Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í LAGAFRUMVARPI sem dóms-
málaráðherra, Björn Bjarnason,
hefur lagt fram á Alþingi er m.a.
lagt til að heimild fangavarða til að
beita valdi verði lögbundin. Heim-
ildin verði þó bundin því skilyrði að
þeir megi ekki ganga lengra en
nauðsyn krefur, að því er fram
kemur í frumvarpinu.
„Líta verður á það sem megin-
reglu að fangaverðir sinni skyldu-
störfum sínum án valdbeitingar.
Skilyrði valdbeitingar er að aldrei
verði gengið lengra í beitingu valds
en nauðsynlegt er hverju sinni og
að ekki verði gripið til valdbeit-
ingar nema önnur mildari úrræði
hafi verið reynd án árangurs.
Byggist það á meðalhófsreglunni
um að ekki sé beitt harkalegra úr-
ræði en nauðsynlegt er til að náð
verði því markmiði sem að er stefnt
hverju sinni,“ segir í athugasemd-
um frumvarpsins. Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra mun mæla fyrir
frumvarpinu á Alþingi í dag.
Gestir gangist undir
líkamsleit við heimsóknir
Ýmis önnur nýmæli koma fram í
frumvarpinu. Til dæmis er lagt til
að heimilt verði að leita á þeim sem
heimsækir fanga og láta hann
gangast undir líkamsrannsókn.
Er þetta ákvæði sett inn til að
unnt verði að stemma stigu við
smygli á munum og efnum til fanga
sem honum er óheimilt að hafa í
fangelsi.
Í frumvarpinu eru einnig ákvæði
um réttindi og skyldur fanga. Þar
er átat við ýmis atriði er varða sím-
töl og bréfaskriftir, rétt þeirra til
að njóta útiveru, iðka tómstunda-
störf og hafa aðgang að fjölmiðli til
að fylgjast með fréttum og gangi
þjóðmála, svo nokkur dæmi séu
nefnd.
Fangavörðum verði heimilað
með lögum að beita valdi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þing kom saman að nýju í gær eftir jólahlé. Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, tók þá sæti Tómasar Inga
Olrich. Á myndinni eru einnig Halldór Blöndal, Sjálfstæðisflokki, og Grétar Mar Jónsson, Frjálslynda flokknum.
ÁSGEIRS Bjarnasonar, fyrrver-
andi alþingismanns og bónda í Ás-
garði, var minnst í upphafi þing-
fundar á Alþingi í gær. Ásgeir
andaðist 29. desember á Sjúkrahúsi
Akraness, 89 ára að aldri.
„Ásgeir Bjarnason var hógvær að
eðlisfari og barst aldrei mikið á,“
sagði Halldór Blöndal, forseti þings-
ins, í gær, er hann minntist Ásgeirs.
„Mannkostir hans duldust ekki
þeim sem höfðu af honum kynni.
Sýslungar hans völdu hann og
hvöttu til forystustarfa út á við. Á
Alþingi og í samtökum bænda naut
hann trausts og virðingar. Þar
studdi hann ýmist eða hafði for-
göngu um framfaramál landsbyggð-
arinnar. Hann bjó að áratug-
areynslu við þingstörf þegar hann
tók við forsetastörfum á Alþingi, var
réttlátur og öruggur stjórnandi
funda.“ Þingmenn minntust Ás-
geirs, að loknum þessum orðum,
með því að rísa úr sætum sínum.
Ásgeirs
Bjarnasonar
minnst á þingi
ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í
dag. Á fundinum mun heilbrigð-
isráðherra m.a. flytja skýrslu um
heilbrigðismál.
Þá verða eftirfarandi mál á dag-
skrá:
1. Sala fasteigna, fyrirtækja og
skipa.
2. Lögmenn.
3. Umferðarlög.
4. Fullnusta refsingar.
5. Rannsókn flugslysa.
6. Siglingastofnun Íslands.
7. Hugverkaréttindi á sviði iðnaðar.
ARNBJÖRG Sveinsdóttir, Sjálf-
stæðisflokki, tók í gær við sæti
Tómasar Inga Olrich á Alþingi,
sem hefur afsalað sér þing-
mennsku. Arnbjörg hefur áður
setið á þingi í tvö kjörtímabil.
Halldór Blöndal, forseti þingsins,
bauð hana velkomna til starfa í
upphafi þingfundar í gær. Þing-
flokkur sjálfstæðismanna hefur
ákveðið að Arnbjörg taki sæti
Þorgerðar K. Gunnarsdóttur
menntamálaráðherra í allsherj-
arnefnd og samgöngunefnd. Þá
tekur Arnbjörg sæti Guðmundar
Hallvarðssonar í fjárlaganefnd.
