Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 37
um íþróttalífið hér áður fyrr t.d.
gamla Melavöllinn og öll þau ævintýri
sem þar áttu sér stað. Hann tók líka
kvikmyndir sem sýna glöggt þessa
gömlu tíma og eru þær frábærar
heimildir. Þá er ógetið um fjölskyldu-
myndirnar sem hann tók en þær
geyma margar góðar minningar sem
fjölskyldan á frá löngu liðnum tíma.
Svona var Ólafur, sífellt starfandi og
sífellt að gera eitthvað uppbyggilegt
og skemmtilegt sem margir njóta
góðs af.
Með Ólafi Jónssyni er horfinn af
sviðinu mikill sómamaður sem ávann
sér virðingu og traust allra sem
kynntust honum. Hann var fulltrúi
þeirrar kynslóðar sem gekk í gegnum
miklar breytingar á öldinni sem leið.
Hann fylgdi tækniþróuninni frá
gömlu lampaviðtækjunum til örtölvu-
tækni nútímans. Ennþá geymdi hann
gömlu viðtækin sem viðskiptavinirnir
gleymdu að sækja í viðgerð.
Hafðu þökk fyrir samfylgdina.
Helgi Gunnarsson.
Okkur systkinin langar að kveðja
alveg einstakan mann, hann afa okk-
ar Ólaf Jónsson. Afi var með stórt
hjarta, lúmskan húmor og alltaf í
góðu skapi. Þegar við vorum lítil þá
fórum við oft með honum og ömmu til
Hveragerðis í sunnudagsbíltúr að
kaupa ís. Laugardagar voru þó uppá-
halds dagarnir okkar þegar við heim-
sóttum þau í Radíóhúsið. Það var því-
líkt ævintýri að fá að vera í búðinni og
„vinna“. Við fengum súkkulaði og
happaþrennu í laun og vorum rosa-
lega stolt yfir því að fá að hjálpa til.
Við fjölskyldan höfum átt ógleym-
anleg jól, áramót og páska heima á
Lynghaganum og það er varla hægt
að hugsa sér þessar stundir án afa. Á
Lynghaganum var allt gert eftir hefð-
unum og ekki mátti breyta neinu. Það
mátti ekki einu sinni færa jólabjöll-
una sem afi hengdi neðan í ljósakrón-
una í stofunni. Alltaf varð afi samt
jafnhissa þegar hann rak höfuðið í
hana. Á gamlárskvöld var afi alltaf
mættur á sama stað í Dómkirkjuna í
smókingnum þegar við komum og var
alltaf svo hátíðlegur og glaður. Öll
eigum við okkar minningar um afa
sem okkur eru kærar og við munum
geyma að eilífu.
Það var einmitt hjá afa í Radíóhús-
inu sem Þórarinn Óli fékk tækjadell-
una sína enda þreyttist afi aldrei á að
segja honum hvernig allt saman virk-
aði. Afi skrifaði líka Hildi Elínu mörg
bréf þegar hún var í skóla í Hollandi
og þessi bréf eru fjársjóður sem hún á
og geymir vel. Þegar Hjördís María
var í Hagaskóla þá fór hún alltaf til
afa í hádeginu að spila ólsen ólsen. Afi
hafði frá mörgu að segja en reyndi þó
stundum að svindla þegar honum
fannst ósanngjarnt hversu oft hún
vann hann.
Elsku afi. Takk fyrir hlýjar minn-
ingar og allar þær yndislegu stundir
sem við höfum átt saman í gegnum
tíðina. Við kveðjum þig með söknuði
og væntumþykju og vitum að þér líð-
ur vel þar sem þú ert núna.
Þrír kossar á hvora kinn og kvatt
með stæl.
Þórarinn Óli, Hildur
Elín og Hjördís María.
Elsku afi.
Síðasta vika hefur verið okkur
skrítin – einkennileg. Það er svo und-
arlegt að hafa þig ekki lengur hjá
okkur. Það er með miklum söknuði
sem við systkinin skrifum nokkrar
línur til að kveðja þig og minnast þín.
