Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, bað og jóga,
kl. 10 boccia, kl. 13
myndlist.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 9–12.30
bókband, kl. 9.30
boccia, kl. 10.30–10.55
helgistund, kl. 11 leik-
fimi, kl. 13–16.30 smíðar
og handavinna, kl. 13.30
myndlist.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–12
myndlist, kl. 9–16
handavinna, kl. 13–16
bókband.
Félagsstarfið, Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin, al-
menn handavinna.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9 bað, postu-
lín, kl. 13 handavinna.
Félagsstarfið, Furu-
gerði 1. Kl. 9 aðstoð við
böðun, smíðar og út-
skurður og alm. handa-
vinna. Kl. 13.30 boccia.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
bað og glerskurður, kl.
10–11 leikfimi, kl. 13.30
sönghópurinn, kl. 15.15
dans.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 13
föndur og handavinna.
Félagsstarf eldri borg-
ara, Mosfellsbæ, Dval-
arheimilinu Hlaðhömr-
um. Kl 13–16 föndur og
spil, kl. 12.30–15.30 tré-
skurðarnámsk., kl.
13.30–14.30 leskl., kór
eldriborgara, Vorboðar,
æfingar kl. 17–19.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Glerbræðsla
kl. 10, Tai Chi kl. 12,
karlaleikfimi kl. 13.10,
málun kl. 13, bútasaum-
ur kl. 13.15.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Opnað
kl. 9, vídeókrókurinn
opinn, pútt í Hraunseli
kl. 10–11.30, leikfimi í
Bjarkarhúsi kl.
11.20,bingó kl. 13.30,
kóræfing hjá Gafl-
arakórnum kl. 17.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Leikfélagið
Snúður og Snælda æf-
ing kl. 13, brids kl. 13,
félagsvist kl. 20.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 10.30 helgistund, frá
hádegi vinnustofur opn-
ar, kl. 13.15 félagsvist.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9–15 handavinna, kl.
9.05 og 9.55 leikfimi, kl.
9.30 glerlist og ker-
amik, kl. 10.50 róleg
leikfimi, kl. 13 gler- og
postulín, kl. 20 gömlu
dansarnir, kl. 21 línu-
dans.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 9.05 og kl.
9.55 leikfimi, kl. 9
myndlistarhópur, kl. 10
ganga, kl. 13 brids, kl.
13–16 handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, perlu-
saumur, kortagerð og
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10 boccia,
kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé-
lagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9–13 bútasaumur, kl.
10–11 boccia, kl. 13–16
hannyrðir, kl. 13.30–16
félagsvist.
Korpúlfar, Grafarvogi.
Á morgun sundleikfimi
í Grafarvogslaug kl.
9.30.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 10–11 samverustund
og leir.
Vesturgata. Kl. 9.15–12
bað, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 9–10
boccia, kl. 10.15–11.45
enska, kl. 13–14 leik-
fimi, kl. 13–16 kóræfing.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9.30 glerskurður,
perlusaumur og morg-
unstund, kl. 10 boccia,
kl. 13 handmennt og
brids.
Þjónustumiðstöðin,
Sléttuvegi 11. Opið kl.
9–14. Kl. 9.15 leikfimi,
kl. 10–12 verslunin.
Þórðarsveigur 1-5,
Grafarholti. Á fimmtu-
dögum kl. 13.30 opið
hús, kaffiveitingar, allir
velkomnir.
Gullsmárabrids. Brids-
deild FEBK, Gull-
smára, spilar í félags-
heimilinu að Gullsmára
13 mánu- og fimmtu-
daga. Skráning kl.
12.45. Spil hefst kl. 13.
Félag áhugamanna um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum kl.
11.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.20 í Digra-
neskirkju.
Kiwanisklúbburinn
Geysir, Mosfellsbæ.
Spilakvöld í Kiwanis-
húsinu kvöld kl. 20.30.
Sjálfsbjörg, Hátúni 12.
kl. 19.30 tafl.
Kristniboðsfélag
kvenna, Háaleitisbraut
58–60. Fundur kl. 17 í
Kristniboðssalnum,
Háaleitisbraut 58–60, í
umsjá Kjellrúnar Lang-
dal.
Í dag er fimmtudagur 29. jan-
úar, 29. dagur ársins 2004. Orð
dagsins: Honum bera allir spá-
mennirnir vitni, að sérhver, sem á
hann trúir, fái fyrir hans nafn
fyrirgefningu syndanna.
(Post. 10, 43.)
Einar K. Guðfinnsson al-
þingismaður skrifar á vef
sinn um stjórnarandstöð-
una. „Athyglisvert er að
pólitík stjórnarandstöð-
unnar einkennist fremur
af þátttöku í umræðum
um dægurmálin, en klárri
stefnumörkun,“ segir
Einar. „Þess vegna er
stjórnarandstaða dagsins
ekki skýr valkostur. Með
dálítilli einföldun má
segja að stjórnarand-
staðan sé eins konar
framhald af Kastljósi, Ís-
landi í dag, eða dæg-
urmálaþáttum útvarps-
stöðvanna. Sennilega er
þetta einhver einfaldasta
aðferð einnar stjórn-
arandstöðu, en rismikið
getur þetta tæpast talist.
