Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur HelgiGestsson fæddist í Stykkishólmi hinn 1. desember 1929. Hann lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans hinn 20. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Arilíus Gestur Sól- bjartsson, f. 6. júní 1901 í Bjarneyjum, og Jakobína Helga Jakobsdóttir, f. 5. mars 1902 á Ísafirði. Systkini Ólafs eru Jakob Kristinn, f. 1926, d. 2000, Bryndís Margrét, f. 1927, Bergljót Guðbjörg, f. 1928, d. 1999, Ingibjörg Charlotte, f. 1931, Jósep Berent, f. 1932, Sól- björt Sigríður, f. 1934, Bergsveinn Eyland, f. 1937, Jónína, f. 1940, d. 2001. Kjörbróðir Helgi Hafnar, f. 1951, og fósturbróðir Gestur Már Gunnarsson, f. 1950. Ólafur kvæntist Elnu Thomsen 1954. Þau skildu. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Tómas, f. 1953. 2) Sigurður Jakob, f. 1955, d. 1994, börn hans eru Kolbrún Ýr, Þór- unn, Davíð Örn og Ólafur Þór. Eftirlif- andi maki er Krist- rún Þórisdóttir. 3) Anna Kristín, f. 1957, maki Gunnar Helgi Emilsson, börn þeirra eru Elna Ósk og Emil Geir. 4) Andrés Ingiberg, ættleiddur af Leifi Sveinbjörnssyni, síð- ari manni Elnu móð- ur hans, maki Mar- grét Arndís Kjartansdóttir, börn þeirra eru Leifur, Sigríður, Andrea Rún og Almar Berg. Ólafur kvæntist Þórönnu Höllu Bjarnfreðsdóttur 1966, d. 1982. Þau skildu. Barn þeirra er Bjarn- freður Heiðar Ólafsson, f. 1967, maki Hulda Gísladóttir, börn þeirra eru Auður Lára og Agnes Edda. Útför Ólafs verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þar sem ég sit hér í rökkrinu á heimili mínu á Kjalarnesi og horfi yfir lygnan sjóinn, á báru sem brotnar við sker og fuglasveim í leit að æti, minnir útsýnið mig sem oft- ar á æskustöðvarnar við Breiða- fjörð. Þegar ég var sex ára flutti fjöl- skyldan í Höskuldsey á Breiðafirði, þar sem faðir okkar gerðist vita- vörður. Skömmu eftir að við fluttum þangað kynntist eldri systir mín Elna, mannsefni sínu, Ólafi Helga Gestssyni úr Hrappsey. Í fjórtán ár átti Óli, eins og hann var alltaf kallaður, órjúfanlegan þátt í æsku minni og uppvexti. Minningarnar koma fram í hugann og kalla fram hlýjar tilfinningar, þakklæti og söknuð. Mig langar að minnast fyrrverandi mágs míns og góðs vinar með fáum orðum. Allar minningar mínar um Óla eru góðar minningar. Hann var mér sem bróðir og naut ég umhyggju hans og hlýju í uppvextinum. Ég var langdvölum hjá þeim hjónum, fyrst í Stykkishólmi, Akureyjum og Hrappsey, síðar í litla húsinu þeirra í Ólafsvík, þar sem ég gekk í skóla í þrjá. vetur og fermdist frá þeim vorið 1959. Börnin þeirra voru og eru mér sem systkini enda stutt á milli okkar í aldri. Óli var einstak- lega handlaginn og verkhagur mað- ur enda leituðu margir til hans um hin margvíslegustu viðvik og brást hann ætíð vel við og kom til hjálpar. Hjá Elnu og Óla sannaðist máltæk- ið góða um að þar sem er hjartarúm þar er einnig húsrúm. Heimili þeirra var ætíð opið okkur yngri systkinunum og bræður Óla dvöldu einnig hjá þeim um lengri og skemmri tíma. Óli kunni öðrum betur að verka kjöt og fisk og að færa björg í bú, en það hafði hann lært í eyjunum hjá foreldrum sínum. Gleymi ég ekki kæstu skötunni, vestfirska hnoðmörnum, renginu, alvöru lundabagganum, söltuðu kof- unum, selkjötinu og harðfisknum góða. Á þessum árum stundaði Óli sjó- inn og þótti vinsæll og eftirsókn- arverður starfskraftur vegna hæfi- leika sinna og verkkunnáttu. Síðustu árin hans í Ólafsvík var hann verksmiðjustjóri í fiskmjöls- verksmiðjunni á Snoppunni. Þegar Elna og Óli slitu samvist- um voru þau að byggja sér hús í verkamannakerfinu. Það kom í hlut okkar Hreiðars