Það eru mörg lýsingarorð sem koma
upp í hugann þegar við rifjum upp
stundirnar með þér, fyrsta orðið er
góðmennska. Þú varst alltaf boðinn
og búinn til að aðstoða okkur með allt
sem við leituðum með til þín, sann-
kölluð fyrirmynd – sem við erum stolt
af að hafa átt. Og við vorum ekki þau
einu sem nutum góðmennsku þinnar,
ósjaldan fórum við með þér til vina
þinna og kunningja – þangað sem þú
sóttir útvarpstæki eða jafnvel sjón-
varp til að gera við og tókst ekki
krónu fyrir.
Allar stundirnar sem við áttum
með þér og ömmu eru ómetanlegar.
Við vorum alltaf aufúsugestir á Lyng-
haganum og margar skemmtilegar
minningar koma upp í hugann. Það
var svo gaman að fá að gista hjá ykk-
ur, hversu oft vorum við frændsystk-
inin ekki heilu helgarnar að sniglast
um hjá þér og ömmu. Þvældumst um
hverfið, fórum á róló og niður í fjöru
og fengum svo pönnukökur þegar inn
var komið á nýjan leik. Það hefur ekki
verið auðvelt að hafa hemil á okkur
öllum, við sjáum það núna – en aldrei
nokkurn tímann fundum við annað en
ást og hlýju frá þér. Og alltaf lagðir
þú mikið upp úr að passa að okkur liði
öllum vel hjá þér, að enginn væri skil-
inn eftir útundan. Og svo má ekki
gleyma sumarferðunum okkar með
þér á Laugarvatn. Það fór fiðringur
um magann þegar ferðalagið nálgað-
ist. Þegar þú og amma birtust á Löd-
unni gulu með bros á vör og þú með
kaskeitið á höfðinu. Búið að hafa til
nesti sem hefði dugað heilum her.
Kaffi og kökur á hótelinu, bátsferðir á
vatninu og lautarferðir í skóginn – já
og svo var farið í sund, þetta eru
stundir sem við gleymum aldrei, afi.
Svo áttum við ekki fáar stundirnar
saman í búðinni þinni, Radíóhúsinu.
Að við skyldum hafa fengið að snigl-
ast um og „afgreiða“ viðskiptavini
þína þótt við værum ekki annað en
litlir pjakkar, náðum varla upp fyrir
búðarborðið, með áhuga á öllu þessu
dóti sem fylgir slíkri verslun. Eftir
vinnudaginn fórum við svo saman að
fá okkur í svanginn.
Alltaf var tilhlökkunin jafnmikil að
koma til ykkar ömmu um jólin, hitta
alla fjölskylduna, opna pakkana og
sjá jólasveininn. Sama tilhlökkunin
ríkti einnig á páskadag þegar við
kömum öll saman aftur, borðuðum
góðan mat og biðum spennt eftir að fá
að opna páskaeggin sem biðu okkar.
Það var lýsandi fyrir þig og góð-
mennsku þína hversu vel þú tókst á
móti Guðrúnu, unnustu Ásgeirs. Í
þínum augum varð hún strax hluti af
fjölskyldunni og er hún sérstaklega
þakklát fyrir það. Þá var einstaklega
gaman að sjá hversu stoltur þú varst
af fyrsta langafabarninu þínu, Kol-
beini Sesari.
Í dag kveðjum við þig, en afi, við
gleymum þér aldrei.
Ólafur, Ásgeir Örn
og Hjördís Rós.
Það fyrsta sem kemur í hugann
þegar ég minnist Ólafs Jónssonar út-
varpsvirkjameistara er hvílíkur
sómamaður hann var. Hann var hæg-
látur og rólyndur að eðlisfari, lét ekki
mikið á sér bera og vildi aldrei láta
hafa neitt fyrir sér, hófsemdarmaður
til orðs og æðis, kurteis og grandvar,
og lagði aldrei illt til nokkurs manns.
En á góðum stundum gat hann verið
launfyndinn og jafnvel dálítill prakk-
ari.
Ég kynntist Ólafi ungur að árum
þegar Jón sonur hans fór að gera sér
tíðförult á hvíta Fiatnum hans pabba
síns á Bollagötu 2 að heimsækja stóru
systur mína. Fyrr en varði voru þau
trúlofuð, systir mín og Nonni, og upp
frá því var Ólafur og eiginkona hans,
Hjördís Jónsdóttir, hluti af fjölskyld-
unni.
