Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 56
KVIKMYNDIR
56 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Vísindaskáldsagnahöfundurinn
Philip K. Dick er með þeim virtustu
og hafa nokkrar af sögum hans verið
kvikmyndaðar með glæsilegum ár-
angri. Síðast Minority Report af Stev-
en Spielberg, þá
eru Total Recall
og Blade Runner
báðar sígildar
framtíðarhroll-
vekjur.
Launaávísun
(Paycheck), er
byggð á smásögu
og Hollywood-
iðnaðarpennar
séð um að koma
henni í stórmyndarbúning. Það tekst
upp og ofan. Michael Jennings (Af-
fleck) er verkfræðingur og tölvusnill-
ingur sem gengst inn á að taka að sér
dularfullt verkefni fyrir Rethrick
(Aaron Echart), gamlan vin sinn og
eiganda Alcom, öflugs hátæknifyrir-
tækis. Hann á að skoða og stela
tækninýjungum aðalkeppinautanna
og samræma í nýjan og öflugri búnað
en áður hefur þekkst. Starfið tekur 3
ár og samþykkir Jennings að fórna
þeim fyrir risavaxna launaásvísun og
að láta eyða minni þessara ára úr
heilabúinu að starfi loknu. Árin líða og
Jennings er aftur frjáls en eitthvað
geigvænlegt hefur farið úrskeiðis.
Hann kemst samstundis að því að í
launaumslaginu eru 20, að því er virð-
ast, einskisnýtar vísbendingar, og all-
ir eru á eftir honum. Vinnuveitendur
hans, Alríkislögreglan og hann man
vitaskuld ekki glóru. Þá kemur til
skjalanna líffræðingurinn Rachel
(Uma Thurman), ástkona hans og
samstarfsmaður á árunum gleymdu.
Hún og upplýsingarnar í launaum-
slaginu leiða þau í ægilegan sannleik-
ann. Einhverjir muna sjálfsagt „æv-
intýraleikina“, frá bernskuárum
tölvuleikja. Þátttakendur fengu slatta
af vísbendingum og hjálpartækjum til
að krafla sig áfram uns náð var í höfn.
Myndin hans John Woo er slíkur leik-
ur, kvikmyndaður. Engin yfirþyrm-
andi ógn og firring sem einkenndi
söguna, heldur spennandi púsluspil
þar sem hlutirnir 20 hjálpa okkar
manni að ná á leiðarenda.
Woo er með snjallari mönnum að
skapa æsileg augnablik og magnaða yf-
irborðsspennu og þar stendur Launa-
ávísun fyllilega fyrir sínu. Leiktjöldin
og munirnir eru fagmannlega gerð og
tölvuvinnslan sem og allt yfirbragð
þessa tveggja tíma framtíðartryllis.
Helstu gallarnir eru einnig áber-
andi og þá einkum gjörsamlega líflaus
leikur Afflecks í aðalhlutverkinu.
Hann er stór og stæðilegur og getur
orðið úthaldsgóður þumbari, að hætti
Schwarzeneggers, en honum er fyrir-
munað að koma með minnstu útgeisl-
un innan frá. Thurman tekst aftur á
móti að kveikja líf í Rachel og Gia-
matti bregst ekki að venju. Þá velkist
áhorfandinn aldrei í minnsta vafa um
hvernig sagan endar, Launaávísun er
fyrirsjáanleg frá fyrstu töku.
Kvikmyndaður
tölvuleikur
Paycheck (Launaávísun)
Laugarásbíó, Smárabíó,
Borgarbíó Akureyri.
Leikstjórn: John Woo. Handrit: Dean
Georgaris, byggð á smásögu eftir Philip
K. Dick. Kvikmyndatökustjóri: Jeffrey L.
Kimball. Tónlist: John Powell. Aðalleik-
endur: Ben Affleck, Aaron Eckhart, Uma
Thurman, Paul Giamatti, Colm Feore, Joe
Morton og Michael C. Hall. 119 mínútur.
Paramount Pictures. Bandaríkin 2003.
Sæbjörn Valdimarsson
Ben Affleck.
ÞAÐ er eðlilegt að menn leiti víða
fanga að efniviði í kvikmyndir, en
stundum hefur maður á tilfinningunni
að hrein örvænting ráði þar för.
Draugabælið er a.m.k. önnur Holly-
wood-myndin á skömmum tíma sem
byggð er á rússíbana úr Disney-
skemmtigörðunum, og í þetta skipti
hefur illa tekist til við að fylla kjöt á
beinin, eða teinana, ólíkt því sem
segja má um hina rússíbana-inn-
blásnu Sjóræningjar Karíbahafsins.
