Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 58
MINNINGAR 58 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR BJARNADÓTTUR, Grímshaga 3, Reykjavík. Einar Ögmundsson, Ögmundur Einarsson, Magdalena Jónsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Júlíus Sigurbjörnsson, Ingveldur Einarsdóttir, Trausti Sveinbjörnsson, Þórunn Einarsdóttir, Frank Jensen, ömmu- og langömmubörn. Þökkum samúð og sýnda vináttu vegna and- láts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, afa, langafa og bróður, GUNNARS PETERSEN, Kambsvegi 36, Reykjavík. Guðmunda Petersen, Steinar Petersen, Greta B. Petersen, Birna Petersen, Ken Håkon Norberg, Gunnar Már Petersen, Elva Gísladóttir, Eva Hrönn Petersen, Viktor, Emilía, Anna Alexandra og systkini hins látna. Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HRAFNHILDAR TÓMASDÓTTUR, Kríuhólum 4. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 6-A Landspítala Fossvogi. Örn Johansen, Guðrún Ísfold Johansen, Ingi Þór Þórarinsson, Guðni Ingason, Ósk Ingadóttir, Elsa Lára Arnardóttir, Rúnar Geir Þorsteinsson, Ingi Hrafn Arnarson og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURMUNDA ÓSKARSSONAR, Ársölum 5, Kópavogi. Olga Þorsteinsdóttir, Óskar Sigurmundason, Guðríður Kristinsdóttir, Klara Sigurmundadóttir, Þorsteinn Sigurmundason, Margrét Karlsdóttir, Ellert Steinþórsson, og afabörn. Innilegar þakkir og vinarkveðjur sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við fráfall ÖNNU SOFFÍU FRIÐRIKU ÞÓRARINSDÓTTUR, Lundahólum 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks og heimilisfólks á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði. Hallur Árnason, Benedikta G. Waage, Gísli Jóhann Hallsson, Elín B. Ásbjörnsdóttir, Þorvaldur Friðrik Hallsson, Anna Guðrún Hallsdóttir, Einar Gísli Gíslason. Elsku frændi. Þau voru þung sporin til Reykjavíkur eftir að pabbi þinn hringdi mið- vikudagskvöldið 7. jan. og sagði okkur hvað hafði komið fyrir fyrr um kvöldið. Biðin sem við tók á gjörgæsludeild Landspítalans næstu daga með þá von í brjósti að þú mund- ir vakna, brast endanlega fjórum sól- arhringum seinna og þú, þessi sak- lausi og fallegi drengur, að eilífu farinn, þrátt fyrir allt sem það frábæra fólk sem á gjörgæslunni vinnur og við kynntumst þessa daga, gerði sem í mannlegu valdi stendur til að bjarga lífi þínu. Þeirrar umhyggju sem okkur var sýnd þar þessa daga verður lengi minnst og á ég þá ekki síst við þátt Þorsteins yfirlæknis. Líf þitt var enginn dans á rósum, þar sem þú sem ungabarn fékkst mikil krampaköst sem mörkuðu þig alla þína stuttu ævi og þurftir alla tíð síðan að vera á sterkum lyfjum. Af þessu leiddi að þú gast ekki átt samleið að öllu leyti með þínum jafnöldrum, en í Íþróttafélagi fatlaðra fannst þú þinn veg og kepptir á þeirra vegum bæði innanlands og erlendis með góðum ár- angri. Íþróttir var það sem átti hug þinn allan og í okkar samskiptum höfðum við um ýmislegt að ræða þar sem aðdáun þín á Liverpool var nánast sjúkleg „að mínu mati“ en ég með Man. Utd þannig að þar mættust stál- in stinn okkur báðum til óblandinnar ánægju. Ánægjuleg er síðasta minn- ing mín um þig þegar þið Marta kom- uð til okkar í Hrísey í sumar og fórum við þá meðal annars vel og vandlega yfir þessi áhugamál okkar og höfðum gaman af. Lífið virtist blasa við, þar sem þú hafðir nýlega hafið sambúð með Mörtu Guðmundsdóttur og varst í góðri vinnu hjá þeim ágætismönnum í HALLMAR ÓSKARSSON ✝ Hallmar Óskars-son fæddist í Reykjavík 12. desem- ber 1979. Hann lést á gjörgæsludeild Land- spítala við Hring- braut 12. janúar síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Selja- kirkju 19. janúar. Vörumerkingu ehf. í Hafnarfirði þar sem þú greinilega undir hag