Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 72
72 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Barcelona er ein af þeim borg-um þar sem menningar-straumar koma saman aðaustan og vestan, sunnan og norðan, bæði úr gamalli hefð og einn- ig fyrir það hve mikill straumur fólks hefur legið til borgarinnar á und- anförnum árum og áratugum frá Suð- ur-Ameríku, Norður- og Austur- Evrópu og Norður-Afríku. Þar mæt- ist sígaunatónlist, flamenco, arabísk hefð og vestrænt popp og rokk eins og heyra má svo vel í tónlist frægasta tónlistarmanns borgarinnar Manu Chao. Hann er mikill áhrifavaldur í tónlist Barcelona en líka hluti af þró- un undanfarinna ára þegar menn hafa steypt saman ólíkum gerðum tónlistar frá ólíkum heimsálfum og búið til nýja katalónsk-spænska tón- listarhefð. Flamenco er líklega eina tónlistar- hefðin sem menn almennt kannast við sem spænska tónlist þó að á Spáni sé grúi af ólíkum gerðum hefðbundinnar tónlistar. Einhverjir muna sjálfsagt eftir því er ungir spænskir tónlist- armenn tóku upp á því að fella rokk og blús saman við flamenco, en hreyf- ingin kallaðist óformlega Los jovenes flamencos, ungu flamenco listamenn- irnir. Þar fóru fremstar hljómsveitir eins og Ketama og Pata Negra og listamenn úr þeim sveitum hafa verið áberandi alla tíð síðan, til að mynda Raimundo Amador, sem lék á gítar í Bjarkarlaginu „So Broken“ sem frægt varð. Enn í dag nota menn flamenco í nýrri tónlist á Spáni, í Barcelona katalónskt afbrigði þess og kryddið öllu fjölbreyttara, ekki bara rokk og blús heldur líka zouk frá afríku, kúb- verska og katalónska rúmbu, alsírskt rai, amerískt hiphop og „drum ’n’ bass“ frá Bretlandi svo fátt eitt sé tal- ið. Ein vinsælasta og mest selda plata á Spáni á síðasta ári var einmitt með slíkum blendingi, Barí með Ojos de Brujo, ævintýralega skemmtileg skífa. Upphafið Ojos de Bruco er einmitt frá Barce- lona, byrjaði þar sem eins konar tón- listarkommúna en ekki sem eiginleg hljómsveit, vinir og kunningjar sem hittust til að spila af fingrum fram þar sem hverjum og einum datt í hug þá stundina, stundum á götum úti, á torgum eða í almenningsgörðum stundum heima hjá hverjum þeim sem hafði pláss. Flamenco-áhrifin voru sterk frá fyrsta degi, en einnig katalónsk rúmba, kúbverskt slagverk og sígaunatónlist aukinheldur sem áhrif úr reggíi, danstónlist og hiphopi voru til staðar. Upphaf sveitarinnar er rakið til þess að gítarleikarinn Ramon „Metr- alleta“ Giménez og bassaleikarinn Juanlu byrjuðu að spila saman 1990. 1996 tók að mótast tónlistarkomm- úna, rekin áfram af spilagleði, og Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Spilagleði og galsi Katalónska hljómsveitin Ojos de Brujo er með vinsælustu hljómsveitum Spánar og stendur fyrir bræðingstónlist þar sem öllu ægir saman; flamenco, rúmbu, rokki, hiphopi o.s.frv. UPPSELT er á fyrstu tónleika Lady & Bird, sem að standa Barði Jóhannsson og Keren Ann. Tónleikarnir eru allsérstakir og af veglegra taginu því þeir verða haldnir í Amerísku kirkjunni í París, 30. janúar. Í samtali við Morgunblaðið segir Barði að þau Lady & Bird muni þá taka lög af nýútkominni plötu sinni studd fjölmennum kór og stórri hljómsveit. Auk þess muni hörpuleikarinn kunni Monika Abendroth leika undir með þeim. Barði segir áhugann fyrir tónleikunum töluverðan og til marks um það hafi selst upp á þá á mjög skömmum tíma. Aðspurður segir Barði ekkert frekara tónleikahald hjá Lady & Bird hafa verið skipulagt en kirkjutónleikarnir verði tekn- ir upp, bæði mynd og hljóð. Gæti hins veg- ar farið svo að Lady & Bird taki upp nýtt efni á árinu. Barði fyllir kirkju í París Sýnd kl. 5.30. B.i. 16. HJ. MBL Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10.  ÓHT. Rás2 Magnþrungin erótísk spennumynd með Meg Ryan eins og þið hafið aldrei séð hana áður. Sýnd kl. 6.45 og 10.45. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 3, 5 og 9 Sjáið eina athyglisverðustu og mest sláandi mynd ársins. Sýnd kl. 3, 6 og 9. B.i. 14 ára. Kvikmyndir.is DV Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Besti aðalleikari Tom Cruise Besti leikari í aukahlutverki Ken Watanabe Besta frumsamda tónlistin Hans Zimmer 3 Tilnefningar til Golden Globe verðlauna MEG RYAN MARK RUFFALO JENNIFER JASON LEIGH Nýjasta mynd leikstjóra „THE PIANO“ a film by JANE CAMPION  VG DV Hreyfir við áhorfandanum og skilur eitthvað eftir sig. Samleikur systkinanna er með ólíkindum. Hér leikur allt í höndunum á Hilmari, börn, fullorðnir, tónlist og myndmál” - ÞÞ Fréttablaðið Tónlist myndarinnar er eftir Hilmar Örn Hilmarsson „Fantavel leikin eðalmynd“ ÞÞ Fréttablaðið FRUMSÝNING Sýnd kl. 10.05. Sýnd kl. 2. Íslenskt tal. Sýnd kl. 1.50. Íslenskt tal. Stórskemmtileg og sprenghlægileg gamanmynd með Eddie Murphy sem kemst í hann krappann ásamt fjölskyldu sinni þegar þau gista á gömlu draugasetri!  ÓHT. Rás2 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6.10, 8 og 10. B.i. 14 ára KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14 ára Kvikmyndir.is DV Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Besti aðalleikari Tom Cruise Besti leikari í aukahlutverki Ken Watanabe Besta frumsamda tónlistin Hans Zimmer 3 Tilnefningar til Golden Globe verðlauna EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8.  ÓHT. Rás2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.