Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ PENINGAÞVÆTTI EYKST Á síðasta ári bárust ríkislög- reglustjóra 242 tilkynningar vegna gruns um peningaþvætti. Slíkum til- kynningum hefur fjölgað mikið á síð- ustu árum og voru alls 11 árið 1997. Yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra segir að aukin þekking bankastarfsmanna hafi skil- að verulegum árangri og eigi stóran þátt í þessari fjölgun tilkynninga. Vilja vinna á Íslandi Varaformaður verslunarráðs Mongólíu var í heimsókn hjá ASÍ í síðustu viku til að kanna möguleika á atvinnu hér á landi fyrir Mongóla. Er það liður í yfirreið hans um nokk- ur Evrópulönd og Kanada í sama til- gangi. Lenti útbyrðis Þrítugur maður féll fyrir borð á frystitogaranum Arnari undir morg- un aðfaranótt miðvikudags þegar skipið var við veiðar í Barentshafi. Datt hann í sjóinn þegar toghleri féll niður. Var hann í sjónum í um tíu mínútur áður en honum var bjargað. Sagðist hann heppinn að hafa ekki klippst í sundur. Kerry styrkir enn stöðu sína John Kerry þykir hafa tekið af- gerandi forystu í forvali bandaríska Demókrataflokksins fyrir forseta- kosningarnar. Kerry sigraði í for- kosningunum sem fram fóru í New Hampshire-ríki í fyrrakvöld. Stjórnarformaður BBC víkur Gavyn Davies, formaður stjórnar breska ríkisútvarpsins, BBC, sagði af sér í gær í kjölfar birtingar skýrslu Huttons lávarðar um at- burði þá er leiddu til sjálfsvígs bresks vopnasérfræðings í fyrra. Gagnrýndi Hutton BBC harðlega í skýrslunni, en hreinsaði Tony Blair forsætisráðherra af ásökunum um alvarlegar misgjörðir í málinu. Fuglaflensan mjög banvæn Nýsjálenskur sérfræðingur segir að svo virðist sem þrír af hverjum fjórum mönnum, sem smitast af fuglaflensunni, sem nú herjar í Suð- austur-Asíu, láti lífið. Óttast hann að veiran sameinist flensuveiru er leggst á fólk og að langan tíma tæki að finna bóluefni. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 35 Erlent 12/15 Viðhorf 36 Minn staður 16 Minningar 36/43 Höfuðborgin 18/19 Bréf 48 Akureyri 20 Myndasögur 48 Suðurnes 21 Kirkjustarf 49 Austurland 22 Dagbók 50/51 Landið 23 Íþróttir 52/55 Daglegt líf 24/25 Fólk 56/61 Listir 26/27 Bíó 58/61 Umræðan 28/31 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Veður 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@- mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@- mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is EIGNIR Lífeyrissjóðs sjómanna ávöxtuðust um 18% að nafnverði á síðasta ári sem jafngildir því að raunávöxtun sjóðsins á árinu 2003 hafi verið 15,3%. Þetta er besta ávöxtun sjóðsins frá upphafi en næstmest var raunávöxtun sjóðsins á árinu 1999 þegar hún var 12,5%. Árin þrjú þar á eftir, 2000– 2002, voru hins vegar erfið á fjármálamörkuðum og var ávöxtun þá slök. Meðalraunávöxtun á eignum sjóðsins síðastliðin fimm ár er því 4,9%. Þessi góða ávöxtun sjóðsins á liðnu ári er rakin til fjárfestingarstefnu sjóðsins og hagstæðra skilyrða á verðbréfamörkuðum hér á landi og erlendis. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjómanna, segir að stjórnendur sjóðsins hafi aukið vægi hlutabréfa í eignasafni hans og það hafi gefið mjög vel af sér, sérstaklega hér innanlands, auk þess sem þeir séu stærstir í þeim félögum sem hækkað hafi mest á liðnu ári. Einnig hafi sjóðurinn tekið upp gjaldeyrisvarnir, sem verji þá tapi af gengisþróun Bandaríkjadals gagnvart krónu og það skipti einnig máli. „Við erum mjög ánægðir með þetta og kannski sérstaklega í því ljósi að árið á undan, árið 2002, var erfitt ár á mörkuðum, en við náðum þó að skríða yfir núllið þá, sem ekki margir gerðu reyndar. Við erum sérstaklega ánægðir með að okkur skuli takast að vera með þeim betri alla vega, bæði í slæmum markaði og góðum.