Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 64

Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 64
DAGBÓK 64 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Víkverji skrifar... Þá er þorrinn hafinn með öllumsínum súru kræsingum, sem Víkverji kann að meta. Ekki skemmdi fyrir að fá staup af köldu íslensku brennivíni með góðgætinu. Víkverji var með fámenna þorra- veislu á föstudagskvöld og gleði gesta var mikil þegar „gamli góði ís- lenski hvalurinn“ var kominn aftur á veisluborðið. Hvalur sem Íslend- ingar verka sjálfir, en ekki innfluttur frá Noregi, eins og Íslendingar urðu að sætta sig við um tíma. Norðmenn kunna ekki að verka hval, þannig að hann verði mátulega súr og ljúffeng- ur. x x x Evrópumótið í handknattleik erhafið í Slóveníu og eins og áður er íslenska landsliðið í sviðsljósinu. Einnig ljósvakamenn, en það hefur lengi loðað við suma íslenska ljós- vakamenn, sem hafa verið að lýsa íþróttaviðburðum beint hér heima á Fróni eða frá stórmótum í útlöndum, að þeir hafa þótt vægast sagt há- vaðasamir – náð að yfirgnæfa starfs- bræður sína frá öðrum þjóðum, hreinlega skotið þá í kaf. Víkverji hefur það oft á tilfinningunni að þeir telji að þeir séu aðalmennirnir – allt snúist um þá. Þeir eru stöðugt að ræða um það í hinum og þessum útvarpsþáttum, hvað þeir séu þreyttir vegna þess hvað þeir hafi mikið að gera. Víkverja finnst óþolandi að menn sem eru greinilega mættir á ákveðna staði til að skemmta sjálfum sér, séu að tala um þreytu í tíma og ótíma. Víkverji telur að það besta, sem þreyttir menn gera, sé að fara í koju heima hjá sér og hvíla sig rækilega – svo að hlustendur verði ekki þreyttir á að hlusta á útvarpsmennina sem eru óþreytandi að segja hvað þeir eru þreyttir. Jafnvel þó að menn séu þreyttir í starfi sínu, þá kemur alþjóð það ekk- ert við. Víkverji hefur aldrei séð blaðamenn setja á prent, að þeir séu þreyttir í starfi og er álagið á þeim þó oft mikið í kappi við „deadline“. x x x Þolinmæði er mikill kostur. Þaðkostar oft mikla vinnu, blóð og svita að ná árangri í því sem menn taka sér fyrir hendur. Reynsla og þekking hefur mikið að segja. Ungir og óþolinmóðir menn vilja oft sigra heiminn – og það strax – og sumir of- meta sig í keppni gegn „gömlum og reyndum refum“. Víkverji man alltaf eftir ungum manni sem þoldi það ekki að hann átti ekki mikla mögu- leika í tengdaföður sinn, þegar þeir léku púl á billiardborði við sundlaug- arbar á hóteli á Kýpur. Það lá svo við að ungi maðurinn þyrfti á áfallahjálp að halda – eftir að hann mátti sætta sig við tap fyrir eldri borgurum á 18 holu golfvelli þar á eyju. Víkverji er ekki að gera lítið úr æsku landsins, en það skaðar ekki að menn sníði sér stakk eftir vexti. Morgunblaðið/Friðþjófur Íslenskur hvalur er kominn á veisluborð landsmanna. Myndasögur, Spaug- stofan og Fréttablaðið FYRST langar mig að segja að ég sakna teikni- myndanna og alveg sér- staklega Lubba. Og svo Spaugstofan. Svona er smekkurinn mis- jafn. Mér fannst hún t.d. al- veg sérlega góð síðasta laugardag. Finnst þeir svo- lítið misgóðir en oftast frá- bærir. Svo er það Fréttablaðið. Liggur við ég spyrji; hvað er það? Eitthvað ofan á brauð? Þetta er búin að vera samfelld hörmungar- saga hér. Eftir ótal hringingar sem ég gafst upp á eftir að þurfa að bíða langa lengi hvert sinn (tók tímann einu sinni, 13 mín.) og svo bíða, romsa upp kennitölu í hvert sinn, bíða, hvaða daga blaðið hefði komið, hvaða ekki o.s.frv., ótrúlega þungt í vöfum. Þá sneri ég mér að tölvupósti til þeirra nokkr- um sinnum. Eftir þessar aðgerðir hefur blaðið komið einn dag, tvo daga, fimm, svo þetta bara pirrar mann. En nú nennir maður ekki leng- ur að eltast við þetta. Vil benda á að ég myndi ekki auglýsa í þessu blaði með svona dreifingu sem getur ekki verið einsdæmi. Svo þessi mæling á lesningu blaðsins sem þeir gefa út stenst ábyggilega ekki. Morgunblaðið kemur dag hvern og bregst ekki. Hafi