Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 22
AUSTURLAND
22 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KONUNGLEGA norska utan-
ríkisráðuneytið hefur skipað
Jóhann Jónsson nýjan kjör-
ræðismann Noregs á Seyð-
isfirði frá og með 19. janúar
2004. Jóhann tekur við af
Birgi Hallvarðssyni sem hef-
ur verið ræðismaður Noregs
á Seyðisfirði í samtals 38 ár.
Við athöfn í norska sendi-
herrabústaðnum hinn 22.
janúar bauð sendiherra Nor-
egs á Íslandi, Guttorm Vik,
Jóhann velkominn í starfið
og þakkaði Birgi fyrir langt
og farsælt starf.
Ólafur V. Noregskonungur
útnefndi Birgi Hallvarðsson
til riddara hinnar kon-
unglegu norsku heiðursorðu
1990. Jóhann Jónsson, Guttorm Vik og Birgir Hallvarðsson.
Nýr kjörræðismaður Noregs
Vinnuvélaréttindi | Yfirtrún-
aðarmaður við Kárahnjúkavirkjun
fór á dögunum fram á að sýslumaður
kannaði réttindi um tuttugu kín-
verskra starfsmanna hjá Impregilo.
Mennirnir komu á virkjunarsvæðið
um miðjan desember sl. og var at-
vinnuleyfi þeirra bundið skilyrði um
að þeir ynnu ekki á vinnuvélum fyrr
heldur en þeir hefðu öðlast réttindi til
slíks. Mennirnir hafa þrátt fyrir þetta
unnið á gröfum og stórum vörubílum
án réttinda og sendi yfirtrún-
aðarmaður því formlega kvörtun til
sýslumanns. Talsmaður Impregilo,
Ómar Valdimarsson, segir mennina
nú sækja réttindanámskeið. Þeir hafi
allir vinnuvélaréttindi, sem nú er ver-
ið að þýða á íslensku, í sínum heima-
löndum, en þrátt fyrir vinnu víða um
heim hjá Impregilo, hafi þeir ekki áð-
ur unnið á evrópska efnahagssvæð-
inu, sem kalli á viðbótarréttindi.
Djúpivogur | Haustið 2002 var ákveðið að
koma á samstarfi milli Grunnskóla Djúpavogs
og Umf. Neista og vinna þannig markvisst að
því að sem flest börn gætu stundað íþróttir á
starfstíma skólans. Í skólanum eru 66 nem-
endur, þar af mörg börn úr dreifbýlinu sem
ferðast á milli heimila og skóla með skólabílum.
Skólastjóri, forstöðumaður íþróttahúss og
stjórn Neista unnu í sameiningu að þessu
skipulagi sem hefur gefist sérstaklega vel.
Nemendur koma í skólann kl. átta og skólabíl-
ar fara heim kl. þrjú. Boðið er upp á lengda
viðveru fyrir nemendur í 1.–4. bekk og heima-
námsaðstoð fyrir 5.–10. bekk. Tímarnir í
íþróttahúsinu eru svo skipulagðir þannig að
nemendur geti nýtt sér þá á skólatíma. Í vetur
taka um 80% barna og unglinga þátt í skipu-
lögðu íþróttastarfi hjá Umf. Neista og hefur
þetta samstarf skólans og íþróttafélagsins víða
vakið athygli.
Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir
Gifturíkt samstarf: Börn úr 1. til 4. bekk í leikjatíma hjá Umf.
Neista, ásamt Sólveigu Karlsdóttur þjálfara og ungum gesti.
