Morgunblaðið - 29.01.2004, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.01.2004, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 11 við að hugsa mjög hnattrænt. Við megum ekki bara líta á okkar hags- muni og það sem er að breytast hér vegna þess að við erum að taka á hnattrænu viðfangsefni,“ segir Tryggvi. Tryggvi segir Íslendinga þurfa að sýna gott fordæmi heima fyrir til þess að geta skammlaust talað fyrir málinu á erlendri grundu. Hann segir nei- kvætt að þegar þessi mál séu rædd af íslenskum stjórnvöldum sé það gjarn- an gert á þeim nótum að Íslendingar þurfi að fá undanþágur frá alþjóðleg- um viðmiðum eins og Kyoto-bókun- inni vegna fyrirhugaðrar stóriðju, þegar nær væri að við gengjum á und- an með góðu fordæmi. Samstarf við háskólanema Í verkefninu sem nú er verið að hrinda af stað er gert ráð fyrir sam- starfi milli tíu manna hóps sérfræð- inga og nemenda í háskólanámi, sem myndu vinna verkefni í sínu námi sem koma inn á þær hugmyndir sem Landvernd hefur. HVERSU raunhæft er það markmið að útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi verði ekki meira en bind- ing þeirra hér á landi árið 2050? Þetta er ein af þeim spurningum sem reynt verður að svara í nýju verkefni Land- verndar, þar sem litið verður á losun gróðurhúsalofttegunda í víðu sam- hengi í leit að langtímalausnum. „Gróðurhúsaáhrifin verða stóra verkefnið á þessari öld og það er eins gott að byrja fyrr en seinna, því fyrr sem menn byrja með marktækum hætti því meiri líkur eru að við náum tökum á þessu,“ segir Tryggvi Fel- ixson, framkvæmdastjóri Landvernd- ar. Verkefnið felst í því að skoða hvaða leiðir eru vænlegastar til að stuðla að frekari nýtingu endurnýjanlegra og vistvænna orkugjafa, betri og um- hverfisvænni tækni, uppbyggilegu samstarfi við önnur ríki og bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi. „Ég held að við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þegar við tök- um á loftlagsbreytingum þá verðum Tryggvi segir það hagkvæma leið til að virkja það hugvit sem sé til stað- ar í háskólasamfélaginu að fá nem- endur til samstarfs um verkefni. Hann segir að þar standi vonir til að hægt verði að skapa þekkingu sem gefi stjórnvöldum eitthvað til að vinna úr og koma til framkvæmda í framtíð- inni, og jafnframt að veita eitthvert aðhald. „Með því að koma á svona heild- stæðum hugmyndum og aðgerðum erum við um leið betur í stakk búin til þess að tala fyrir aðgerðum alþjóð- lega. Menn verða fyrst að taka til í eigin ranni til þess að geta talað svo- lítið vel fyrir þessu máli alþjóðlega,“ segir Tryggvi. Aukin losun á sjó og landi Tryggvi segir að í þessu verkefni sem verið er að koma af stað verði lögð áhersla á fjóra þætti. Í fyrsta lagi sjávarútveg, en þar segir Tryggvi að hafi verið vaxandi losun gróðurhúsa- lofttegunda, og lítið hafi borið á því að verið sé að taka á þeim vanda. Í öðru lagi verða samgöngur á landi skoðaðar, en þar hefur einnig verið gífurleg aukning á losun gróðurhúsa- lofttegunda undanfarin ár. Þannig sé í nýjustu spá umhverfisráðuneytisins að losunin gæti aukist um allt að 40% fram til ársins 2020. Í þriðja lagi segir Tryggvi að sjón- um verði beint að jafnvæginu í kolef- nabúskap