Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ORKUVEITA Reykjavíkur (OR) byrjar framkvæmdir í næsta mánuði við nýja aðveitustöð austan við Rauðavatn, sem ætlað er að veita raforku í nýja hverfið í Norðlinga- holti. Er það stærsta einstaka verk- efni OR á árinu á eftir fyrirhugaðri Hellisheiðarvirkjun og áætlaður kostnaður er 600 milljónir króna. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarfor- stjóri Orkuveitunnar, segir hönnun stöðvarinnar vera langt komna. Stærstu einstöku kostnaðarliðirnir eru vegna véla- og háspennubúnaðar en búið er að ganga frá samningum um kaup á háspennubúnaði við Orkuvirki og fransk-austurríska fyr- irtækið Vatech. Næstu áfangar eru útboð á spenni og jarðvinnu, sem hefst væntanlega í næsta mánuði, og byggingaframkvæmdir hefjast svo í vor. Aðveitustöðin á að vera tilbúin til notkunar um mitt næsta ár. 600 milljónir í aðveitustöð HREIÐAR Már Sigurðsson, for- stjóri KB banka, gerir ráð fyrir að bankinn muni kaupa allt hlutafé í Steinhólum, eignarhaldsfélagi Skelj- ungs, sem bankinn á nú í félagi við Sjóvá-Almennar og Burðarás. Sjóvá- Almennar og Burðarás eiga hvort um sig fjórðung í Steinhólum og eiga sölurétt á þeim hlutum gagnvart KB banka, sem á helming í félaginu. Sölurétturinn verður virkur í dag og Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár- Almennra, segir að félagið hyggist nýta sér sölurétt sinn gagnvart KB banka. Friðrik Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Burðaráss, segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um nýtingu söluréttarins, en hann reikni með að sölurétturinn verði nýttur. KB banki að eignast Skeljung  KB banki/B8 FORSVARSMENN atvinnulífs í Mongólíu eru um þessar mundir að kanna möguleika á störfum fyrir atvinnulausa Mongóla í öðrum lönd- um, þar á meðal á Íslandi. Í síðustu viku kom varaformaður versl- unarráðs Mongólíu í heimsókn til ASÍ í þeim erindagjörðum að kanna hvaða möguleikar væru hér á landi á atvinnu fyrir Mongóla. Skv. upplýsingum Halldórs Grön- volds, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, er maðurinn á yfirreið um nokkur Evrópulönd og Kanada í þeim tilgangi að finna störf fyrir at- vinnulausa Mongóla en mikið at- vinnuleysi er í Mongólíu og atvinnu- þátttaka aðeins um 26%. „Hann var að kanna hvort ekki væri eftirspurn eftir Mongólum sem væru reiðu- búnir að starfa hér á landi fyrir til- tölulega hófleg kjör eins og það var orðað,“ sagði Halldór. Margir Mongólar hafa þegar far- ið til starfa í Kanada og yfir 1.000 hafa á undanförnum mánuðum ráð- ið sig til starfa á Írlandi, einkum við verklegar framkvæmdir s.s. vega- gerð. Lagði mongólski erindrekinn áherslu á að Mongólar væru dug- legt fólk sem hefði ágæta verk- þekkingu. Mongólar vilja vinna á Íslandi HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað kröfu Kristínar Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra fjárfesting- arfélagsins Gaums ehf., sem m.a. á stóran hlut í Baugi Group, um að skattrannsóknarstjóri af- hendi öll afrit af tölvupósti sem lagt var hald á við húsleit á skrifstofu félagsins 17. nóvember sl. Af- ritin hafa verið geymd í læstu bankahólfi síðan. Húsleitin var framkvæmd vegna rannsóknar á bókhaldi og skattskilum Gaums. Var þess krafist að afhent yrði fært bókhald og fylgiskjöl þess, svo og önnur gögn er vörðuðu reksturinn frá 1. janúar 1998 til 31. desember 2002. Einnig var óskað eftir öðrum gögnum, s.s. bréfum, símskeytum, mynd- ritum samninga, tilboðum og verðútreikningum. Tilkynnt var að tekið yrði afrit af gögnum á tölvutæku formi en Kristín mótmælti strax að tek- ið yrði afrit af tölvupóstssamskiptum. Kristín vís- aði til þess fyrir héraðsdómi að starfsmenn skatt- rannsóknarstjóra hefðu afritað allan tölvupóst sinn án tillits til þess hvort hann tengdist rekstri félagsins. Þar hafi m.a. verið tölvupóstur sem varðaði einkalíf og einkahagsmuni hennar og tengdust ekki rekstri Gaums. Tölvupóstur sé ekki bókhaldsgögn og því telur hún að embættið hafi