Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 41
✝ Jónas Jóhanns-son fæddist að
Umsölum í Vatnsdal
27. október 1924.
Hann lést á heimili
sínu 20. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jóhann G.
Sigfússon, f. 24. nóv-
ember 1900, d. 1928,
og Sigrún Kristbjörg
Jakobsdóttir, f. 7.
júlí 1902, d. 1937. Al-
systkini Jónasar eru
María, f. 1924, d.
1994, Guðrún Jakob-
ína, f. 1927, d. 1942,
og Jóhann Haukur, f. 1929. Sam-
mæðra er Anna Sigurjónsdóttir, f.
1932, og samfeðra Jóhann G. Jó-
24. jan. 1900, d. 8. mars 1988, og
Steinunn Ásgeirsdóttir, f. 21. júlí
1911, d. 5. apríl 1998. Ásrún og
Jónas eignuðust eina dóttur, Sonju
Jónasdóttur, leikskólakennara, f.
18. ág. 1960, gift Ingimari H. Vict-
orssyni rafeindarvirkja, f. 18. ág.
1959. Börn þeirra eru Ása Rún, f.
29. okt 1984, Bjarki Þór, f. 22. maí
1990, Jónas Logi, f. 23. nóv. 1992,
og Una Dís, f. 21. sept. 2000.
Ungur að árum fór Jónas að
vinna ýmiss konar bústörf í sveit-
inni og safnaði sér fyrir skólavist á
Héraðsskólanum í Reykholti í
Borgarfirði og brautskráðist það-
an 1948. Þá liggur leið hans til
Reykjavíkur þar sem hann bjó hjá
fóstru sinni Halldóru og vann ýmis
störf, lengi sem verslunarmaður á
Grundarstígnum. Árið 1957 hóf
hann störf hjá Nesti í Fossvogi og
lauk starfsferli sínum þar 1998.
Útför Jónasar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
hannsson, f. 1920, d.
2001. Uppeldissystir
Jónasar er Steinunn
Kristiansen, f. 8. sept.
1927. Þegar faðir
hans lést var börnun-
um komið fyrir í fóst-
ur. Jónas var fóstur-
barn Þorsteins
Jósepssonar, f. 11.
mars 1893, d. 1942, og
Halldóru Jóhannes-
dóttur, f. 24. janúar, d.
1988, að Umsölum í
Húnavatnssýslu ásamt
Steinunni.
Jónas kvæntist 27.
október 1960 Ásrúnu Þórhalls-
dóttur, f. 25. jan. 1934. Foreldrar
hennar voru Þórhallur Leósson, f.
Elsku afi.
Þegar ég heyrði að þú værir far-
inn frá okkur fór ég strax að hugsa
um allar þær góðu stundir sem við
áttum saman.
Þegar ég var yngri varst þú
uppáhalds afi minn og alltaf þegar
ég sá Esso-merkið hugsaði ég með
stolti til þín af því að þú vannst á
Esso-stöð og það geri ég enn í dag.
Ég man hvernig það birti yfir and-
litinu á þér þegar ég og amma kom-
um í heimsókn til þín í vinnuna og
ég settist upp á afgreiðsluborðið og
bað um happaþrennu. Þó að ég ynni
ekki neitt á happaþrennuna skipti
það mig engu heldur hitt að ég fékk
að heimsækja þig í vinnuna. Oftar
en ekki gisti ég heima hjá þér og
ömmu Ásrúnu á Sléttahrauni og
það var aldrei neitt mál fyrir þig
eða hana. Stundum gisti ég hjá ykk-
ur bara af því að mig langaði til
þess og alltaf tókstu jafnvel í það.
Þegar ég hugsa til baka til þessara
tíma rifjast upp fyrir mér minning
þegar þú stendur fyrir framan
spegilinn inni á baði og ert að raka
þig. Ég sit á kolli og fylgist af að-
dáun með hversu faglega þú gerir
þetta. Síðan seturðu rakspírann á
þig og þegar ég hugsa til baka finn
ég lyktina – afalykt.
Ein besta minningin sem ég á um
þig er þegar ég sit í fanginu á þér
og við erum að horfa á sjónvarpið
saman og borða rófu. Þú skefur róf-
una þannig hún verður að mauki og
ég borða það jafnóðum.
Alls konar litlir hlutir koma upp í
hugann þegar ég hugsa til baka
eins og til dæmis þegar þú ert að
kenna mér skák og kippir þér ekk-
ert upp við það þó ég breyti mann-
ganginum smávegis svo það henti
mér betur.
