Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Halldór Ásgrímsson utan-ríkisráðherra sagði á Al-þingi í gær að hann teldiað það hefði verið rétt
ákvörðun íslenskra stjórnvalda að
styðja innrás Bandaríkjamanna og
Breta í Írak. Kom þetta fram í máli
hans í utandagskrárumræðu um
Íraksstríðið. Guðmundur Árni Stef-
ánsson, þingmaður Samfylkingar-
innar, var málshefjandi og spurði
ráðherra hvort hann vildi nú við-
urkenna að stuðningur við innrás-
ina hefði verið mistök. Um það
sagði Halldór m.a.:
„Við Íslendingar vorum beðnir
um stuðning í þessu sambandi af
helstu bandamönnum okkar á sviði
öryggismála. Samfylkingin vildi
segja nei; engan slíkan stuðning,
engan móralskan stuðning. Ríkis-
stjórn Íslands sagði já; við veitum
slíkan móralskan stuðning á grund-
velli ályktana Sameinuðu þjóðanna.
Þá liggur það fyrir. Þið vilduð ekki
gera það. Við vildum gera það. Ég
taldi það rétt þá og ég tel það rétt
enn.“ Hann sagði
ennfremur að heims-
friðnum hefði stafað
ógn af stjórn Sadd-
ams Husseins þótt
margt benti nú til
þess að hættan af
gereyðingarvopnum í
Írak hefði verið ýkt.
Guðmundur Árni
sagði í framsögu sinni
að nú væri komið á
daginn, sem margan
hefði grunað, að eng-
in gereyðingarvopn
væru í Írak. „Hver
sérfræðingur af öðr-
um staðfestir nú að
þrátt fyrir saumnálaleit í heila níu
mánuði finnist engin merki þess að
stjórn Saddams Husseins hafi haft
undir höndum gereyðingarvopn,“
sagði hann. Guðmundur Árni
minnti á að tilvist gereyðingarvopn-
anna hefði verið helsta ástæðan fyr-
ir árásinni inn í Írak. „Og það er
seinni tíma afsökun hjá íslenskum
ráðamönnum þegar þeir segja nú að
innrásin í Írak hafi verið réttlæt-
anleg eingöngu til þess að koma
harðstjóranum Saddam Hussein
frá völdum. Það var aldrei meginat-
riði málsins enda hafði þessi harð-
stjóri setið áratugum saman.“
Guðmundur sagði að ráðamenn
þjóðarinnar þyrftu að horfast í augu
við gjörðir sínar. „Klukkunni verð-
ur ekki snúið aftur,“ sagði hann,
„nú gildir hins vegar mestu að
reyna að vinna sem best úr ástand-
inu og kalla s
að verki. Upp
arstarfið ve
halda áfram
starfi við alþ
félagið og hei
Hins vegar
vægt að í stjó
horfist menn í
gjörðir sínar
dómi sögunna
stund er run
hér á hinu háa
Því spyr ég u
ráðherra: er h
reiðubúinn a
kenna hið óu
lega að fylgi
lensku ríkisstjórnarinn
Bush-stjórnina um innrási
fyrr á þessu ári hafi verið m
Ógn við heimsfrið
Utanríkisráðherra sagð
hafi máls síns að það lægi l
að ýmsar ástæður hefðu
baki aðgerðunum í Írak
tíma. „Grunnurinn var
gereyðingarvopnin en al
stjórnar Saddams Huss
ógnun við alþjóðlegan og
bundinn frið og stöðugleik
aðar ályktanir Öryggisrá
einuðu þjóðanna voru v
vettugi.“ Þá sagði hann
störf vopnaeftirlitsmanna
verið torvelduð og að ker
mannréttindabrot hefðu
framin allt þar til stjórn
féll. „[…] og það er óumdei
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í u
Stuðningurinn
ekki mistök
Halldór Ásgrímsson
Utanríkisráðherra
sagði um Íraksmálið á
Alþingi að hættan af
gereyðingarvopnum í
Írak hefði verið ýkt en
ógn hefði stafað af
Saddam Hussein.
irnar á bankareikninga víðsvegar
um heiminn og að lokum séu pening-
arnir teknir út af reikningunum og
þeir nýttir til fjárfestinga í lögmæt-
um hagkerfum.