farið offari þegar umrædd afrit voru tekin. Ábending frá ríkislögreglustjóra Skattrannsóknarstjóri vísaði til þess að tilgangi með eftirlitsaðgerð sem þessari yrði ekki náð ef aðeins væri heimilt að afrita gögnin síðar. Rök- studdur grunur um að skattskil félagsins væru at- hugunarverð hafi gefið tilefni til rannsóknar. Hinn 17. september 2003 hafi svo borist tilkynning frá ríkislögreglustjóra um rökstuddan grun um að allt væri ekki með felldu varðandi viðskipti Gaums og annars hlutafélags, sem samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er Baugur Group hf. Kristínu verður gefinn kostur á að vera viðstödd þegar tölvupóstur hennar verður kannaður hjá skattrannsóknarstjóra. Mun hún geta upplýst hvenær um einkamálefni er að ræða eða annað er ekki tengist rekstri Gaums. Verður sá póstur þá ekki kannaður nánar. Kristín sagði við Morgunblaðið að niðurstaða væri fengin í málinu og vildi ekki tjá sig um það frekar. Gaumur er í eigu Jóhannesar Jónssonar í Bónus, barna hans, Jóns Ásgeirs og Kristínar, og móður þeirra, Ásu Karenar Ásgeirsdóttur. Afrit af tölvupósti framkvæmdastjóra Gaums geymd í bankahólfi Skattrannsóknarstjóra ber ekki að afhenda afritin HANN Ingi Þór varð risi um stund og gnæfði yfir heilu íbúðablokkirnar á meðan ljósmynd- arinn sá hann frá nokkuð óvenjulegu sjónar- horni á dögunum í Bryggjuhverfinu í Grafar- vogi. Ótvíræðir kostir fylgja því að geta breytt sér í risa af og til en þá er vissara að gæta að því hvar maður drepur niður fæti í borgar- þrengslunum og tapa ekki áttum þegar lág- skýjað er. Morgunblaðið/Kristinn Risi í Bryggjuhverfinu MAÐUR um þrítugt féll fyrir borð á frystitogaranum Arnari HU-1 und- ir morgun aðfaranótt miðvikudags og var hann um 10 mínútur í sjón- um áður en hann náðist aftur um borð. Togarinn var þá staddur í Barentshafi, úti fyrir Norður- Noregi. Hólmgeir Kristmundsson var að vinna við hlerann þegar trollið var híft. Hann segir að hlerinn hafi skyndilega fallið niður og hann far- ið með honum í sjóinn. Myrkur var þegar óhappið varð, en gott veður og tunglskin. „Ég datt bara þarna niður með hleranum og lenti í sjónum. Ég var heppinn og lenti sennilega einmitt á rétta staðnum, ef ég hefði verið á aðeins öðrum stað á milli hlera og skips hefði ég getað klippst í sund- ur,“ segir Hólmgeir. Þegar skipverjar sáu Hólmgeir fara útbyrðis brugðust þeir hratt við og hentu til hans björg- unarhring. Þeir sáu hann strax þrátt fyrir myrkrið, enda var hann í flotgalla með endurskinsmerkjum. Hólmgeir segir að þjálfunin í slysa- varnaskólanum hafi komið sér vel, hann vissi að það besta sem hann gat gert var að hreyfa sig sem minnst. Fer varlegar til að byrja með Guðjón Guðjónsson, skipstjóri á Arnari, þakkar góðum viðbrögðum áhafnarinnar og góðu veðri að ekki fór verr. „Þegar hann var farinn í sjóinn voru þeir mjög röskir strák- arnir og hentu Zodiak-bát með mót- or út og náðu að fara á eftir hon- um,“ segir Guðjón. Hólmgeiri varð ekki meint af volkinu og hann ætlar að halda ótrauður áfram. Hann segir þó að fyrst um sinn muni hann örugglega fara varlegar, í það minnsta á með- an dýfan í Barentshafið er enn í fersku minni. Heppinn að klipp- ast ekki í sundur Lenti útbyrðis við veiðar í Barentshafi HAFÍS er nú 60 sjómílur vestur af Bjargtöngum og 50 mílur norðvestur af Deild en ísbrúnin liggur austan miðlínunnar milli Grænlands og Ís- lands út af Vestfjörðum. Komið var að ísbrúninni á stað 65°20 norður og 31°15 vestur í eft- irlits- og ískönnunarflugi TF-SYN úti fyrir Norðvesturlandi í gær. Lá ísröndin þaðan til norðausturs en frá stað 69°17 norður og 21°00 vestur virtist röndin liggja til austurs sam- kvæmt ratsjá. Þéttleiki ísbrúnarinn- ar var víðast hvar 7–9 tíundu en þó eru stórar vakir og íslausar rastir á stöku stað. Þar fyrir utan lágu tung- ur með 4–6/10 hluta þéttleika. Hafís 50 til 60 sjómíl- ur vestur af landinu                "#  " $%&'() * %"+  , Ljósmynd/Landhelgisgæslan ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.