Fyrir þá sem leita að val-
kostum í íslenskum
stjórnmálum er þessi
staðreynd óskaplega dap-
urleg.“
Á fundum sem ég hef set-
ið í kjördæminu nú í þing-
hléinu hef ég fært þessi
mál í tal. Rifjað upp deilur
sem hafa orðið í þinginu
um stórmál á borð við
EES eða stóriðjuna. Þar
voru dregnar meginlínur
í stórum málum. Nú eru
þessu öðruvísi farið.
Stjórnarandstaðan er
fyrst og fremst í því að
færa inn á vettvang Al-
þingis mál sem þegar ber
hæst í þjóðmálaumræð-
unni. Nú þegar þingið
kemur saman um miðja
vikuna má gera ráð fyrir
því að umræður verði
hafnar um þau mál sem
hæst hafa borið í fjölmiðl-
unum. SPRON málin,
heilbrigðismálin og fleira
af því tagi.
Það er furðulegt. En hálf-
vegis saknar maður geng-
inna daga þegar tekist
var á um stór mál og
grundvallarhugmyndir.
En þá er þess að minnast
að fyrir löngu er lokið
þeim átökum sem forðum
áttu sér stað. Má þar
nefna deiluna um varn-
arsamstarfið og ágrein-
ing um markaðsbúskap
og samkeppni. Vinstri
menn máttu lúta í gras í
báðum þessum málum.
Sáralítill ágreiningur er
lengur meðal þjóðarinnar
um öryggis og varnarmál.
Yfirgnæfandi stuðningur
er við stöðu okkar í vest-
rænu varnarsamstarfi.
Og sagan dæmdi hina
sósíalísku hugmynda-
fræði dauða og ómerka.
Þeir sem fyrrum stóðu á
torgum og kröfðust rík-
isafskipta í stað frjálsra
viðskipta setja nú skyndi-
lega traust sitt á mark-
aðinn.
Fyrir vinstri sinnaða
stjórnarandstöðu veldur
svona staða óskaplegaum
vandræðum. Þess vegna
er þingmönnum stjórn-
arandstöðunnar nokkur
vorkunn. Það er erfitt að
að hafa frumkvæði að öfl-
ugri pólitískri stefnumót-
un. Og þá er kannski bara
einfaldast að hirða upp úr
þjóðfélagsumræðunni mál
sem passa inn í hnitmið-
aðar setningar og geta
ratað inn í fréttayfirlitið
að kveldi að loknu arga-
þrasi þingsins.“
STAKSTEINAR
Rabbþátta-
stjórnarandstaða
Víkverji skrifar...
Víkverji á gamlan Volvo og þóttiþví frekar miður að horfa á
sænska landsliðið í handknattleik
tapa fyrir Króötum. Volvóinn er
kannski ekki lengur sprækasti bíll-
inn á götunni en traustur og kemst
leiðar sinnar af öryggi.
Víkverja fannst einhvern veginn
að bíllinn hans væri kominn hold-
gerður á fjalirnar í Slóveníu í líki
sænska landsliðsins, svo margt var
áþekkt með þessum sænsku
„vörum“. Lengi vel gerði Víkverji sér
vonir um að Svíar myndu hafa leik-
inn fyrir rest en það gekk ekki eftir.
Líkt og sænska landsliðið þarf nú að
endurskoða liðsskipan sína færðu
þessi handboltaúrslit Víkverja heim
sanninn um að kannski væru líka
dagar fimmtán ára gamals Volvos
hans senn á enda. Það er engan veg-
inn auðvelt fyrir Víkverja að horfast í
augu við það og líklega gildir slíkt hið
sama um sænska landsliðið.
x x x
Víkverji horfði á fréttaskýringa-þátt Páls Benediktssonar á
sunnudagskvöldið og fannst þar
margt vel gert. Þar var m.a. rætt við
ritstjóra Frjálsrar verslunar um
Baugsveldið og hefði verið hendi
næst að láta hann setjast í stól and-
spænis þáttarstjórnanda og segja frá
uppgangi Baugs en þess í stað var
stillt upp miðum eða spjöldum í stóru
myndveri sem sýndu eignir og upp-
byggingu Baugs, hér á landi sem er-
lendis. Páll og ritstjórinn röltu síðan
um salinn á meðal miðanna og fóru
yfir málið. Einföld og snjöll hug-
mynd.
Hitt er kannski vafasamara hvort
taka átti svo mörg fyrirtækjanöfn
með í spjaldabunkann sem sýndi um-
svif Baugs því ekki átti Baugur stór-
an hlut í þeim öllum og raunar mjög
lítinn í sumum. En fréttaskýringin
var vel unnin og jafnvægis gætt og
einnig rætt við þá Baugsmenn.