Flestar berast tilkynningarnar frá
fjármálastofnunum um grunsamleg-
ar peningafærslur milli reikninga
eða gjaldeyrisskipti. Oft tengjast
slík mál fíkniefnaheiminum. Einnig
eru algengar tilkynningar um svo-
nefnd „Nígeríubréf“ þar sem ein-
staklingar fá sent tölvupóstskeyti
eða venjuleg bréf um að þeir geti
auðgast verulega með því að stofna
bankareikninga eða veita heimild
fyrir innlögn á reikninga. Um háar
fjárhæðir er að ræða og fólki þá gef-
in loforð um að fá ákveðin hluta af
upphæðinni sem þakklætisvott. Sig-
þrúður segir að þar sé reynt að spila
á sakleysi og góðmennsku fólks. Til-
gangurinn sé að koma ólögmætu fé
inn á lögmæta reikninga, svo síðar sé
hægt að taka peningana út af „tand-
urhreinu“ reikningunum.
„Margir Íslendingar hafa jafn-
framt fengið bréf og tölvupósta þess
efnis að þeir hafi unnið í lottói. Í sak-
leysi sínu trúir mikið af fólki að nú
hafi það fengið stóra vinninginn en
allt eru þetta þó orðin tóm. Óskað er
eftir afriti af persónuskilríkjum,
kreditkortanúmerum og/eða fólk
beðið að hringja og er fullum trúnaði
að sjálfsögðu heitið. Þeir sem gleypa
við þessu eru oft beðnir um að greiða
upphæð inn á reikning til að tryggja
að hægt sé að milifæra stóra vinn-
Tilkynningum til ríkislög-reglustjóra vegna grunsum peningaþvætti hefurfjölgað mikið á seinustu
árum. Árið 1997 voru tilkynningarn-
ar 11 talsins en á síðasta ári bárust
alls 242 tilkynningar til embættisins
vegna gruns um peningaþvætti, en
það jafngildir því að lögreglu hafi
borist allt að því ein tilkynning á
hverjum virkum degi ársins 2003.
Fjölgaði slíkum tilkynningum um
tæp 30% á síðasta ári frá árinu á
undan en á því ári bárust 189 til-
kynningar vegna gruns um peninga-
þvætti.
Þessar upplýsingar koma fram í
kandidatsritgerð Sigþrúðar Ár-
mann, um aðgerðir gegn peninga-
þvætti, við lagadeild Háskóla Ís-
lands. Sigþrúður, sem starfar hjá
Verslunarráði Íslands, fjallar um
niðurstöðurnar og umfang peninga-
þvættis í Skoðun VÍ, fréttaútgáfu
Verslunarráðs Íslands.
Meira en helmingur tilkynntra
mála um peningaþvætti verða að
sakamáli, annað hvort sem kveikja
að nýju máli eða viðbótarupplýsing-
ar í rannsókn annarra mála, líkt og
fram kemur í máli Jóns H.B. Snorra-
sonar hjá embætti ríkislögreglu-
stjóra hér á síðunni.
Að sögn Sigþrúðar er hin hefð-
bundna leið peningaþvættis sú að
skipta stórum fjárhæðum í lægri
fjárhæðir, svo engar grunsemdir
vakni, og leggja peningana í banka.
Því næst sé reynt að færa fjárhæð-
inginn. Síðar kemur í ljós a
að loka reikningnum sem g
inn á og þarf fólk því að g
meira til að opna hann. Svo
vitleysan áfram og að loku
oft búið að greiða himinh
hæðir en fær aldrei stóra vi
Mjög hættulegt er að veit
ingar um persónuskilríki
kreditkort og ættu allir að
gera slíkt,“ segir Sigþrúður
Umfangið á heimsvísu
21–35 þúsund milljarða
Sigþrúður segir að umf
ingaþvættis í heiminum s
legt og vandamál vegna þe
Íslendinga í auknum mæli.
nú til skoðunar hvernig fyr
þjóðfélagið allt geti barist g
ingaþvætti.
Fram kemur í grein Sigþ
áætlað er að andvirði 300-
arða dollara séu þvætt á ár
heiminum. Þetta samsvar
þúsund milljörðum íslensk
Alþjóða gjaldeyrissjóðurin
að árleg velta peningaþvæ
kringum 2 til 5% af vergr
framleiðslu. „Yfirvöld ná
gerðum sínum að endurh
andvirði 500 milljónir dala
svara 35 milljörðum
króna,“ segir í greininni.
Sigþrúður segir í sam
Morgunblaðið að sett hafi
gegn peningaþvætti árið 19
hafi síðar verið breytt og
þeirra séu nú ítarlegri og e
Verslunarráð Íslands vekur athygli á sí
Tilkynningum hér
á landi fjölgaði úr 1
í 242 á sex árum
HUTTON-SKÝRSLAN
Skýrsla Huttons lávarðar um andlátdr. Davids Kellys og ásakanir umað bresk stjórnvöld hefðu vísvit-
andi ýkt fullyrðingar um vígstöðu Íraka
hreinsar stjórn Tonys Blairs með af-
dráttarlausum hætti, en er að sama skapi
áfall fyrir breska ríkisútvarpið, BBC.