Alltaf þegar við sungum „Afi
minn fór á honum Rauð“ á leikskól-
anum eða heima sá ég þig fyrir mér
sitjandi á rauðum hesti. Þú varst
ungur strákur í sveitinni þinni og
varst að sækja sykur og brauð á
næsta bæ. Þrátt fyrir að þú værir
ungur í huga mínum varstu samt
góði besti afi minn sem alltaf varst
tilbúinn að leika.
Ég man einu sinni þegar ég var
átta ára og þið amma komuð að
sækja mig á handboltaæfingu í
Hagaskóla. Ég hugsaði að nú skyldi
ég aldeilis standa mig fyrst afi væri
kominn að sjá mig. Ég held að ég
hafi ekkert staðið mig sérstaklega
vel en samt stóðst þú við hliðarlín-
una stoltið uppmálað.
Þegar ég varð eldri eltist þú einn-
ig og heilsunni hrakaði. Þú varðst
sífellt að taka pillur við hinu og
þessu. Mér fannst erfitt að sjá þig
svona gamlan því að það þýddi að
þú varst ekki sá sami, gamli afi sem
alltaf varst svo hress og lífsglaður.
Stundum sá ég samt glitta í gamla
góða afa og það yljaði mér um
hjartarætur. Þú varst kannski ekki
alltaf með á nótunum en oft þegar
ég var búin að keppa þá spurðir þú
mig hvernig hefði gengið.
Elsku afi minn, þó ég viti að það
hafi verði betra fyrir þig að fara frá
okkur get ég ekki annað en hugsað
hvað það væri miklu auðveldara ef
þú væri enn hjá okkur.
Ein seinasta minningin sem ég
mun alltaf geyma í hjarta mínu er
frá því núna um jólin. Þú opnaðir
pakkann frá okkur og brosið sem
kom á þig þegar þú sást að mamma
hafði bakað handa þér lagaköku.
Þetta bros mun lengi búa í minni
mínu og ylja mér um hjartarætur í
framtíðinni.
Elsku afi minn, þó þú sért farinn
frá mér vil ég bara að þú vitir það
að þú munt ávallt lifa í hjarta mínu
og ég mun aldrei gleyma þér.
Þín dótturdóttir
Ása Rún.
Vertu ekki grátin við gröfina mína,
góða, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum.
Ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold.
Í morgunsins kyrrð, er vakna þú vilt.
Ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til
Gráttu ekki við gröfina hér,
gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
(Þýð. Ásgerður Ingimarsd.)
Bjarki Þór, Jónas Logi
og Una Dís.
Þar sem góðir menn fara eru
guðs vegir. Öðlingurinn Jónas Jó-
hannsson er látinn. Hann andaðist á
heimili sínu – lagði sig til svefns og
vaknaði ekki aftur til þessa lífs.
Jónas var einstaklega mikið prúð-
menni og svo hógvær í allri fram-
göngu að öllum leið vel í návist
hans. Hann var afi fjögurra barna-
barna minna og betri afa er ekki
hægt að hugsa sér. Hann var svo
barngóður að af bar, ekki bara sín-
um eigin barnabörnum heldur öll-
um börnum sem hann kynntist. Ein
góð vinkona mín sem þekkti hann
frá löngu liðnum dögum og sá hann
löngu síðar í veislu hjá okkur sagði
að sér hefði hlýnað um hjartarætur
þegar hún sá hann. Hann hafði ver-
ið henni og bróður hennar einstak-
lega góður þegar þau voru börn en
hann ungur maður. Jónas mátti
reyna mikið sem barn. Missa föður
sinn og sjá heimili sitt leyst upp og
hann að fara til vandalausra. Að
vísu var hann heppinn með sitt fóst-
urheimili en svona löguðu gleyma
börn ekki og kannski markast lífs-
hlaup þeirra nokkuð af slíkri upp-
lifun þó ung séu þegar breytingar
verða. Jónas tranaði sér aldrei fram
og fannst alltaf að aðrir ættu frekar
að fá hlutina en hann. Ekki efast ég
um að hann hafi alls staðar komið
sér vel þar sem hann vann enda
vann hann áratugum saman á sama
stað. Heilsu hans fór að hraka fyrir
nokkrum árum en hann tók því af
sama æðruleysi og öðru. Við viljum
þakka honum alla samveru undan-
farinna áratuga. Sem betur fer hitt-
umst við mest á gleðistundum fjöl-
skyldunnar og við munum alltaf
minnast hans hógværu hlýju og
hljóðlátu gleði. Við vottum eigin-
konu hans Ásrúnu, elskulegri
tengdadóttur okkar, Sonju, syni
okkar og ekki síst barnabörnunum
okkar sem sjá nú á bak yndislegum
afa innilegustu samúð okkar. En
þeirra huggun og gleði er að hafa
átt hann öll þessi ár og fengið að
njóta samvista við hann. Blessuð sé
minning þessa góða manns.