Ólafur var af merkum ættum, son-
ur Emilíu dóttur Sighvats Bjarnason-
ar bankastjóra Íslandsbanka og Jóns
Kristjánssonar læknis í Reykjavík.
Hann ólst upp í miðbæ Reykjavíkur –
og var sérstaklega gaman að tala við
Ólaf um gömlu Reykjavík. Hann
mundi margt úr miðbæjarlífi Reyk-
víkinga allt frá því á öðrum áratug 20.
aldar þegar bærinn var enn svo lítill
að allir þekktu alla.
Ekki var síður gaman að tala við
Ólaf um íþróttir. Hann var mikill
áhugamaður um fótbolta, hafði sjálf-
ur leikið með meistaraflokki Víkings
og meðal annars orðið Reykjavíkur-
meistari með félaginu. Síðar á ævinni
gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir félag sitt og íþróttahreyfinguna,
sat til dæmis lengi í stjórn Íþrótta-
bandalags Reykjavíkur. Hann mætti
alltaf á völlinn þegar Víkingur var að
spila og um alllangt skeið kom hann á
hvern leik með heitt te sem Hjördís
hafði hitað til að gefa strákunum í
hálfleik.
Ólafur starfaði alla ævi sem raf-
eindavirki eða útvarpsvirkjameistari
eins og það hét í þá daga. Hann rak
eigið verkstæði og sinnti alhliða við-
gerðum á hljómtækjum og útvarps-
og sjónvarpsviðtækjum.Um langt
skeið fór þó mestur tími hans í að
þjónusta Decca-umboðið sem meðal
annars seldi radara og dýptarmæla til
fiskiskipa. Fór mikið orð af röskleika
Ólafs, lagni og útsjónarsemi,við við-
gerðir og tækjavinnu í fiskiskipaflot-
anum. Síðustu ár starfsævinnar vann
hann jafnframt hjá Námsgagnastofn-
un.
Undir lok sjöunda áratugar 20. ald-
ar setti Ólafur á fót Radíóhúsið, litla
sjónvarps- og útvarpsbúð, sem hann
rak samhliða radíóviðgerðarstofu
sinni. Radíóhúsið var lengst af við
Hverfisgötu í Reykjavík en einnig við
Barónsstíg og í Skipholti. Þar af-
greiddi Hjördís eiginkona Ólafs og
seldi hin ágætu Körting útvarps- og
sjónvarpstæki og Elac plötuspilara.
Ólafur var einstaklega greiðvikinn.
Hann gekk alltaf með skrúfjárn í vas-
anum og gat því gripið í minniháttar
verk ef á þurfti að halda þar sem hann
kom. Á síðari árum gaf hann iðulega
vinnu sína. Hann var með afbrigðum
nýtinn og kenndi margra grasa á
vinnustofu hans. Nýtni hans kom oft í
góðar þarfir, svo sem við viðgerðir á
gömlum lampatækjum. Á sínum tíma
komu sjónvarpstæki til landsins í tré-
kössum sem Ólafur nýtti auðvitað og
úr þeim smíðaði hann til dæmis fyrstu
sófasett beggja sona sinna þegar þeir
hófu búskap. Þá bjó hann meðal ann-
ars til jólatrésseríur fyrir eigin fjöl-
skyldu og aðra á þeim tímum þegar
slíkt skraut var sjaldséð í búðum
landsins – á haftaárunum svokölluðu.
Í 50 ára afmælisriti rafeindavirkja
er birt fróðlegt bréf frá Ólafi til Við-
skiptanefndar vorið 1947, en nefndin
sú úthlutaði þá gjaldeyris- og inn-
flutningsleyfum. Ólafur óskaði eftir
að fá leyfi til innflutnings varahluta
fyrir vélbátinn Fram á Akranesi.
Bergmálsdýptarmælir bátsins var
bilaður. Í bréfi sínu minnti Ólafur á að
dýptarmælarnir væru eitt helsta ör-
yggistæki skipanna, auk þess sem
þeir skiptu sköpum fyrir aflabrögð
þeirra, einkum á síldveiðum. En Við-
skiptanefndin lét orð hans sem vind
um eyru þjóta og synjaði umsókninni.