þínum vel, og að sögn foreldra þinna ráða þar menn sem margir at- vinnurekendur gætu tekið sér til fyrirmynd- ar. Umhyggja þín fyrir þínu fólki var einstök og þá ekki síst gagnvart ömmu þinni og afa í Asparfelli sem þú heim- sóttir reglulega og alltaf tilbúinn að rétta hjálpar- hönd ef á þurfti að halda. Elsku Hallmar. Það er oft erfitt að skilja hvað lífið getur verið ósann- gjarnt, en með þessum fátæklegu lín- um kveð ég þig og bið þann sem öllu ræður að styðja og styrkja foreldra þína, systkini, unnustu og alla þá sem eiga um sárt að binda í þessari miklu sorg. Guð geymi þig, elsku frændi, Smári og Steinunn. Lífið er hverfult. Það er alvitað en maður áttar sig ekki á því fyrr en mað- ur kynnist því sjálfur. Æskuvinur minn er látinn og ævin var rétt að byrja. Lífið er ekki sanngjarnt. Lífið virtist blasa við þér, nýtrúlofaður ynd- islegri konu, henni Mörtu, byrjaður að búa og í vinnu sem þér leið vel í. Þegar þú fluttir í Engjaselið þá náðum við strax vel saman. Það hefur ábyggilega hjálpað til að við héldum með sama liði í NBA og í enska boltanum. Chicago Bulls og Liverpool hafa átt huga okkar allan og lítið um annað talað þegar við hittumst. Við horfðum á fjölmarga leiki heima hjá þér, þá sérstaklega í NBA. Aldrei gleymi ég þó einu skipti þegar við fögnuðum svo ægilega að við þurftum að setja púða fyrir andlitið á okkur til að vekja ekki alla í húsinu. Svona lifðum við okkur inní þetta. Síðustu ár misstum við mikið sam- band hvor við annan aðallega sökum þess að ég fór í skóla á Bifröst en það er engin afsökun. Ég sé svo eftir því að hafa ekki hitt þig oftar. Þú varst ein- stakur maður og það er ótrúlegt hvað maður missir samband við marga vini og ættingja vegna þess eins að maður gefur sér ekki tíma í það. Til allrar hamingju hitti ég þig um jólin þar sem þú og Marta komuð í heimsókn til mín, Helgu og Jónasar litla. Þú hringdir reyndar fyrr um dag- inn og sagðist ekki geta komið vegna þess að þið gátuð ekki opnað bílinn út af frosti. En svo hringdi bjallan og þið birtust. Þú varst klæddur í þín fínustu föt og gleðin skein af þér. Helga fékk ekki mörg tækifæri til að hitta þig en þó nóg til að sjá að hér var á ferð ein- stakur maður með yndislegan per- sónuleika. Ég er svo þakklátur fyrir að þú fékkst að sjá son minn og fékkst að halda á honum. Þú hafðir hringt nokkru áður til að óska mér til ham- ingju með soninn og sagðir mér um leið að þú hefðir verið að trúlofa þig. Ég man sérstaklega hversu ánægður þú varst með að hafa unnið trúlofunar- hringana í happdrætti. Þér fannst það eiginlega mikilvægara fyrir mig að vita heldur en um trúlofunina sjálfa. Það er einmitt þetta sem mér þótti svo vænt um í þínu fari hversu einlægur þú varst. Þessi heimsókn um jólin er fyrir mér ótrúlega mikilvæg því við höfðum ekki hist í þónokkurn tíma. Mér líður eins og þú hafir verið að kveðja mig. Ég er í senn sár yfir að missa góðan vin og um leið þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta nærveru þinnar. Elsku Marta, Óskar, Hallbjörg, Þórir og María og aðrir aðstandendur. Ég, Helga og Jónas litli viljum votta okkar dýpstu samúð og megi guð geyma ykkur á þessum erfiðu stund- um. Þinn æskuvinur Steinar. Mig langar að minnast vinar og bekkjarbróður, Hallmars Óskarsson- ar, sem lést hinn 12. janúar sl. Þú varst mjög góður vinur og bekkjarbróðir. Ég man þegar við vorum búin í skól- anum þá fórum við heim til hvor ann- ars og lékum okkur þar. Svo komst þú líka í afmælið mitt þegar ég var 12 ára, þar var mikið fjör. Svo man ég líka þegar okkur þótti mjög gaman að stríða hvort öðru. Svo var líka mjög gaman þegar við fórum í skólaferðalög með bekknum ásamt kennurum okk- ar. Elsku Marta, foreldrar Hallmars og systkini hans, ég vil