Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSARI spurningu var beint til undirritaðs. Fyrstu viðbrögð voru að svara spurningunni neitandi en við nánari umhugsun vöknuðu efasemd- ir og fleiri spurningar. Eftir nánari íhugun verður svar mitt á þessa leið: Já; hugmyndafræðin Forveri Samkeppnisstofnunar var Verðlagseftirlit sem væntanlega laut Verðlagsráði. Starfsemi Verðlags- eftirlits var að ákveða og skammta aðilum á markaði töxtum og fylgja því eftir að menn færu að ákvörðunum frá nefndinni, frá op- inberum aðilum. Af- greiðslutími verslana, veitingastaða, skemmtistaða og ann- arra var ákveðinn af til þess bærum stjórn- völdum. Frelsi aðila á markaði takmarkaðist við ákvarðanir að ofan með tilheyrandi skömmtunum og kvótum, tolla- vernd, takmörkunum í innflutningi og gjaldeyrishömlum. Með öðrum orðum þetta var á tímum ráð- stjórnar og hugmyndafræðin var sósíölsk. Verðlagseftirlit var lyk- ilatriði í sósíölsku kerfi. M.a. við gildistöku Samkeppn- islaga nr. 8/1993 verður alger umpól- un í viðskiptaumhverfi á Íslandi. Horfið er frá kerfi miðstýringar, hafta, áætlanagerðar og opinberra afskipta stjórnvalda með beinum hætti. Við tekur allt önnur hag- fræðikenning, markaðshagkerfið. Markaðshagkerfið er oftast kennt við Adam Smith, skoskan hagfræð- ing. Bók hans Auðlegð þjóðanna (The Wealth of Nations) er und- irstaða hinnar nýju kennisetningar. Framboði og eftirspurn er ætlað að mætast í einhverjum punkti fyrir til- verknað samkeppni. Það verður eins og ósýnileg hönd sem stjórnar mark- aðnum. Frelsi einstaklinga og fyr- irtækja verður grunnhugsun. Frjáls álagning og ákvarðanataka stjórn- enda er í fyrirrúmi. Hlutverk sam- keppnisyfirvalda verður að fylgjast með og takmarka einokunar-, fá- keppnis- og markaðsráðandi tilburði aðila sem og misnotkun á slíkri stöðu, auðhringamyndun, skaðleg- um undirboðum sem og misnotkun á kaupendastyrk einstakra aðila. Með fyrrnefndum lögum tekur löggjafar- valdið þá pólitísku ákvörðun að við- skiptaumhverfi í Íslandi skuli lúta hugmyndafræði markaðashagkerfis þar sem samkeppni er höfð að leiðar- ljósi. Nei; samsvörun við pólitískt landslag á Íslandi Hinu pólitíska landslagi á Íslandi er þannig háttað að enginn núverandi flokka á Alþingi sækir sína hug- myndafræði til markaðshagkerfisins (kapítalismans). Vinstriflokkarnir svokölluðu Samfylk- ingin og Vinstri grænir sækja sína hug- myndafræði að stofni til í sósíalskar kenni- setningar sem ekki er hægt að samrýma markaðshagkerfinu eða kapítalismanum. Framsóknarflokkurinn vill skilgreina sig sem miðjuflokk og var á ár- um áður sagður opinn í báða enda. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur í orði kennt sig við markaðshagkerfið eða kapítalisma og hægri stefnu. Á tímum ráðstjórnar og verðlags- eftirlits voru stærstu kvótar til út- hlutunar á vegum sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Tvær blokkir voru þá allsráðandi í viðskiptum á Íslandi. Á vegum sjálfstæðismanna var blandaður hópur einstaklinga, heildsalar og aðrir framkvæmda- menn. Á vegum framsóknarmanna var kaupfélagaveldið og Sambandið „sáluga“. Hlutverk þessara tveggja flokka í dag virðist felast í því að vernda eftirstöðvarnar af því veldi sem byggt var upp á tímum ráð- stjórnar. Í reynd eru þessir tveir flokkar ekki reiðubúnir til að leyfa markaðshagkerfinu að starfa án hafta og takmarkana. Frjálslyndi flokkurinn er síðan af flestum talinn klofningsbrot úr Sjálfstæð- isflokknum með aðaláherslu á fisk- veiðistjórnunarkerfið. Hann er í reynd óskrifað blað í íslenskri pólitík. Af þessum ástæðum hafa sam- keppnisyfirvöld í raun engan póli- tískan bakhjarl, þrátt fyrir ótvíræð- an