Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 28. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Líf fuglsins er erfitt Leikstjórinn Jacques Perrin gerði mynd um farfugla Fólk Viðskiptablað Morgunblaðsins | Eigendaskipti á Skelj- ungi fram undan  Málareksturinn gegn Mörthu Stewart Úr verinu | Rússneski björninn vill meiri fisk DÖNSK stjórnvöld áforma að hætta að veita börnum sem fæðast í Danmörku en eiga erlenda foreldra sjálfkrafa danskan ríkisborgararétt. Greindu embættismenn frá þessu í gær. Samkvæmt núgildandi lögum fá allir útlendingar sem fæðast í Danmörku sjálfkrafa ríkisborgararétt ef þeir sækja um hann á aldrinum 18–23 ára, að því tilskildu að þeir hafi hreina saka- skrá. Samkvæmt fyrirhuguðum breytingum verður fólk sem fæðist í Danmörku en er af erlendu foreldri að sækja um ríkisborg- ararétt með sama hætti og aðrir innflytj- endur. Breytingarnar munu þó ekki ná til fólks frá Norðurlöndunum. þ.m.t. Íslandi. Danir herða lög um ríkis- borgararétt Kaupmannahöfn. AFP. UNNIÐ er hörðum höndum við gerð ganga undir nýju Reykjanesbrautina við Setbergshverfið í Hafn- arfirði. Seinna á árinu mun fólk flæða þar í gegn eins og Lækurinn, sem er Hafnfirðingum kær. Í miðju ganganna verður stígur og sitt hvorum megin mun lækurinn streyma til sjávar. Við gamla kirkju- garðinn ofar í bænum er verið að reisa brú yfir nýja vegstæði Reykjanesbrautarinnar við Kaldárselsveg. Morgunblaðið/Þorkell Lækurinn flæðir með fólkinu RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA bárust 242 til- kynningar á seinasta ári vegna gruns um pen- ingaþvætti. Tilkynningum vegna grunsemda um peningaþvætti hefur fjölgað gífurlega á seinustu árum en árið 1997 voru þær 11 talsins. Tilkynn- ingum til ríkislögreglustjóra fjölgaði um tæp 30% á síðasta ári frá árinu á undan en á því ári bárust 189 tilkynningar vegna gruns um pen- ingaþvætti. Að sögn Jóns H. B. Snorrasonar, saksóknara og yfirmanns efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, verður meira en helmingur tilkynninga um peningaþvætti að sakamálum, bæði hér á landi og erlendis. Tölulegar upplýsingar um peningaþvætti koma fram í kandidatsritgerð Sigþrúðar Ár- mann, lögfræðings hjá Verslunarráði Íslands, og er greint frá þeim í um- fjöllun um umfang peningaþvættis í Skoð- un VÍ, fréttaútgáfu Verslunarráðsins. Flestar koma tilkynn- ingar um peninga- þvætti frá fjármála- stofnunum og þá vegna grunsamlegra færslna milli reikninga og um- fangsmikilla gjaldeyr- isviðskipta. Reynist grunur um saknæmt athæfi á rökum reistur verða ábendingarnar ýmist kveikja að nýju máli eða viðbót við rann- sókn á fíkniefna-, fjársvika- og gjaldþrotamálum. Óverulegur hluti þessara mála reynist hafa sínar eðlilegu skýringar og segir Jón H. B. Snorrason að hlutfallslega náist betri árangur í þessum málum hér á landi en á Norðurlöndun- um, þ.e. fleiri mál verða að sakamálum. Aukin fræðsla meðal starfsmanna fjármálastofnana og árvekni þeirra hafi þar haft mikið að segja. Fram kemur í grein Sigþrúðar að áætlað er að andvirði 300–500 milljarða dala séu þvættaðir á ári hverju í heiminum. Þetta samsvarar 21–35 þúsund milljörðum króna. Aðeins kemst upp um mál sem nemur 0,2% af þessari veltu. Tilkynningar vegna gruns um peningaþvætti voru 242 í fyrra                   ! "  Tilkynningum/32 Meira en helmingur peninga- þvættismála verður sakamál FORMAÐUR stjórnar breska ríkisútvarpsins, BBC, Gavyn Davies, sagði starfi sínu lausu í gær eftir að birtar voru niðurstöður nefndar sem fór í saumana á þeirri atburðarás er leiddi til sjálfsvígs breska vopnasér- fræðingsins Davids Kellys í fyrra. Útvarpsstjórinn, Greg Dyke, baðst afsökunar á ranghermi í þeim fréttum sem formaður nefndarinnar, Hutton lávarður, gagnrýndi í niðurstöðum sínum. Í maí sl. sagði í frétt BBC að bresk stjórnvöld hefðu látið gera skýrslu um meinta gereyðingar- vopnaeign Íraka „meira æsandi“ til að réttlæta þátttöku Breta í herförinni til Íraks. „Ég ólst upp við það að maður gæti ekki valið sér dómara, og að úrskurður dómarans væri endanlegur,“ sagði Davies í afsagnaryfirlýsingu sem hann sendi útvarpsráðinu í gær. „Ég hef því ritað forsætisráðherra bréf og beðist taf- arlausrar lausnar frá starfi mínu sem formaður stjórnar BBC.