“ Hvert prósent rúmur hálfur milljarður króna Hann sagði aðspurður að meiri sveiflur í ávöxtun sjóða milli ára myndu sjást og eins meiri munur milli sjóða. Hér áður fyrr þegar sjóðirnir hefðu fjár- fest nánast einungis í skuldabréfum hefði ávöxtunin verið mjög svipuð, en nú skipti verulegu máli hvar áherslurnar lægju. Hvert prósent í ávöxtun skipti gríðarlegu máli og sem dæmi um það mætti nefna að hvert prósent í ávöxtun Lífeyrissjóðs sjómanna miðað við stærð sjóðsins um síðustu áramót næmi rúmum hálfum milljarði króna. Innlend hlutabréf Lífeyrissjóðs sjómanna hækk- uðu um rúm 60% á síðasta ári á sama tíma og úr- valsvísitalan hækkaði um 56%. Erlend hlutabréf sjóðsins hækkuðu um 32% í dölum, en heimsvísitala hlutabréfa hækkaði um 30% og jók sjóðurinn vægi innlendra og erlendra hlutabréfa í verðbréfasafni sínu á árinu. Fjárfestingatekjurnar námu 8,7 milljörðum kr. á síðasta ári og nam hrein eign til greiðslu lífeyris 56,2 milljörðum kr. í árslok 2003 og hækkaði um tæpa 9,2 milljarða kr. milli ára. Innlend skuldabréf voru 66% af eignum sjóðsins, 17% voru í innlendum hlutabréfum og 17% í erlendum verðbréfum. Iðgjöld sjóðsins á síðasta ári voru tæpir 1,9 millj- arðar og voru sjóðfélagar í árslok tæplega 39 þús- und talsins. Raunávöxtun Lífeyris- sjóðs sjómanna 15,3% Besta rekstrarár í sögu sjóðsins frá upphafi DULARFULLIR dýrbítar hafa herjað á fé í fjárhúsinu í Hlíð- arendakoti í Fljótshlíð, og hafa van- ar grenjaskyttur sagt að bitsárin séu eftir mink eða ref. Fjárhúsin voru vöktuð með nýjustu tækni í nótt, en refaskytta setti upp hreyfi- skynjara til að góma dýrbítinn. Fyrir þremur til fjórum dögum tóku hjónin í Hlíðarendakoti, þau Árni Jónsson og Guðrún Stefáns- dóttir, eftir einkennilegum sárum og áverkum á nokkrum ám í fjár- húsunum. Virtist féð líka nokkuð órólegt og komin styggð að því. Þau fóru að skoða nánar þessa áverka sem virtust aukast tvo morgna í röð og voru á fleiri og fleiri ám, alltaf í sömu stíunni í fjár- húsunum. Virðast sárin vera eftir einhvers konar bit og eru aðallega á baki og fram á háls á u.þ.b. 10 ám. Áverk- arnir eru ekki mjög djúp sár, en nokkuð blæddi þó úr sumum þeirra. Kölluðu þau til liðs við sig Sigurð Ásgeirsson í Gunnarsholti sem er alvanur refa- og minkaveiðimaður. Sigurður telur þetta mjög und- arlega áverka, en heldur þó að þetta geti jafnvel verið eftir mink, þar sem greinileg merki virðast vera eftir vígtennur. Ekki eftir rottur eða mýs Sigurður gerði tilraun með minkagildru við stíuna í fyrrinótt en ekki bar það árangur, fleiri kindur voru með bitsár eftir þá nótt. Í gær voru Árni og Sigurður ásamt þeim Daða Sigurðssyni á Barkarstöðum í Fljótshlíð og Kristni Sigurðssyni á Mörk, V- Eyjafjöllum, sem báðir eru vanir minka- og refaveiðum, að skoða sárin á ánum og leggja á ráðin um hvernig skyldi bregðast við. Þeir útilokuðu ekkert í þessu sambandi en töldu þó aðspurðir ekki líklegt að um væri að ræða bitsár eftir mýs eða rottur. Ráð- gerðu þeir Sigurður og Kristinn að vera á vaktinni síðustu nótt og reyna að fylgjast með hvort þeir yrðu varir við eitthvað sem gæti skýrt þessa óvenjulegu áverka á fénu. Nota þeir m.a. hreyfiskynjara utan við fjárhúsin sem gefa merki í handtæki ef eitthvað kvikt er á ferðinni. Þetta er önnur vökunóttin í röð hjá Sigurði, en í fyrrinótt var hann við refaveiðar á Skeiða- og Gnúpverjaafrétti og felldi þá sjö tófur. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Greinilegir áverkar eru á baki og hálsi ánna í fjárhúsunum í Hlíðar- endakoti og ljóst að þeir eru eftir stærri dýr en mýs eða rottur. Dularfullir dýrbítar herja á kindur að næturlagi í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð Í anddyrinu í Hlíðarendakoti. F.v.: Sigurður Ásgeirsson, Kristinn Sig- urðsson, Árni Jónsson, bóndi í Hlíð- arendakoti, og Daði Sigurðsson. Sauðféð bitið í fjárhúsinu Hellu. Morgunblaðið. FLUGVÉL Íslandsflugs varð að snúa við skömmu eftir flugtak á Hornafjarðarflugvelli í gærmorgun vegna bilunar í hreyfli. Engan sak- aði og gekk lendingin vel. 12 far- þegar voru um borð og fóru þeir með annarri vél sem lenti í Reykja- vík kl. 15.48. Flugvélin var nýkomin í loftið þegar starfsmaður í flugturni sá eldglæringar aftur úr hægri hreyfl- inum. Flugmennirnir brugðu við skjótt og tóku einn hring áður en þeir lentu aftur. Þeir drápu ekki á hreyflinum fyrr en að lendingu lok- inni. „Þegar vélin var að taka sig á loft komu eldglæringar út úr öðrum hreyflinum,“ sagði Pálmi Guð- mundsson, einn farþeganna, eftir komuna til Reykjavíkur. „Vélinni var beygt eftir stutt flug og fór síðan í aðflug. Menn sáu að það hafði verið hægt á hreyflin- um en eftir það komu engir blossar. Fólk hélt alveg ró sinni en vissi auðvitað ekki hvað var að. Eftir lendingu tilkynntu flug- mennirnir að þeir hefðu séð blossa úr öðrum hreyflinum og ákveðið að snúa við.“ Flugvirkjar voru sendir til Hornafjarðar í gær til að skoða vél- ina. Hún er af gerðinni Dornier 228 og tekur 19 farþega. Sneri við eftir blossa frá hreyfli Pálmi Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.