Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 29
Á SÍÐASTA Norðurlandaráðs-
þingi mætti Steingrímur J. Sigfús-
son í pontu og skammaðist yfir því
að Íslendingar hefðu ekki stutt
Færeyinga til aðildar að ráðinu.
Það kipptust margir
við þegar Steingrímur
hóf upp sína raust, en
það var ekki út af
hans fallegu rödd eða
sterkum og haldbær-
um rökum heldur var
það út af því að hann
talaði íslensku. Þarna
í þingsal Osló í elítu
Norðurlandapólitíkur
talaði fyrsti ræðumað-
urinn á íslensku. Fólk
vesenaðist við að
setja á sig heyrnartól
og hlusta á íslenskan
túlk færa þetta yfir á annað
tungumál. Margir helstu leiðtogar
Norðurlandanna urðu frá að
hverfa í örstutta stund á meðan
þeir sóttu sér heyrnartól fram á
gang. Eins og Steingrímur gerir
yfirleitt þá var hann að halda
þrumu ræðu á sínu móðurmáli, því
tungumáli sem hann hefur mest
vald á. En segjum svo að hann
hefði gert það á einhverju öðru
tungumáli, þá mætti velta því fyrir
sér hvort pólitískur þroski hans
hefði getað sýnt sig í réttu ljósi
eða farið aftur um nokkur ár
vegna þess að vald hans yfir
tungumálinu væri ekki það sama
og á okkar ylhýra móðurmáli (án
þess að það sé fullyrt).
Ný kynslóð án dönsku
Hjálmar Árnason fjallar um á
heimasíðu sinni að mikilvægt sé að
varðveita íslenska tungu, því er ég
svo sannarlega sammála. Hins
vegar get ég ekki tekið undir það
með honum að norrænt samstarf
sé í hættu í tengslum við tilkomu
Eystrasaltsríkjanna inn í Norð-
urlandaráðið þ.e.a.s. að vinnumáli
þingsins sé ógnað. Fleiri en
Hjálmar Árnason hafa lýst því yfir
að það ætti að halda í þau tungu-
mál sem hafa hingað til verið not-
uð á Norðurlandaráðsþingum
þ.e.a.s. norsku eða sænsku, en þar
eru einmitt fremstir í flokki Norð-
menn og Svíar sjálfir. Út frá því
að móðurmál þessara þjóða eru
ráðandi í ráðinu skerðir það að
eitthverju leyti lýðræðið þar sem
það gerir þær að áhrifamestu
þjóðunum í ráðinu. Að vissu leyti
skil ég Hjálmar þegar hann segir
að enskan eigi ekki erindi á Norð-
urlandaráðsþing þar sem það
tungumál er öllum framandi og
það eigi heldur að notast við nor-
rænt tungumál sem allir eiga að
skilja og tala. En svo er nefnilega
ekki í pottinn búið, það tala ekki
allir og skilja þessi
helstu Norðurlanda-
mál. Einhverjir gætu
bent á að allir Íslend-
ingar læri dönsku í
skóla, en sú kennsla
fer minnkandi og þá
um leið eykst ensku-
kennslan. Þannig
mætti segja að Íslend-
ingar eins og svo
margar aðrar þjóðir
hafi ensku sem sitt
annað tungumál.
Danskan er ekki leng-
ur eins virk á Íslandi
og á tímum Fjölnismanna. Al-
þjóðavæðingin hefur snert íslenskt
þjóðfélag þannig að enskan er nú
fyrsta erlenda tungumálið í
kennsluskrám landsins því það er
einfaldlega hagnýtara tungumál en
danskan sem nýtist eingöngu í eig-
in landi, því aðrir Norður-
landabúar eiga í mestu vandræð-
um að melta kartöfluna sem situr
sem fastast í hálsi Dana. Á Norð-
urlandaráðsþingi æskunnar þá
notuðu Svíar t.d. túlk til að skilja
Dani og Danir notuðu síðan túlk
til að skilja finnsk-sænskuna
o.s.frv. Hjálmar virðist ekki átta
sig á því að það er komin ný kyn-
slóð og með henni fylgja breyt-
ingar á áherslum á erlendum
tungumálum.
Notum ensku, aukum lýðræði!
Það kom greinilega fram á þinginu
að bæði Norðmenn og Svíar voru á
heimavelli í sínum pólitíska þroska
meðan hinir urðu hálf vanþroska
vegna tungumálaörðugleika. Þess
vegna mætti segja að Norðmenn
og Svíar hafi fengið töluvert for-
skot með því að rökræða á sínu
móðurmáli. Þó að enskan tengist
öðru menningarsvæði þá er það
tungumál sem langflestir innan
Norðurlandaráðs skilja og geta
notað. Með enskunni er enginn á
heimavelli í sínum stjórnmálum
heldur eru allir jafnvígir á að fjalla
um sín áherslumál og rökræða við
sína mótherja. Af þeim ástæðum
er nauðsynlegt að taka upp ensk-
una sem fyrst á Norðurlandaráðs-
þinginu. Hjálmar varar sterklega
við því að nota enskuna sem
vinnumál á þinginu því að það ber
að varðveita tunguna. Þá spyr ég:
hvaða tungu? Með því fyr-
irkomulagi sem viðhaft er núna er
verið að mismuna tungumálum.
Norskunni og sænskunni er gert
mest undir höfði á meðan það
bitnar á hinum tungumálunum.
Með þessu munu tungumál minni
þjóðanna hverfa inn í stærri
tungumálin með tímanum, eins og
tungumál Hjaltlendinga runnu yfir
í breskt samfélag á sínum tíma.
Lýðræði er það mikilvægasta sem
ber að hugsa um varðandi stjórn-
mál og Norðurlandasamstarfið.
Þegar pólitískur flokkur vill senda
efnilegan stjórnmálamann á Norð-
urlandaráðsþing til þess að flytja
hagsmunamál Íslands þá skal ekki
verða fyrstu skilyrði hans að
kunna sænsku eða norsku, ís-
lenska þjóðin gerir ekki einu sinni
þær kröfur til þingmanna sinna að
þeir kunni erlent tungumál, skil-
yrðin á Alþingi eru allt önnur. Ef
Íslendingar geta ekki sent sinn
besta fulltrúa á Norðurlandaráðs-
þing hverju sinni vegna tungu-
málaörðugleika þá er eitthvað að
lýðræðinu og þá er eitthvað að
þessu Norðurlandaráðsþingi.
Þörf breyting á samstarfi
Norðurlandanna!
Hákon Skúlason fjallar um
tungumálaerfiðleika í
norrænu samstarfi ’Ef Íslendingar getaekki sent sinn besta
fulltrúa á Norðurlanda-
ráðsþing hverju sinni
vegna tungumála-
örðugleika þá er eitt-
hvað að lýðræðinu.‘
Hákon Skúlason
Höfundur er varaformaður SUF.
Ást og umhyggja
Barnavörur
www.chicco.com
Vor- og sumar-
litirnir eru komnir
í Clöru
Í tilefni af 28 ára afmæli
Snyrtivöruverslunarinnar Clöru gefum
við 20% afslátt af Guerlain fimmtudag,
föstudag og laugardag.
Við kynnum spennandi nýjungar.
Fallegir vorlitir.
Happylogy augnkrem.
Happylogy næturkrem.
Verið velkomin!
Til hamingu með
afmælið Clara!
Kringlunni, sími 568 9033