það komið fyrir er það leið- rétt, fljótt og vel. Kveðja, Morgunblaðskaupandi. Tapað/fundið Frakki tekinn í misgripum BLÁR ullarfrakki var tek- inn í misgripum í boði finnska sendiherrans í Nor- ræna húsinu 5. desember sl. Sá sem tók frakkann getur fengið sinn til baka ef hann skilar þessum. Upp- lýsingar í síma 891 8913. Gleraugu í óskilum GLERAUGU í grágrænni umgjörð fundust á göngu- stígnum rétt við Akraland í Fossvogi. Upplýsingar í síma 586 1084 og 699 7005. Blár Nokia-sími í óskilum BLÁR Nokia gsm-sími með rauðu álímdu hjarta og appelsínugulum hliðum fannst við Hamrahlíð sl. þriðjudag. Eigandi er beð- inn um að hringja í 694 5192 eða 567 4881. Dýrahald Steinar er týndur SVARTUR 3ja ára fress- köttur með nokkur hvít hár framan á hálsi (geldur), mjög gæfur og mannelsk- ur, eyrnamerktur R 1113 hvarf frá heimili sínu Jóru- seli 22, 20. janúar, . Þeir sem hafa séð hann eða vita hvar hann er niðurkominn vinsamlegast hringi í síma 557 6120 eða 845 5715. Kettlingar fást gefins TVEIR 9 vikna kettlingar, fress og læða, fást gefins. Kassvanir og yndislegir. Upplýsingar í síma 845 8858 eða 588 9412. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brúarfoss kemur í dag. Fréttir Fjölskylduhjálp Ís- lands Eskihlíð 2–4, í fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum og fatnaði, mánudaga kl. 13–17. Úthlutun mat- væla og fatnaðar þriðjudaga kl. 14–17. Sími skrifstofu er 551 3360, netfang dal- ros@islandia.is, gsm hjá formanni 897 1016 Mannamót Aflagrandi 40. Þorra- blót verður föstudag- inn 30. janúar, for- drykkur, þorrahlaðborð. Árni Tryggvason talar fyrir minni kvenna og Jón- ína Bjartmarz fyrir minni karla. Karlakór- inn Kátir karlar skemmtir og hljóm- sveit Marinós Björns- sonar leikur fyrir dansi, húsið opnað kl. 17.30, skráning í síma 562 2571 og í af- greiðslu Aflagranda. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Félagsheimilið er opið frá 9–17 virka daga. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ. Púttkennsla í Íþrótta- húsinu Varmá á sunnudögum kl. 11– 12. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Miðvikudag- inn 4. febrúar, í há- deginu þorrahlaðborð í Kaffi Bergi skráning hafin, sími 575 7720. Gullsmári, Gullsmára 13. Þorrablótið verður laugardaginn 31. jan- úar, húsið opnað kl. 18. Aðalheiður Magn- úsdóttir syngur undir stjórn Guðbjargar Sigurjónsdóttur, heimamenn fara með gamanmál. Happ- drætti, miðar núm- eraðir, veislustjóri Karl V. Matthíasson, dansað við undirleik við undirleik Viðars Jónssonar. Miðasala fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. janúar milli kl. 9 og 17. SVDK Hraunprýði, aðalfundurinn verður haldinn í húsi deild- arinnar, Hjallahrauni 9, föstudaginn 30. jan- úar kl. 19. Í stað kaffiveitinga verður heitur matur ásamt þorramat. Venjuleg aðalfund- arstörf. Athugið breyttan fundardag og tíma. Kvenfélag Árbæj- arsóknar, aðalfundur félagsins verður hald- inn mánudaginn 2. febrúar kl. 20, í safn- aðarheimilinu við Rofabæ, venjuleg að- alfundarstörf, léttar veitingar í boði félags- ins. Rætt um framtíð félagsins. NA (Ónefndir fíklar) Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opnir fundir kl. 21 á þriðjudögum í Héðins- húsinu og á fimmtu- dögum í KFUM&K, Austurstræti. Minningarkort Minningarkort Hjartaverndar fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Akranes: Hagræði hf., Borg- arnes: Dalbrún, Brákabraut 3. Grund- arfjörður: Hrannarbúð sf., Hrannarstíg 5. Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsd., Silf- urgötu 36. Ísafjörður: Póstur og sími, Að- alstræti 18. Stranda- sýsla: Ásdís Guð- mundsd. Laugarholti, Brú. Minningarkort Hjartaverndar fást á eftirtöldum stöðum á Norðurlandi: Ólafs- fjörður: Blóm og Gjafavörur Aðalgötu 7. Hvammstangi: Verslunin Hlín Hvammstangabraut 28. Akureyri: Bókabúð Jónasar Hafnarstræti 108, Möppudýrin Sunnuhlíð 12c. Mý- vatnssveit: Pósthúsið í Reykjahlíð. Húsavík: Blómasetrið, Héðins- braut 1, Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Péturs- dóttur, Ásgötu 5. Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í s. 588 7555 og 588 7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suð- urgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofutíma er sím- svari. Einnig er hægt að hringja í s. 861 6880 og 586 1088. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöldum stöðum: í s. 588 9220 (gíró) Holts- apóteki, Vesturbæj- arapóteki, Hafn- arfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elías- dóttur, Ísafirði. Í dag er sunnudagur 25. janúar, 25. dagur ársins 2004, Pálsmessa. Orð dagsins: Drottinn, leið mig eftir réttlæti þínu sakir óvina minna, gjör sléttan veg þinn fyrir mér. (Sl. 4, 9.)     Vandamálið við reglursem eiga að koma í veg fyrir ólöglegt sam- ráð og einokun er að oft koma þær í veg fyrir aukna samkeppni og hefta framgang við- skiptalífsins, segir Sig- þrúður Ármann í pistli á vef Verslunaráðs. „Laga- og reglugerðagleði stjórnvalda, sem komið er á í góðri trú, getur svo auðveldlega snúist upp í andhverfu sína. Við skulum hafa það hugfast að í dag er ekki óheimilt að vera með markaðs- ráðandi stöðu,“ segir hún. „Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að fyrirtæki misnoti markaðsráðandi stöðu er að tryggja aðgengi nýrra aðila inn á markaðinn. Þannig að um leið og fyrirtæki hyggst misnota aðstöðu sína skapast tækifæri fyrir nýja aðila til að fara í samkeppni. Lykilatriðið er því að markaðurinn hér á landi sé opinn.“     Sigþrúður segir hvergimeiri hömlur á beina erlenda fjárfestingu inn- an OECD en á Íslandi. Auka þurfi möguleika útlendinga á fjárfest- ingum hér á landi. „Með auknu frelsi í viðskiptum eru nú að keppa 8–10 hópar fjárfesta á ólíkum sviðum en áður voru hér aðeins tveir hópar fjár- festa. Ef rétt er á málum haldið getum við séð fyr- ir að innan 5–10 ára verði hér starfandi 15– 20 hópar öflugra fjár- festa, innlendra og er- lendra, sem munu fjár- festa hér á ýmsum sviðum og keppa inn- byrðis og stuðla þannig að aukinni samkeppni og bættum lífskjörum heim- ilanna í landinu.“     Hún segir menn líta áþað misjöfnun aug- um hvort Íslendingar eigi að bera sig saman við Bandaríkin og fleiri lönd sem sett hafi lög gegn hringamyndun. „Það getur verið vafa- samt fyrir svo fámenna þjóð að taka löggjöf stórra þjóða til fyr- irmyndar. Við þurfum að huga að okkar sérstöðu,“ segir Sigþrúður. „Lög- gjöfin má ekki hamla samruna sem leiðir til aukinnar hagkvæmni og lækkunar kostnaðar í at- vinnulífinu og skilar sér til viðskiptavinanna.“     Neytendurnir sjálfireru kröfuhörðustu eftirlitsaðilarnir og ekk- ert kemur í staðinn fyrir opið og frjálst markaðs- hagkerfi. „Loforð hins opinbera um strangt eft- irlit getur á hinn bóginn villt fyrir um á hinum frjálsa markaði og leitt til, þegar allt kemur til alls, verra eftirlits og að- halds. Íslendingar vilja vera meðal þeirra þjóða sem við bestu lífskjör búa. Við þurfum aukið frelsi í fjárfestingum milli landa og almenna og skýra lagasetningu – ekki sértæka löggjöf,“ segir Sigþrúður Ármann. STAKSTEINAR Fjölgun öflugra fjár- festa á Íslandi LÁRÉTT 1 slyngir, 4 galdra, 7 vindhviðum, 8 kvendýrið, 9 samkoma, 11 ójafna, 13 röskur, 14 rækta, 15 bera illan hug til, 17 geð, 20 stefna, 22 truflar, 23 svikull, 24 gripdeildin, 25 heyið. LÓÐRÉTT 1 versna, 2 bert, 3 sterk, 4 gangur, 5 óvildin, 6 hinn, 10 hættulaust, 12 vætla, 13 frostkemmd, 15 höfuðföt, 16 blást- urshljóðfærið, 18 for- ræði, 19 skepnurnar, 20 tímabilið, 21 autt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 handaskol, 8 skráp, 9 golan, 10 ugg, 11 kækur, 13 sefur, 15 svell, 18 slúta, 21 átt, 22 lagið, 23 aftan, 24 harðfisks. Lóðrétt: 2 afrek, 3 dapur, 4 seggs, 5 oflof, 6 ósek, 7 knár, 12 ull, 14 ell, 15 sýll, 16 eigra, 17 láðið, 18 stapi, 19 úrtak, 20 asni. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.