Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefnan er öllum opin sem áhuga hafa á málefninu. Aðgangur er ókeypis. Aðgengi fyrir alla! Tónmöskvi, rittúlkun, táknmálstúlkun og erlendur fyrirlesari verður túlkaður yfir á íslensku. Félagið Heyrnarhjálp og Landlæknisembættið gangast fyrir ráðstefnunni. Grand Hóteli Reykjavík við Sigtún á morgun, föstudaginn 30. janúar 2004, kl. 13.00 til 17.00 Ráðstefna um eyrnasuð Heyrnar- og talmeinastöð Íslands styrkir ráðstefnuna. Kl. 13.00 Setning ráðstefnu: Guðjón Ingvi Stefánsson, formaður Heyrnarhjálpar. Ávarp og opnun nýrrar vefsíðu Heyrnarhjálpar: Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra. Ávarp: Málfríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar. Ávarp: Sigurður Guðmundsson, landlæknir. 13.20-13.55 Eyrnasuð: Hannes Petersen, sérfr. í háls-, nef- og eyrnalækningum. 13.55 Fyrirspurnir til fyrirlesara. 14.00-14.10 Að lifa með eyrnasuð: Steinar Berg, útgefandi. 14.10-14.30 Tengd vandamál og sjúkdómar: Haukur Hjaltason, sérfr. í taugasjúkdómum. 14.30 Fyrirspurnir til fyrirlesara. 14.35-14.40 Kynning á vef Heyrnarhjálpar: Aðalsteinn Garðarsson, kerfisfræðingur. Kaffihlé 20 mínútur. Kl. 15.00 Óvænt uppákoma í sal. 15.10-15.55 Meðferð í Arendal í Noregi: Georg Træland, audioingeniør. 15.55 Fyrirspurnir til fyrirlesara. 16.10-16.15 Að lifa með eyrnasuð: Rut Petersen, leiðbeinandi. 16.15-16.20 Að lifa með Méniéres-sjúkdóm: Guðm. Ómar Guðmundsson, húsasmiður. 16.20-16.35 Niðurstöður starfshóps um þjónustu við eyrnasuðsþolendur: Jörundur Kristinsson, sérfr. í heimilislækningum. 16.35 Fyrirspurnir til fyrirlesara. 16.40 Pallborðsumræður og samantekt. 17.00 Ráðstefnuslit. Dagskrá: MEÐ sigri sínum í forvalinu í New Hampshire í fyrrakvöld þykir John Kerry, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, hafa tekið afgerandi forystu í keppninni um útnefningu Demókrataflokksins vegna forseta- kosninganna í Bandaríkjunum í haust. Fréttaskýrendur segja þó ekki enn hægt að ganga að því vísu að Kerry tryggi sér útnefninguna, bar- áttan færist nú m.a. til Suðurríkjanna og að þar gætu aðrir frambjóðendur veitt Kerry skráveifu. Kerry, sem er sextugur, fagnaði sigrinum innilega með stuðnings- mönnum sínum í Manchester í New Hampshire. „Ég elska New Hamps- hire og ég elska Iowa líka,“ sagði hann í ávarpi til stuðningsmanna sinna eftir að niðurstaðan var ljós. Kerry beindi spjótum sínum að George W. Bush Bandaríkjaforseta og stórfyrirtækjunum og hagsmuna- aðilunum í olíuiðnaði sem hann sagði ráða mestu í Hvíta húsinu um þessar mundir. „Við erum að koma, þið eruð á útleið og varið ykkur á því að hurðin skelli ekki á eftir ykkur þegar þið yf- irgefið Hvíta húsið,“ sagði hann. Howard Dean sáttur Howard Dean, fyrrverandi ríkis- stjóri í Vermont, hafði allt þar til fyrir nokkrum vikum haft forystu skv. skoðanakönnunum í baráttunni í New Hampshire. Hann fékk hins vegar mun minna fylgi en Kerry þegar á hólminn var komið, aðeins 26% á móti 39% sem Kerry fékk. Kemur niður- staðan í New Hampshire í kjölfar ósigurs Deans í Iowa-ríki átta dögum áður en þar hafði Dean einnig verið talinn líklegur sigurvegari allt þar til nokkru fyrir kosninguna. Dean bar sig vel þegar úrslitin voru ljós og virtist ánægður með að hafa þó tryggt sér annað sætið. „Fólkið í New Hampshire hefur leyft okkur að blása vind í seglin á nýjan leik. Og fyrir það er ég afar þakklátur,“ sagði Dean í ávarpi til stuðningsmanna sinna en hann lenti í þriðja sæti í Iowa. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir ræðu sem hann hélt í Iowa eftir að úrslit þar voru ljós en þar þótti Dean fara offari í viðbrögðum sínum og eru fréttaskýrendur sammála um að hann hafi skaðað framboð sitt mikið. Dean hefur undanfarna daga reynt að gefa af sér aðra mynd, ímynd ró- lyndari manns og stöðugri og hann flutti hugnæma ræðu í fyrrakvöld er hann fagnaði árangrinum í New Hampshire. Gerði hann samanburð á baráttu sinni fyrir útnefningu Demó- krataflokksins og þeim anda sem lék yfir vötnum stjórnmálanna sem blökkumaðurinn Martin Luther King og Robert Kennedy töluðu fyrir á sjö- unda áratug síðustu aldar. „Okkur leið þá eins og við værum öll í þessu saman, að ef einn maður yrði skilinn eftir þá væru Bandaríkin ekki eins öflug og þau ættu að vera eða gætu verið,“ sagði Dean. „Við munum vinna útnefninguna, er það ekki?