Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Risaeðlugrín framhald ... SEGÐU HONUM! © DARGAUD © DARGAUD HELMINGURINN EINS OG SAMIÐ VAR UM ... RESTIN KEMUR ÞEG- AR KAUPANDI MINN HEFUR FENGIÐ ÞETTA Í HENDUR! DA! EITURLYF? ÚRANÍUM, BEINT FRÁ AUSTURBLOKKINNI! GAURINN ÞARNA, MEÐ SKALLANN ... ÞAÐ ER KÓBRAN! HANN SKIPTIR Á ÞESSU OG HERÓÍNI! HVAR FINNUR HANN KAUPANDA? STÓRLAX Í FJÁRMÁLAHEIMINUM ... AXEL RUTHMANN! SKÍTSEIÐI AF VERSTU SORT! SEGÐU MÉR ... HVERNIG VEISTU ALLT ÞETTA? ÞAÐ ER VEGNA ÞESS ... Á FÆTUR LÁKI! ... TÍMINN ER KOMINN ... KÓBRA, SJÁÐU HVAÐ ÉG FANN Í JÁRNHRÚGUNNI! SKEMMTILEG TILVILJUN! OG HVAÐAN KEM- UR ÞESSI KRAKKI? ER HANN ... LÖGGA? NEI, HAFÐU EKKI ÁHYGGJ- UR IVAVOFF! ... HANN ER GAMALL FÉLAGI! ÞÚ GET- UR VERIÐ RÓLEGUR ... JÁ, HANN MÁ EKKI DEYJA VITLAUS ... HEYRÐU DÍNÓ ... JÁ! FINNST ÞÉR EKKI VEIÐILÍNAN ÞÍN OF STUTT? OF STUTT ... MÁ VERA EF MAÐUR ER AÐ VEIÐA VENJULEGA BJÁNALEGA FISKA ... EN FYRIR FLUGFISKA ER ÞETTA PRÝÐILEG HÆÐ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ALVEG er það óþolandi að þurfa að fylgjast með því að yfirmenn Landspítalans – háskólasjúkrahúss þurfi einu sinni enn að skera niður starfsemina og hlusta á menn, sem fengu ókeypis háskólagöngu, tala um að leggja á háskólagjöld, á sama tíma og sauðfjárbændum tekst að grenja út hátt í hálfan milljarð í auka styrki, ofan á alla aðra milljarðastyrki þeim til handa, vegna ímyndaðs samdrátt- ar í sölu rauða ríkiskjötsins, sem „orsakaðist“ af offramleiðslu á hvíta bankakjötinu því arna, sem leiddi svo til þessarar líka ógur- legu „fátæktar“, sem reyndar snarhvarf út úr umræðunni er búið var að stinga 80.000 króna dúsu upp í hvern og einn.140 milljónir fóru upp í óselt kjöt, 170 milljónir til úreldingar á sláturhúsum og 40 milljónir í jaðarstyrk sem reyndar enn er hnakkrifist um hver eigi nú rétt á að fá. (Skagfirskir sauð- fjárbændur, Mbl. 27.1.) Hvað kemur svo í ljós er upp er staðið á nýju ári? Jú, salan hafði hvorki staðið í stað né dalað, held- ur þvert á móti. HÚN HAFÐI AUKIST! Hugsið ykkur! AUK- IST! Og þeim sem tókst að plata út úr okkur „sölutregðustyrkinn“, með kúa- og sauðfjárbóndann og alþingismanninn Drífu Hjartar- dóttur í broddi fylkingar. Ef þetta er ekki að leika á okkur lands- menn, þá veit ég ekki hvað það er. Ég bara spyr: Eru menn á þingi til að skara eld að eigin köku? Var viðkomandi bóndi ekki vanhæfur til að vera í þessari nefnd sem náði út úr okkur þessum peningum, þar sem hann sjálfur átti svo mikilla hagsmuna að gæta? Á sama tíma er verið að horfa í aurinn sem fer í heilbrigðiskerfið. Hvað á þetta lengi yfir okkur landsmenn að ganga að þurfa að hlusta á árlegt niðurrif heilbrigð- iskerfisins sem við viljum þó öll hafa fyrsta flokks? Og á sama tíma er endalaust verið að velta því fyrir sér að leggja á háskólanemendur sér- stakt skólagjald. Ég sem hélt að skattur á lands- menn væri fyrst og fremst hugs- aður til að hafa öflugt heilbrigð- iskerfi í gangi og gott menntakerfi. Þar næst kæmu samgöngur og síðan stuðningur við nýsköpun í atvinnulífinu sem í framtíðinni kæmi augljóslega til að skila arði inn í samfélagið. Viljum við ekki vel menntað fólk til starfa í heilbrigðiskerfinu með öll nýjustu tækin og tólin sem geta komið að gagni við að lappa upp á okkur, þetta misvel farna fólk? Ef svo er þá verðum við að sætta okkur við að það kostar pen- inga. Og af þeim virðumst við eiga nóg. Þetta er bara allt spurning um forgang. Hvað finnst þér, lesandi góður, að eigi að hafa forgang? Hvar á með réttu að skera niður? Í heil- brigðiskerfinu, menntakerfinu eða greiðslur hvers konar til sauðfjár- bænda (sem eru ekki einu sinni í vinnu hjá okkur) sem stuðla að af- og ofbeit, gróðureyðingu og jarð- vegsfoki? MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi. melteigur@simnet.is Heilbrigðismál, sauðfjárbúskapur og háskólagjöld Frá Margréti Jónsdóttur á Akranesi „Æ, ÞVÍ slasaðirðu þig ekki í gær?“! Þessi setning er sönn. Margra ára- tuga atburður rifjast upp. Svo hátt- aði til að dugnaðarlæknir úti á landi var veiði- og útivistarmaður. Nú stóð svo á í tíma, að háanna tími var í heyönnum. Bóndi nokkur var að slætti. Bú hans var ekki vel vélvætt sem annarra. Hann grípur því til orfsins og í ákafa sínum við að koma ljánum rétt í hólkana, slasar hann sig á handlegg. Blæðing er veruleg. Þótt sárt sé að yfirgefa heyskap- inn, var ekki um annað að gera. Grip- ið er til jeppans og slegið í til lækn- isins. Þegar þangað er komið, drepur bóndi nokkuð hranalega á dyr á bið- stofunni. Læknirinn opnar snögg- lega og bregður nokkuð við. Starandi á bóndann, hrekkur þetta úr munni hans: „Æ, því slasaðirðu þig ekki í gær? Ég er að halda til veiða núna.“! Þrátt fyrir ástand bónda og blæð- ingar, svaraði hann tiltölulega ró- lega: „Æ, mér datt það bara ekki í hug.“ Læknirinn lauk aðgerðinni með sóma og sagði konu og veiði bíða sín í góða veðrinu. Skyldu nútíma stjórnendur sjúkrahúsanna ekki vita hvernig slys ber að höndum? Ég hefi slasað mig tvisvar mjög al- varlega og fengið afburða góða þjón- ustu, þótt um og eftir miðnætti væri. Allmörg ár eru síðan. Ég get ekki hugsað mér að ráðandi öfl vilji út- rýma vinnu manna frá kl. 19 og að morgni dags. Hve oft koma slys fyrir á þessum tíma, væri fróðlegt að vita fyrir okkur sauðsvartan almúgann. JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON, Birkigrund 59, 200 Kópavogur. Hvernig ber slys að? Frá Jóni Ármanni Héðinssyni, eldri borgara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.