Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 11
við að hugsa mjög hnattrænt. Við
megum ekki bara líta á okkar hags-
muni og það sem er að breytast hér
vegna þess að við erum að taka á
hnattrænu viðfangsefni,“ segir
Tryggvi.
Tryggvi segir Íslendinga þurfa að
sýna gott fordæmi heima fyrir til þess
að geta skammlaust talað fyrir málinu
á erlendri grundu. Hann segir nei-
kvætt að þegar þessi mál séu rædd af
íslenskum stjórnvöldum sé það gjarn-
an gert á þeim nótum að Íslendingar
þurfi að fá undanþágur frá alþjóðleg-
um viðmiðum eins og Kyoto-bókun-
inni vegna fyrirhugaðrar stóriðju,
þegar nær væri að við gengjum á und-
an með góðu fordæmi.
Samstarf við háskólanema
Í verkefninu sem nú er verið að
hrinda af stað er gert ráð fyrir sam-
starfi milli tíu manna hóps sérfræð-
inga og nemenda í háskólanámi, sem
myndu vinna verkefni í sínu námi sem
koma inn á þær hugmyndir sem
Landvernd hefur.
HVERSU raunhæft er það markmið
að útstreymi gróðurhúsalofttegunda
frá Íslandi verði ekki meira en bind-
ing þeirra hér á landi árið 2050? Þetta
er ein af þeim spurningum sem reynt
verður að svara í nýju verkefni Land-
verndar, þar sem litið verður á losun
gróðurhúsalofttegunda í víðu sam-
hengi í leit að langtímalausnum.
„Gróðurhúsaáhrifin verða stóra
verkefnið á þessari öld og það er eins
gott að byrja fyrr en seinna, því fyrr
sem menn byrja með marktækum
hætti því meiri líkur eru að við náum
tökum á þessu,“ segir Tryggvi Fel-
ixson, framkvæmdastjóri Landvernd-
ar.
Verkefnið felst í því að skoða hvaða
leiðir eru vænlegastar til að stuðla að
frekari nýtingu endurnýjanlegra og
vistvænna orkugjafa, betri og um-
hverfisvænni tækni, uppbyggilegu
samstarfi við önnur ríki og bindingu
kolefnis í gróðri og jarðvegi.
„Ég held að við þurfum að gera
okkur grein fyrir því að þegar við tök-
um á loftlagsbreytingum þá verðum
Tryggvi segir það hagkvæma leið
til að virkja það hugvit sem sé til stað-
ar í háskólasamfélaginu að fá nem-
endur til samstarfs um verkefni.
Hann segir að þar standi vonir til að
hægt verði að skapa þekkingu sem
gefi stjórnvöldum eitthvað til að vinna
úr og koma til framkvæmda í framtíð-
inni, og jafnframt að veita eitthvert
aðhald.
„Með því að koma á svona heild-
stæðum hugmyndum og aðgerðum
erum við um leið betur í stakk búin til
þess að tala fyrir aðgerðum alþjóð-
lega. Menn verða fyrst að taka til í
eigin ranni til þess að geta talað svo-
lítið vel fyrir þessu máli alþjóðlega,“
segir Tryggvi.
Aukin losun á sjó og landi
Tryggvi segir að í þessu verkefni
sem verið er að koma af stað verði
lögð áhersla á fjóra þætti. Í fyrsta lagi
sjávarútveg, en þar segir Tryggvi að
hafi verið vaxandi losun gróðurhúsa-
lofttegunda, og lítið hafi borið á því að
verið sé að taka á þeim vanda.
Í öðru lagi verða samgöngur á landi
skoðaðar, en þar hefur einnig verið
gífurleg aukning á losun gróðurhúsa-
lofttegunda undanfarin ár. Þannig sé í
nýjustu spá umhverfisráðuneytisins
að losunin gæti aukist um allt að 40%
fram til ársins 2020.
Í þriðja lagi segir Tryggvi að sjón-
um verði beint að jafnvæginu í kolef-
nabúskap jarðar. Þar verði athugað
hvað hægt sé að gera til að binda
gróðurhúsalofttegundir með land-
græðslu og skógrækt. „Þar binst eitt-
hvað af kolefnum og kemur það til
móts við þá losun sem er nauðsynleg,
en það er ekki hægt að líta framhjá
því að einhver losun er óhjákvæmi-
leg,“ segir Tryggvi.