að aðstoða Óla við að gera húsið íbúðarhæft og fluttum við inn til hans í október 1965. Við bjuggum þar saman um vet- urinn í sátt og samlyndi ásamt árs- gamalli dóttur okkar Elvu Jóhönnu sem var í miklu uppáhaldi hjá Óla. Mátti hún vart af honum sjá þegar hann var heima. Anna Stína einka- dóttir Óla var líka hjá okkur þennan vetur. Um vorið hóf Óli sambúð með Þórönnu Bjarnfreðsdóttur og var húsið hans selt öðrum. Því miður hittumst við sjaldan eftir það en þegar við hittumst, var eins og tím- inn hefði staðið í stað. Við Hreiðar minnumst Óla með þakklæti og hlýju. Ættingjum Óla vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Svala Sigríður Thomsen. Alltaf var hann Óli minn hress og kíminn, við vorum alltaf að fiflast og grínast. Við töluðum oft um eitthvað skemmtilegt, eins og þegar hann bjó í Bjarneyjum í bernsku og lék sér í helli þar, í skjóli frá fullorðna fólkinu. Óli var ákaflega stríðinn, hann var eins og lítill apaköttur úti um allt. En þegar þurfti að ná í hann, var hann eins og lítill minkur og kominn í felur á augabragði. Seinna þegar ég var kominn til vits og ára heima í Hrappsey, fórum við Gestur Már með Óla og Diddó (Jak- obi Kristni) á bát, sem þeir áttu. Það var æðislegt. Þeir fóru með okkur út á sundin milli eyjanna, þar var margt að sjá. Þetta var heilt æv- intýri. Báturinn klauf öldurnar og klettarnir blöstu við með öllum sjó- fuglunum, þegar ég horfði upp í bergið. Gargið í fuglunum var eins og yndisleg tónlist, þar þurfti engar nótur. Þegar Óli var fluttur til Reykjavíkur fórum við oft út að skemmta okkur, það var fjör. Hann vildi endilega að ég næði mér í kvenmann. Það gekk nú illa hjá mér lengi vel. Einu sinni sátum við á skemmtistað og kom þá ungur kvenmaður í áttina til okkar, en viti menn, hún vildi dansa við Óla en ekki við mig. Ég var auðvitað mjög ánægður fyrir hans hönd, enda var hann Óli minn myndarlegur og flottur gæi. Í lokin bið ég góðan Guð að fylgja honum Óla mínum alltaf. Helgi Gestsson. Nú er látinn vinur minn Ólafur Helgi Gestsson. Kynni okkar hófust fyrir rúmum tveimur áratugum þar sem hann vann við útkeyrslu mat- vara er ég tók á móti í versluninni Hólagarði, en þar varð Ólafur síðar húsvörður. Kynni okkar leiddu síð- an til vinskapar er stóð allt fram til síðustu stundar. Alla tíð var sam- viskusemi honum efst í huga í hverju verki. Hann var af þeirri kynslóð sem ekki kvartaði yfir smá- verkjum eða var heima vegna kvefs. Oft fórum við Óli og Ragnar Örn sonur minn saman á íþróttaleiki og var það ein af fáum afþreyingum hans. Sem formaður húsfélagsins þurfi ég oft að koma að kvöldi eða næturlægi með honum til að laga, þrífa og loka eftir rúðubrot og óspektir við húsið. Aldrei brást að annað starfsfólk kom að öllu hreinu og eins fínu og unnt var þar sem Óli hafði unnið starf sitt af stakri sam- viskusemi. Þó hann hafi verið orð- inn mikið veikur kvartaði hann aldr- ei og bar sinn sársauka af þeirri ró og þolinmæði sem alla tíð einkenndi hann. Með þessum orðum vil ég og mín fjölskylda kveðja kæran vin og votta aðstandendum hans dýpstu samúð. Bragi Björnsson. Nú þegar Óli vinur okkar og hús- vörður er farinn í ferðina löngu, langar okkur að minnast hans með þökkum. Það er nú svo, að í svona verslunarkjarna eins og Hólagarður er, verða öll samskipti nánari og meiri en gengur og gerist. Óli starf- aði með okkur í rúm 13 ár, og var hann mikill vinur okkar allra. Við þekktum hann að trúmennsku, þol- inmæði og nægjusemi, honum var verulega annt um að okkur gengi vel og að hlutirnir væru í lagi hjá okkur. Sem og að hafa hemil á ung- dóminum, sem oft er