Hann tekur aftur á móti sæti
Þorgerðar í iðnaðarnefnd og Sól-
veig Pétursdóttir tekur sæti Þor-
gerðar í kjörbréfanefnd.
Arnbjörg Sveinsdóttir
tekur sæti á þingi
HÉRAÐSDÓMSTÓLAR landsins
verða að fækka starfsfólki, draga úr
yfirvinnu og grípa til annarra að-
haldsaðgerða þar sem ekki hefur
fengist aukið fé til að rétta af rekstr-
arhalla dómstólanna sem var 30
milljónir á síðasta ári. Þetta mun
leiða til þess að meðferðartími mála
lengist þar sem afkastageta starfs-
mannanna er nú þegar fullnýtt.
Þetta segir Elín Sigrún Jónsdótt-
ir, framkvæmdastjóri dómstólaráðs,
en uppsagnir starfsmanna taka gildi
1. apríl nk. Hún segir fjárveitinga-
valdið ekki hafa tekið tillit til ýmissa
kostnaðarhækkana sem rætur eiga
að rekja til lagasetningar, kjara-
samninga og annarra utanaðkom-
andi þátta. Þá hefur ekki verið tekið
tillit til gríðarlegrar fjölgunar dóms-
mála frá árinu 1998 og sífellt flóknari
og vandasamari dómsmála.
Fjöldi mála margfaldast
Innkomin mál voru 15.459 á árinu
1998, þegar lög um dómstóla tóku
gildi. Hámarkinu var náð árið 2002
þegar innkomin mál voru 40.780.
Knappar fjárveitingar hafa hins veg-
ar orðið til þess að fjöldi starfsmanna
á héraðsdómstólunum var í árslok
2003 sá sami og á árinu 1992 eða um
85, að sögn Elínar. Á þessum tíma
hefur dómendum fækkað um 12 eftir
að stöður dómarafulltrúa voru lagð-
ar niður.
Síðustu fjögur árin hafa héraðs-
dómstólarnir verið reknir með veru-
legum halla. „Við fengum hækkun
upp á 13,3 milljónir í fjárveitingu fyr-
ir árið 2004 en fórum fram á 90 millj-
ón króna hækkun,“ segir Elín. „Það
er mikill munur þar á milli þannig að
segja má að á síðustu árum hafi fjár-
veitingar verið svo knappar að þetta
hefur engan veginn dugað til rekst-
ursins.“
Dómsmálaráð hefur nú sett saman
rekstraráætlun sem gerir ráð fyrir
niðurskurði. „Þar sem rúmlega 80%
af fjárveitingu okkar fara til greiðslu
launa og verulegur hluti af afgang-
inum fer til greiðslu húsaleigu og
annarra fastra útgjalda er lítið ann-
að hægt að gera eftir samdrátt og
niðurskurð síðustu ára en að segja
upp fólki og það er það sem við höf-
um nú gripið til,“ segir Elín. Starfs-
mönnum verður fækkað um fjóra á
árinu, þar af verður fækkað um þrjá
löglærða aðstoðarmenn dómara,
dómstjórum hefur verið gert að setja
þak á yfirvinnu og að ráða ekki laga-
nema í námsvist á árinu 2004. Við
þessar aðgerðir bætist að enn hefur
ekki verið skipað í tvær dómarastöð-
ur sem losnuðu í desember og janúar
sl., að sögn Elínar. „Við teljum að
þetta leiði aðeins til eins og það er að
málsmeðferðartími lengist.“
Meðferðartími lengist
Munnlega fluttum málum sem lok-
ið er hefur fjölgað um 30% frá árinu
1999 til 2003, auk þess sem óloknum
málum fjölgar um 47% á sama tíma.
Ákærumálum sem lokið er hefur á
sama tíma fjölgað um 38% frá árinu
1999 til 2003, og óafgreiddum
ákærumálum hefur fjölgað um 63%.
Verða að fækka starfs-
fólki þótt málum fjölgi
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, tekur í dag og á morgun
þátt í dagskrá í New York um mál-
efni norðurslóða. Forsetaembættið
stendur að dagskránni í samvinnu
við American-Scandinavian Found-
ation, Alcan-álfélagið, Explorers
Club, Columbia-háskólann,
Dartmouth-háskólann, íslensku að-
alræðisskrifstofuna í New York og
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á
Akureyri.
