Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ólafur Jónssonfæddist í
Reykjavík 2. ágúst
1916. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 21. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Jón Kristjáns-
son, læknir í
Reykjavík, f. 14.
júní 1881, d. 17.
apríl 1937 og kona
hans Emilía Sig-
hvatsdóttir, f. 12.
október 1887, d. 18.
nóvember 1967.
Systkini Ólafs voru Sighvatur, f.
29. september 1913, d. 6. sept-
ember 1969, Kristján, f. 4. apríl
1915, d. 14. júní 1994, Þorbjörg,
f. 1. nóvember 1918, d. 20. mars
2002, óskírð stúlka, f. 28. janúar
1920, d. 30. janúar 1920, Har-
aldur, f. 24. maí 1921, d. 4. des-
ember 1923 og Ágúst, f. 2. ágúst
1926, d. 26. desember 1996.
Ólafur kvæntist 2. júlí 1949
Hjördísi Jónsdóttur, f. á Akra-
nesi 1. febrúar 1915, d. 16. febr-
úar 1990. Foreldrar hennar voru
Jón Pálsson, f. 21. júlí 1887, d.
22. apríl 1933 og Elín Ólafsdótt-
ir, f. 1. október 1889, d. 1. júlí
1964. Börn Ólafs og Hjördísar
eru: 1) Jón, f. 30. júlí 1949, kona
hans Elsa Karólína Ásgeirsdótt-
ir, f. 11. nóvember 1950, börn
þeirra: a) Ólafur, f. 21. apríl
1975, b) Ásgeir Örn, f. 13. ágúst
tæki og stofnsetti ásamt konu
sinni, Hjördísi, verslunina Radíó-
húsið árið 1967. Þá verslun ráku
þau í sameiningu til fjölda ára,
má segja út starfsævina. Um
nokkurra ára skeið starfaði
Ólafur hjá Námsgagnastofnun
ríkisins, þar sem hann annaðist
umsjón með útlánum stofnunar-
innar auk þess að sinna viðgerð-
um á tækjum hennar. Ólafur var
alla tíð sannur Víkingur og tók
virkan þátt í starfsemi knatt-
spyrnufélagsins. Hann keppti
með ýmsum flokkum félagsins
og varð meðal annars Reykjavík-
urmeistari með meistaraflokki
félagsins árið 1940. Eftir það
starfaði hann ötullega í þágu fé-
lagsins, var í aðalstjórn þess með
hléum frá árinu 1938 og allt til
ársins 1970, sat í stjórn knatt-
spyrnudeildar Víkings á árunum
1970–1972 sem formaður og í
varastjórn árin 1972–1973. Þá
sat hann í fulltrúaráði félagsins
um árabil frá 1958 til 1964. Ólafi
var veitt heiðursmerki félagsins
úr silfri árið 1958, úr gulli árið
1968 og úr gulli með lárviðar-
kransi árið 1983. Þá var hann
gerður að heiðursfélaga Víkings
árið 1998. Ólafur sat einnig í
stjórn Íþróttabandalags Reykja-
víkur í fjölmörg ár og var vara-
formaður þess um tíma. Ólafur
var einnig virkur innan útvarps-
virkjafélagsins, sat í stjórn Fé-
lags íslenskra útvarpsvirkja árin
1951 og 1956 og í stjórn Meist-
arafélags útvarpsvirkja árin
1965 og 1966. Hann átti einnig
sæti í Iðnráði um árabil.
Útför Ólafs fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
1980, sambýliskona
hans Guðrún Kristín
Kolbeinsdóttir, f. 25.
ágúst 1976, barn
þeirra, Kolbeinn Ses-
ar, f. 16. október
2003, c) Hjördís Rós,
f. 22. febrúar 1983,
2) Ólafur, f. 1. apríl
1951, kona hans Hlíf
Þórarinsdóttir, f. 30.
júní 1951, börn
þeirra: a) Þórarinn
Óli, f. 31. ágúst 1977,
sambýliskona hans,
Margrét Ólafsdóttir,
f. 4. febrúar 1979, b)
Hildur Elín, f. 11. janúar 1980, c)
Hjördís María, f. 29. mars 1982,
3) fósturdóttir Sigríður Gunnars-
dóttir, bróðurdóttir Hjördísar
konu Ólafs, f. 12. október 1955,
maður hennar Helgi Gunnars-
son, f. 26. ágúst 1952, börn
þeirra: a) Kári, f. 13. maí 1983,
b) Egill, f. 2. febrúar 1989.