Í fjórða lagi verður horft til ákveð-
inna þátta í Kyoto-bókuninni. Verður
einkum horft til þess hvernig nýta
megi íslenska sérþekkingu í samstarfi
við önnur lönd, t.d. ríki Austur-Evr-
ópu eða þróunarlönd.
Frekari upplýsingar um verkefnið
má fá á vef Landverndar, www.land-
vernd.is.
Landvernd skoðar losun á gróðurhúsalofttegundum í víðu samhengi
Verður unnt að ná jafnvægi í
losun og bindingu árið 2050?
Morgunblaðið/Arnaldur
VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Skófl-
an á Akranesi hefur með dómi Hér-
aðsdóms Vesturlands verið sýknað
af alls fimm kröfum sýslumanns um
að greiða rekstrarleyfisgjald fyrir
efnisflutninga á landi í atvinnuskyni.
Neitaði fyrirtækið að greiða Vega-
gerðinni fyrir rekstrarleyfið og
veita ýmsar upplýsingar um fyrir-
tækið.
Kristrún Heimisdóttir, lögfræð-
ingur Samtaka iðnaðarins (SI), seg-
ir að hér hafi náðst tímamótanið-
urstaða sem samtökin fagni
innilega. Þau hafi mótmælt gjald-
tökunni og eftirliti Vegagerðarinnar
með verktökum frá því að það
komst á árið 2002. Reynt hafi verið
að vinda ofan af „fáránlegri skriff-
insku“.
Lög nr. 73/2001 um fólksflutn-
inga, vöruflutninga og efnisflutn-
inga á landi tóku gildi 1. september
árið 2001. Samkvæmt þeim þarf
leyfi Vegagerðarinnar til að stunda
hvers konar vöru- og efnisflutninga
í atvinnuskyni, samanber reglugerð
þar um. Kristrún segir að þrátt fyr-
ir ítrekuð mótmæli SI hafi stofnanir
framkvæmdavaldsins haldið uppi
ströngu eftirliti og refsað fyrir brot
með sektargreiðslum. Hefur það
verið samdóma álit atvinnurekenda
á þessum sviðum að gjaldtakan og
eftirlitið hafi verið „hrein firra“.
Ákvæði sem undanskilja
leyfisskyldu
Í niðurstöðu héraðsdóms segir
m.a. að umrædd lög séu byggð á
svipuðum lögum á Norðurlöndum
og skuldbindingum Íslands gagn-
vart EES-samningnum. Í lögunum
séu ákvæði sem undanskilja leyf-
isskyldu, séu flutningarnir í eigin
þágu og ef þeir séu lítill þáttur af
starfsemi fyrirtækisins. Telur Hér-
aðsdómur Vesturlands að starfsemi
Skóflunnar falli undir undanþágu-
ákvæði laganna og því beri að sýkna
fyrirtækið af öllum ákæruatriðum.
Kristrún bendir á að umrætt eft-
irlit, sem samgönguráðuneytið hafi
komið á með landflutningum hér á
landi, sé byggt á ströngustu út-
færslu á tilskipun ESB. Í tilskip-
uninni sé þó gert ráð fyrir undan-
þágu þeirra ríkja sem kjósa, einkum
þeirra sem ekki eru hluti af sameig-
inlegum landflutningamarkaði í
Evrópu. Afar ólíklegt sé að íslensk
fyrirtæki sæki inn á þann markað.
Hún segir að nú sé framhald máls-
ins í höndum samgönguráðuneytis-
ins og Vegagerðarinnar, breyta
þurfi framkvæmdinni og þykir
Kristrúnu ólíklegt að ákæruvaldið
áfrýi dómnum til Hæstaréttar.
Þarf ekki
að greiða
rekstrar-
leyfisgjald
Dómur í máli verktaka-
fyrirtækis tímamóta-
niðurstaða að mati
Samtaka iðnaðarins
ENN MEIRI VERÐLÆKKUN
50-70%
Kringlunni - Sími 581 2300