Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 31
HINN 16. janúar birti DV um-
fjöllun um Said Lakhifi sem
nauðgaði tveimur
samstarfskonum sín-
um á síðasta ári.
Árásin átti sér stað
þegar þær voru næt-
urgestir á heimili
hans í janúar 2003.
Þau höfðu öll starfað
saman um hríð á veit-
ingastaðnum Hard
Rock Café þar sem
hann var yfirkokkur
og veitingastjóri en
þær þjónuðu til
borðs. Dómur féll í
málinu í Héraðsdómi
þann 7. október síð-
astliðinn og var hann
fundinn sekur af báð-
um ákærum.
Við í V-dags-
samtökunum höfum
fylgst með þessu máli
og erum stolt af því
hugrekki sem stúlk-
urnar sýndu með því
að leita réttar síns
fyrir dómi. Það sem
hefur hinsvegar vald-
ið gríðarlegum von-
brigðum er framkoma
framkvæmdastjóra Hard Rock
Café. Eins og fram kom í DV þar
sem vitnað var í Jón Garðar Ög-
mundsson framkvæmdastjóra
staðarins var ekki búið að segja
honum upp störfum fyrr en dag-
inn áður en að umfjöllunin birtist í
DV en þá var hann látinn fara
samdægurs. Frá því dæmt var í
málinu þann 7. október, starfaði
hann því á Hard Rock í þrjá mán-
uði eftir að hafa verið
dæmdur sekur.
Haft var eftir Jóni,
framkvæmdastjóra
Hard Rock, að hann
hefði verið slíkur
„lykilmaður“ að ekki
hefði verið mögulegt
að láta hann fara fyrr.
Því má spyrja hvort
hann hefði verið tal-
inn slíkur „lykilstarfs-
maður“ ef hann hefði
verið staðinn af því að
stela peningum úr
kassanum? Líklegt er
að þá hefði hann verið
látinn fara samdæg-
urs. Það að láta
manninn starfa áfram
á staðnum þrátt fyrir
að búið sé að dæma
hann fyrir að nauðga
tveimur samstarfs-
konum er hreint ótrú-
legt. Í dómnum yfir
honum var það sér-
staklega tekið fram að
það væri ámælisvert
hvernig hann misnot-
aði það traust sem
stúlkurnar báru til hans sem yf-
irmanns síns. Hvaða skilaboð eru
þetta til stúlknanna sem urðu fyr-
ir nauðguninni og þeirra sem
starfa áfram á Hard Rock. Það er
ljóst að fjárhagslegir hagsmunir
staðarins eru fremri hagsmunum
starfskvennanna sem var nauðgað
en þó má segja að framkvæmda-
stjórinn hafi svo sannarlega gætt
hagsmuna hans. Jón Garðar Ög-
mundsson virðist hafa lagt sig all-
an fram við að vernda dæmdan
nauðgara og fórnað þannig hags-
munum annarra starfsmanna.
Það er ótrúlegt að þetta gerist í
dag í jafn upplýstu þjóðfélagi og
við teljum okkur búa í að maður
sem dæmdur er fyrir að nauðga
samstarfskonum sínum og misnota
þannig aðstöðu sína sem yfirmað-
ur sé ekki rekinn samstundis. Við
skorum á Jón Garðar Ögmundsson
framkvæmdastjóra Hard Rock að
biðja stúlkurnar opinberlega af-
sökunar á framferði sínu í þessu
máli, það er það minnsta sem
hann getur gert að svo stöddu.
Dæmdur nauðgari lykil-
starfsmaður á Hard Rock
Þórey Vilhjálmsdóttir og
Edda Jónsdóttir skrifa um
nauðganir ’Við skorum á JónGarðar Ögmundsson,
framkvæmdastjóra
Hard Rock, að biðja
stúlkurnar opin-
berlega afsökunar á
framferði sínu í
þessu máli.‘
Edda Jónsdóttir
Höfundar eru í
V-dagssamtökunum.
Þórey Vilhjálmsdóttir
HVAÐ er virðulegur þingmaður
að segja? Háttvirtur þingmaður
Framsóknarflokksins Jónína Bjart-
marz segir að 200 manns hafi bara
gengið um ganga Landspítalans og
drukkið kaffi þess á
milli.