Fyrirmyndar-
samstarf skóla
og íþróttafélags
hennar koma saman og tala um Ísland. Ísland
var svo yndislegt, þar var allt svo fallegt. Það
var svo bjart og svo grænt, fossarnir og árnar,
norðurljósin og allt var svo stórkostlegt á Ís-
landi. Ég held að þannig hafi þessi ást á land-
inu, eða forvitni, gengið í arf til afkomendanna
og sé enn að grassera í fólkinu.“
Ég kalla þetta gönguverkfæri
Sigrún fékk leyfi til að spjalla við fólk af ís-
lenskum ættum á öldrunarheimilinu Betel á
Gimli. „Þar var til dæmis kona sem var að
verða hundrað ára. Ég gleymi því aldrei þegar
ég kom til hennar. Hún lá uppi í rúmi og ég
sagði komdu blessuð, ég er komin frá Íslandi
til að hitta Íslendinga hér. Fyrst svaraði hún á
ensku, svolítið rugluð og síðan fór hún að tala
íslensku og alveg ótrúlega vel. Hún sem talaði
aldrei íslensku þarna á heimilinu, búin að vera
þar í um tuttugu ár. Það sem sló mig mest var
að hún fer á fætur og sest í stól og svo bendir
hún mér á göngugrindina sína og spyr hvað
þetta heiti á íslensku. Við köllum þetta göngu-
grind, segi ég. Já, það er gott nafn, segir hún.
Ég kalla þetta nú bara gönguverkfæri. Kona
sem aldrei heyrði íslensku var búin að gefa
hlutunum í kringum sig íslensk nöfn. Þetta
þótti mér furðulegt.
Uppi á vegg hjá henni voru myndir sem hún
hafði málað. M.a. mynd af Geysi sem hún hafði
séð á korti. Vatnið er svo blátt sagði hún og
hafði fyrr á árum spurt íslenskan gest hvort
vatnið væri virkilega svona blátt á Íslandi.“
Unni Íslandi en langaði ekki þangað
„Þarna var líka áttræð kona ættuð úr
Skagafirði og talaði ekki einasta íslensku,
heldur talaði norðlensku. Hún sagði „sagdi“
og „habði“ og hafði ekki hugmynd um að hún
væri að tala norðlensku og enginn hafði tekið
„ÉG veit ekki nákvæmlega ennþá af hverju ég
fór þessa þriggja mánaða ferð í árslok ’98 sem
bókin fjallar að mestu um,“ segir Sigrún.
„Þegar ég fór að heyra viðtöl við Vestur-
Íslendinga í útvarpi og heyrði þetta fólk tala
íslensku vaknaði áhugi minn. Að það væri
gaman að fara og athuga hversu margir þarna
töluðu raunverulega íslensku. Mér finnst þetta
mjög merkilegt og eiginlega fyndið að það
skuli enn vera töluð íslenska þarna. Það rak
mig af stað út.“
Ísland svo bjart og grænt
Sigrún segir það hafa komið sér á óvart
hversu áleitin spurningin um hvernig vest-
urförunum leið hafi verið. „Ég var upptekin af
því allan tímann að hugsa um hvernig þessu
fólki hefði liðið. Það myndi aldrei geta komið
aftur, kvaddi landið sitt og skepnurnar sínar
og ættingja og sumir börnin sín. Hvernig leið
þessu fólki? Það sagði mér kona úti að hún
heyrði sem lítil stúlka móður sína og vinkonur
eftir þessu. Framburðinn hafði hún frá for-
eldrum sínum trúlega. Ég hitti líka níutíu og
tveggja ára gamla kona sem talaði íslensku
reiprennandi, las hana og skrifaði og hafði
aldrei komið til Íslands. Hún sagði mér að ekki
væri víst að sig langaði nokkuð þangað. Það
var líka til í dæminu. Hún var eins og drottn-
ing, með mikið hvítt hár, spilaði á píanó og lék
undir í morgunsöngnum hjá Betel og hjá
karlakórnum.
Að drekka úr læk í fyrsta sinn
„Það var allt svo skemmtilegt þarna,“ segir
Sigrún. „Slétturnar í kringum Gimli, guð minn
góður! Vegirnir lágu bara eins og strik og
hurfu út í fjarskann, svo komu aðrir þvert á
eins og reitir á taflborði. Þarna var ekki nokk-
ur einasta mishæð.
Ég spurði eina af þessum konum sem ég
hitti hversu gömul hún hefði verið þegar hún
sá fjall í fyrsta sinn. Hún sagðist muna það eins
og það hefði gerst í gær. Hún var um fertugt
og um borð í lest á leið vestur til Vancouver að
vetrarlagi. Á lestarklefanum var hægt að opna
lúgu upp úr og hún stóð alla nóttina meðan
lestin fór yfir fjöllin og horfði á. Hún sagðist
aldrei hafa séð neitt svo stórkostlegt.