Ásgerður Ingimarsdóttir.
Tímarnir hafa mikið breyst frá
því í byrjun síðustu aldar og menn
eins og Jónas bróðir minn lifað tím-
ana tvenna. Jónas var ekki nema
fimm ára þegar faðir okkar, Jóhann
Guðmundur Sigfússon, drukknaði í
Hnausatjörn og ég var þá ófæddur.
Móðir okkar, Sigrún Jakobsdóttir,
átti örugglega mjög erfiða tíma
þegar fjölskyldan tvístraðist, en
hún lést á Landakoti árið 1937. Við
bræðurnir kynntumst aldrei Guð-
rúnu systur okkar sem dó fimmtán
ára árið 1942, en náðum síðar að
kynnast Jóhanni bróður okkar. Jón-
as ólst upp á Umsölum í Húnaþingi
og við kynntumst fyrst fyrir norðan
þegar ég var 17 ára og höfum haft
samband síðan og mest eftir að við
hjónin fluttum frá Blönduósi suður
til Reykjavíkur. Við bræðurnir höf-
um svo haldið sambandi í gegnum
árin við Maríu systur okkar í Hrís-
ey og Önnu systur okkar í Reykja-
vík.
Það var alltaf gaman að koma við
hjá Jónasi á bensínstöðinni í Foss-
vogi, en hann vann þar stærsta
hluta sinnar ævi. Þessi vinnustaður
skipti sköpum fyrir hann í lífinu, en
þar kynntist hann Ásrúnu sinni
þegar hún hóf þar störf við af-
greiðslu.
Við hjónin þökkum fyrir að hafa
fengið að vera samvistum við þenn-
an góða dreng sem nú er fallinn frá.
Bestu samúðarkveðjur til ykkar,
elsku Ásrún, Sonja og fjölskylda.
Haukur og Ragna.
JÓNAS
JÓHANNSSON
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís
Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Frændi okkar,
SVERRIR SVEINSSON
prentari,
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áður Neshaga 5,
lést föstudaginn 23. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag,
fimmtudaginn 29. janúar, kl. 13.30.
Aðstandendur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
FRIÐGERÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR
frá Látrum
í Aðalvík,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 30. janúar kl. 11.00.
Einar Erlendsson, Elín Margrét Höskuldsdóttir,
Ardís Erlendsdóttir,
Ingibjörg Erlendsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona, móðir okkar, fósturdóttir
og amma,
ERNA GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Þórshamri,
Borgarfirði eystra,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstu-
daginn 30. janúar kl. 15.00.
Gunnar Finnsson,
Ragnheiður Á. Gunnarsdóttir,
Hildur B. Gunnarsdóttir,
Gunnar L. Gunnarsson,
Magný Kristinsdóttir, Sæberg Þórðarson
og barnabörn.
Eiginkona mín og móðir okkar,
BJARNEY FINNBOGADÓTTIR,
áður til heimilis
í Grænuhlíð 7, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 30. janúar kl. 13.30.
Magnús Baldvinsson
og börn.
Elskulegur stjúpfaðir minn, afi og frændi,
PÉTUR J. HARALDSSON,
Hlíf 1,
Ísafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði aðfara-
nótt þriðjudagsins 27. janúar sl.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugar-
daginn 31. janúar nk. kl. 11.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er
bent á krabbameinsfélagið Sigurvon á Ísafirði.
Elísabet Una Jónsdóttir,
Ólafur Rúnar Sigurðsson,
afabörn og frændsystkini hins látna.
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför frænku minnar,
GUÐFINNU J. FINNBOGADÓTTUR
(Nönnu)
frá Tjarnarkoti,
Innri-Njarðvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar-
heimilinu Víðihlíð, Grindavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gylfi A. Pálsson.