fyrirferðar- mikill og galsafenginn. Líf hans síðustu árin hefur verið samofið starfi hans hér í Hólagarði. Óli hefur verið hvers manns hug- ljúfi og öllum þótt verulega vænt um hann. Í spjalli við Óla um lífið og til- veruna utan vinnunnar mátti greina, hvað hann hugsaði mikið til heimaslóða, á Snæfellsnesið fallega og Hrappsey, sem hann ólst upp í. Meðan systur hans naut við á Nes- inu, var Óli duglegur að skreppa vestur og taka til hendinni við kind- urnar og viðhald ýmiss konar hjá henni. Skemmtilegast fannst honum að fara með veiðistöngina út á land, og renna fyrir fisk. Þær ferðir voru honum algjör endurnæring. Einnig átti boltinn hug hans og hjarta, að horfa á spennandi leiki, hvað þá að fara á völlinn var hámark gleðinnar. Við viljum að leiðarlokum þakka Óla samfylgdina og fyrir allar ánægjulegu stundirnar og munum sannarlega sakna vinar í stað. Hvíl í friði. Sendum afkomendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Samstarfsfólk í Hólagarði. ÓLAFUR HELGI GESTSSON Amma mín elskuleg hefur kvatt þetta líf. Amma var sannkölluð Reykjavíkurmær, ólst upp í Mið- bænum og í Vesturbænum og bjó þar lengst af ævi. Minningabrotin streyma fram og hugurinn leitar til æskuáranna í Sörlaskjólið þar sem afi og amma bjuggu. Fastir liðir voru tengdir heimsóknum „vestureftir“ eins og á aðfangadagskvöld, þar sem öll fjölskyldan kom saman og borð- aði unghænurétt, heimlagaðan ís og drakk jólaöl. Amma sagðist hafa lært að búa til þennan mat af fóstur- móður sinni Guðrúnu Sæmundsdótt- ur á Túngötunni og þóttu þetta dýr- indis krásir. Á laugardögum var oft farið „vestureftir“ og vorum við oftar en ekki mætt fyrir hádegi og var þá borið fram maltbrauð með osti og annað bakkelsi. Á sunnudögum vor- um við aftur mætt og þá var hrært í pönnukökur og hellt upp á könnuna. Þessi sunnudagssamkoma gegndi ákveðnu hlutverki því að fjölskyldan þurfti að ræða landsins gagn og nauðsynjar og gat þá mönnum orðið heitt í hamsi enda synirnir þrír skap- menn og þurftu að blása. Nokkrar skákir voru tefldar og ef heimsóknin dróst á langinn lenti maður í kvöld- mat sem var alltaf hryggur eða læri með þykkri brúnni sósu og kart- öflum ásamt heimalöguðum ávaxta- graut. Amma var nokkuð sérstök kona, hún hafði gaman af dýrum, átti t.d. páfagauka og kött fannst gaman að því að fara í þrjúbíó og var Lína lang- sokkur í sérstöku uppáhaldi og man ég að amma hló eins og lítil stúlka að Línu. Hún spilaði bingó með góð- templurum og fleirum oft í viku, spil- REBEKKA LÚTHERSDÓTTIR ✝ Rebekka Lúth-ersdóttir, sem aldrei var kölluð annað en Lóa, fædd- ist í Reykjavík 27. janúar 1917. Hún andaðist á Hjúkrun- arheimilinu Eir í Reykjavík 17. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Neskirkju 27. janúar. aði vist og lét sig hvergi vanta á mannamót enda var hún mann- blendinn, hláturmild og vinsæl meðal sam- ferðamanna. Í raun og veru var amma alltaf á ferð og flugi, ferðaðist með strætó um allan bæ til að heimsækja vinkonur sínar og eftir að hún fékk bílpróf öðl- aðist hún meira frelsi til að vera enn meira á ferðinni. Þegar afi og amma fóru saman í bíltúr keyrði amma og var hún öruggur bíl- stjóri, fór hægt og greitt um göturn- ar og var nokkuð örugg við stýrið miðað við hvað hún var gömul þegar hún fékk prófið. Eftir að hún byrjaði að vinna á Loftleiðum við ræstingar og fleira fékk hún frímiða til útlanda og var hún, nú sem aldrei fyrr, komin á fullt í ferðalögin. Hún fór til Glasgow, London og Kaupmannahafnar, ferð- aðist til Þýskalands, Lúxemborgar, Ítalíu og fór til Grænlands. Í ferðum sínum keypti hún handa okkur föt og gjafir. Þegar ég síðan fluttist til Kaupmannahafnar kom amma tvisv- ar í heimsókn og kom mér það á óvart hversu góða dönsku hún talaði og gat hún gefið sig á tal við menn á ótrúlegustu stöðum. En í einni ferð- inn þegar við sátum inni á veitinga- stað í borginni og borðuðum fram- andi mat, leit hún út um gluggann og sagði: „Þetta er Ægisgata!