Ólafur var meðal þeirra fyrstu
sem menntuðu sig sem útvarps-
virkjar. Starfaði hann á ýmsum
stöðum þar til hann stofnsetti
Radíóviðgerðarstofu Ólafs Jóns-
sonar. Verkstæðið var lengstum
til húsa að Ránargötu 10 í
Reykjavík og fékkst það við ýms-
ar viðgerðir en stór þáttur í
starfseminni var þjónusta við
radara, dýptarmæla og fiskileit-
artæki skipaflota landsins. Þeg-
ar sjónvarpsvæðingin hófst fór
Ólafur að flytja inn sjónvarps-
Efst í huga mínum er þakklæti –
þakklæti yfir því að hafa verið svo
lánsöm að vera tengdadóttir þín. Það
er ekki amalegt að hafa átt þig að sem
vin í tæp 40 ár. Ég var óharðnaður
unglingur – 15 ára gömul – þegar ég
kom fyrst inn á heimili ykkar Hjör-
dísar og frá fyrsta degi var mér tekið
opnum örmum. Það var gaman og
lærdómsríkt að fylgjast með ástríku
sambandi ykkar og djúpri virðingu og
vináttu sem ríkti á milli ykkar allt til
dánardægurs Hjördísar árið 1990.
Saman stóðuð þið vörð um fjölskyldu
ykkar og tókuð okkur tengdabörnun-
um opnum örmum.
Þið voruð sívakandi yfir velferð
okkar allra. Þú varst góður faðir og
fyrirmynd og umfram allt vinur okk-
ar. Það var ljúft að sjá gleðina yfir
hverju nýfæddu barnabarni og nú síð-
ast langafastráknum sem fæddist í
haust sem leið. Þú varst stoltur af
þeim öllum.
Þau áttu sér bandamann, þar sem
afi á Lynghaga var enda mátu þau þig
mikils, virtu þig og dáðu. Þú varst
ólatur við að fylgjast með því sem var
að gerast í þeirra lífi og tókst virkan
þátt í gleðistundum þeirra frá fyrsta
degi. Það var sama hvort það var í
námi, í íþróttum, eða við einhverja
aðra tómstundaiðkun.
Ég á óteljandi góðar og fallegar
minningar um þig í faðmi fjölskyld-
unnar – það voru þínar bestu stundir
– fjölskyldan skipti þig öllu máli, það
veit ég – ég veit líka að á eftir fjöl-
skyldunni kom „Víkingur“ og gengi
„þinna manna“ og „stelpnanna þinna“
á mótum. Dyggari stuðningsmaður
fannst varla á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu og ófáar eru þær ánægju-
stundir sem þú áttir á „vellinum“ inn-
an um „þitt fólk“. Ég held ég skrökvi
engu þegar ég segist ekki hafa séð þig
skipta skapi, nema í tengslum við
knattspyrnuleiki. –
Það hefur verið gott að eiga þig að
og vera nálægt þér og og fylgjast með
þér eldast. – Fyrir tveimur árum
eignaðist þú vinkonu og félaga í henni
Erlu Kristjánsdóttur og áttuð þið
margar góðar stundir saman – hvort
sem það var heima eða á Vesturgötu
7, þangað sem þið fóruð reglulega að
hitta vini og kunningja. Þetta voru
góð ár.
Mig langar til að þakka þér sam-
veruna og það sem þú varst mér og
börnum okkar Óla. Ég bið algóðan
Guð að blessa þig og geyma. Hvíl þú í
friði, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín tengdadóttir,
Hlíf.
Ólafur Jónsson var grandvar mað-
ur og orðheldinn. Hvar sem hann
kom og fór skildi hann eftir sig það
orðspor. Hans aðalstarf var rafeinda-
virkjun, eða útvarpsvirkjun eins og
það hét áður og var hann einn af
frumherjunum í þeirri starfsgrein.
Hann fékkst líka við viðgerðir á sigl-
inga- og fiskileitartækjum og var vel
þekktur fyrir störf sín á því sviði.
Ferðaðist hann víða um land vegna
þessa og má segja að stundum hafi
hann elt síldarflotann, hvort sem það
var Siglufjörður, Seyðisfjörður eða
annað síldarpláss sem lagt var upp á.
