Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hlíðar | Ný viðbygging við Hlíða-
skóla var opnuð formlega í fyrra-
dag. Viðbyggingin er á milli stjórn-
unarálmu og næsta húss þar fyrir
austan, og myndar nýja miðju skól-
ans, en einnig voru tvær álmur skól-
ans lengdar til norðurs. Umfangs-
miklar breytingar fóru einnig fram
á eldra húsnæði skólans, í bróð-
urparti þess voru niðurtekin loft
endurnýjuð, vatnsúðakerfi var sett
upp, brunavarnir endurbættar stór-
lega, raflagnir og lampar endurnýj-
uð, lagðar tölvulagnir, skólastofur
og gangar máluð, smíðaðar nýjar
innréttingar, skipt var um gólfefni
og ofnakerfi lagfært. Samkvæmt
samantektum hafa kostnaðaráætl-
anir staðist með ágætum. Kostnaður
við framkvæmdir nýbyggingar var
um 400 milljónir og vegna end-
urskipulagningar og bættra bruna-
varna um 135 milljónir eða samtals
535 milljónir. Kostnaðaráætlanir
viðbyggingar og endurskipulagn-
ingar framreiknaðar til sama verð-
lags eru einnig um 535 milljónir.
Flatarmál nýju viðbygging-
arinnar er 1.948 fermetrar. Í henni
eru meðal annars fjórar almennar
kennslustofur, smíðastofa, handa-
vinnustofa, hússtjórnunarstofa, tón-
mennta-stofa, fjölnotastofa, mynd-
menntastofa, raungreinastofa,
hópherbergi, aðstaða fyrir tal-
þjálfun, aðstaða námsráðgjafa,
mötuneyti nemenda, fjölnotasalur,
sérdeild málörvunar, stjórnun-
araðstaða, húsvarðarherbergi, lyfta
og tæknirými. Við vesturhlið vest-
asta hússins var steypt lítil viðbygg-
ing til að stækka sal í kjallara og
koma fyrir tröppum. Í rýminu er
lengd viðvera og aðstaða fyrir
heyrnarskerta.
Fyrir rúmu ári fluttu nemendur
Vesturhlíðarskóla í Hlíðaskóla og er
nú starfrækt sérstök deild fyrir
heyrnarskerta í skólanum. Nem-
endur í Hlíðaskóla eru rétt rúmlega
600 og starfsmenn rúmlega 100.
Skólinn loksins fullbyggður
Við opnun nýju viðbygging-
arinnar var margt um manninn og
margir aðstandendur skólans mættu
til að samfagna starfsfóli og nem-
endum. Kristrún G. Guðmunds-
dóttir, skólastjóri Hlíðaskóla, segir
daginn hafa verið afar skemmti-
legan og hátíðlegan. „Hér var fjöldi
fólks og góð stemning. Flutt voru
nokkur ávörp en einnig voru
skemmtiatriði sem nemendur sáu
um. Má þar nefna kórsöng, danssýn-
ingu og heimsókn skólarottu Hlíða-
skóla sem sagði sögu skólans frá
upphafi. Rottan hefur búið í skól-
anum alla tíð en ekki komið fram op-
inberlega fyrr,“ segir Kristrún.
Hlíðaskóli er nú fullbyggður og öll
starfsemi hans nú undir sama þaki
að því undanskildu að nemendur
sækja sund í Sundhöll Reykjavíkur.
Heilsdagsskólinn, sem var starf-
ræktur í húsnæði í Vesturhlíð, flutti
inn í Hlíðaskóla fyrir tveimur vikum.
Kristrún segir það mikinn létti að
byggingarframkvæmdum sé lokið.
„Það hefur óhjákvæmilega truflandi
áhrif á skólastarf þegar slíkar fram-
kvæmdir eru í gangi,“ segir Krist-
rún og bætir við að allir starfsmenn
og nemendur séu fegnir að þetta
tímabil sé á enda. „Við erum afar
ánægð með útkomuna sem er glæsi-
legt húsnæði sem býður upp á fjöl-
breyttara skólastarf en áður og þar
með getum við veitt nemendum og
foreldrum þeirra betri þjónustu. Ég
hlakka til að geta nú snúið mér í
auknum mæli að áframhaldandi
uppbyggingu innra skólastarfs eftir
ágæta samvinnu við þá iðnaðarmenn
sem hér hafa starfað að und-
anförnu,“ segir Kristrún að lokum.
Allt starf skólans undir eitt þak
Ný álma Hlíðaskóla: Með tilkomu nýju álmunnar er nú öll starfsemi skólans
komin undir eitt þak. Nú verður áhersla lögð á innra starf skólans.
Morgunblaðið/Þorkell
Gæddu sér á kræsingum: Um leið og krakkarnir fögnuðu því að hamarshögg
og vélsagarhljóð heyrðu sögunni til gæddu þau sér á indælis kræsingum.
