Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 67

Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 67
AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 67 TVEIMUR mönnum af bátnum Sigurvin GK, sem hvolfdi í innsiglingunni að Grindavíkurhöfn rétt fyrir hádegi á föstudag, var bjargað um borð í gúmmíbát björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Björgunarsveitin fékk tilkynningu um að Sigurvin hefði hvolft klukkan rúmlega ellefu um morguninn og fór strax á staðinn á björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni og gúmmíbátnum Hjalta Frey. Fljótlega tókst að bjarga öðrum skipverjanum sem hélt sér í björgunarbát Sigurvins rétt við brimgarðinn. Björgunarmennirnir komu honum í land og fóru síðan aftur út til að ná í hinn skipverjann sem hafði lent í sjónum er bátnum hvolfdi. Báðir mennirnir voru í björgunarvestum og telja björgunarmenn þeirra að það hafi haft mikið að segja. Mennirnir voru orðnir mjög þrekaðir og kaldir er þeim var bjargað og voru þeir strax fluttir til Reykjavíkur á sjúkrahús. Mikið brim var í innsiglingunni er Sigurvin hvolfdi. Fólk sem var í landi og sá slysið segir að báturinn hafi farið „kollhnís“ og endað á hvolfi. Við það hafi annar maðurinn farið í sjóinn en hinum tókst að halda sér einhverja stund um borð í bátnum. Hann reyndi síðan að komast um borð í gúmmíbát en hékk utan í honum þegar hann bjargaðist. Morgunblaðið/RAX Sigurvin GK rak upp í brimgarðinn en mönnunum var bjargað úr sjónum. Tveimur mönnum bjargað úr sjónum ÍSLANDSMEISTARALIÐ ÍBV í kvennahandbolta sigraði Etar frá Búlgaríu tvívegis í Vestmannaeyjum í áskorendakeppni Evrópu og er ÍBV komið áfram í 16 liða úrslit keppninnar. Í fyrsta leiknum hafði ÍBV gríðarlega yfirburði og vann 38:16. Í síðari leiknum ákvað þjálfari ÍBV, Aðalsteinn Eyjólfsson, að tefla fram yngri leikmönnum ÍBV að mestu í leiknum og þann leik vann Etar með einu marki 18:17. ÍBV mun leika gegn franska liðinu LeHavre í 16 liða úrslitum keppninnar. Guðbjörg Guðmannsdóttir, hornamaður ÍBV, sagði við Morgunblaðið eftir leikina tvo við Etar að það hefði komið á óvart hve slakt búlgarska liðið var í raun og veru. „Við höfðum séð myndband af leik þeirra og þær virkuðu mjög snöggar og erfiðir andstæðingar en svo rúlluðum við bara yfir þær,“ sagði Guðbjörg. Fyrri leikur ÍBV gegn franska liðinu LeHavre í 16 liða úrslitunum fer fram í Le Havre, sem er hafnarborg á Ermarsundsströnd Frakklands, 14. eða 15. febrúar og sá síðari verður í Vestmannaeyjum viku síðar. ÍBV með yfirburði gegn EtarNORSK prinsessa fæddist ámiðvikudagsmorgun. Þetta er fyrsta barn Hákonar krónprins og Mette-Marit eiginkonu hans. Stúlkubarnið mun hljóta nafnið Ingiríður Alexandra (Ingrid Alexandra). Hákon tilkynnti það á sérstökum ríkisráðsfundi. Litla stúlkan fæddist á Ríkissjúkrahúsinu í Ósló klukkan rúmlega átta á miðvikudagsmorgun að íslenskum tíma. Hún er næst á eftir föður sínum til ríkiserfða í Noregi og gæti því dag einn orðið fyrsta drottningin í Noregi frá því Margrét I ríkti þar í lok 14. aldar og í byrjun þeirrar 15. Prinsessan verður skírð í höfuð langafa síns og langömmu. Alexander prins fæddist í Bretlandi árið 1903 en hann varð Ólafur krónprins þegar faðir hans varð konungur árið 1905. Þá hét föðuramma Mette-Marit Ingrid en hún lést árið 1978. Norsk prinsessa er fædd Reuters Hákon krónprins tók þessa mynd af hinni nýfæddu prinsessu. ÁTJÁN sjómenn fórust á mánudag þegar flutningaskipi hvolfdi nærri Björgvin í Noregi. Skipið hét Rocknes og var að flytja grjót frá Noregi til Þýskalands. 30 manns voru um borð. Skipinu hvolfdi skyndilega. Það var þá á siglingu í skerjagarðinum aðeins nokkur hundruð metra frá landi. Nú hefur verið staðfest að skipið sigldi á sker áður en því hvolfdi. Tólf menn komust lifandi frá borði. Fjórir hafa fundist látnir. Fjórtán skipverja er enn saknað. Þeir hafa verið taldir af. REUTERS Flak Rocknes á strandstað þar sem skipinu hvolfdi. Sjóslys við Noreg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.