Hann gat sér gott orð fyrir færni sína
í viðgerðum, en þetta var á þeim árum
sem erfitt var að fá varahluti, svo oft
varð hann að bjarga sér af eigin
rammleik og gera við hluti sem undir
venjulegum kringumstæðum hefði
ekki verið reynt að gera við.
Í útvarpsviðgerðum var hann einn-
ig í fremstu röð og fylgdist vel með.
Hann tileinkaði sér nýjungar jafnóð-
um og þær komu fram t.d. viðgerðir á
myndböndum og litasjónvörpum þeg-
ar þau komu til sögunnar.
Ólafur rak lengst af eigið verkstæði
sem sinnti alhliða radíóviðgerðum.
Hann var þekktur fyrir góða þjón-
ustu og sanngjarnt verð. Hann sá
einnig um allar viðgerðir fyrir stór-
fjölskylduna svo og vini og kunningja.
Margir nutu góðs af þjónustu hans og
oft var kallað í hann þegar eitthvað
bilaði. Mörg okkar muna eftir jóla-
seríunum sem hann bjó til í tóm-
stundum. Þær voru gerðar af litlum
efnum, lóðaðar saman og perustæðin
voru gerð úr korktöppum. Perunar
litaði hann sjálfur. Þetta var arfur frá
þeim tíma þegar lítið fékkst keypt og
menn smíðuðu hlutina sjálfir. Þessari
verkkunnáttu hélt hann við fram á
síðustu ár og seríurnar voru til á
hverju heimili innan stórfjölskyld-
unnar. Nú ylja þær okkur um hjarta-
ræturnar og kalla fram minningar um
birtu og jól.
Ólafur tók mikinn þátt í félagsstarfi
í tengslum við starfsgrein sína, en
einnig tók hann virkan þátt í fé-
lagsstörfum innan íþróttahreyfingar-
innar. Hann gekk snemma í knatt-
spyrnufélagið Víking og lék með þeim
á yngri árum við góðan orðstír. Hann
varð t.d. Reykjavíkurmeistari með
þeim árið 1940. Þá var Víkingur eitt
af „litlu“ félögunum í bænum og átti í
vök að verjast gagnvart Reykjavík-
urrisunum. Ólafur sagði mér oft frá
íþróttalífinu í Reykjavík á þessum ár-
um. Hann var sérstaklega stoltur af
því þegar þeir unnu KR á vormóti
fyrir margt löngu. Síðar vann hann
oft stóra sigra sem stjórnarmaður hjá
Víkingi þ.m.t. Íslandsmeistaratitla í
knattspyrnu og handknattleik. Ólafur
sat lengi í stjórn Víkings og einnig í
stjórn Íþróttabandalags Reykjavík-
ur.
Ólafur Jónsson kom víða við á
langri ævi. Hann var líka mikill fjöl-
skyldumaður og vildi hafa fjölskyld-
una sem næst sér. Sérstöku sam-
bandi náði hann við barnabörnin eða
augasteinana eins og hann kallaði þau
stundum. Hann heilsaði þeim gjarnan
að hermannasið nokkuð sem enginn
annar gerði. Svo hafði hann sérstakar
aðferðir við að heilsa hverjum og ein-
um sem ekki verða útlistaðar nánar
hér.
Fyrir fjórtán árum þurfti Ólafur að
sjá á bak Hjördísi eiginkonu sinni yfir
móðuna miklu. Það varð honum mikill
missir sem og öllum þeim sem hana
þekktu. Þau sómahjón fóstruðu upp
konu mína og voru þau þess vegna
mínir aðrir tengdaforeldrar. Á allan
hátt reyndust þau mér og minni fjöl-
skyldu vel ekki síst sonum okkar sem
fengu að njóta umhyggju þeirra alla
tíð.
Á jólum og stórhátíðum hittist
stórfjölskyldan ásamt Sverri frænda
á Lynghaganum þar sem Ólafur og
Hjördís áttu heima. Það var oft gam-
an á Lynghaganum og ýmislegt
skemmtilegt var látið flakka. Oft voru
rifjaðar upp gamansögur af mönnum
og málefnum. Oftar en ekki voru
þetta sömu sögurnar sem urðu
skemmtilegri einmitt þess vegna. Ein
sagan var um það þegar Dísa (Hjör-
dís) tók þátt í kapphlaupi sem ung
stúlka hinn 17. júní. Sverrir sagði svo
frá: „Þær voru þrjár sem kepptu. Ein
datt og Dísa fór að stumra yfir henni,
þannig að aðeins ein komst í mark.“
Sagan er brosleg en um leið táknræn
að því leyti að Hjördís var ein af þess-
um fórnfúsu konum sem tók oftast
annarra hagsmuni fram yfir sína eig-
in. Ég er sérstaklega þakklátur Ólafi
og Hjördísi konu hans fyrir allt sem
þau gerðu fyrir mig og mína fjöl-
skyldu.
