Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 25
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 25
Hátt í sjö þúsund fyrir-spurnir bárust til kvört-unarþjónustu Neytenda-samtakanna á síðasta
ári, eða 6.881. Þetta kemur fram í
nýrri skýrslu Neytendasamtakanna
um starfsemina. Flestar fyrirspurnir
bárust vegna gæðakannana, bifreiða,
ferðalaga, raftækja og tölva og voru
yfir 350 fyrirspurnir í hverjum mála-
flokki. Einnig var mikið spurt vegna
verðlags og auglýsinga, inneignar-
nótna og húsgagna, en yfir 300 fyrir-
spurnir bárust í þeim málaflokki.
Aðrir algengir málaflokkar voru
skilaréttur, fasteignir, farsímar, fjár-
málafyrirtæki, tryggingar auk ým-
issar lögfræðilegrar ráðgjafar, þar
sem yfir 250 fyrirspurnir bárust.
„Fyrirspurnir eru spurningar
neytenda um rétt sinn sem starfsfólk
Neytendasamtakanna svarar beint
án frekari afskipta af málinu. Lang-
flestar fyrirspurnir berast
samtökunum í gegnum síma en á síð-
ustu árum hefur fyrirspurnum í
gegnum tölvupóst fjölgað,“ segja
Neytendasamtökin.
Í kvörtunarmálum hefur starfs-
fólk Neytendasamtakanna milli-
göngu milli neytanda og seljanda
vörunnar/þjónustunnar í því skyni að
ná réttri og sanngjarnri lausn.
Kvörtunum
fjölgar um 16%
„Árið 2003 annaðist kvört-
unarþjónustan 295 kvörtunarmál og
er það fjölgun um 16% frá árinu 2002
en þá bárust Neytendasamtökunum
254 kvörtunarmál,“ segir í skýrsl-
unni. Kvörtunarmál árið 2003 voru
nokkuð fleiri en árið á undan og er
skipting þeirra í flokka innbyrðis
nokkuð stöðug. Stærstu málaflokk-
arnir eru vegna fatnaðar og skart-
gripa, ferðalaga og húsgagna, eða
fleiri en 20 mál í hverjum málaflokki.
„Millistóru málaflokkarnir þar sem
bárust 11 til 20 mál á árinu voru
vegna bifreiða, fasteigna, fjarskipta
og pósts, fjármálafyrirtækja, iðn-
aðarmanna, raftækja og tölva,“ segja
Neytendasamtökin.
Úrskurðir vegna trygginga-
og fjármálafyrirtækja
Úrskurðarnefnd í vátrygginga-
málum tók 257 mál til meðferðar í
fyrra og úrskurðarnefnd um viðskipti
við fjármálafyrirtæki 33 mál. „Lang-
flest mál koma fyrir úrskurðarnefnd í
vátryggingamálum en þrátt fyrir að
málafjöldinn í úrskurðarnefnd um
viðskipti við fjármálafyrirtæki komist
ekki nálægt vátrygginganefndinni í
fjölda mála, hefur málum þar fjölgað
gríðarlega. Árið 1999 var 3 málum
skotið fyrir nefndina, 17 árið 2001 og
33 árið 2003,“ segja Neytenda-
samtökin.
Þegar skoðað er hverjir hafa sam-
band við Neytendasamtökin er hlut-
fall félagsmanna 50% og utanfélags-
manna 32%. Einstaklingar í rekstri
eru 3%, fyrirtæki 8%, opinberir aðilar
1%, fjölmiðlar 1% og aðrir 5%. Álíka
hlutfall er milli kynja, karlar 48%
karlar og konur 52%. Neytenda-
samtökin og viðskiptaráðuneytið hafa
gert með sér þjónustusamning þar
sem Neytendasamtökin taka að sér
rekstur leiðbeininga- og kvört-
unarþjónustu fyrir neytendur óháð
því hvort þeir séu félagsmenn í Neyt-
endasamtökunum eða ekki. „Á árinu
2003 kostaði rekstur leiðbeininga- og
kvörtunarþjónustu Neytendasamtak-
anna um 27 milljónir króna. Stjórn-
völd greiddu á síðasta ári hins vegar
aðeins 10 milljónir króna í framlag til
Neytendasamtakanna vegna þess-
arar starfsemi. Neytendasamtökin
verða því að standa undir stærsta
hluta kostnaðarins og nota til þess ár-
gjöld félagsmanna,“ segir loks í
skýrslu um starfsemina.