jarðar. Þar verði athugað hvað hægt sé að gera til að binda gróðurhúsalofttegundir með land- græðslu og skógrækt. „Þar binst eitt- hvað af kolefnum og kemur það til móts við þá losun sem er nauðsynleg, en það er ekki hægt að líta framhjá því að einhver losun er óhjákvæmi- leg,“ segir Tryggvi. Í fjórða lagi verður horft til ákveð- inna þátta í Kyoto-bókuninni. Verður einkum horft til þess hvernig nýta megi íslenska sérþekkingu í samstarfi við önnur lönd, t.d. ríki Austur-Evr- ópu eða þróunarlönd. Frekari upplýsingar um verkefnið má fá á vef Landverndar, www.land- vernd.is. Landvernd skoðar losun á gróðurhúsalofttegundum í víðu samhengi Verður unnt að ná jafnvægi í losun og bindingu árið 2050? Morgunblaðið/Arnaldur VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Skófl- an á Akranesi hefur með dómi Hér- aðsdóms Vesturlands verið sýknað af alls fimm kröfum sýslumanns um að greiða rekstrarleyfisgjald fyrir efnisflutninga á landi í atvinnuskyni. Neitaði fyrirtækið að greiða Vega- gerðinni fyrir rekstrarleyfið og veita ýmsar upplýsingar um fyrir- tækið. Kristrún Heimisdóttir, lögfræð- ingur Samtaka iðnaðarins (SI), seg- ir að hér hafi náðst tímamótanið- urstaða sem samtökin fagni innilega. Þau hafi mótmælt gjald- tökunni og eftirliti Vegagerðarinnar með verktökum frá því að það komst á árið 2002. Reynt hafi verið að vinda ofan af „fáránlegri skriff- insku“. Lög nr. 73/2001 um fólksflutn- inga, vöruflutninga og efnisflutn- inga á landi tóku gildi 1. september árið 2001. Samkvæmt þeim þarf leyfi Vegagerðarinnar til að stunda hvers konar vöru- og efnisflutninga í atvinnuskyni, samanber reglugerð þar um. Kristrún segir að þrátt fyr- ir ítrekuð mótmæli SI hafi stofnanir framkvæmdavaldsins haldið uppi ströngu eftirliti og refsað fyrir brot með sektargreiðslum. Hefur það verið samdóma álit atvinnurekenda á þessum sviðum að gjaldtakan og eftirlitið hafi verið „hrein firra“. Ákvæði sem undanskilja leyfisskyldu Í niðurstöðu héraðsdóms segir m.a. að umrædd lög séu byggð á svipuðum lögum á Norðurlöndum og skuldbindingum Íslands gagn- vart EES-samningnum. Í lögunum séu ákvæði sem undanskilja leyf- isskyldu, séu flutningarnir í eigin þágu og ef þeir séu lítill þáttur af starfsemi fyrirtækisins. Telur Hér- aðsdómur Vesturlands að starfsemi Skóflunnar falli undir undanþágu- ákvæði laganna og því beri að sýkna fyrirtækið af öllum ákæruatriðum. Kristrún bendir á að umrætt eft- irlit, sem samgönguráðuneytið hafi komið á með landflutningum hér á landi, sé byggt á ströngustu út- færslu á tilskipun ESB. Í tilskip- uninni sé þó gert ráð fyrir undan- þágu þeirra ríkja sem kjósa, einkum þeirra sem ekki eru hluti af sameig- inlegum landflutningamarkaði í Evrópu. Afar ólíklegt sé að íslensk fyrirtæki sæki inn á þann markað. Hún segir að nú sé framhald máls- ins í höndum samgönguráðuneytis- ins og Vegagerðarinnar, breyta þurfi framkvæmdinni og þykir Kristrúnu ólíklegt að ákæruvaldið áfrýi dómnum til Hæstaréttar. Þarf ekki að greiða rekstrar- leyfisgjald Dómur í máli verktaka- fyrirtækis tímamóta- niðurstaða að mati Samtaka iðnaðarins ENN MEIRI VERÐLÆKKUN 50-70% Kringlunni - Sími 581 2300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.