Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 39 um og tólum og var oft fyrstur til að tileinka sér alls konar tækninýjung- ar á sviði rafeindatækja o.fl. Hann var jafnframt ákaflega traustur heimilisfaðir og mikill vinur vina sinna. Ég var svo heppinn að teljast í þeirra hópi og áttum við Tommi margar góðar stundir saman. Á ferð- um sínum til Reykjavíkur gistu þau oft hjá okkur í Hjálmholtinu í lengri eða skemmri tíma okkur öllum til mikillar ánægju. Oft var glatt á hjalla í Hjarðartúni 12 þegar allir voru samankomnir um jól eða af öðru tilefni og var Tommi þá hrókur alls fagnaðar enda leið honum aldrei betur en þegar stór- fjölskyldan var öll samankomin. Í mörg ár gistu allir í Hjarðartúninu um jól og áramót og var þá oft vakað fram á nótt yfir jólaspilunum og þrautum. Lét Tommi þá ekki sitt eft- ir liggja en tók þátt í leiknum af full- um krafti. Árið 1984 festu tengdaforeldrar mínir kaup á sumarhúsi við Þing- vallavatn sem þau áttu í félagi við Guðmund son sinn. Á þessum stað undi Tommi sér vel í nálægð við vatnið þar sem hægt var að stunda veiðar og sigla á vatninu. Eru ófáar stundirnar sem við fjölskyldan átt- um með tengdaforeldrum mínum í sumarbústaðnum.Var þá oft glatt á hjalla og Tommi í essinu sínu og vildi gjarnan taka lagið enda átti hann mörg uppáhaldslög og söng vel með sinni djúpu bassarödd. Tommi keypti trillu árið 1987 og lét gamlan draum rætast um að stunda eigin útgerð eins og hann hafði gert með föður sínum ungur í Vestmannaeyjum. Hafði Tommi gaman af útgerðinni sem gekk vel og það var ákveðin stemning og ljómi yfir þessu starfi sem Tommi stund- aði í rúmlega áratug. Margir félagar hans úr Ólafsvík sem áttu líka trillur fylgdust að við veiðarnar. Á hverju sumri fórum við fjölskyldan í lengri eða styttri róðra með tengdapabba hvort sem veitt var með rúllum eða á stöng. Ferðir undir Vallnabjarg og uppundir Kirkjufell við Grundar- fjörð voru vinsælar. Ég landkrabb- inn varð meira að segja uppnuminn af þessum ferðum okkar. Fyrir rúmlega tveimur árum, haustið 2001, fórum við nokkur börn og tengdabörn Tomma og Halldóru saman til Ítalíu og dvöldum við Gardavatnið í tæpa viku. Þessi ferð var farin í tilefni af 75 ára afmælis Tomma og 70 ára afmælis Halldóru og tókst í alla staði vel. Þá voru liðin nákvæmlega 20 ár frá því að tengda- foreldrar mínir fóru með okkur Ágústu Evrópuferðina forðum. Var ekki laust við að sú ferð kæmi upp í hugann og væri rifjuð upp öðru hvoru í þessarri seinni utanlandsferð okkar saman. Undanfarin ár hafa um margt ver- ið erfið tengdaforeldrum mínum vegna veikinda Halldóru sem þurft hefur að vera mánaðarlega undir læknishendi í Reykjavík. Af þessum sökum fóru þau mánaðarlega til Reykjavíkur hvernig sem viðraði. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að fólk hugi að breytingum á búsetu sinni og þannig var með tengdafor- eldra mína. Tommi var þó lengi efins um hvaða breytingar væru heppileg- astar við þessar aðstæður. Það varð þó niðurstaðan að þau festu kaup á íbúð í Aflagranda 40 og fluttust þangað í október sl. Voru þau full eftirvæntingar að hefja búskap á nýjum stað og fjölskyldan öll var ánægð að fá þau í bæinn og vonaðist eftir auknum samskiptum og heim- sóknum. En margt fer öðruvísi en ætlað er og samvistir þeirra hjóna í Reykjavík verða skyndilega miklu styttri en vonast var til. Skyndilegt fráfall tengdaföður míns er okkur öllum mikill harmur og vil ég þakka honum áralanga kynningu