Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 25
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 25 Hátt í sjö þúsund fyrir-spurnir bárust til kvört-unarþjónustu Neytenda-samtakanna á síðasta ári, eða 6.881. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Neytendasamtakanna um starfsemina. Flestar fyrirspurnir bárust vegna gæðakannana, bifreiða, ferðalaga, raftækja og tölva og voru yfir 350 fyrirspurnir í hverjum mála- flokki. Einnig var mikið spurt vegna verðlags og auglýsinga, inneignar- nótna og húsgagna, en yfir 300 fyrir- spurnir bárust í þeim málaflokki. Aðrir algengir málaflokkar voru skilaréttur, fasteignir, farsímar, fjár- málafyrirtæki, tryggingar auk ým- issar lögfræðilegrar ráðgjafar, þar sem yfir 250 fyrirspurnir bárust. „Fyrirspurnir eru spurningar neytenda um rétt sinn sem starfsfólk Neytendasamtakanna svarar beint án frekari afskipta af málinu. Lang- flestar fyrirspurnir berast samtökunum í gegnum síma en á síð- ustu árum hefur fyrirspurnum í gegnum tölvupóst fjölgað,“ segja Neytendasamtökin. Í kvörtunarmálum hefur starfs- fólk Neytendasamtakanna milli- göngu milli neytanda og seljanda vörunnar/þjónustunnar í því skyni að ná réttri og sanngjarnri lausn. Kvörtunum fjölgar um 16% „Árið 2003 annaðist kvört- unarþjónustan 295 kvörtunarmál og er það fjölgun um 16% frá árinu 2002 en þá bárust Neytendasamtökunum 254 kvörtunarmál,“ segir í skýrsl- unni. Kvörtunarmál árið 2003 voru nokkuð fleiri en árið á undan og er skipting þeirra í flokka innbyrðis nokkuð stöðug. Stærstu málaflokk- arnir eru vegna fatnaðar og skart- gripa, ferðalaga og húsgagna, eða fleiri en 20 mál í hverjum málaflokki. „Millistóru málaflokkarnir þar sem bárust 11 til 20 mál á árinu voru vegna bifreiða, fasteigna, fjarskipta og pósts, fjármálafyrirtækja, iðn- aðarmanna, raftækja og tölva,“ segja Neytendasamtökin. Úrskurðir vegna trygginga- og fjármálafyrirtækja Úrskurðarnefnd í vátrygginga- málum tók 257 mál til meðferðar í fyrra og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki 33 mál. „Lang- flest mál koma fyrir úrskurðarnefnd í vátryggingamálum en þrátt fyrir að málafjöldinn í úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki komist ekki nálægt vátrygginganefndinni í fjölda mála, hefur málum þar fjölgað gríðarlega. Árið 1999 var 3 málum skotið fyrir nefndina, 17 árið 2001 og 33 árið 2003,“ segja Neytenda- samtökin. Þegar skoðað er hverjir hafa sam- band við Neytendasamtökin er hlut- fall félagsmanna 50% og utanfélags- manna 32%. Einstaklingar í rekstri eru 3%, fyrirtæki 8%, opinberir aðilar 1%, fjölmiðlar 1% og aðrir 5%. Álíka hlutfall er milli kynja, karlar 48% karlar og konur 52%. Neytenda- samtökin og viðskiptaráðuneytið hafa gert með sér þjónustusamning þar sem Neytendasamtökin taka að sér rekstur leiðbeininga- og kvört- unarþjónustu fyrir neytendur óháð því hvort þeir séu félagsmenn í Neyt- endasamtökunum eða ekki. „Á árinu 2003 kostaði rekstur leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtak- anna um 27 milljónir króna. Stjórn- völd greiddu á síðasta ári hins vegar aðeins 10 milljónir króna í framlag til Neytendasamtakanna vegna þess- arar starfsemi. Neytendasamtökin verða því að standa undir stærsta hluta kostnaðarins og nota til þess ár- gjöld félagsmanna,“ segir loks í skýrslu um starfsemina. Hátt í sjö þúsund fyrirspurnir bárust kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna í fyrra Flest erindi vegna bifreiða, ferðalaga og raftækja Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Kvartanir vegna raftækja eru al- gengar hjá Neytendasamtökunum. ATHYGLI vekur fjöldi mála hjá úr- skurðarnefnd um vátryggingar og viðskipti við fjármálafyrirtæki í skýrslu Neytendasamtakanna. Ólöf Embla Einarsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður kvörtunarþjón- ustu Neytendasamtakanna, segir málafjöldann hjá trygginganefnd skýrast af því hversu algengt sé, að aðila sem lenda í árekstri greini á um hvernig skipta eigi sök. „Líkleg skýring á málafjölda hjá fjármála- nefndinni er meiri umsvif ein- staklinga á hlutabréfamarkaði, auk þess sem ágreiningsmál vegna ábyrgðarmanna og lántaka koma þónokkuð við sögu,“ segir hún. Spurningar vegna bifreiða, ferða- laga og raftækja voru líka í miklum meirihluta hjá kvörtunarþjónust- unni. „Flestar eru álitamál vegna sölu á notuðum bifreiðum og þá oft milli einstaklinga. Hvað ferðalög varðar var einkum um að ræða von- brigði með hótel og að aðbúnaður stæðust ekki lýsingar seljenda. Einn- ig var hringt vegna seinkana og breytinga á ferðum og villandi aug- lýsinga.“ Þá segir hún eðlilegt að margar fyrirspurnir berist vegna sölu á raf- tækjum og tölvum, þar sem um sé að ræða algeng tæki á heimilum. Embla segir flestar fyrirspurnir vegna fjármálafyrirtækja tengjast innheimtu af einhverju tagi eða óánægju með þjónustugjöld og að hár innheimtukostnaður og fjölgun tegunda gjalda sé líklegasta skýr- ingin. Hún segir líka að flestir virðist gera sitt besta til þess að hafa trygg- ingar í lagi og tryggi því ágætlega bílinn, heimilið og jafnvel heilsuna. „Það sem fæstir virðast þó gera er að kynna sér hvað tryggingarnar tryggja í raun. Sú tegund trygginga sem við munum beina sjónum að í framtíðinni í auknum mæli er sjúk- dóma- og líftryggingar. Ég hef dæmi um félagsmann sem leitaði til kvörtunarþjónustunnar vegna synj- unar tryggingafélags á að greiða út bætur á grundvelli sjúkdóma- tryggingar, en viðkomandi hafði greinst með góðkynja heilaæxli. Synjun félagsins byggði á því að ekki væri um nægilega nákvæma sjúkdómsgreiningu að ræða, auk þess sem veikindin þyrftu að valda varanlegri truflun á taugastarfsemi til að teljast bótaskyld. Á næstu ár- um gæti orðið vakning hvað þessi mál varðar, enda er um að ræða nýj- ung og mjög flókna skilmála,“ segir hún að lokum. Sjúkdóma- og líftryggingar í brennidepli KÍL&LÓ? FÆRRI ER KOMINN TÍMI Á Í góðum málum N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 2 1 9 / sia Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.