Þótt Ólafur væri snjall gat hann ekki
gert við bergmálsdýptarmælinn á
Fram og neyddist útgerðarmaður
bátsins til að kasta honum og kaupa
sér nýjan. Sóun af þessu tagi var dag-
legt brauð á haftaárunum þegar
stjórnskipuðum nefndum var ætlað
að hafa vit fyrir landsmönnum í
hverju efni.
Þegar ég minnist Ólafs kemur
Hjördís kona hans ósjálfrátt upp í
hugann þótt látin sé fyrir fjórtán ár-
um. Þau gengu í hjónaband sumarið
1949 og bjuggu alla tíð við einstakt
samlyndi. Hjördís var Reykjavíkur-
barn eins og Ólafur, af Zoëga-ætt,
hógvær og friðsöm eins og ættmenn
hennar – og eiginmaður. Að öllu leyti
voru þau einstaklega samrýnd, Dísa
og Óli, eins og þau voru jafnan kölluð.
Það var eins og þeim yrði aldrei sund-
urorða og að þau kepptust við að láta
að vilja og óskum hvors annars.
Sjálfur á ég þessum góðu hjónum
aðeins gott upp að inna. Þau voru mér
alla tíð ákaflega vinsamleg og hlý.
Minnist ég margra ánægjulegra
kvölda í félagsskap þeirra á heimili
systur minnar og mágs í Garðabæ.
Blessuð sé minning Ólafs Jónsson-
ar.
Jakob F. Ásgeirsson.
Kveðja frá Knattspyrnu-
félaginu Víkingi
Í dag kveðja Víkingar heiðurs-
félagann Ólaf Jónsson útvarpsvirkja.
Ólafur var einn af elstu fé-
lagsmönnum Víkings og alla tíð ötull
liðsmaður. Hann hóf ungur að æfa
knattspyrnu undir merkjum Víkings,
keppti í yngri aldursflokkum og síðan
í meistaraflokki, þar til meiðsli bundu
ótímabæran endi á keppnisferil hans
árið 1939. Ólafur var fyrst kosinn í
stjórn Víkings á árinu 1934 og hófust
þar með farsæl afskipti hans af marg-
víslegum stjórnarstörfum í félaginu.
Allt til ársins 1970 átti hann oftsinnis
sæti í aðalstjórn Víkings, sat í stjórn
fulltrúaráðs frá 1962 til 1964 og var
formaður knattspyrnudeildar frá
1970 til 1972.
Ólafur tók sæti í stjórn Íþrótta-
bandalags Reykjavíkur árið 1962 og
starfaði í henni til ársins 1984 þ.a. var
hann varaformaður ráðsins frá 1974
til 1984. Þar reyndist Ólafur, eins og í
öllum störfum sínum fyrir Víking,
heilsteyptur og tillögugóður, en um
leið fylginn sér, þegar við átti.
Ólafi var að vonum heiðraður fyrir
störf sín í þágu félagsins; með silf-
urmerki 1958, gullmerki 1968, gull-
merki með lárviðarsveig 1983 og
gerður að heiðursfélaga árið 1998.
Ólafur fylgdist, allt til hins síðasta,
afar vel með gengi Víkings, sótti
flesta félagsfundi og kappleiki og kom
vikulega yfir vetrartímann í get-
raunakaffi í Víkina á laugardögum.
Þá átti Ólafur um árabil reglulegar
samverustundir með fleiri eldri Vík-
ingum í Ráðhúskaffi, þar sem málin
eru alltaf rædd af miklu kappi.
Staðfastur stuðningur, umhyggja
og einlægur áhugi Ólafs fyrir fram-
gangi Víkings verður seint fullþakk-
aður.
Víkingar senda fjölskyldu Ólafs
innilegar samúðarkveðjur og kveðja
góðan vin og félaga með virðingu og
söknuði.
Þór Símon Ragnarsson.
Látinn er í Reykjavík Ólafur Jóns-
son útvarpsvirkjameistari. Óli Jóns
eins og hann var jafnan nefndur af
vinum og kunningjum var af kunnum
og góðum ættum og voru bræður Óla
þrír og ein systir. Þegar systkinin
fullorðnuðust urðu þau öll hið mæt-
asta fólk, hvert á sínu sviði. Heimili
þeirra stóð í miðbæ Reykjavíkur og lá
því beint við fyrir drengina að ganga
til liðs við Knattspyrnufélagið Víking
eins og flestir félagar þeirra gerðu á
þessum slóðum. Fyrir Óla var þetta
stór ákvörðun og áhugamál, sem ent-
ist óslitið á langri lífsbraut.