Breska stjórnin lagði í september 2002
fram skýrslu um meint gereyðingarvopn
Íraka þar sem sagði að þeim mætti beita
með 45 mínútna fyrirvara. Í lok maí 2003
birti Andrew Gilligan frétt í BBC Today
þar sem fullyrt var að stjórnvöld hefðu
ýkt í skýrslunni og staðhæfingin um 45
mínútna fyrirvarann hefði verið sett í
hana í óþökk leyniþjónusta. 10. júlí kom
fram að talið væri að David Kelly væri
heimildarmaður Gilligans. Viku síðar
fannst Kelly látinn.
Í niðurstöðum skýrslu Huttons um
málið segir að sú ásökun að stjórnin hefði
sennilega vitað að fullyrðingin um 45
mínútna fyrirvarann væri röng áður en
hún var sett í skýrsluna stæðist ekki.
Ástæðan fyrir því að þetta atriði hefði
ekki verið nefnt í drögum að skýrslunni
væri að þessar upplýsingar hefðu borist
of seint til þess, en í tæka tíð fyrir end-
anlega útgáfu, en ekki af því að leyni-
þjónusturnar teldu heimildirnar ótraust-
ar. Hutton lávarður segir einnig að
fullyrðingar um að ýkjum hefði verið
beitt í skýrslunni, í þeirri merkingu að
þar hefðu verið settar upplýsingar sem
væru rangar eða ótraustar, stæðust ekki.
Þá segir í skýrslu Huttons lávarðar að
hvorki hafi verið um óheiðarlegar né
sviksamlegar aðferðir að ræða af hálfu
stjórnarinnar um að leka nafni Kellys til
fjölmiðla. Þó segir hann að í varnarmála-
ráðuneytinu, þar sem Kelly starfaði,
hefðu menn mátt sýna meiri nærfærni.
Segja má að eina gagnrýnin sem fram
kemur í niðurstöðum skýrslu Huttons
snúist um hina nánu samvinnu stjórnar-
innar og fulltrúa leyniþjónustunnar. Svo
geti verið að óskir Blairs um skýrslu þar
sem ógnin af vopnabúnaði Saddams
Husseins væri dregin eins skýrt fram og
fyrirliggjandi upplýsingar gæfu tilefni til
hefðu „ómeðvitað haft þau áhrif á [höf-
unda skýrslunnar] að orða skýrsluna
með sterkari hætti en hefði verið um
hefðbundið mat nefndarinnar að ræða“.
Túlka mætti þessi orð sem svo að í fram-
tíðinni væri rétt að viðhafa önnur vinnu-
brögð við gerð skýrslu af þessum toga.
Tony Blair hefur legið undir miklu
ámæli vegna þessa máls og í fjölmiðlum
var látið sem pólitísk framtíð hans myndi
ráðast í þessari viku. Michael Howard,
leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur ítrekað
krafið Blair um skýringar og ýjað að því
að hann hefði sagt ósatt. Blair kvaddi sér
hljóðs á breska þinginu í gær og krafðist
þess að andstæðingar sínir drægju ásak-
anirnar á hendur sér til baka.
Niðurstöður skýrslunnar eru hins veg-
ar mikill álitshnekkir fyrir BBC. Fundið
er að því að BBC skyldi láta senda ásak-
anir Gilligans út án þess að fara rækilega
yfir innihald þeirra og forsendur frétta-
mannsins fyrir að setja þær fram. Hutton
lávarður segir að þau vinnubrögð, sem
BBC hafi látið viðgangast, séu gölluð að
því leyti að „Gilligan var leyft að senda
frétt sína út ... án þess að yfirmenn hefðu
séð handrit af því, sem hann hugðist
segja, eða að hafa velt fyrir sér hvort ætti
að veita samþykki.“ Þá hefði stjórn BBC
einnig brugðist þegar hún lét undir höfuð
leggjast að kanna með viðeigandi hætti
kvartanir stjórnvalda um að fullyrðingar
í frétt Gilligans væru rangar. Ljóst er að
vinnubrögð innan BBC verður að endur-
skoða rækilega og hefur stjórnarformað-
ur stofnunarinnar, Gavyn Davies, þegar
sagt af sér. Það er grafalvarlegt mál þeg-
ar fréttamaður getur að eigin frumkvæði
farið fram með jafn alvarlegar staðhæf-
ingar og þær, sem Gilligan setti fram í
frétt sinni. Ábyrgð fjölmiðla er mikil og
það er áfall þegar jafn virtur fjölmiðill og
BBC bregst í grundvallarmáli sem þessu.