“ Á þess- um tímapunkti uppgötvaði ég að eitt- hvað var farið að gefa sig hjá ömmu en síðustu fimm ár háði hún erfitt veikindastríð við Alzheimer-sjúk- dóminn. Fyrir ömmu voru allir menn jafn- ir. Hún var góð við þá sem minna máttu sín og átti hún marga vini og kunningja. Hún mátti ekkert aumt sjá, keyrði út jólagjafir til vistmanna á Kópavogshæli, setti út mjólk í skál fyrir flækingsketti, gaf hundum í ná- grenninu kjötbein og þegar krakk- arnir í hverfinu komu og hringdu á dyrabjöllunni gaf hún þeim sælgæti. Hún tók alltaf vel á móti fólki. Ég gleymi aldrei þeirri stund þeg- ar amma passaði mig eitt sinn og ég datt af hjóli og fékk sár á ennið, amma fékk hálfgert áfall og var uppistandið þvílíkt að hún vafði höf- uðið á mér með handklæði, bar mig um alla íbúð og leyfði mér að skoða í dularfulla skartgripaskrínið sitt sem vanalega enginn mátti kíkja í. Amma var sjálfstæðismaður alla ævi, sagði að það sæist langar leiðir á fólki ef það var í Sjálfstæðisflokkn- um. Hún hélt því fram að allir vel klæddir myndarlegir menn væru sjálfstæðismenn og þetta gilti um konurnar líka. Bragakaffi keypti hún hún hvorki né drakk því hún sagði að það færi framsóknarkaffi. Hún neit- aði líka einu sinna að gangast undir aðgerð nema að fá að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn utankjörstaðar áður því það væri ekki öruggt að hún vaknaði aftur. Amma og afi voru afar ólík hjón, afi var sívinnandi, bæði sem bruna- vörður hjá Slökkvistöð Reykjavíkur og samhliða því vann hann í saltfiski hjá SÍF til margra ára. Að hans mati var vinnan það sem skipti máli í þessu lífi. Hann stundaði ekki sam- kvæmislífið með ömmu eða ferðaðist með henni til útlanda, fannst betra að vera heima, lesa í bók eða horfa á íþróttir og sérstaklega fótboltann. Þau voru KR- ingar og var fylgst vel með öllum leikjum félagsins og var afi einn að dyggustu félagsmönnum KR. Eftir að afi lést í febrúar 1993 seldi hún húsið í Sörlaskjólinu og keypti sér íbúð við Eiðismýri 30 þar sem hún dvaldi í fáein ár. Hún var greind með heilabilun fyrir sjö árum og frá þeim tíma hefur heilsu hennar hrak- að hægt og sígandi þar til hinn 17. janúar að hún fékk hvíldina. Lífshlaup hverrar mannesku er stutt, tíminn er ótrúlega fljótur að líða sem minnir okkur á að njóta lífs- ins meðan það varir og það gerði amma. Hún átti gott líf, ólst upp hjá vel bjargálna fólki og skorti aldrei neitt, var tiltölulega heilsuhraust og fékk t.d. aldrei inflúensu meðan hún lifði. Hún minntist þess ekki að hafa fengið kvef í nös. Ég er viss um að hún skilur sátt við þetta líf. Ég vil að lokum þakka ömmu fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ég hugsa að æska mín hefði ekki verið eins hamingjurík ef ömmu hefði ekki notið við. Guð blessi minningu Lóu Lúthers- dóttur. Berglind. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ARNDÍSAR BJARGAR STEINGRÍMSDÓTTUR, Nesi í Aðaldal. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækninga- deilda Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Heimahlynningar. Sigríður M. Örnólfsdóttir, Guðbrandur Magnússon, Hálfdán Örnólfsson, Hugrún Sigmundsdóttir, Steingerður Örnólfsdóttir, Jóhann Pálmason, barnabörn og barnabarnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.