vilja löggjafarvaldsins, sem sýnir sig í Samkeppnislögum. Já: undirlægjuháttur við framkvæmdavaldið Sú pólitíska ákvörðun samkeppn- isyfirvalda að neita að takast á við stærstu, mestu og alvarlegustu brot á Samkeppnislögum sem hægt er að hugsa sér vekja a.m.k. hjá mér furðu. Samkeppnisstofnun hefur ekki tekist að sanna sig. Á meðan greiðslumiðlun með debet- og kred- itkortum er ekki stunduð í samræmi við eðlilega og heiðarlega við- skiptahætti geta samkeppnisyf- irvöld ekki risið undir nafni. Greiðslukortakerfi bankanna starf- ar í hreinni andstöðu við hug- myndafræði markaðshagkerfisins og gegn anda og tilgangi Samkeppn- islaga. Á meðan núverandi kerfi er við lýði óbreytt verður hægt að tala um þetta kerfi sem svikamyllu og ráðabruggi framkvæmdavaldsins í þessum efnum má jafna við landráð. Ég spyr forstjóra Samkeppnisstofn- unar: Hvers vegna? Eru einhver málefnaleg rök fyrir þeirri ákvörð- un? Er þessi ákvörðun tekin vegna þess að brotin eru fyrst og fremst framin af opinberum eða hálf- opinberum aðilum? Er það vegna þess að kerfið þekkir taktíkina með asnana sem klyfjaðir eru gulli? Er það vegna yfirlýsingar við- skiptaráðherra um að á Íslandi gæti hugsanlega orðið fyrsta peninga- lausa hagkerfið í heiminum? Hver er hin raunverulega skýring? Al- menningur á Íslandi á heimtingu á skýringum. Almenningur á Íslandi á heimtingu á að farið sé að lögum og að allir séu jafnir fyrir lögum. Að nota þann fyrirslátt að grein- arhöfundur hafi ekki beinna og sér- stakra hagsmuna að gæta vegna samkeppnishamlandi aðgerða ann- arra, lýsir fyrst og fremst ein- hverjum annarlegum sjónarmiðum forráðamanna Samkeppnisstofn- unar og varpar stórum skugga á trúverðugleika samkeppnisyf- irvalda. Að nota þau rök að kæru- efnið snerti greinarhöfund ekki með öðrum og nærtækari hætti en fjöl- marga aðra, sem búa við þá við- skiptahætti sem um er fjallað … eru hrein undanbrögð og fyrirsláttur. Spurt er. Hver getur þá kært hin meintu lögbrot? Þau snerta alla Ís- lendinga, það er brotið gegn öllum landsmönnum. Er Samkeppnisstofnun pólitísk stofnun? Sigurður Lárusson fjallar um samkeppni ’Opið bréf til for-stjóra Samkeppn- isstofnunar.‘ Sigurður Lárusson Höfundur er kaupmaður. UMRÆÐA um fræðileg vinnu- brögð hefur tröllriðið öllum fjöl- miðlum síðustu vikur, því bók Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar Halldór hefur kveikt líf í annars líf- vana hjörð. Nú telja allir sig vera sér- fræðinga í gæsalöpp- um, spuna og fótnótum. Forsöngvarar gefa tón- inn og hver etur eftir öðrum. Svo langt geng- ur þessi lýðþjónkun að ámátlegt er uppá að horfa. Menn eru óspar- ir að lýsa skoðun sinni á verki, sem þeir stæra sig af að hafa ekki lesið. Það þykir víst ekki lengur góð latína að kynna sér málin. En skoðun verður aldrei trúverðug, byggist hún á jafn hæpnum grunni sem sögusagnir og pólitískt ofstæki eru. Ég tek ofan fyrir Gísla Gunnarssyni, prófess- or og samfylking- armanni, sem lýst hef- ur áliti sínu á bókinni, kostum hennar og göll- um, en verður nú að standa af sér storminn frá pólitískum samherjum. Nú um helgina var nýjum vinkli varpað í umræðuna, þegar frændi minn, Jón Torfason, gerðist gæslu- maður almannafjár á síðum Morg- unblaðsins. Leitt þykir mér að agnú- ast út í þann dreng en stundum gengur einfaldlega fram af manni. Það vill gjarnan gerast að þeir sem ætla að spara fyrir ríkið bendi á aðra, þó líklegra væri að þeir fyndu óþarf- ann í eigin ranni. Jón vill að skoðað verði hvernig farið sé með skattfé hjá Háskóla Íslands. Afkastageta pró- fessorsins þykir honum óþarflega mikil og er hann þá eflaust að miða við sjálfan sig. Eineltislykt er af