“ Í skýrslu Huttons lávarðar var Tony Blair forsætisráðherra aftur á móti hreinsaður af öll- um ásökunum um alvarlegar misgjörðir í máli Kellys. Fréttamaður BBC, Andrew Gilligan, sagði í frétt sem hann flutti í morgunþætti út- varpsins 29. maí, að stjórnvöld hefðu bætt í skýrsluna um meinta vopnaeign Íraka upplýs- ingum sem stjórnin hefði að öllum líkindum vit- að að væru rangar. Hutton lávarður komst að þeirri niðurstöðu að „enginn fótur“ hefði verið fyrir megininntaki fréttarinnar. „BBC fellst á, að tilteknar fullyrðingar í [fréttinni] hafi verið rangar, og við biðjumst vel- virðingar á þeim,“ sagði Dyke í yfirlýsingu eftir að niðurstöður Huttons voru birtar. BBC myndi ekki segja meira um málið fyrr en að loknum fundi stjórnar stofnunarinnar, sem haldinn verður í dag. Í yfirlýsingu sem Blaðamannafélag Bret- lands gaf út í gær fyrir hönd Gilligans er fullyrt að skýrsla Huttons lávarðar sé „gróflega ein- hliða“, að því er breska blaðið The Guardian sagði í gær. Niðurstöður Huttons séu alvarleg atlaga að rannsóknarblaðamennsku. Hvatti for- maður blaðamannafélagsins BBC til að koma Gilligan til varnar og standa við frétt hans, sem hefði í grundvallaratriðum verið rétt. Breska ríkisútvarpið harðlega gagnrýnt í skýrslu Huttons lávarðar Stjórnarformaður BBC víkur London. AFP. Gavyn Davies  Blair hreinsaður/14 SIGÞRÚÐUR Ármann segir við Morgunblaðið að umfang peninga- þvættis í heiminum sé gríðarlegt og vandamál vegna þessa snerti Íslend- inga í auknum mæli. Sigþrúður seg- ir að það séu ekki eingöngu fjár- málastofnanir sem fylgjast þurfi grannt með þess- um málum heldur þurfi í raun allt atvinnulífið að vera á varðbergi gagnvart því hvort um mögulegt peningaþvætti sé að ræða. Að sögn Sigþrúðar er hin hefð- bundna leið peningaþvættis sú að skipta stórum fjárhæðum í lægri fjárhæðir og leggja þær inn á banka. Því næst sé reynt að færa fjárhæð- irnar á bankareikninga víða um heim. Að lokum séu peningarnir teknir út og þeir nýttir til fjárfest- inga í lögmætum hagkerfum. Gríðarlegt vandamálYFIR hundrað þúsund eintök af plötubarnastjörnunnar Robertinos verða seld til Rúmeníu, að sögn Óttars Felix Hauks- sonar, eiganda Zonet, sem gefur Robertino út. Óttar Felix tók þátt í tónlistarkaupstefn- unni Midem í Cannes sem lýkur í dag. Hann segir að sér hafi verið vel tekið með Robert- ino, ýmis evrópsk fyr- irtæki hafi lýst áhuga á að gefa hann út. „Á fyrsta degi kom að máli við mig útgefandi frá Rúmeníu sem segist geta selt af plöt- unni ekki minna en 100.000 eintök í Rúm- eníu og vill endilega koma henni út fyrir mæðradaginn, 8. mars, segir að Robertino að syngja „Mama“ myndi selja plötuna. Menn hafa líka lýst áhuga á útgáfu í Búlg- aríu, Ungverjalandi, Brasilíu, Argentínu, Taívan, Kína, Japan og Finnlandi. Hugs- anlega mun ég semja við EMI um Vestur- Evrópu en síðan í hverju landi fyrir sig.“ Níu íslensk fyrirtæki kynntu íslenska tónlist á Midem og eru talsmenn þeirra al- mennt sammála um að þátttakan hafi verið árangursrík og skilað samningum. / B14 Yfir 100 þúsund eintök af plötu Robertinos seld LÍKLEGT er, að þrír af hverjum fjórum, sem smitast af fuglaflensuveirunni, muni deyja. Kemur það fram hjá nýsjálenskum veirufræðingi, dr. Lance Jennings, sem starfað hefur með Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni, WHO, í baráttunni við fugla- flensuna. Hann segir dánartíðni þeirra sem smitast „mjög háa“ og raunar virðist sem flestir þeirra hafi látist. Ljóst er, að veiran, sem nú herjar er ekki sama afbrigðið og varð sex mönnum að bana í Hong Kong 1997 og því er ekki um annað að ræða en framleiða alveg nýtt bóluefni. Það getur hins vegar tekið hálft ár og mun ekki nægja eitt og sér til að kveða faraldurinn niður. Jennings seg- ir ástæðu til að óttast, að á næstu mán- uðum muni fuglaflensuveiran sameinast flensuveiru, sem leggst á menn, og mynda nýja veiru, sem fólk hafi engin mótefni við. Geti það valdið dauða milljóna manna. Fuglaflensuveiran mjög banvæn Christchurch, París. AFP. Viðskipti og Úr verinu í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.