biðja Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Elsku vinur, ég á margar góðar minningar um þig og ég vil að Guð geymi þig. Þín vinkona, Sigríður Þóra. „Ég er farinn yfir til afa og ömmu,“ er setning sem ég hef sagt svo ótal mörgum sinnum, bæði þegar ég var að alast upp við hlið- ina á þeim eða nú seinni ár þegar við fjölskyldan höfum komið heim í sveitina. Afi og amma hafa alltaf verið einn af föstu og traustu punktunum í tilverunni og alltaf verið gott að líta til þeirra, hvort sem það var til að leita ráða eða bara njóta góðs félagsskapar þeirra. En nú hefur afi kvatt þenn- an heim eftir frekar snarpa bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Eftir stendur stórt skarð sem ekki verð- ur fyllt nema að hluta með þeim fjölmörgu góðu minningum sem eftir lifa. Þær voru ófáar stundirnar sem við bræður eyddum með afa á FRIÐRIK INGÓLFSSON ✝ Friðrik Ingólfs-son, garðyrkju- bóndi í Laugar- hvammi í Lýtingsstaðahreppi, fæddist á Lýtings- stöðum í Tungusveit 26. júní 1924. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Skagfirð- inga að kvöldi sunnudagsins 11. janúar síðastliðins og var útför hans gerð frá Reykja- kirkju 20. janúar. smíðaverkstæðinu hans. Á tímabili feng- um við úthlutað smá horni á verkstæðinu og við nutum ná- kvæmrar leiðsagnar smíðameistarans. Afi var mikill nákvæmnis- maður og hafði hlut- ina alltaf í röð og reglu. Það kom fyrir að við bræður gengum ekki nógu vel um og fengum við fyrir það ávítur, það átti að vera hægt að ganga að verkfærunum vís- um á sínum stað. Ef maður spurði afa til dæmis um 5 metra mál- bandið þá gat hann svarað um hæl: „Það er austan megin í vestustu skúffunni á suðurveggnum.“ Fyrir þá sem ekki eru með áttirnar á hreinu gat þetta hljómað eins og latína en hinir gengu beint að verkfærunum eftir leiðbeiningun- um. Brids kenndi afi okkur bræðrum einu sinni í viku þar til hann taldi okkur tilbúna til þess að fara með á bridskvöld í Árgarði og þá vorum við útskrifaðir. Afi var gjarnan minn makker á bridskvöldum í Ár- garði og svo líka þegar att var kappi við Húnvetninga sem gert var tvisvar á ári. Við afi náðum vel saman í bridsinum eins og öðru. Oft og iðulega var teflt í Laug- arhvammi og eigum við margar skemmtilegar skákir að baki. Eitt sumarið ákvað ég að fara til Nor- egs að vinna og fannst okkur það ansi dapurt að sjá fram á tafllaust sumar. Við tókum þá uppá því að tefla bréfskák sem lauk reyndar ekki fyrr en um haustið þegar ég var kominn aftur heim, afi sigraði eftir æsispennandi lokatafl. Mér er til efs að afi hafi staðið í reglu- legum bréfaskriftum fram að því nema ef vera skyldi á fyrri hluta síðustu aldar þegar hann skrifaði ástarbréfin til ömmu. Það var alltaf gaman að rétta afa hjálparhönd því að hann var með fádæmum þakklátur maður, hvort sem það var að handlanga blóma- kassa, glerja gróðurhúsin, slá gras eða hvað sem er, alltaf margþakk- aði hann fyrir aðstoðina. Fleiri minningar þjóta um hug- ann; berjaferðir með afa og ömmu þegar ég var yngri. Afi að þeysast um á mótorhjóli, kominn yfir miðj- an aldur og að leyfa okkur bræðr- unum að prófa. Fyrsta utanlandsferðin mín var með afa og ömmu. Það var reyndar fyrsta utanlandsferð afa og ömmu líka. Páskarnir fyrir tíu árum þeg- ar afi hjálpaði mér við að smíða veggklukku sem hefði verið óger- legt fyrir mig án hans aðstoðar. Við áttum mjög góðar stundir sam- an á verkstæðinu. Ég gæti haldið áfram að telja upp en læt staðar numið. Elsku afi, takk fyrir að hafa allt- af verið til staðar fyrir mig og mína litlu fjölskyldu. Þú kenndir mér marga góða siði og viðhorf sem ég nýt góðs af um alla ævi. Þú gerðir mig að betri manni. Halldór Þorleifs Stefánsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.