hefur rofnað síðan. Óli hætti eftir tvö ár í MT og fór að vinna. Skólinn var ekki nóg fyrir hann. Við Óli tókum m.a. meira- og rútupróf og keyrðum rút- ur hjá afa hans Ólafi Ketilsyni. En Óli tók upp þráðinn seinna og lauk stúdentsprófi frá MK. Á þeim árum kynntist hann afbragðs stúlku sem varð konan hans. Ég man að einu sinni við eldhúsborðið heima hjá Óla var allt í einu komin stúlka sem var að taka vin minn frá mér. En reyndin varð önnur. Þegar frá leið og allir höfðu stofnað fjölskyldur þá er það með skemmtilegustu minningum sem mín börn eiga þegar fjölskyld- urnar fimm, Gunnlaugs meðtalin, hittust á óðali Jóhönnu, Hallstúni að sumri til, þar sem við áttum saman góða helgi, jafnvel með ferð í Veiði- vötn. Eftir stúdentspróf lærði Óli fyrst ÓLAFUR KETILL FROSTASON ✝ Ólafur KetillFrostason fædd- ist í Reykjavík 17. október 1953. Hann lést 24. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 9. janúar. til flugumferðarstjóra og vann sem slíkur hjá Flugmálastjórn, en hugurinn stefndi í flug- ið. Að flugnámi loknu hóf hann starf hjá Flugleiðum þar sem hann var allan sinn starfsaldur sem flug- maður/flugstjóri. Sem flugmaður stóð hann sig óaðfinnanlega og var í tröppugangi þjálf- unar og ábyrgðar kom- inn af Fokker yfir í að vera flugmaður á þot- unum þegar hann dregst inn í atburðarás sem átti eftir að verða honum dýrkeypt. Flogið er frá Íslandi til Lúxemb- urgar og eftir stopp þar er flogið til Bandaríkjanna. Þar er einnig stopp- að en þegar líður að heimferð eru einstaklingar þar ytra sem tengdust fluginu sem koma að máli við Óla og tjá honum miklar áhyggjur sínar af drykkjuskap þeirra tveggja sem flugu með Óla. Hvað átti Óli að gera? Hann var bara í sinni vinnu, stóð sína pligt, og fór eftir öllum reglum að nota ekki áfengi fyrir flug. Hann hringir heim og tveir heyra samtalið, og hann spyr hvað hann eigi að gera. Það er ákveðið af fyrirtækinu að senda þá sem höfðu verið að drekka heim sem farþega, en aðrir tveir menn eru sendir út til að fljúga far- þegavélinni heim með Óla. Þarna hófst martröð fyrir Óla. Áhrifamiklir menn vildu losna við Óla úr fluginu og tímabundið var hann settur af sem flugmaður. Þegar hann kom inn aftur vildu ekki allir fljúga með honum og hann var tek- inn út úr nefnd um öryggismál sem hann var í sem flugmaður. Þetta eru staðreyndir um atburði sem gerðust fyrir meira en tíu árum sem ég vona að ég muni rétt. Eins og mál þróuð- ust voru þetta orð Ólafs gegn orðum hinna tveggja. Er rangt að halda að fyrirtækið hefði átt að senda viðkomandi menn strax í blóðprufu til að eyða öllum vafa? Eðlilegt er að hagsmunafélag flugmanna hefði stutt við bakið á þeim manni sem vildi halda reglur um flugöryggi í stað þess að reka Ólaf úr þeirri nefnd sem fjallaði um öryggismál. Frá þessum atburðum var Óli ekki samur. Hann mátti fara til sinnar vinnu þar sem honum mætti mót- staða og jafnvel heilmikil tortryggni frá vissum flugmönnum. Einu sinni sagði Óli mér að svo rammt hefði kveðið að þessu, að í dagbók sem hann hélt um flug hverju sinni og hélt til haga í tæknilegum atriðum sem hann taldi sér geta gagnast seinna, þá hélt einn flugstjórinn að Óli væri að skrifa persónulegar at- hugasemdir um samverkamenn sína. Óli rétti honum bókina að bragði svo hann gæti sjálfur séð hvert innihald- ið væri. Þegar viðmótið var orðið svona var starfsgleðin og sú viðleitni hans að láta gott af sér leiða í fluginu frá honum tekið. Að tíunda atvikið í Ameríku er ekki til að kasta steinum að einstaka mönnum. Óli nefndi aldr- ei nein nöfn. Hann var allt of grand- var til þess. Hann dróst inn í óskemmtilega atburðarás. Hann vildi alltaf málefnalega lausn sem byggðist á réttlæti, en því miður mátti hann upplifa að vera settur niður og það er eins og það hafi vald- ið honum sári á sálinni sem ekki greri. Eins og ég þekkti viðhorf Óla til vinnu sinnar, þá einkenndust þau af mikilli samviskusemi, nákvæmni og vilja til að gera vel, og gera betur í dag en í gær, ef hægt