DÝRKUN GRÓÐANS?
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð-herra og formaður Framsóknar-
flokksins, mælti eflaust fyrir munn
margra er hann fjallaði um viðskiptalífið í
ræðu sinni á ársfundi Viðskipta- og hag-
fræðideildar Háskóla Íslands í fyrradag.
Halldór vék þar að einkavæðingu fjár-
málageirans og að þar hefði verið leystur
úr læðingi drifkraftur, sem ekki sæi fyrir
endann á. Hann sagði einnig: „Samhliða
þessu hafa völd stjórnmálamanna á þessu
sviði minnkað og er það vel, því stjórnmál
eiga ekki heima í atvinnulífinu. Hlutverk
stjórnmálamanna er hins vegar að setja
frelsinu umgjörð. Aðilar í atvinnurekstri
sem halda að nýja íslenska stefnan sé fólg-
in í dýrkun gróðans án nokkurrar sam-
félagslegrar ábyrgðar eru á villigötum og
stjórnmálamenn eiga ef nauðsyn krefur
að vísa þeim réttu leiðina. Ég vil í framtíð-
inni í stað geysilegs hagnaðar bankanna
sjá vexti til neytenda lækka meira svo og
þjónustugjöld. Vextir þurfa að vera sam-
bærilegir hér og í öðrum samkeppnisríkj-
um okkar. Hagnaður og afkoma fyrir-
tækja er undirstaða framfara en dýrkun
gróðans sem markmið í sjálfu sér getur
ekki annað en skaðað hag samfélagsins.
Þarna verða þeir sem standa að viðskipta-
starfsemi að sýna ábyrgð og festu.“
Halldór Ásgrímsson gerir hér að um-
talsefni samfélagslega ábyrgð fyrirtækja,
sem er í vaxandi mæli til umræðu. Hluti af
þeirri ábyrgð felst í því að viðskiptavinir
fyrirtækjanna finni að með starfsemi sinni
bæti fyrirtækin þeirra hag, en skari ekki
einvörðungu eld að eigin köku. Auðvitað
hljóta viðskiptavinir bankanna, sem Hall-
dór Ásgrímsson tekur sem dæmi í þessu
samhengi, að vilja sjá bæði þjónustugjöld
og vexti lækka þegar svona vel gengur hjá
bönkunum. Neytendur hljóta raunar að
fylgjast mjög náið með að það gerist.
Íslandsbanki greindi í gær frá met-
hagnaði á síðasta ári, sem nam 5,8 millj-
örðum króna. Jafnframt tilkynnti bankinn
talsverða lækkun útlánsvaxta, eða um 0,6
prósentustig, en heldur minni lækkun inn-
lánsvaxta, um 0,5 prósentustig og í sum-
um tilfellum enga. Stutt er síðan KB banki
lækkaði sína útlánsvexti um 0,5 prósentu-
stig. Jafnframt kom fram af hálfu Íslands-
banka í gær að samfara harðnandi sam-
keppni kunni vaxtaálag að lækka á
markaði og þjónustutekjur á ýmsum svið-
um að minnka. Þetta er væntanlega raun-
sætt mat og vonandi að allir bankarnir
haldi áfram að lækka bæði vexti og þjón-
ustugjöld í viðskiptum við almenning. Það
er hugsanlega ekki raunsætt að ætla að
koma vöxtum niður í sömu tölu og gerist í
nágrannalöndunum, m.a. vegna smæðar
gjaldmiðilsins, en við núverandi aðstæður
blasir við að bankarnir hljóti að hafa svig-
rúm til lækkunar vaxta.
Að sjálfsögðu á ekki að gera lítið úr
þeim mikla árangri, sem náðst hefur í
rekstri bankanna allra að undanförnu,
með mikilli vinnu þúsunda starfsmanna
þeirra. Hagræðing og samkeppni hefur
vissulega aukizt í bankakerfinu. Hins veg-
ar velta margir fyrir sér hvers vegna
hagnaður sé svona miklu meiri í banka-
kerfinu en í flestum öðrum geirum at-
vinnulífsins og með rökum má halda því
fram að neytendur hafi enn ekki notið að
ráði ávaxtanna af einkavæðingu, hagræð-
ingu og samkeppni í bankakerfinu.