og vináttu sem aldrei bar skugga á. Tengdamóður minni Halldóru og fjölskyldunni allri votta ég innilega samúð mína. Tryggvi Karl Eiríksson. Kæri afi. Mig langar til að þakka þér fyrir allar samverustundirnar sem við átt- um saman í gegnum tíðina. Það er mér mjög minnisstætt eina páskana þegar að ég var lítil stelpa og litla fjölskyldan mín kom með öll páska- eggin okkar, ég, Berglind og Ástþór og þið amma og foreldrar mínir föld- uð páskaeggin heima í Hjarðar- túninu. Ég hlakkaði svo mikið til að fá að byrja að leita páskaeggjunum mínum í þessu stóra húsi. Þetta voru einir skemmtilegustu páskar sem ég hef upplifað. Mér er það líka mjög minnisstætt þegar að ég var lítil stelpa og og ég fór með afa, foreldr- um mínum og systkinum á trilluna hans afa sem hét Víðir og það komu skyndilega margir fýlar þegar mamma mín kastaði veiðistönginni út og einn fýllinn gleypti beituna og öngulinn og allir á trillunni töluðu um að mamma hefði veitt fýl og ég var jú svo lítil og vitlaus í þá daga að ég fattaði ekkert hvað fullorðna fólk- ið var að tala um og ég sá engan fíl. Seinustu mánuðina sem þú lifðir og varst í Hjálmholtinu lærði ég ótrúlega margt um lífið og tilveruna og það var mjög reynslumikill og dýrmætur tími fyrir mig og ég kynntist þér mjög vel. Það var sér- staklega gaman að sjá hversu mik- inn áhuga þú hafðir á rafmagnstækj- um og þó að þú værir orðinn mjög veikur kunnir þú allt upp á tíu fingur um rafmagnstæki. Ég gæti talið endalaust upp góðar minningar um þig en ég læt þetta nægja að þessu sinni. Ég á eftir að sakna þín mikið. Þín Ragnhildur Ýr Tryggvadóttir. Elsku afi. Það var gaman að koma til þín í Ólafsvík og í bústaðinn á Þingvöll- um. Það var alltaf gaman að fara í kjallarann í Ólafsvík, sérstaklega þegar þú komst með okkur og leyfðir okkur að fikta í öllu dótinu. Það var gott að knúsa þig. Við munum vel eftir því þegar við fórum að veiða með þér og pabba í Þingvallavatni. Það var seint um kvöld, þú dast í vatnið og ég fékk risastóra bleikju, það var skemmti- leg stund. Okkur fannst gaman að spila fyrir þig á hljóðfærin okkar, þá varstu svo glaður. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Takk fyrir að vera alltaf góður við okkur. Vonandi líður þér vel. Kær kveðja, Halldór og Kristín. Þegar börn alast ekki upp hjá feðrum sínum leita þau gjarnan að staðgenglum hjá þeim mönnum sem þau umgangast mest. Þannig var því háttað með mig þegar ég var lítil stúlka. Ég átt mér stundum þá ósk að Tómas, sem var giftur móðursyst- ur minni Halldóru, væri pabbi minn. Ég kallaði hann meira að segja stundum óvart pabba, en minnist þess að hafa leiðrétt sjálfa mig hálf skömmustuleg ... ég sem átti alvöru pabba í Reykjavík. Tommi hafði stórt og hlýtt hjarta sem hann veitti ekki öllum aðgang að, því var það heiður fyrir mig að eiga þar dálítið rúm. Og af því ég átti þar rúm þá átti mitt fólk þar líka sinn stað. Tomma þótt vænt um mig og mér um hann. Þannig var það, einfalt og breyttist ekki þótt sam- verustundunum fækkaði með árun- um. Þegar ég var 7 ára bjuggum við mamma og bróðir minn á heimili Halldóru frænku og Tomma. Þar var nóg pláss þótt börnin væru þá orðin 8 talsins. Ég var eins og ein af barna- hópnum, fékk að fara með í ferðalög, berjamó og veiðiferðir. Gamli Will- isinn virtist taka endalaust við krökkum, aldrei var neinn skilinn eftir heima. Að sjálfsögðu var farið á ótroðnar slóðir, það var Tomma líkt, hann var maður sem var á undan sinni