Hún heldur því fram
að það muni ekkert um
það, þó að um 200
manns hætti störfum á
Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi, það komi
ekki fram í þjónustu
LSH.
Hvers konar rugli
er virðulegur þing-
maður að halda fram?
Það þarf enginn að
segja venjulegum Ís-
lendingi að 200 manns
hafi bara gengið um
ganga Landspítalans
og drukkið kaffi þess á
milli.
Þetta fólk var á fullu
í sinni vinnu, að sinna
þeim er eiga um sárt
að binda, líkna sjúkum
og umfram allt bæta
heilsu landsmanna.
Virðulegur þing-
maður er einnig for-
maður heilbrigð-
isnefndar Alþingis og sérstakrar
nefndar um skilgreiningu verkefna í
heilbrigðismálum, sem virðulegur
heilbrigðisráðherra, samflokks-
maður hennar, hefur skipað, er hún
hæf til þess? Spyr sá sem hefur
passlega trú á því.
Þessi framkoma hennar og orð er
svo mikil móðgun við það starfsfólk
LSH sem er að láta af störfum að
hinn virðulegi þingmaður og formað-
ur heilbrigðisnefndar Alþingis ætti
skilyrðislaust að biðja starfsfólk
LSH afsökunar á orðum sínum og
segja af sér sem formaður heilbrigð-
isnefndar Alþingis og hinnar sér-
stöku nefndar. Lýsa sig vanhæfa til
að sinna þessum störfum.
Þótt menn séu í pólitík til að hafa
áhrif verða þeir að gæta
sín í orðum og gjörðum,
það er ekki eingöngu
hægt að horfa til síns
flokks og framkvæma
það sem flokkurinn vill.
Menn eru að starfa í
þágu almennings, í
þjónustu almennings og
ekki síst þeirra er sjúk-
ir eru og margir hverjir
einnig sorgmæddir.
Eigum við að vor-
kenna svona þingmanni
og formanni heilbrigð-
isnefndar Alþingis er
lætur slíkt frá sér fara?
Ég held að varla sé
hægt að vorkenna
henni, hún er bara á
rangri hillu í lífinu.
Varla fær um að vera
þingmaður eða formað-
ur heilbrigðisnefndar
Alþingis eða sérstakrar
nefndar sem heilbrigð-
isráðherra hefur skipað
um skilgreiningu verk-
efna í heilbrigð-
ismálum, miðað við þessi orð hennar.
Er ef til vill komið að því að al-
menningur í þessu landi kenni svona
fólki hvað slík framkoma þýðir?
Eigum við að
vorkenna henni?
Jón Kr. Óskarsson
skrifar um LSH
Jón Kr. Óskarsson
’Er ef til villkomið að því að
almenningur í
þessu landi
kenni svona
fólki hvað slík
framkoma
þýðir? ‘
Höfundur er varaþingmaður
Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
HANDBOLTI er ekki alltaf dans
á rósum. Það var sárt að horfa á
landsliðið okkar detta út úr Evr-
ópukeppninni, strax í
undanriðli. Ekki síst
af því væntingarnar
voru óvenju miklar.
Kannske á maður
aldrei að gera sér
vonir um góðan ár-
angur. Þá verða von-
brigðin svo miklu
meiri. En svona eru
íþróttirnar. Skin og
skúrir og hvað sem
þessum hrakförum
líður fer ekki á milli
mála að handknatt-
leikur nýtur mikilla
vinsælda hér á landi
og við höfum verið í
fremstu röð í þeirri
íþrótt um langan tíma
og það að verðleikum.
Nú er bara að bíta í
skjaldarendur og
huga að næsta verk-
efni, sem eru sjálfir
Ólympíuleikarnir í
ágúst. Þá fá strák-
arnir okkar annað
tækifæri til að sýna hvers þeir eru
megnugir. Það efast enginn um
getu þeirra og þeir hafa áfram
stuðning og hvatningu frá þjóðinni,
sem hrífst með þegar vel gengur og
tekur því jafnilla og leikmennirnir
sjálfir þegar miður fer.