Annars finnst Víkverja mestu máli
skipta þegar rætt er um við-
skiptaveldi hvernig slík veldi birtast
neytendum á markaðinum og hvort
samkeppni sé virk eða ekki. Í þeim
efnum ætti að spyrja um og skoða
niðurstöðurnar eins og þær blasa við
neytendum. Sé samkeppni í reynd
virk lætur Víkverji sér í léttu rúmi
liggja hvort einn aðili er með 40, 60,
eða 80% markaðshlutdeild. Hugsa
má sér pítsuframleiðenda sem hefði
90% markaðshlutdeild hér á landi.
Engin sérstök ástæða væri til að
hafa áhyggjur af því ef farið væri að
leikreglum, auðvelt væri fyrir ný fyr-
irtæki að hasla sér völl ef verð væri
hátt, þ.e. yfirburða- eða einok-
unarstaða væri lítils virði á þeim
markaði. Slíkt hið sama gildir um
marga aðra markaði og með aukinni
alþjóðavæðingu og flæði upplýsinga
hafa þröskuldar víða verið að lækka.
Volvo Víkverja var, eins og landslið Svía, glæsilegur á sínum tíma.
Ný lagasetning
um fasteignasala
LOKSINS, loksins sagði
eldri maður, sem hlunnfar-
inn hafði verið illilega af
fasteignasala nýverið.
Þó berast enn fréttir af
stórfelldum misgjörðum
fasteignasala, allt að 160
milljóna gjörningur eins
manns, ásamt nokkrum
öðrum minni málum, sem
eru kannski nógu stór fyrir
þá sem misst hafa aleiguna
í hendur þessa manns. Fyr-
ir nokkrum mánuðum
skrifaði ég grein í Velvak-
anda Morgunblaðsins.
Fjallaði sú grein um fast-
eignasala og -sölur al-
mennt. Nokkur athyglis-
verð viðbrögð urðu við
þeirri grein. Ég spyr enn,
hvers á blásaklaust fólk að
gjalda sem enn missir
aleigu sína, fyrir misgjörðir
þessara manna, hverjir
sem þeir svo eru, fasteigna-
salar eru þeir titlaðir.
Gott nokk hefur stjórn
fasteignasala beðið um þau
lög og vinnureglur sem
dómsmálaráðherra hyggst
setja á laggirnar innan tíð-
ar, og þó fyrr hefði verið.
Ég hef áður haft á orði, að
allflestir fasteignasalar séu
heiðarlegt fólk, en innan
um leynast slíkir skúrkar
sem erfitt er að vara sig á,
og hafa sett slíkt óorð á
stéttina að það hálfa væri
nóg.
Nú vona ég að þau lög og
vinnureglur sem sett verða
útiloki slíkt fólk frá störfum
sem það er ekki hæft til.
Vonandi getur fólk, sem
hyggst selja eignir sínar
framvegis, stórar eða smá-
ar, andað léttar og vonandi
verið áhyggjulaust um að
eignir þeirra lendi ekki í
kjafti (hákarla) hálfgerðra
glæpamanna sem rænt
hafa saklaust fólk aleigunni
í stórum stíl undanfarin ár.
Er ekki mál að linni? Ég
óska stjórn fasteignasala
velfarnaðar í framtíðinni og
vona að þeir standi undir
nafni.
Virðingarfyllst,
Svanur Jóhannsson.
Ófært að bera út
ÉG ber út Fréttablaðið á
Akureyri og er mér ætlað
að bera út í húsum sem er
gersamlega ófært að kom-
ast að vegna snjós og jafn-
vel hættulegt. Finnst mér
að Fréttablaðið ætti að
hafa samband við húseig-
endur eftir ábendingu frá
blaðburðarfólki og biðja
það um að hreinsa frá svo
fært sé að bréfalúgum.
Eins finnst mér að blað-
burðarfólk ætti að fá hálku-
álag því ekki eru launin of
há.
Birgir.
Tapað/fundið
Minkatrefill týndist
MINKATREFILL, brún-
leitur, týndist, líklega í
byrjun janúar. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
422 7477.
Dýrahald
Kettlingar fást gefins
YNDISLEGIR 9 vikna
kettlingar, kassavanir, fást
gefins á góð heimili. Upp-
lýsingar í síma 568 2384.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 eftirtektar, 4 þurrka, 7
iðkun, 8 gerjunin, 9
ferskur, 11 kvenmanns-
nafn, 13 fall, 14 útlimur,
15 skál, 17 guð, 20 uxi, 22
skvettir, 23 smá, 24
romsan, 25 kaka.
LÓÐRÉTT
1 hagnast, 2 eyddur, 3
hérað í Noregi, 4 naut, 5
huglaus, 6 hinn, 10 orð-
um aukinn, 12 kraftur, 13
lík, 15 fallegur, 16 sníkju-
dýrið, 18 er fær um, 19
kind, 20 klukkurnar, 21
slæmt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 hrævareld, 8 endar, 9 yndis, 10 lof, 11 skipa,
13 ilina, 15 lagða, 18 ögnin, 21 nón, 22 brand, 23 gaupu,
24 hirðulaus.
Lóðrétt: 2 ruddi, 3 varla, 4 reyfi, 5 loddi, 6 vers, 7 assa,
12 puð, 14 lag, 15 labb, 16 glati, 17 andað, 18 öngul, 19
naumu, 20 naut.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html