Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 21 Keflavíkurflugvöllur | „Mér finnst mjög gott hjá fyrirtækinu að gera þetta. Það sýnir að hlustað er á starfsfólkið,“ segir Atli Már Ólafsson, starfsmaður í hreins- unardeild Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli (IGS). Fyr- irtækið vinnur í samvinnu við Mið- stöð símenntunar á Suðurnesjum og fulltrúa starfsfólks að greiningu á þörf fyrir fræðslu í þessum hópi starfsfólks. Tæplega fjörutíu manna hópur starfsfólks IGS vinnur við að hreinsa flugvélarnar. „Þessi hópur hefur orðið svolítið útundan hjá okkur við skipulagningu fræðslu- starfs, við höfum lagt mesta áherslu á þá sem eru í beinum sam- skiptum við flugfarþega og aðra viðskiptavini og vinna að sérhæfð- um tækni- og öryggismálum. En nú er röðin komin að hreinsunardeild- inni og ég finn að starfsfólkið er ánægt með það,“ segir Kjartan Már Kjartansson, markaðs- og starfsmannastjóri Flugþjónust- unnar, sem er dótturfélag Flugleiða og annast afgreiðslu á farþegum og vörum á Keflavíkurflugvelli. Byggja einstaklinga upp Kjartan Már segir að tilgang- urinn með fræðslustarfinu sé að byggja einstaklingana upp og auka verkkunnáttu þeirra. „Við ætlum að fá ánægðara starfsfólk sem kann betur til verka. Ef öll fyrirtæki gerðu þetta myndi hæfni starfs- fólks á vinnumarkaði hér á Suð- urnesjum batna til muna,“ segir Kjartan Már og bætir því við að fræðslustarf af þessu tagi sem unn- ið hefur verið að hjá IGS sé mik- ilvægt á tímum vaxandi atvinnu- leysis. Þeir sem hafi menntun og kunnáttu af einhverju tagi eigi auð- veldara með að fá störf. Fimm fulltrúar starfsfólks vinna með ráðgjöfum að þarfagreiningu fyrir fræðslustarfið. Notað er kerfi sem nefnist Markviss uppbygging starfsmanna. Að sögn Guðjónínu Sæmundsdóttur, forstöðumanns Miðstöðvar símenntunar, og Fjólu Maríu Lárusdóttur, Markviss- ráðgjafa hjá Mími, vinna stjórn- endur og starfsfólk saman að því að greina hvað þurfi að gera til að efla starfsmannahópinn, jafnt í nám- skeiðahaldi og öðru. Með því séu meiri líkur á að verkefnunum verði fylgt eftir enda verði verkfærið eft- ir í fyrirtækinu þegar hlutverki ráðgjafanna sé lokið. Erfið vinna Starfsfólk sem rætt var við kvaðst ánægt með þetta framtak fyrirtækisins. „Við fáum tækifæri til að taka þátt í þessu starfi og fáum þannig meiri áhuga á vinnunni. Það er ekki einhver stjórnandi sem ákveður hvað skuli gera heldur er unnið með okkur að því að leysa málin,“ sagði Atli Már Ólafsson. Guðrún Guðmundsdóttir bætir því við að þetta verkefni sé skemmtilegt og uppbyggilegt. Auður Sigurðardóttir telur að áherslan hljóti að verða á það að auðvelda vinnuna og bæta starfs- andann. Hjálpsemi og tillitssemi yrðu lykilorðin. Fram kom hjá starfsfólkinu að starfið við að hreinsa flugvélarnar væri erfitt og það væri unnið undir mikilli tímapressu. Þetta væri tarnavinna sem reyndi verulega á fólkið. Auk þess væri ábyrgð þess mikil því ef eitthvað færi úrskeiðis hjá einni manneskju gæti flugvél seinkað og fyrirtækið tapað hundr- uðum þúsunda eða milljónum króna. Thelma Dögg Árnadóttir segist hafa áhuga á að læra meira í ensku og á tölvur. Það geti hjálpað henni að komast í betra starf eða jafnvel í skóla. Kjartan Már segir að áhersla sé lögð á starfsþróun innan fyrirtækja Flugleiða. Fólk geti unnið sig upp innan fyrirtækisins og farið á milli fyrirtækja þess. Telur hann að ýmsar dyr geti opnast fyrir áhuga- sama starfsmenn hreinsunardeild- arinnar að loknu fyrirhuguðu fræðsluátaki. Starfsfólk í hreinsunardeild Flugþjónustunnar tekur þátt í þarfagreiningu vegna fræðsluátaks Hlustað er á starfsmennina Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Greina þarfirnar: Starfsfólk hreinsunardeildar IGS sem undirbýr fræðsluátak við höfuðstöðvar fyrirtækisins ásamt ráðgjöfum, f.v. Kjartan Már Kjartansson, Anna Garðarsdóttir, Atli Már Ólafsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Auður Sigurðardóttir, Thelma Dögg Árnadóttir, Guðjónína Sæmundsdóttir og Fjóla María Lárusdóttir. Njarðvík | Æðarfugl sem lent hefur í sjálfheldu í pramma sem liggur við festar í Njarðvíkurhöfn sveltur til bana. Lögreglan fjarlægði þaðan níu dauða fugla í fyrrakvöld en þrír voru lifandi. Lögreglan telur að æð- arfuglinn kafi undir prammann og upp um farmhólfin sem sum eru opin. Virðist sem fuglarnir hafi ekki ratað til baka og ekkert rými sé til að hefja sig til flugs. Á vef lögregl- unnar kemur fram að af ástandi fuglanna megi ráða að fæðuleysi hafi valdið dauða þeirra. Lögreglan segir að pramminn sé dauðagildra fyrir æðar- fugl auk þess sem hann sé hættulegur börnum og unglingum. Pramminn er í eigu verktakafyrir- tækis í Keflavík og var notaður til að flytja grjót í hafnargarðinn í Keflavík. Hefur hann síðan legið við festar í Njarðvíkurhöfn. Pétur Jóhannsson hafnarstjóri segist hafa látið eiganda prammans vita af þessu vandamáli, þegar það barst honum til eyrna í fyrradag. Vonast hann til að hægt verði að búa betur um hnútana um borð. Best væri þó að losna við prammann úr höfninni en ekki væri víst að það yrði alveg á næstunni. Æðarfugl sveltur í sjálfheldu Morgunblaðið/RAX Stofna bæjarmálafélag | Að- standendur Sandgerðislistans (Þ) sem fékk einn mann kosinn í bæj- arstjórn við síðustu kosningar hafa ákveðið að stofna bæjarmálafélag. Stofnfundurinn verður á Mamma Mía í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Á fundinum verður kynntur und- irbúningur að stofnun félagsins og kosin framkvæmdastjórn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Allir áhugamenn um bæjarmál í Sandgerði eru boðnir velkomnir, sérstaklega stuðningsmenn Sand- gerðislistans. Breið bros og brjóstastækkanir Í þættinum verður fjallað um lýtalækningar og fegrunaraðgerðir. Einar Karl Haraldsson ræðir við læknana Ottó Guðjónsson og Ólaf Einarsson ásamt Dýrleifu Guðjónsdóttur frá samtökunum Breiðum brosum og Katrínu Önnu Guðmundsdóttur, ráðskonu í staðalímyndarhópi Feministafélags Íslands. Á Útvarpi Sögu, 99,4 í dag, fimmtudag, kl. 17:00 - 18.00 Þátturinn er endurtekinn á laugardögum kl. 13:00 á Útvarpi Sögu 99,4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.