Í dag opnar forsetinn sýningu
sem helguð er lífi og starfi íslensk-
kanadíska landkönnuðarins Vil-
hjálms Stefánssonar og verður hún
í Scandinavia House eða Norð-
urlandahúsinu. Flytur forsetinn þar
ávarp.
Í tilefni af sýningunni efnir
Dartmouth-háskólinn til umræðu-
fundar í Norðurlandahúsinu um
málefni norðurslóða á nýrri öld og
arfleifð Vilhjálms Stefánssonar,
rannsóknir hans og kenningar.
Á morgun verður dagskrá í húsa-
kynnum Explorers Club, félags
landkönnuða, í New York en innan
vébanda þess eru vísindamenn,
geimfarar og landkönnuðir. Þar
flytur forseti Íslands ræðu en um-
ræðuefnið eru ný viðhorf til norð-
urslóða. Í kjölfarið mun Earth Insti-
tute við Columbia-háskólann efna
til umræðufundar um undirbúning
að alþjóðlegu heimskautaári 2007.
Lýkur dagskránni á morgun með
málþingi sem helgað er Evelyn
Stefánsson-Nef, lífshlaupi og störf-
um við hlið Vilhjálms Stefánssonar.
Forseti Íslands í heimsókn í New York
Tekur þátt í dagskrá um
málefni norðurslóða
ÓBYGGÐANEFND hefur veitt fjár-
málaráðherra framlengdan frest til
20. febrúar næstkomandi að lýsa
kröfum um þjóðlendur í Gullbringu-
og Kjósarsýslu og syðri hluta Árnes-
sýslu. Upphaflegur frestur var þar
til í gær.
Tilkynning um að taka þetta svæði
til meðferðar barst fjármálaráðu-
neytinu í október sl. og ákvörðunin
hefur einnig verið tilkynnt viðkom-
andi sveitarfélögum. Svæðið afmark-
ast af Gullbringu- og Kjósarsýslum,
ásamt þeim landssvæðum í Árnes-
sýslu sem Óbyggðanefnd hefur ekki
þegar úrskurðað um, þ.e. uppsveitir
sýslunnar.
Þá liggur fyrir ákvörðun nefndar-
innar um að taka á næstunni til með-
ferðar landsvæði austan og norðan
Vatnajökuls. Næstu úrskurðir
nefndarinnar verða kveðnir upp
vegna Rangárvallasýslu og V-
Skaftafellssýslu. Þar er aðalmeðferð
lokið á öllum níu svæðunum og hafa
þau verið tekin til úrskurðar. Tíma-
setning úrskurða liggur hins vegar
ekki fyrir, að sögn Sifjar Guðjóns-
dóttur, skrifstofustjóra Óbyggða-
nefndar.
Fjármálaráðherra fær lengri frest
BÍLSTJÓRI bíls sem fauk út af veg-
inum í mikilli hálku við Háhlíðarhorn
í Oddsskarði og fór nokkrar veltur
slapp ótrúlega vel frá óhappinu og
reyndist aðeins lítillega skrámaður.
Aron Thorarensen, 21 árs Esk-
firðingur, var á leið í skóla í Nes-
kaupstað um kl. 10 á þriðjudags-
morguninn þegar skyndilega skall á
snjóbylur sem blindaði hann.
„Ég reyndi ósjálfrátt að bremsa,
enda sá ég ekki neitt. Svo sá ég bara
vegstikuna við hliðina á mér og fatt-
aði að ég var að fara út af veginum.
Svo fór bíllinn bara að velta,“ segir
Aron. Hann hélt fullri meðvitund í
veltunum, og segir hann það skrýtna
tilfinningu að lenda í svona óhappi.
„Þetta kom mér svo rosalega á óvart.
Ég hugsaði bara að þetta væri ekki
að gerast. Það fyrsta sem mér datt í
hug þegar ég fann að ég var byrjaður
að velta var að taka hendurnar af
stýrinu og skýla höfðinu.“
Þegar bíllinn hafði stöðvast losaði
Aron bílbeltið og hélt upp á veg til að
gera vart við sig. Ökumaður stöðvaði
bíl sinn og lögregla var látin vita, og
svo beið Aron eftir þeim. Trúlega er
það bílbeltinu að þakka að Aron er
ekki slasaður en loftpúðar í bílnum
sprungu ekki út við óhappið.
Óslasaður
eftir nokkr-
ar veltur
Bíllinn er talinn ónýtur en ökumað-
urinn slapp með skrámur.