Þarna kynntist Óli Axel Andrés-
syni og fleirum frumherjum Víkings
og oft minntist hann frá þeim tíma
leikja og æfinga á lélegum völlum við
slæmar aðstæður. Hann lék í yngri
aldursflokkum félagsins en minnis-
stæðast var honum þó er hann lék
sem framvörður í fyrstu deild, sem
svo var nefnd þá. Þar átti Óli góða
samherja og náðu þeir góðum árangri
í keppni fyrir sitt félag.
Óli var heiðursfélagi Víkings og
mun formaður félagsins gera grein
fyrir hinum ýmsu störfum er hann
vann í þágu félagsmála Víkings í
minningargrein sinni um Óla í Morg-
unblaðinu.
Við höfum haft það að venju nokkr-
ir Víkingar að koma saman yfir kaffi-
bolla á veitingahúsi og rætt þar um
íþróttir og dægurmál. Þar lét Óli sig
ekki vanta, hafði ætíð sitt fasta sæti
og naut stundarinnar við hefðbundna
tedrykkju. Hann var hæglátur og lét
ekki mikið yfir sér, enda hið mesta
prúðmenni og var fátt sem kom hon-
um úr jafnvægi. Hann var jafnan hóg-
vær og hlýr, reglusamur og réttsýnn.
Slík er umsögn þeirra er hann þekktu
og með honum störfuðu á langri lífs-
leið.
Agnar Ludvigsson.
Látinn er Reykjavík á 88. aldursári
sómamaðurinn Ólafur Jónsson, út-
varpsvirkjameistari og heiðursfélagi í
Knattspyrnufélaginu Víkingi.
Ólafur var með þeim fyrstu hér á
landi til að nema radíó- og útvarps-
virkjun. Hann stóð fyrir umfangs-
miklum fyrirtækja- og verkstæðis-
rekstri á sínu sviði um áratugaskeið,
lengst af á Ránargötunni í vesturbæ
Reykjavíkur. Hin síðari ár og til loka
starfsævinnar í félagi við eiginkonu
sína, Hjördísi Jónsdóttur.
Margir Reykvíkingar þekktu Ólaf
Jónsson í sjón, enda var hann mikið
Reykjavíkurbarn. Hann var kvikur í
hreyfingum, og líkamlegt atgervi gott
alla tíð. Skaphöfnin var ljúf en hann
var mikill keppnismaður og honum
var ósáttur við að tapa. Hann var
spaugsamur og kunni mikið af hvers
konar sögum sem hann miðlaði sam-
ferðamönnum sínum.
Ólafur Jónsson gekk ungur ásamt
bræðrum sínum, Sighvati, Kristjáni
og Ágústi, í raðir knattspyrnufélags-
ins Víkings, sem þá hafði aðsetur sitt í
miðbæ Reykjavíkur. Hann lék með
því félagi allt frá ungum aldri og upp í
meistaraflokk þess. Hann átti t.a.m.
fast sæti í hinu rómaði liði Víkinga,
sem varð Reykjavíkurmeistari í
knattspyrnu árið 1940 undir stjórn
Þjóðverjans Fritz Bucklows og Guð-
jóns Einarssonar, annars heiðurs-
félaga Víkinga og fyrsta milliríkja-
dómara Íslendinga í greininni. Ólafur
er sá næstsíðasti úr þessum fríða hópi
Víkinga sem kveður.
Ólafur hélt alla tíð mikilli tryggð
við sitt félag og þegar keppnisferli
lauk og annir leyfðu sinnti hann fé-
lagsstörfum hvers konar fyrir Víking
og Víkinga sem og fyrir heildarsam-
tök íþróttamanna í Reykjavík um ára-
tugaskeið. Ólafur var m.a. formaður
knattspyrndeildar félagsins á miklum
uppgangstímum þess á árunum í
kringum 1970. Í íþróttaheiminum
skiptast á skin og skúrir eins og í líf-
inu sjálfu. Það sannast á Knatt-
spyrnufélaginu Víkingi. Hæðir og
lægðir, sigrar og ósigrar, ganga yfir í
áranna rás. Ólafur Jónsson skildi
þessar sveiflur manna best og brást
ævinlega við með sinni stóisku ró og
æðraðist aldrei. Hann var einhvern
veginn alltaf nálægur. Það er á svona
mönnum, sem frjáls félagsamtök þríf-
ast og dafna. Við sem vorum úti á vell-
inum á þessum árum lærðum mikið af
Ólafi Jónssyni og þessu viðhorfi hans.