Margs er að minnast frá þeim tutt-
ugu árum sem ég þekkti Ólaf Jóns-
son. Hann var fróður og minnugur á
atburði og upplifði margt á öldinni
sem leið. Má þar nefna tæknivæð-
inguna, stríðið og það sem því fylgdi.
Oft ræddum við um þessa tíma t.d.
um fyrstu ár útvarpsins og það hvern-
ig siglingatæki þróuðust og þegar
fiskileitartæki komu til sögunnar.
Einnig var hann hafsjór af fróðleik
ÓLAFUR
JÓNSSON
Þ
að eru að eiga sér stað
einhver vatnaskil í
umræðunni um meint
gereyðingarvopn rík-
isstjórnar Saddams
Husseins í Írak. Jafnvel aðstoð-
armenn George W. Bush Banda-
ríkjaforseta eru farnir að draga í
land en þeir hafa allt til þessa sagt
að of snemmt væri að segja til um
hvort vopnin fyndust. Að enginn
vafi hefði leikið á því að Saddam
átti gereyðingarvopn og að hann
hafði uppi áform um að koma sér
upp kjarnorkuvopnum.
Nú hefur David Kay, sem sagði
af sér fyrir helgi sem yfirmaður
vopnaleitar Bandaríkjamanna í
Írak, látið hafa eftir sér að líkleg-
ast hafi Írakar
ekki átt nein
slík vopn. Kay
segir í viðtali
við The Wash-
ington Post,
sem birtist í
blaðinu í gær,
að raunar hafi vopnaleitarmenn
fundið gögn sem benda til að
Saddam hafi í reynd eytt tals-
verðu magni af sýkla- og efna-
vopnum seint á síðasta áratug.
Segir í frétt The Washington
Post að þetta þýði að ekki aðeins
hafi vopnaleitarmenn ekki fundið
nein gereyðingarvopn – þeir hafi
beinlínis fundið gögn sem hefðu
talist málsbætur fyrir Íraka í deil-
unni um vopnabúnað þeirra.
Því ber að halda til haga að ekki
er deilt um að Saddam átti á sín-
um tíma gereyðingarvopn. Þetta
kemur m.a. fram í viðtali sem
Morgunblaðið átti við Mohammed
ElBaradei, yfirmann Alþjóða-
kjarnorkumálastofnunarinnar
(IAEA) og birtist í blaðinu á
þriðjudag. „Á árunum 1991 og
1997 flettu erindrekar IAEA ofan
af og gerðu óvirkar kjarn-
orkuvopnaáætlanir Íraka. Og
þegar eftirlitsmenn okkar fóru frá
Írak í mars 2003 var samstarfs-
vilji Íraka viðunandi og við vorum
ekki búin að finna neinar vísbend-
ingar um að þeir hefðu gert kjarn-
orkuvopnaáætlanir sínar virkar á
ný,“ sagði ElBaradei.
Líklegast virðist hins vegar nú
að Írakar hafi aldrei hafist handa
við það á nýjan leik að koma sér
upp gereyðingarvopnum eftir
1997 og hafi þeir átt þau má ráða
af orðum Davids Kay í gær að
þeir voru í það minnsta búnir að
eyða þeim ári síðar.
En Írakar gerðu sannarlega
ekki mikla tilraun til að leiðrétta
staðhæfingar um að þeir ættu
gereyðingarvopn. Eðlilegt er að
spyrja hverju þetta sætti, hvers
vegna gerði Saddam ekki hreint
fyrir sínum dyrum, ef hann átti
ekki nein gereyðingarvopn?
Hvers vegna dró hann þjóð sína
út í stríð sem vitað var að myndi
tapast og kosta mannslíf?