samtíð. Seinna þegar móðir mín giftist fluttumst við í næsta hús. Þar ólumst við systrabörnin upp og vorum óvenjulega náin. Halldóra og Tommi áttu alltaf börn á réttum aldri svo við systkinin áttum bestu vinina okkar í frændsystkinunum í Hjarðartúni 12. Alls eignuðust þau hjónin 11 börn en tvö þeirra eru nú látin. Það er mikið verkefni að koma svo stórum barnahópi til manns. Það gerðu þau hjónin á sinn sérstaka bóhemíska hátt. Andrúmsloftið var afslappað en samt agað. Tommi varði heimilið fyr- ir ágangi annarra barna, það var nauðsynlegt því annars hefði allur krakkaskarinn í Ólafsvík viljað taka þátt í ævintýrunum á heimilinu. Tommi var um margt sérstakur maður. Hann var grannur og fremur lágvaxinn, strákslegur í fasi og fríð- ur. Dálítið stríðinn var hann og kankvís og okkur fannst hann aldrei eldast neitt. Hann var góðum gáfum gæddur, las sér til um hluti á tungu- málum sem hann hafði aldrei lært. Hann starfaði nær alla sína tíð sem rafvirkjameistari í Ólafsvík og var þar aldrei kallaður annað en Tommi raf. Þar gerði hann m.a. við radara í bátum og var öðrum fremri í þeim efnum. Hann fylgdist vel með tækni- nýjungum og spáði til um framtíð- ina. Sumt sem hann spáði fyrir um fyrir 20 árum er ekki enn komið fram en mun örugglega gera það síð- ar. Ég er þakklát fyrir allar þær stundir sem ég fékk að eiga með Tomma og fjölskyldunni í Hjarðar- túni 12, þar var alltaf rúm fyrir mig þó oft væri þröngt setinn bekkurinn. Ég votta Halldóru og öllum afkom- endunum innilega samúð mína. Minningin lifir um góðan dreng. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Tómas Þ. Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina Ástkær móðir okkar, SALVÖR EBENESERSDÓTTIR frá Ísafirði, áður til heimilis á Neshaga 7, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 21. janúar, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 30. janúar kl. 13. 30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd aðstandenda, Ebba H. Gunnarsdóttir, Gunnar Kr. Gunnarsson, Árni Ág. Gunnarsson. Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR ÁMUNDASON bóndi Ásum, Gnúpverjahreppi, verður jarðsunginn frá Stóra-Núpskirkju laugardaginn 31. janúar kl. 14.00. Stefanía Ágústsdóttir og fjölskylda. Elskulega konan mín, móðir okkar, dóttir og tengdadóttir, RUT BERGSTEINSDÓTTIR, Rauðagerði 54, andaðist á heimili okkar þriðjudaginn 27. janúar. Kristján Kristjánsson, Rán, Steinunn, Andrés Lars, Þórunn Andrésdóttir, Bergsteinn Ólason, Guðný Björnsdóttir. Elskulegur sonur minn og faðir okkar, GUNNLAUGUR KARLSSON, Fannarfelli 6, Reykjavík, lést föstudaginn 23. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. janúar kl. 10.30. Sigríður Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Reynir Gunnlaugsson, Ellen Alexandra Gunnlaugsdóttir. Elskuleg móðir okkar, EUGENIA INGER NIELSEN Sinna, Vesturgötu 16b, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðinesi þriðju- daginn 27. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ámundi Hjálmur Þorsteinsson, Jens Karel Þorsteinsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁSMUNDUR J. JÓHANNSSON tæknifræðingur, Hlíðarhúsum 3-5, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 27. janúar. Bergþóra Benediktsdóttir, Jenný Ásmundsdóttir, Guðmundur Benediktsson, Hildur Hanna Ásmundsdóttir, Gylfi Jónsson, Jóhann Ásmundsson, Magnea Einarsdóttir, Benedikt Grétar Ásmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.