Ný og rúmgóð viðbygging við Hlíðaskóla tilbúin eftir áralangar framkvæmdir
Nauthólsvík | Arkitektastofan
Arkitektur.is varð hlutskörpust í
samkeppni um hönnun á nýrri að-
stöðu fyrir siglingastarfsemi ÍTR í
Nauthólsvík, en til stendur að bæta
aðstöðu siglingastarfseminnar til
muna og einnig að samræma útlit
svæðisins í anda nýju ylstrandar-
innar í Nauthólsvík og aðstöðunni
við hana.
Í greinargerð Arkitektur.is kem-
ur fram að markmið höfunda með
hönnun byggingarinnar og mótun
landsins kringum hana hafi verið
þríþætt:
1: Að hanna heildstætt umhverfi
sem þjónar sem best þörfum og
væntingum þeirra sem starfa á
svæðinu.
2: Að hanna byggingu sem fellur
að einstöku umhverfi Nauthóls-
víkur og auðgar það.
3: Að hanna metnaðarfullt hús sem
er eigendum sínum til sóma en
gæta þess jafnframt að bygg-
ingar- og viðhaldskostnaði sé
stillt í hóf.
Lágmarks truflun
fyrir göngufólk
Í tillögu Arkitektur.is myndar
byggingin, sem er grafin inn í land-
ið, umgjörð um starfsemina á sjáv-
arkambinum, umlykur hana, held-
ur utan um samfélag siglinga-
fólksins og myndar tengsl milli
lands og sjávar. Byggingin er graf-
in inn í landið. Veggir hliðarbygg-
inganna teygja sig frá henni í átt
að sjónum og rísa hærra úr landinu
er nær dregur sjónum.
Á suðvesturhorni lóðarinnar af-
markar húsið torg sem opnast móti
sjónum. Torgið er aðalaðkomu-
svæði byggingarinnar, andlit starf-
seminnar, tengipunktur milli sjáv-
arins og starfseminnar í landi. Inn
á torgið koma gönguleiðir frá bíla-
stæðunum og stígnum meðfram
sjónum frá vestri til austurs. Hliðið
að sjónum, sjósetningarrampurinn,
leiðir beint inn á torgið. Aðkomu-
leið fyrir aðföng er frá bílastæð-
unum.
Veröndin sunnan við húsið er
annað skjólgott og sólríkt útirými á
lóðinni. Hún er útivistarsvæði ÍTR,
hálfopinbert svæði, skermuð frá
gönguleiðinni fyrir neðan með
hlöðnum steingarði og hæðarmis-
mun.
Gönguleiðin með sjónum liggur
meðfram sjávarkambinum og trufl-
ar því daglegt starf á svæðinu lít-
ið.Gert er ráð fyrir nýrri upphækk-
aðri fjöru austan við rampann, þar
sem hægt verður að sjósetja segl-
bretti og kajaka og lenda þeim án
tillits til sjávarhæðar.
Gert er ráð fyrir að tillagan verði
unnin nánar á næstu mánuðum,
verkið boðið út í maí 2004 og fram-
kvæmdum verði lokið í apríl 2005.
Tillaga komin á borðið um nýja aðstöðu siglingastarfsemi ÍTR
Hagnýtt hús sem
fellur að umhverfinu
Glæsileg strandarsýn: Svona lítur hugmynd Arkitektur.is að nýrri Sigl-
ingaaðstöðu ÍTR í Nauthólsvík út.
Kópavogur | Nokkrir skátar
stóðu fyrir útileik í Kópavogi á
dögunum, en um var að ræða
eitt af þeim verkefnum sem
skátarnir þurfa að klára til að
standast Gilwell þjálfun í Gil-
wellskóla Bandalags íslenskra
skáta. Útileikurinn var haldinn
fyrir ylfinga úr skátafélaginu
Kópum. Þema leiksins voru
listir og gerðu börnin krít-
arlistaverk á klettana umhverfis
Kópavogskirkju og bjuggu til lista-
verk úr sjálfum sér og hvert öðru. Þá
grilluðu þau pulsur í fjörunni og
heimsóttu Gerðarsafn í Kópavogi þar
sem þau nutu leiðsagnar og virtu fyr-
ir sér Carnegie Art Award 2004 sýn-
inguna. Annað af verkefnum Gilwell
þjálfunarinnar er að vekja athygli á
skátastarfinu og verður það að vera
gert í landsfjölmiðli, en það verkefni
kláruðu skátarnir með röggsemi.
Ylfingar í útileik
Útsala - enn meiri verðlækkun
Klapparstíg 44 - sími 562 3614
Útsala
50% afsláttur
Skólavörðustígur 8
Sími: 552 4499
tsalan
er hafin
50%