Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 76

Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 300 KR. MEÐ VSK. Smáauglýsingar á MIKLAR vonir eru bundnar við að ný tækni við greiningu hjartasjúkdóma með aðstoð tölvusneiðmynda muni auka mjög líkur á að kransæðasjúkdómar greinist í fólki sem er einkennalaust fyrir en hefur sjúkdóminn á byrjunarstigi. Þessu spáir Björn Flygenring, hjartasérfræðingur á Minneapolis Heart Institute í Bandaríkj- unum, sem kynnti þessa nýju tækni auk notkunar á seg- ulómun við grein- ingu hjarta- sjúkdóma á Læknadögum ný- verið. „Ég held að ein af afleiðingum tölvusneiðmynda- tækninnar sé sú að við eigum eftir að greina miklu meira af krans- æðasjúkdómum í fólki sem hefur engin einkenni, m.ö.o. við finnum fólk sem er með kransæðasjúkdóma og veit ekki af því,“ segir Björn. Að mati hans mun þetta einkum gagnast fólki með ættarsögu um hjartasjúkdóma. Með þverskurðarmynd af æðunum er hægt að mæla hvers konar efni er líklegt er að sé í hjartaveggnum og þannig komast að því hvort þrenging í kransæð sé stöðug eða hvort hún sé líkleg til að loka æðinni. „Þetta gátum við ekki gert áður,“ segir Björn sem spáir því að tölvusneiðmyndir muni í mörgum tilvikum koma í stað hjarta- þræðinga við greiningu á kransæða- sjúkdómum á næstu árum. Á Læknadögum fjallaði Björn einnig um notkun segulómunar við greiningu hjarta- sjúkdóma. Á Rannsóknastöð Hjartaverndar er þeg- ar farið að rannsaka tíðni þögulla hjarta- drepa með aðstoð segulómunar. Þá stendur til að kaupa eitt, jafnvel tvö segulómtæki á Landspítala – háskólajúkrahús á næstunni. Greina kransæða- sjúkdóma án einkenna  Kransæðasjúkdómar/4 „MEÐ nútímatækni er auðvelt að setja upp ýmis dæmi um blandaða byggð, íbúða- og atvinnubyggð og bera undir rýnihópa. Með því móti er hægt að koma í veg fyrir að al- varleg mistök uppgötvist ekki fyrr en þau hafa verið greypt í steinsteypu,“ segir dr. Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur í samtali við Morgunblaðið í dag. Bjarni stýrði nýlegri rannsókn á húsnæðis- og bú- setuóskum borgarbúa árið 2003. Bjarni upplýsir að hann sé að vinna að slíku verkefni fyrir Íslenska aðalverktaka á vegum fyrirtækis síns, Land-ráðs, um þess- ar mundir. „Verkefnið gengur út á að bera tillögur að skipulagi á nýju íbúðahverfi á Blikastöðum undir almenning og faghópa í rýnihópum. Með þessu móti er skipulagið unnið fyrir opnum tjöldum frá byrjun. Hingað til höfum við vanist því að skipulag sé unnið fyrir luktum dyrum. Eftir að skipu- lagið er fullbúið taka oft við kynningar, þras og þref á erfiðum fundum. Sveitarfélögin gætu dregið verulega úr slíkum ágreiningi með því að fara hina leiðina og vinna skipu- lagið frá byrjun með almenningi með því að leita álits úrtakshópa á mismunandi mögu- leikum á skipulagi hverfa.“ Mistökin ekki greypt í stein  Átthagatryggð í borgarsamfélagi/24 ÞAÐ sem af er ári hefur nokkrum sinnum sést til sela í fjörunni fyrir neðan Korpúlfsstaði í Reykjavík og virðist þeim líka vel að flatmaga í mjúku þanginu þegar svona viðrar. Selirnir virðast hinar vænstu skepnur, kippa sér ekk- ert upp við það að smellt sé af þeim mynd og senda ljósmyndaranum sakleysislegt augna- ráð. Lífsbaráttan í sjónum er þó ekki alltaf svo meinlaus. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sakleysið uppmálað í fjöruborðinu „VERÐMÆTI sjávarútvegsins liggja að mínu mati í heildinni. Það er lítið gagn í því að hafa yfir að ráða veiðiheimildum ef ekki er einnig fyrir hendi þekking, fjármagn og markaður. Það felast heldur engin verðmæti í því að hafa fjölda fiskvinnsluhúsa og báta sem allir keppa hver við annan. Þá er enginn arður af grein- inni,“ segir Guðmundur Kristjánsson, útgerð- armaður, í samtali við Morgunblaðið í dag. Guðmundur hefur ásamt föður sínum, Krist- jáni Guðmundssyni, og bróður sínum Hjálmari keypt öll hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyr- inga af Eimskipafélagi Íslands fyrir um 9 millj- arða króna. „Vegna þess að það er hægt að stjórna veið- unum, ásamt góðu starfsfólki til sjós og lands, er hægt að tryggja kaupandanum ákveðið magn af fiski á ári. Verðmætin liggja í þessum stöðugleika að mínu mati. Þessa festu væri ekki hægt að tryggja með sóknarmarkskerfi eða með því að setja allan fisk á markað, því þá væri ekki hægt að gefa kaupandanum þetta loforð. Þetta loforð er gríðarlega verðmætt.“ Guðmundur segir einnig í viðtalinu að sjáv- arútvegurinn eigi sjálfur talsverða sök á þeirri neikvæðu umfjöllun og gagnrýni sem greinin hefur orðið fyrir á undanförnum árum. Út- gerðarmenn og sjómenn verði að ná sátt. Verðmætin liggja í heildinni Morgunblaðið/Ásdís Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður.  Ísland er/18 ÝMSIR aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafa sýnt áhuga á flutn- ingastarfsemi Eimskipafélags Ís- lands að undanförnu en nú, eftir söluna á Brimi, er unnið að því að ganga frá skiptingu Eimskipa- félagsins í tvö aðskilin félög, flutningafélag og fjárfestinga- félag, sem nú heita Eimskip og Burðarás. Tveir hópar innlendra fjárfesta hafa látið í ljós beinan áhuga á að kaupa eða koma að flutninga- starfsemi Eimskipafélagsins. Hópur fjárfesta sem í eru Krist- inn Geirsson, framkvæmdastjóri Skjás 1, Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir, Þorsteinn Vilhelms- son, Margeir Pétursson og félög á þeirra vegum sendu inn formlegt erindi þar sem þeir óskuðu eftir viðræðum um kaup á allri flutn- ingastarfseminni, þ.e. Eimskip ehf. Öfugt við yfirlýsingar stjórn- enda Eimskipafélagsins, sem segja rekstur flutningastarfsem- innar hafa batnað mjög að und- anförnu, töldu þeir enn vera mik- ið svigrúm til hagræðingar. Var markmið þeirra að vinna að slíkri hagræðingu og taka þá þennan rekstur Eimskipafélagsins af hlutabréfamarkaði og töldu þeir engar tæknilegar hindranir standa í vegi fyrir sölu. Ósk þeirra um viðræður var hins veg- ar hafnað af hálfu Eimskipa- félagsins á þeirri forsendu að skipting félaganna lægi ekki fyrir. Annar en laustengdari hópur fjárfesta, sem í eru Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Eimskipafélagsins, Hjalti Geir Kristjánsson, Þórður Magnússon framkvæmdastjóri Eyris fjárfest- ingafélags og stjórnarmaður í Eimskipafélaginu, Hannes Smárason, aðstoðarforstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar og eign- arhaldsfélagið Saxhóll, hefur lýst yfir vilja sínum til að koma að rekstri flutningafélagsins. Þessi hópur vill að 4-6 kjölfestufjárfest- ar komi að félaginu en telur skyn- samlegast að vinna að frekari vexti og viðgangi félagsins innan almenningshlutafélagsformsins. Þeir telja grunnrekstur í flutn- ingastarfseminni kominn í nokkuð gott lag og því sé tækifæri til að huga sérstaklega að útrásar- möguleikum. Þeir sem fara með ráðandi hlut í Eimskipafélaginu, þ.e. Lands- bankinn og þar með Samson eign- arhaldsfélag, hafa til þessa lítt tjáð sig um þessi mál en á fundi í HÍ fyrir helgina sagði Björgólfur Guðmundsson, formaður banka- ráðs Landsbankans, þó að stefnt væri að því að bæði félögin, sem til verða við skiptingu Eimskipa- félagsins, yrðu áfram skráð á hlutabréfamarkaði. Vildu kaupa flutnings- hluta Eimskipafélagsins  Samkeppni/10 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.