“ spurði hann svo. „Við getum breytt Bandaríkjunum og við munum gera það.“ Kemur Edwards á óvart? Öldungadeildarþingmaðurinn John Edwards, sem óvænt varð annar í for- valinu í Iowa, bar sig einnig vel en hann varð aðeins fjórði í New Hamp- shire, hársbreidd á eftir hershöfðingj- anum fyrrverandi, Wesley Clark. Edwards er Suðurríkjamaður og því spá ýmsir fréttaskýrendur því að hann kunni, úr því sem komið er, að verða Kerry skeinuhættastur. „Æ fleiri horfa nú til hans sem valkosts við Kerry,“ sagði t.a.m. Donna Braz- ile, en hún stýrði kosningabaráttu Als Gore fyrir fjórum árum. Eftir sem áð- ur væri Kerry í lykilstöðu. Edwards, sem er þingmaður fyrir Norður-Karólínu, hefur sjálfur viður- kennt að vonir hans um útnefninguna grundvallist á því að hann sigri í for- valinu í Suður-Karólínu en þar verður kosið 3. febrúar nk. Sex önnur ríki halda prófkjör sín þann dag og því er talið líklegt að lín- ur hafi skýrst verulega um miðja næstu viku. Úrslitin í New Hampshire eru nokkurt áfall fyrir Wesley Clark, sem fékk 12%, og Joseph Lieberman, öld- ungadeildarþingmann og varafor- setaefni Gore fyrir fjórum árum, en Lieberman varð fimmti með 9%. Báð- ir ákváðu þeir nefnilega að taka ekki þátt í forkosningunum í Iowa og ein- beita sér í staðinn að New Hamps- hire. Þeir höfðu því lengri tíma til að sinna kosningabaráttunni í New Hampshire og vonuðust því vitaskuld eftir betri árangri. Báðir hafa þeir Clark og Lieberm- an þó heitið því að halda áfram bar- áttu sinni fyrir útnefningunni og hugsanlegt er að Clark nái sér á strik í kosningunum sem fara fram nk. þriðjudag, en hann er frá Arkansas- ríki og gæti átt möguleika í einhverju Suðurríkjanna. Á Kerry möguleika gegn Bush? Fréttaskýrendur hafa bent á þá staðreynd að í þau tvö síðustu skipti, sem sami frambjóðandi vann sigur í bæði Iowa og New Hampshire, hafi viðkomandi tryggt sér útnefninguna. Er þar um að ræða Al Gore fyrir fjór- um árum og Jimmy Carter fyrir tutt- ugu og átta árum. Sagði Kathleen Sullivan, leiðtogi Demókrataflokksins í New Hamps- hire, að augljóst væri að demókratar væru einfaldlega staðráðnir í að fylkja sér á bak við þann frambjóð- anda sem þeir teldu líklegastan til að geta sigrað Bush í nóvember. Æ fleiri hafi einfaldlega farið að efast um að Howard Dean ætti möguleika gegn forsetanum. Segja fréttaskýrendur að þó að Dean hafi náð öðru sætinu í New Hampshire hafi það alltaf verið mark- mið hans að vinna sigur í New Hampshire eða Iowa, enda hafi hann þurft á því að halda í ljósi þess að vin- sældir hans eru minni í flestum þeirra ríkja sem næst ganga að kjörborðinu. Sagði Larry Sabato, stjórnmálafræð- ingur við Virginíu-háskóla, að niður- staðan í New Hampshire væri „upp- hafið að endalokunum“ fyrir Howard Dean. Kerry hefur tekið afgerandi forystu                  !"# $%!# &$!'# &$!&# !%# &!'# (!$# #  $  %  &   %' () *+ Reuters John Kerry fagnar sigri í forkosningum demókrata í New Hampshire. Manchester. AFP, The Washington Post. Niðurstaða forkosninga demókrata í New Hampshire styrkir stöðu Johns Kerry verulega og sumir fréttaskýrendur telja að hún geti markað upphafið að endalokunum fyrir Howard Dean. KRÓATÍU-Serbinn Milan Babic var í gær fundinn sekur fyrir alþjóða- stríðsglæpadómstólnum í Haag um glæpi gegn mannkyni. Hann hafði lýst sig sekan af ákæru um ofsóknir gegn fólki af öðrum þjóðarbrotum, sem telst glæpur gegn mannkyni, en Babic var leiðtogi Serba í Knin í Kró- atíu sem árið 1991 lýstu yfir sjálf- stæðu ríki Serba í Krajina, í kjölfar þess að Króatía sagði skilið við Júgó- slavíu. Dómarinn, Alphons Orie, tók fram í gær að hann teldi sig ekki bundinn af þeim tilmælum saksóknara að Babic yrði ekki dæmdur í meira en ellefu ára fangelsi. Saksóknarar höfðu gert samning við Babic um að aðrar ákærur á hendur honum yrðu felldar niður ef hann bæri vitni í rétt- arhöldunum gegn Slobodan Milosev- ic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu. Gert er ráð fyrir að dómsupp- kvaðning fari fram í apríl. Sekur um glæpi gegn mannkyni Haag. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.