Hátt í sjö þúsund fyrirspurnir bárust kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna í fyrra
Flest erindi vegna bifreiða,
ferðalaga og raftækja
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Kvartanir vegna raftækja eru al-
gengar hjá Neytendasamtökunum.
ATHYGLI vekur fjöldi mála hjá úr-
skurðarnefnd um vátryggingar og
viðskipti við fjármálafyrirtæki í
skýrslu Neytendasamtakanna. Ólöf
Embla Einarsdóttir, lögfræðingur
og forstöðumaður kvörtunarþjón-
ustu Neytendasamtakanna, segir
málafjöldann hjá trygginganefnd
skýrast af því hversu algengt sé, að
aðila sem lenda í árekstri greini á
um hvernig skipta eigi sök. „Líkleg
skýring á málafjölda hjá fjármála-
nefndinni er meiri umsvif ein-
staklinga á hlutabréfamarkaði, auk
þess sem ágreiningsmál vegna
ábyrgðarmanna og lántaka koma
þónokkuð við sögu,“ segir hún.
Spurningar vegna bifreiða, ferða-
laga og raftækja voru líka í miklum
meirihluta hjá kvörtunarþjónust-
unni. „Flestar eru álitamál vegna
sölu á notuðum bifreiðum og þá oft
milli einstaklinga. Hvað ferðalög
varðar var einkum um að ræða von-
brigði með hótel og að aðbúnaður
stæðust ekki lýsingar seljenda. Einn-
ig var hringt vegna seinkana og
breytinga á ferðum og villandi aug-
lýsinga.“
Þá segir hún eðlilegt að margar
fyrirspurnir berist vegna sölu á raf-
tækjum og tölvum, þar sem um sé að
ræða algeng tæki á heimilum.
Embla segir flestar fyrirspurnir
vegna fjármálafyrirtækja tengjast
innheimtu af einhverju tagi eða
óánægju með þjónustugjöld og að
hár innheimtukostnaður og fjölgun
tegunda gjalda sé líklegasta skýr-
ingin.
Hún segir líka að flestir virðist
gera sitt besta til þess að hafa trygg-
ingar í lagi og tryggi því ágætlega
bílinn, heimilið og jafnvel heilsuna.
„Það sem fæstir virðast þó gera er
að kynna sér hvað tryggingarnar
tryggja í raun. Sú tegund trygginga
sem við munum beina sjónum að í
framtíðinni í auknum mæli er sjúk-
dóma- og líftryggingar. Ég hef
dæmi um félagsmann sem leitaði til
kvörtunarþjónustunnar vegna synj-
unar tryggingafélags á að greiða út
bætur á grundvelli sjúkdóma-
tryggingar, en viðkomandi hafði
greinst með góðkynja heilaæxli.
Synjun félagsins byggði á því að
ekki væri um nægilega nákvæma
sjúkdómsgreiningu að ræða, auk
þess sem veikindin þyrftu að valda
varanlegri truflun á taugastarfsemi
til að teljast bótaskyld. Á næstu ár-
um gæti orðið vakning hvað þessi
mál varðar, enda er um að ræða nýj-
ung og mjög flókna skilmála,“ segir
hún að lokum.
Sjúkdóma- og líftryggingar í brennidepli
KÍL&LÓ?
FÆRRI
ER KOMINN TÍMI Á
Í góðum málum
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I I Y
D
D
A
•
1
1
2
1
9
/ sia
Fréttir á SMS