Ýmsar skýringar hafa verið
settar fram, t.d. að Saddam hefði
talið að það styrkti stöðu hans í
arabaheiminum að skapa þá
ímynd að hann gæti haft vopna-
leitarmenn að fíflum, storkað
Bandaríkjunum og virst valda-
mikill, vopnbúinn. David Kay seg-
ir einmitt eitthvað á þessa lund
við The Washington Post.
Athygli vakti á þriðjudag að
Bush Bandaríkjaforseti lét ekki
plata sig til að endurtaka fyrri
staðhæfingar um að gereyðing-
arvopnin myndu á endanum finn-
ast – enda hefur Kay sagt það sitt
mat að starfi vopnaleitarmann-
anna væri 85% lokið, að fátt
myndi koma á óvart héðan af.
Bush sagði hins vegar – einu
sinni sem oftar – að „alvarleg og
vaxandi“ hætta hefði stafað af
Saddam. „Ég trúði því þá og ég
trúi því núna,“ sagði Bush.
Erfitt er hins vegar að verjast
grunsemdum um að Bush hafi
gróflega ýkt hættuna sem Banda-
ríkjunum stafaði af Saddam; hann
lét í veðri vaka að Saddam hygði
jafnvel á árás á Bandaríkin en svo
virðist Saddam engin gereyðing-
arvopn hafa átt og fannst sjálfur,
þegar til kom, ofan í holu.
Eftir stendur þá að Saddam
hafði um árabil ekki sýnt Samein-
uðu þjóðunum nægilegan sam-
starfsvilja og sú staðreynd að um
einstakt illmenni var að ræða.
Hvort menn telja þessa þætti
réttlæta að ráðist var á Írak (jafn-
vel þó að áhersla hafi verið lögð á
annað þegar árásirnar voru rétt-
lættar) er matsatriði. Eftir stend-
ur einfaldlega þessi staðreynd:
það var ráðist á Írak, Saddam var
hrakinn frá völdum.
Það má semsé ræða til eilífð-
arnóns hvort ráðast hafi átt á
Írak. Eðlilegt er að menn spyrji
valdhafa (hér á Íslandi sem ann-
ars staðar) gagnrýninna spurn-
inga um þær forsendur sem lágu
að baki árásinni á Írak, láti þá
jafnvel sæta ábyrgð, finnist fólki
sem þeir hafi byggt þær ákvarð-
anir á vafasömum forsendum.
Einn kafli þessarar umræðu
var leiddur til lykta í Bretlandi í
gær en þá var birt skýrsla um
fréttaflutning BBC af aðdraganda
stríðsins og dauða vopnasérfræð-
ingsins Davids Kelly. Þar er Tony
Blair hreinsaður af ásökunum en
rétt er að hafa í huga að þessi
rannsókn beindist að einstökum
þáttum, var ekki heildarúttekt á
því hvort ákvörðunin um að fylkja
liði með Bandaríkjamönnum var
byggð á traustum forsendum.
Ég tel sjálfan mig hafa verið í
hópi efasemdarmanna um árásina
á Írak og skil ekki þá sem gefa til
kynna að þeir hafi alls engar efa-
semdir haft (en slíkir menn eru til
á Íslandi). Hvernig getur maður
ekki þjáðst af efasemdum þegar
ráðist er í stríð sem kostar þús-
undir óbreyttra borgara lífið?
Efst í huga mínum er samt
þessi spurning: hvað svo? Hvað
gerist nú? Hvað vilja menn að
gerist í Írak? Hvað vilja þeir, sem
allra fremst stóðu í flokki fólks
sem barðist gegn innrásinni í
Írak? Getum við leyft okkur að
einblína á fortíðina, deila aðeins
um hvort ráðast hefði átt á Írak
eður ei (jafnvel þó mikilvægt sé að
gera þá umræðu upp)?
Spurningin er þessi: getum við
ekki orðið sammála um að, hvað
sem líði óánægju með að ráðist
var á Írak til að byrja með, sé
ástæða fyrir alla til að taka þátt í
og styðja uppbyggingarstarf í
landinu, líka þá sem töldu árásina
ólöglega og óréttlætanlega?
Fortíð og
framtíð
Segir í frétt The Washington Post að
þetta þýði að ekki aðeins hafi vopnaleit-
armenn ekki fundið nein gereyðing-
arvopn – þeir hafi beinlínis fundið gögn
sem hefðu talist málsbætur fyrir Íraka í
deilunni um vopnabúnað þeirra.
VIÐHORF
Eftir
Davíð Loga
Sigurðsson
david@mbl.is