væri. Þetta var honum mögulegt því hann var mjög vel gefinn og hann gat lagt sitt af mörkum. Þessi fullkomnunarþörf Óla gat því miður gert honum erfitt fyrir í mannlegum samskiptum því hann ætlaðist til að allir ynnu sín störf af ýtrustu nákvæmni og fagleg- um metnaði. Í fluginu gerði hann kröfur til sín og allur flugferill hans er lýtalaus. Hann gat sagt sínar skoðanir hispurslaust og fært rök fyrir þeim, en það geta ekki allir tek- ið slíku hispursleysi. Undir yfirborðinu, sem gat verið hrjúft og jafnvel hranalegt fyrir þá sem ekki þekktu hann, var ákaflega meyr og viðkvæm sál. Svo meyr að hann gat ekki unnið gegn því mót- læti sem hann mátti reyna. Ég veit að hann var um tíma með hugmyndir um að breyta til og fara í vinnu erlendis. Honum bauðst starf hjá erlendu flugfélagi en þegar á reyndi gat hann ekki hugsað sér að vera langdvölum frá Jóhönnu og strákunum. Þegar þau hjónin skilja og þegar Óli lætur frá sér vinnuna sökum van- líðunar þá fóru tveir sterkustu strengirnir í hörpu hans. Óli lifði fyr- ir starf sitt og fjölskyldu. Þegar Óli var hættur í fluginu hitti ég af tilviljun einn af yngri flug- mönnunum sem flugu með honum þegar hann var orðinn flugstjóri. Að- spurður sagði hann að það hefði ver- ið sérstaklega gott að vinna með Ólafi. Það yljar manni um hjartaræt- urnar að heyra að Óli naut virðingar og velvildar hjá yngri starfsfélögum. Það þarf ekki að tíunda undanhald Óla. Hann fékk aðsvif í ágúst og í desember var hann allur. Það má öll- um vera ljóst að hugsun er orka. Þá orku er öllum gott að hafa jákvæða í daglega lífinu en jafnframt að biðja fyrir sálum þeirra sem farnir eru héðan. Megi friður Guðs vera með þér Óli og öllum þínum aðstandendum. Leifur Sörensen. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, ÞORSTEINS GÍSLASONAR málarameistara og fyrrv. kaupmanns, Miðleiti 7, Reykjavík. Elín Sigurðardóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Geir R. Gíslason, Kristín Þorsteinsdóttir, Þórður R. Jónsson, Sigríður Þorsteinsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Ágúst Haraldsson og afabörnin. Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, ODDUR H. BJÖRNSSON, lést miðvikudaginn 14. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigríður Oddsdóttir, Grétar Oddsson, Baldur Oddsson, Oddur Oddsson og barnabörn. Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR GÍSLASON brúarsmiður, verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju mánudaginn 26. janúar kl. 13.30. Ása Guðmundsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Þorgerður Guðmundsdóttir, Kristján Björnsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Sigurður Björnsson og fjölskyldur. Ástkær faðir minn, bróðir og mágur, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON vélstjóri, Hæðargarði 20, Reykjavík, er látinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ingibjörg Sigurðardóttir, Hjálmtýr Axel Guðmundsson, Guðrún Björg Tómasdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Hveragerði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunarheimilins Áss fyrir góða umönnun. Ólafur J. Óskarsson, Adda H. Hermannsdóttir, Steinunn Óskarsdóttir, Helgi Ársælsson, Ingibjörg Óskarsdóttir, Erlendur Óli Sigurðsson, Eyþór Ágústsson, Dagbjört Höskuldsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, REBEKKA LÓA LÚTHERSDÓTTIR, áður til heimilis í Sörlaskjóli 90, Reykjavík, Verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 27. janúar kl 15.00. Þórður Óskarsson, Bryndís Kristinsdóttir, Guðmundur Rúnar Óskarsson, Ólöf Ingibjörg Guðjónsdóttir, Sigurður Páll Óskarsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma okkar, SIGRÍÐUR DANÍELSDÓTTIR, Skaftahlíð 26, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 15. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Loftur Hafliðason, Hafliði Loftsson, Málfríður Harðardóttir, Jónína Loftsdóttir, Kristinn Unnarsson og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.