uppástungunni, því ekki minnist hann orði á nýútkomna bók Gísla Pálssonar prófessors við sömu stofn- un og hefur hún þó varla verið skrif- uð á kvöldin og um helgar. Segja mætti mér að hún hafi einnig kostað ferðalög um heiminn, því söguhetja þeirrar bókar var ekki þekkt fyrir að sitja á rassinum frekar en nób- elsskáldið okkar. Treglega trúi ég að gangi hjá Jóni að fá kennara Háskól- ans til að upplýsa um afköst sín. Þó eru trúlega fleiri en Gísli og Hannes sem fást við skriftir innan veggja Há- skólans. Jafnvel rektor sjálfur er ekki saklaus. Verðum við ekki að gera því skóna að mannfræðingurinn Gísli Pálsson geti nýtt sér efni bókar sinnar til kennslu og það sama megi segja um stjórnmálafræðinginn Hannes Hólmstein og heimspeking- inn Pál Skúlason. Hingað til hefur ekki þótt neitt til að hafa orð á op- inberlega að nemendum Háskóla Íslands væri gert að lesa Pælingar rektors. Í sjálfu sér á það að vera plús að menn nenni að sinna sínum fræðum þótt deila megi um hvort skylda eigi nemendur til að standa straum af kostnaði við þann áhuga. Og geti almenn- ingur notið góðs af þeim fræjum sem spretta í þessum kálgarði, þá tel ég það bara til bóta. Það var ekki ætlun mín að taka þátt í þess- ari umræðu þar sem ævisögur eru ekki of- arlega á áhugamálalist- anum. En bókin barst mér í hendur og umræð- an í þjóðfélaginu skyld- ar mig til að kynna mér málið. Ég tel þeim tíma ekki hafa ver- ið illa varið. Bókin er upplýsandi, hún er skemmtileg og má jafnvel segja að hún sé spennandi. Áhugaverðari ævi- sögu hef ég ekki lesið síðan ævisaga tónskáldsins Richards Wagners Wagner as Man and Artist eftir Ernst Newman varð á vegi mínum. Sú bók á sameiginlegt með bók Hannesar að vera byggð á bréfa- skriftum. Aðferðin gefur lesandanum kost á að komast í beint samband við persónu þess sem um er fjallað. Mis- ræmið milli ímyndarinnar sem haldið er á lofti og þess sem bréfin opinbera veldur spennu sem hlýtur á endanum að vera sá kaupauki sem lesandinn sækist eftir. Endurtekning á því sem áður hefur verið sagt er aðeins tímasóun og eins og menn eru að uppgötva núna, nennir enginn lengur að lesa „dýrlingasögur“. Hvergi verð- ur þó sagt um bók Hannesar að reynt sé að gera lítið úr skáldinu. Hannes treystir lesandanum til að meta það sem fram er reitt. Halldór Hannesar er af holdi og blóði. Stór í sumu, smár í öðru en umfram allt flókin og áhugaverð persóna. Það er miður að umfjöllun um efnistök bókarinnar skuli hafa verið kæfð í þessu gjörn- ingaveðri um gæsalappir. Bókin hef- ur upp á svo miklu meira að bjóða. Ég get þó tekið undir með Gísla Gunnarssyni að staðsetning tilvísana kom mér stundum á óvart, en ekki meira en svo að vera alla tíð meðvituð um hver minningabóka Halldórs Laxness lá til grundvallar hverju sinni. Það kom mér hins vegar á óvart að bókmenntafræðingar sem um hana fjölluðu skyldu láta undir höfuð leggjast að lesa eftirmála bók- arinnar sem þeir þó lögðu á sig að lúslesa. Það er miður að frændi minn skuli hafa tekið undir með þessum smá- smugulega kór, en það ætlar að reyn- ast vinstrimönnum erfitt að takast á við veruleikann af karlmennsku. En karlmennska er hvorki bundin kyni né stöðu. Teódóra keisaraynja í Konstantínópel fékk þá umsögn sagnfræðingsins Edwards Gibbons, að hún hefði verið eina karlmenni borgarinnar þegar hún kaus að tak- ast á við óvinaher í stað þess að flýja eins og eiginmaður hennar lagði til. Þessi gamla saga rifjaðist upp fyrir mér þegar ég heyrði af innliti Hann- esar Hólmsteins á blaðamannafund „hinnar heilögu þrenningar“ í ReykjavíkurAkademíunni fyrir stuttu. Það þarf kjark til að takast á við hælbíta sem hópa sig saman. Þann kjark hefur Hannes. Hafi hann þökk. Karlmenni í hænsnakofanum Ragnhildur Kolka fjallar um ævisöguritun Ragnhildur Kolka ’Það þarf kjark til að tak- ast á við hælbíta sem hópa sig saman.