Og hvernig skyldi nú standa á
þessum áhuga alls þorra þjóð-
félagsins, nema vegna þess að
handknattleikur er íþrótt sem
byggist á hraða, útsjónarsemi,
krafti og snilldartöktum. Bæði ein-
staklingsframtaki og sam-
takamætti. Handknattleikur getur
verið æsispennandi og mikil
skemmtan og íslenska landsliðið
hefur veitt okkur margar ógleym-
anlegar stundir.
Því verðum við að halda áfram og
það er gert með skipu-
lagðri uppbyggingu,
uppeldi nýrra afreks-
manna og þeir leynast
meðal yngri kynslóð-
arinnar. Málið er að
finna þá og gefa þeim
sín tækifæri. Íþrótta-
bandalag Reykjavíkur í
samvinnu við Hand-
knattleikssamband Ís-
lands hefur hleypt af
stokkunum átaki sem
felst í að nú er öllum
nýjum iðkendum boðið
upp á ókeypis æfingar
og kynningar hjá þeim
íþróttafélögum borg-
arinnar, sem hafa
handbolta á stefnuskrá
sinni.
Þetta tækifæri ættu
sem flestir að nýta sér
og hér með eru for-
eldrar hvattir til að ýta
við sonum sínum og
dætrum að feta þannig
sín fyrstu spor, sem
geta kannske orðið upphafið af
glæsilegum ferli. Allavega
skemmtilegum leik. Það verður
enginn svikin af þeirri tilraun.
Eitt áfall dregur ekki úr okkur
kjarkinn. Þvert á móti. Eigi skal
gráta Björn bónda heldur safna liði.
Safna liði ungra og efnilegra leik-
manna og viðhalda þeirri hefð, við-
halda þeim orðstír sem Íslendingar
hafa getið sér í handknattleik.
Áfram Ísland.
Eigi skal gráta
Björn bónda
Ellert B. Schram skrifar
um EM í handbolta
Ellert B. Schram
’Það efast eng-inn um getu
þeirra og þeir
hafa áfram
stuðning og
hvatningu frá
þjóðinni…‘
Höfundur er forseti ÍSÍ. ÚTSALAN ER Í
VEIÐIHORNINU
RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM
ALLT Í SKOTVEIÐINA
Byssur á mikið lækkuðu verði, t.d. Remington 11-87 kr. 69.900,
Norconia rifflar frá 14.995. Riffilsjónaukar frá kr. 6.995.
Norinco pumpur kr. 27.995. 22 cal Lever Action 19.995.
Loftrifflar frá kr. 7.995. Sjónauki á loftriffil kr. 2.595.
Felugallar (jakki og smekkbuxur) frá kr. 15.996.
Byssutöskur, pokar og felunet 30% afsláttur - mikið úrval.
Gervigæsir, 12 í kassa, 6.999 (örfá karton eftir).
250 skeetskot og 150 leirdúfur kr. 3.990.
Mikið úrval af riffilskotum - hvergi betra verð.
ALLT Í STANGAVEIÐINA
Kaststangir á mikið lækkuðu verði.
Flugustangir frá kr. 6.900, mikið úrval.
Margar gerðir af fluguhjólum - 30% afsláttur.
Flugulínur, taumar og taumaefni 50% afsláttur.
Vöðlur, jakkar, vesti, undirföt og fleira á frábæru verði.
10 spúnar að eigin vali kr. 1.750.
20 laxaflugur í boxi kr. 3.900 (fullt verð 7.595).
15 laxatúpur kr. 3.375 (fullt verð kr. 6.750).
ALLT FYRIR FLUGUHNÝTARANN
Landsins mesta úrval af hnýtingaefni og verkfærum
15% afsláttur meðan á útsölu stendur
OPIÐ Í KVÖLD TIL KL. 21.00
Veiðihornið Hafnarstræti 5 - sími 551 6760
Veiðihornið Síðumúla 8 - sími 568 8410
Sjá upplýsingar á www.veidihornid.is
Sendum samdægurs