Dæmi um þann skort á hugmyndaríki
sem hefur hrjáð aðstandendur mynd-
arinnar er notkun þeirra á umfjöll-
unarefni sem er að verða einstaklega
ofnotað og þreytt í bandarískum
barna- og fjölskyldumyndum, en þar
er togstreita starfsframa og fjöl-
skyldulífs gerð að uppsprettu ein-
hvers konar gamanframvindu. Þetta
er einmitt hliðarfrásögnin sem hefur
orðið fyrir valinu í Draugabælinu og
þannig er hún rekin áfram á fyrirsjá-
anleikanum einum saman sem er ekki
ákjósanlegasta staðan sem drauga-
mynd vill vera í.
Hér lendir Evers-fjölskyldan í því
ævintýri að heimsækja afskekkt ætt-
aróðal á leið sinni í helgarfrí, en fjöl-
skyldufaðirinn Jim Evers (Eddie
Murphy), sem er fasteignasali, vonast
til þess að geta landað feitum sölu-
samningi þar. Afgangurinn af fjöl-
skyldunni samanstendur af eiginkon-
unni Söru (Marsha Thomason) sem
einnig er fasteignasali, og tveimur
börnum, og þjáist sonurinn af mikilli
kóngulóarfælni. Fyrr en varir sér Jim
eftir því að hafa ekki bara farið beint í
frí með fjölskylduna sína, því húsið er
uppfullt af draugum með sársauka-
fulla fortíð og hefur óðalseigandinn
fengið augastað á Söru sem væntan-
legri eiginkonu sinni.
Myndin er reyndar hreint ekki af-
leit framan af, þegar grandalaus vísu-
tölufjölskyldan er að villast inn í óðal-
ið og kynnast aðstæðum. Þar kemur
Terence Stamp sterkur inn sem hinn
skjálfraddaði bryti Ramsley, en dauð-
yflissvipurinn í augum leikarans er
það óhugnanlegasta í allri myndinni,
sem að öðru leyti er ekkert óhugn-
anleg, enda byggð á rússíbana og ekki
ætlað annað en að vera rússíbanareið
í kvikmyndaformi. Eddie Murphy er
hér í enn einu hlutverkinu þar sem
hann getur einfaldlega sett á sjálf-
stýringu, og reyndar verið betri en
flestir í hans sporum, en það er alltaf
hálfsorglegt að horfa upp á hann sóa
gamanleikgáfu sinni svo ítrekað í
miðjumoðs afþreyingarmyndir. Þeg-
ar á líður fer tilraunin til að búa til ein-
hverja dramatíska sögu (sem felur
m.a. í sér nauðungarbrúðkaup) í
kringum rússíbanareiðina algjörlega í
vaskinn, og gamanmyndin leysist upp
í fáránleika með létt brengluðum und-
irtónum.
Úr rússíbana í mynd
The Haunted Mansion /
Draugabælið
Sambíóin og Háskólabíó
Leikstjórn: Rob Minkoff. Handrit: David
Berenbaum. Aðalhlutverk: Eddie
Murphy, Terence Stamp, Nathaniel Park-
er, Marsha Thomason, Jennifer Tilly.
Lengd: 98 mín. Bandaríkin. Walt Disney
Pictures, 2003.
Heiða Jóhannsdóttir
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
Einleikari ::: Pekka Kuusisto
Ludwig van Beethoven ::: Fiðlukonsert
Dímitríj Sjostakovitsj ::: Sinfónía nr. 4
Sími 545 2500 I www.sinfonia.is
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
FIMMTUDAGINN 29. JANÚAR KL.19:30
Aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitarinnar
FIÐLUKONSERT
BEETHOVENS
OG 4. SINFÓNÍA
SJOSTAKOVITSJ
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse
5. sýn í kvöld kl 20 - blá kort -UPPSELT,
Fö 30/1kl 20 -UPPSELT, Su 1/2 kl 20, -UPPSELT,
Fö 6/2 kl 20, - UPPSELT, Lau 7/2 kl 20 - UPPSELT,
Fö 13/2 kl 20, - UPPSELT Lau 14/2 kl 20 - UPPSELT
Su 15/2 kl 20-UPPSELT, , Fö 20/2 kl 20 - UPPSELT,
Lau 21/2 kl 20 - UPPSELT Su 22/2 kl 20 - UPPSELT,
Lau 28/2 kl 20 - UPPSELT, Su 29/2 kl 20, - UPPSELT,
Mi 3/3 kl 20 - AUKASÝNING,
Fö 5/3 kl 20 - UPPSELT Lau 6/3 kl 20 - UPPSELT,
Su 7/3 kl 20 - UPPSELT, Fö 19/3 kl 20 - UPPSELT,
Lau 20/3 kl 20 - UPPSELT, Fö 26/3 kl 20, - UPPSELT,
Lau 27/3 kl 20 - UPPSELT,
Fi 1/4 kl 20 - AUKASÝNING
Fö 2/4 kl 20, - UPPSELT, Lau 3/4 kl 15 - Ath. br. sýningartíma
Lau 3/4 kl 20
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA
Miðasala: 568 8000
Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00
miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00
laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00
www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is
Meira (en) leikhús!
SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams
Fö 30/1 kl 20, Su 1/2 kl 20, Fö 6/2 kl 20,
Lau 7/2 kl 20, Fö 13/2 kl 20, Lau 14/2 kl 20
ERLING eftir Hellstenius/Ambjörnssen
lau 31/1 kl 20, su 8/2 kl 20, su 15/2 kl 20.
lau 21/2 kl 20
Aðeins þessar sýninga
RAUÐU SKÓRNIR e. H.C. Andersen
í samvinnu við RAUÐU SKÓNA
Su 1/2 kl 16
Síðasta sýning
IN TRANSIT e. THALAMUS
í samvinnu við leikhópinn THALAMUS
Frumsýning su 8/2 kl 20,
Fi 12/2 kl 20
ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield
Lau 31/1 kl 20, Su 8/2 kl 20, Fi 12/2 kl 20, Lau 13/3 kl 20
SÍÐUSTU SÝNINGAR
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Lau 31/1 kl 14, - UPPSELT, Su 1/2 kl 14,
Lau 7/2 kl 14 - TÁKNMÁLSTÚLKUÐ SÝNING,
Su 8/2 kl 14,- UPPSELT, Lau 14/2 kl 14, UPPSELT,
Su 15/2 kl 14, Su 22/2 kl 14, Lau 28/2 kl 14, Su 7/3 kl 14
GLEÐISTUND
FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU
****************************************************************
VIÐ MINNUM KORTAGESTI Á VALSÝNINGAR
Ath:. Ekki er hægt að hleypa í salinn eftir að sýning hefst
Sýningar hefjast kl. 20
Miðasala í síma 555-2222
Miðsala opin mið, fim, fös, lau, kl. 16 - 19
Fös. 30. jan. uppselt
Lau. 31. jan. örfá sæti laus
Fös. 6. feb. nokkur sæti
Ath. leikhúsumræður eftir sýningu
Lau. 7. feb. nokkur sæti
„Hrein snilld í Hafnarfjarðarleikhúsinu“
Valur Gunnarsson DV 7. jan.
„...töfrar Hafnarfjarðarleikhússins losna
fyrir alvöru úr læðingi“ „stórviðburður“
Þorgeir Tryggvason Mbl. 9. jan.
„Sýningin er skemmtileg, litrík,
fjölbreytileg, full af glæsilegum
og skínandi hugmyndum“
Páll Baldvin DV 10. jan
Miðasala í síma 552 3000
Loftkastalinn
Fimmtud. 29. janúar kl. 20.00
Sveinsstykki
Arnars Jónssonar
Nýr einleikur
eftir Þorvald Þorsteinsson
fös. 30. jan. kl. 20
- örfá sæti laus
fös. 6. feb. kl. 20
- laus sæti
Vegna fjölda áskorana
Aukasýningar af GREASE!
Í tilefni af því er VISA korthöfum boðinn
20% afsláttur á eftirfarandi sýningar:
Mið. 4. feb. kl. 19.00 laus sæti
Fim. 5. feb. kl. 19.00 laus sæti
Mið. 11. feb. kl. 19.00 laus sæti
Selma Björnsdóttir fer í hlutverk Krissu.
Birgitta Haukdal heldur áfram sem Sandy
loftkastalinn@simnet.is
Lau. 31. jan. kl. 20 örfá sæti
Lau. 7. feb. kl. 20 nokkur sæti
Fös. 13. feb. kl. 20 laus sæti
Lau. 21. feb. kl. 20 laus sæti
„Frábært-drepfyndin-átakanlegt“
Opið virka daga kl. 13-18
Miðasala í síma 562 9700
www.idno.is
Opið frá kl. 18 fim. - sunnudagskvöld.
Edda Björgvinsdóttir
tekur á móti gestum og losar
um hömlur í hádeginu
Fös. 30. janúar. k l . 1 1 . 4 5 .
Fös. 06. febrúar. k l . 1 1 . 4 5 .
Lokasýning 13. febrúar. k l . 1 1 . 4 5 .
Tenórinn
Lau. 31. jan. k l . 20:00 örfá sæti
Sun. 08. feb. k l . 20:00 laus sæti
Fim. 12. feb. k l . 20:00 laus sæti
Sellófon
Gríman 2003: „Besta
leiksýningin“
að mati áhorfenda
Fös. 30. jan. k l . 21:00 nokkur sæti
Fös. 13. feb. k l . 21:00 nokkur sæti
Lau.14. feb. k l . 19:00 nokkur sæti
Lau. 21. feb. k l . 19:00 laus sæti
WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is
Vegna fjölda áskoranna verða
örfáar aukasýningar