‘ Höfundur er bókmenntafræðingur MA. ÞAÐ VAR ekki undra að fólki brygði í brún síðastliðinn laugardag er það las um skrif Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, vara- formanns Frjálslynda flokksins, á vefsíðuna malefnin.com. Hafði varaformaðurinn látið gamminn geisa aðfara- nótt föstudagsins og lét sér ekki nægja að fara ljótum orðum um and- stæðinga sína heldur lýsti hann þeirri skoð- un sinni að réttast væri að sprengja forseta Al- þingis, dóms- og kirkjumálaráðherra þjóðarinnar og Stefán Friðrik Stefánsson frá Akureyri í loft upp. Einstök ummæli Er það líklegast einsdæmi að þing- maður hins endurreista Alþingis skuli tala á þennan hátt, ekki aðeins gagnvart samstarfsmönnum sínum á Alþingi heldur einnig gagnvart al- mennum borgurum þessa lands. Ef- laust hefur mönnum oft orðið heitt í hamsi hér á öldum áður en þess ber að minnast að þjóðskipulag þjóð- veldis- og Sturlungaaldar er sem bet- ur fer partur af löngu liðinni sögu þjóðarinnar sem enginn heilvita maður vill end- urreisa. Dómgreindarleysi Það er raunar ólíklegt að Magnús Þór hafi meint nokkurn skap- aðan hlut með skrifum sínum aðfaranótt föstu- dagsins síðasta, en þeg- ar alþingismaður og varaformaður flokks sem maður hélt að vildi láta taka sig alvarlega talar svo hömlulaust líkt og dæmin sanna hlýtur fólk að efast um dómgreind þess manns. Ekki er svo ýkja langt síð- anMagnús Þór höfðaði meiðyrðamál gegn Árna M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra vegna ummæla sem hann lét falla á sjónvarpsstöð einni sem rekin er í Vestmanna- eyjum. Þar taldi Magnús að ráð- herrann hefði farið með róg á hendur sér og má þá spyrja sig þeirrar spurningar hvernig Magnús hefði brugðist við ef ráðherrann hefði talað fyrir því að sprengja hann í loft upp og það „hálfa leið til andskotans“? Pólitískur afleikur Hvað sem ummælunum líður er það niðurstaða þeirra sem fylgjast með pólitík að Magnús Þór hafi gert sjálf- um sér verst með því að rasa út á malefnin.com, föstudagsnóttina síð- ustu. Hefði hann kannski betur hald- ið sig á „kránum í Miðbænum“ eins- og hann orðaði það sjálfur í árás sinni á forseta þingsins, ráðherrann og Stefán Friðrik, vin minn frá Ak- ureyri. Það er ólíklegt að menn sem áður tóku mark á Magnúsi Þór sem kross- fara gegn kvótakerfinu geti tekið hann alvarlega aftur. Maður sem tal- ar á þann hátt sem Magnús hefur gert hlýtur að finna til vanmáttar í baráttu sinni fyrst rökin víkja en hót- anir og óskir um líkamsmeiðingar fara að lita umræðuna. „Reiðubúinn að biðjast afsökunar“ Í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins sagðist Magnús tilbúinn að biðjast afsökunar á ummælum sín- um. Raunar ætti Magnús að biðjast afsökunar á ummælum sínum skil- yrðislaust og hefðu eflaust einhverjir stjórnmálamenn í hinum vestræna heimi sagt af sér fyrir ummæli sem þessi. Þær varnir sem Magnús Þór hefur haft uppi vegna skrifa sinna eru hjákátlegar og barnalegar og lýsa eflaust best hversu mikið mark er á honum takandi. Talar hann um að ummæli sín hafi verið „grín“ og „sögð í hálfkæringi“. Er eflaust rétt- ast að benda Magnúsi Þór á að um- mæli hans eru hvorki fyndin né til þess gerð að vekja kátínu manna. Fordæmalaus skrif alþingismanns Stefán Einar Stefánsson gagnrýnir Magnús Þór Hafsteinsson ’Er það líklegast einsdæmi að þingmaður hins endurreista Al- þingis skuli tala á þennan hátt.‘ Stefán Einar Stefánsson Höfundur er guðfræðinemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.