Þetta raunsæja viðhorf blundar æ
síðan innra með manni. Fyrir það
skal þakkað á útfarardegi hans.
Glaður varð hann þegar félagið
hans vann sinn fyrsta og eina sigur í
Bikarkeppni Knattspyrnusambands-
ins dimman nóvemberdag í flóðljós-
um á gamla Melavellinum í vestur-
bænum árið 1971 og ekki síður
gladdist hann 32 árum síðar, nú í
september síðastliðnum á knatt-
spyrnuvellinum í Keflavík, þegar fé-
lagið endurheimti sæti sitt óvænt í
efstu deild eftir 5 ára fjarveru. Hver
veit nema lið Víkings verði spútnik-lið
komandi sumars? Það væri sannar-
lega í anda nafna.
Ólafur var mikill gæfumaður í
einkalífi sínu. Hann kvæntist ágætri
konu, Hjördísi Jónsdóttur, árið 1949,
en hún lést 1990. Þeim varð tveggja
sona auðið þeirra, Jóns og Ólafs, sem
báðir námu lyfjafræði og starfa sem
slíkir í Garðabæ. Auk þess áttu þau
fósturdótturina Sigríði Gunnarsdótt-
ur. Þeim öllum og fjölskyldum þeirra
eru sendar samúðarkveðjur við frá-
fall Ólafs Jónssonar.
Við Víkingar kveðjum höfðingja og
þökkum honum leiðsögnina.
Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæri
vinur.
Hvíl í friði.
Ólafur Þorsteinsson.
Kveðja frá Meistarafélagi
rafeindavirkja
Ólafur Jónsson, rafeindavirkja-
meistari sem í dag er kvaddur var
merkur maður í sögu útvarpstækn-
innar á Íslandi. Hann lærði sitt fag
hjá frumkvöðlum radíótækninnar í
landi okkar, þeim bræðrum Ottó og
Snorra Arnar og stundaði iðngrein
sína allan sinn starfsaldur. Þjónustan
sem hann hafði á sinni hendi var jafnt
við almennan búnað heimilistækja og
hinn flókna rafeindatækjabúnað sem
í skipum er.
Þjónusta við skipatækjabúnað var
og er afar krefjandi og þurfti að fara
fram jafnt að nóttu sem degi, alla
daga vikunnar. Þessi störf öll vann
hann af mikilli kostgæfni og ná-
kvæmni. Hann rak fyrirtæki sitt fjöl-
mörg ár í félagsskap með öðrum fag-
mönnum og kenndi mörgum nemum
iðn sína. Síðar rak hann fyrirtæki sitt
einn eða þau hjón saman. Ólafur var
stofnandi Meistarafélags útvarps-
virkja sem síðar fékk nafnið Meist-
arafélag rafeindavirkja og gegndi þar
mörgum trúnaðarstörfum og var þar
heiðursfélagi. Hann var einnig allan
sinn starfsferil virkur félagi í Félagi
útvarpsvirkja sem var frá upphafi
löggildingar iðngreinarinnar sameig-
inlegt stéttarfélag og var hann einn af
fyrstu mönnum sem þar voru sæmdir
heiðursmerki úr gulli.
Allir sem kynntust Ólafi fundu til
mikils trausts á faglegri þekkingu
hans og gott hefur skipstjórnar- og
loftskeytamönnum þótt að hafa radíó-
samband við hann þegar bilanir komu
upp í rafeindabúnaðinum úti á fiski-
miðunum. Leiðbeiningar um viðgerð-
ir fóru þá fram með símtölum eða
öðru þráðlausu fjarskiptasambandi.
Við kveðjum hér góðan dreng og
þökkum þann góða félagsskap sem
við höfum átt með honum.
Ástvinum hans vottum við dýpstu
samúð.