Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 15 Þú getur losnað við samviskubitið án þess að segja bless við colabragðið BREYTTU RÉTT Prófaðu ískalt Pepsi Max – Alvöru bragð, enginn sykur N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 1 1 2 0 4 • s ia .i s Íbúð í Smára- og Lindahverfi óskast Nánari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson hjá Heimili fasteignasölu í síma 530 6500. sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson löggiltur fasteignasali Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Mér hefur verið falið að finna góða 3ja her- bergja íbúð ásamt bílageymslu í Linda- og Smárahverfi. Æskilegt er að stofa eða stofur séu rúmgóðar. Sveigjanlegur afhendingartími og traustar greiðslur.Finnbogi Hilmarsson, lögg. fasteignasali ÁTTA Palestínumenn létu lífið í að- gerðum Ísraelshers í gær í al-Zeitun hverfinu í útjaðri Gazaborgar. Tíu særðust, þar á meðal ökumaður sjúkrabíls. Ísraelskir hermenn fóru þangað í brynvörðum bílum og jarð- ýtum í leit að hópum herskárra Pal- estínumanna, sem taldir voru bera ábyrgð á árás á landnemabyggðina Netzarim sem er þarna nálægt. Talsmaður hersins sagði að ísra- elsku hermennirnir hefðu byrjað að skjóta er þeir sáu fimm til tíu vopn- aða menn nálgast sig en talsmenn palestínska sjúkrahússins sem skoð- uðu líkin sögðu að sumir mannanna virtust hafa verið skotnir í hnakkann með einu skoti af stuttu færi. Palenstínska stjórnin fordæmdi verknaðinn samstundis og þúsundir Palestínumanna mótmæltu drápun- um á götum Gazaborgar í gær. Sam- tökin Íslamska Jihad hóta hefndum og segja að fjórir hinna föllnu hafi verið „píslarvottar“ þeirra. Átökin vörpuðu skugga á fund Ahmed Qorei, forsætisráðherra Pal- estínu, og bandarísks sendifulltrúa sem haldinn var í því skyni að reyna að bjarga friðarferlinu. Átta Palestínumenn bíða bana á Gaza Gazaborg. AFP. AP. DANSKIR lögregluþjónar hafa krafist þess að þeim verði gert kleift að koma sér í betra líkams- form í vinnutímanum. Þessi samþykkt samtaka lög- regluþjóna er til komin sökum vax- andi gagnrýni þess efnis að danskir lögregluþjónar séu of feitir. Dag- blaðið Berlingske Tidende hefur skýrt frá því að „stór hluti“ þeirra 10.500 manna og kvenna sem sinna löggæslu í Danmörku sé bæði of þungur og þreklítill. Yfirmaður dönsku lögreglunnar, Torsten Hesselbjerg, kveðst íhuga að taka upp árleg próf sem lög- regluþjónar þurfi að gangast undir til að sýna að líkamsástand þeirra sé viðunandi. Samtök löregluþjóna segja að fyrir nokkrum árum hafi þeim ver- ið bannað að iðka líkamsrækt í vinnutímanum. Því hafi þá verið haldið fram að lögregluþjónar hefðu nóg annað að gera í vinnunni. Þá hafi tekið að síga á ógæfuhliðina þótt fráleitt sé að halda því fram að danskir lögregluþjónar séu al- mennt feitir og kraftlausir. „Við hlaupum kannski ekki 100 metrana á tíu sekúndum en al- mennt erum við í sæmilegu ásig- komulagi,“ segir talsmaður dönsku samtakanna. Vilja iðka líkamsrækt í vinnunni AÐ minnsta kosti fjórir létu lífið í sjálfsmorðsárás við hótel í Bagdad í gærmorgun. Sprengjan var falin í sjúkrabíl sem ók hratt upp að hót- elinu en talið er að um 200-250 af sprengiefni hafi verið í bílnum. Þrír þeirra sem létust voru Írakar, bílstjóri sjúkrabílsins og tveir óbreyttir borgarar, en heimildum bar ekki saman um hvort sá fjórði væri Íraki eða frá Suður-Afríku. Ell- efu voru sagðir hafa særst. Hótelið var m.a. aðsetur kaupsýslumanna frá Suður-Afríku og innanríkisráð- herra landsins sem skipaður hefur verið til bráðabirgða. Eigandi hótels- ins segist hafa fengið hótanir þar sem honum var sagt að losa sig við Bandaríkjamenn og gyðinga sem gistu á hótelinu. Kvöldið áður höfðu sex bandarísk- ir hermenn fallið í árás og tveir starfsmenn CNN sjónvarpsstöðvar- innar í öðru tilræði. Sprengja í sjúkrabíl Bagdad. AFP. AP. ♦♦♦ ♦♦♦ DANSKA ríkisstjórnin hyggst auka samvinnu hins opinbera og einka- aðila í ýmiss konar rekstri sem hing- að til hefur verið á könnu ríkisins, að því er segir í frétt Berlingske Tid- ende. Meðal annars stendur til að einkaaðilar taki þátt í að byggja og reka nýtt fangelsi þar í landi og einn- ig að einkafyrirtæki taki að sér hluta ýmissa umferðarframkvæmda. Bendt Bendtsen, atvinnumálaráð- herra Danmerkur, kynnti hugmynd- ir ríkisstjórnarinnar um samvinnun milli hins opinbera og einkaaðila í gær. Þær fela í sér að kostir einka- framkvæmda verða ávallt skoðaðir þegar kemur að opinberum fram- kvæmdum. „Við verðum að vera opin fyrir því að þróa fram danska vel- ferðarsamfélagið,“ sagði Bendtsen um hugmyndirnar. Hann benti á að samvinna af þessu tagi væri fyrir hendi í nágrannalöndunum, til að mynda í Finnlandi, þar sem einka- fyrirtæki hafi tekið þátt í að byggja og reka menntaskóla ásamt hinu op- inbera. Einkarekin fangelsi í Danmörku Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.