Ég spurði líka kanadískan mann, rúmlega
fertugan, sem kom að heimsækja mig, hvenær
hann hefði fyrst séð sjó. Hann hafði fyrst séð
sjó fertugur að aldri og það úr flugvél á leið til
Evrópu. Hann sá ekki sjó í alvöru fyrr en hann
kom til Íslands fjörutíu og fjögurra ára. Ég
hugsaði með mér að það væri skrítið að sjá
ekki sjó, sjá ekki foss, ekki almennilegt blátt
stöðuvatn. Það hlýtur að vera mikið ævintýri
fyrir uppvaxið fólk að leggjast í fjallshlíð hjá
læk og drekka úr honum. Hugsaðu þér! Í
fyrsta sinn á ævinni.“
Loksins verður hjarta mitt rótt
Sigrún segist hafa vitað af einhverjum ætt-
mennum sínum sem fóru vestur um haf, en
aldrei hafa sett sig í samband við afkomendur
þeirra. Hún kynntist þó töluverðu af frænd-
fólki þegar á hólminn var komið.
„Ég hitti til dæmis Einar Vigfússon frænda
minn, sem hefur heimsótt Ísland.
Þar hitti ég yndislegt fólk. Konan hans
stjórnar ungmennakórnum Rósinni, sem kom
til Íslands og m.a. austur sl. sumar.“
Sigrún hélt dagbók í Kanada og er bókin
„Loksins verður hjarta mitt rótt – dagbók frá
dvöl í Kanada“ afrakstur þeirrar ritunar þó að
ekki hafi staðið til í byrjun að gefa ferðasög-
una út. Útgefandann, Publish Islandica, fann
hún gegnum Lögberg-Heimskringlu og er
bókin sett og prentuð í Bandaríkjunum.
Tvær barnabækur hafa verið gefnar út eftir
Sigrúnu, auk þess sem hún hefur birt smásög-
ur og ljóð í blöðum og tímaritum til margra
ára. Sigrún ferðast gjarnan og auk tilfallandi
skrifta vinnur hún myndverk í flóka, gróð-
ursetur tré á ættaróðalinu í Skriðdal, svo sem
eins og fimmtíu þúsund plöntur árlega með
systkinum sínum og dundar í garðinum sínum
á Egilsstöðum.
Bókina „Loksins verður hjarta mitt rótt –
dagbók frá dvöl í Kanada“ má nálgast hjá út-
gefanda á vefslóðinni www.publisham-
erica.com/books/3593.
Vestanhafs þrá menn gamla landið þrátt fyrir að hafa aldrei litið það augum
Sigrún Björgvinsdóttir á
Egilsstöðum hefur ritað bók
um ferðir sínar á slóðir Vest-
ur-Íslendinga í Kanada þar
sem hún léði fjölda fólks
eyra og hitti ættmenni.
Steinunn Ásmundsdóttir
spurði hana hverju áhugi
hennar á vesturförum sætti.
Að sjá fjall og sæ
í fyrsta sinn
steinunn@mbl.is
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
„Hvernig leið þessu fólki sem var að skiljast
við bú sitt og skepnur, ættingja og jafnvel
börnin sín?“ spyr Sigrún Björgvinsdóttir sig
og lítur vestur um haf.
Seyðisfjörður | Um helgina opnuðu
reykvísku myndlistarmennirnir
Helga Óskarsdóttir, Guðrún Vera
Hjartardóttir og Ingibjörg Magna-
dóttir sýninguna Ávöxtur myrkurs-
ins í Skaftfelli, menningarmiðstöð á
Seyðisfirði. Listaverkin á sýning-
unni voru ekki flutt austur í plast-
pokum, segir í fréttatilkynningu,
heldur unnin í Skaftfelli. Á staðnum
urðu m.a. til skúlptúrar, teikningar
og myndbandsverk.
Sýningin er fyrri hluti samstarfs-
verkefnis þessara þriggja myndlist-
armanna og mun seinni hluti þess
verða settur upp í Listasafni ASÍ
næstkomandi sumar. Sýningin er
opin á opnunartíma Skaftfells og
stendur til 6. febrúar nk.
Ekki flutt austur
í plastpokum
INNRÉTTINGAR
Fossháls 1 Sími: 525 0800
www.badheimar.is