Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 16
Nýr veitingastaður: Sæmundur Runólfs- son, framkvæmdastjóri UMFÍ, Snorri Sigurfinnsson veitingamaður og Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ. HAFNAR eru í Þrastaskógi framkvæmdir við byggingu á nýjum veitingastað í skóg- inum, Þrastarlundi, sem ásamt Þrasta- skógi er í eigu Ungmennafélags Íslands. Nýr veitingaskáli verður um 400 fermetrar á stærð og örlítið innar í skóginum en nú- verandi veitingaskáli. Í nýjum veitinga- skála verða veitingaskáli, verslun og sjoppa. Stefnt er að því að nýr veitinga- staður í Þrastaskógi verði opnaður í byrjun næsta sumars. Nýlega var skrifað undir samning á milli UMFÍ og Snorra Sigurfinnssonar, veit- ingamanns á Selfossi, um að hann taki á leigu Þrastarlund og sjái um veitingasölu og þjónustu í nýjum veitingastað UMFÍ í Þrastaskógi. Snorri Sigurfinnsson rekur í dag veitingastað á Selfossi, en starfaði áð- ur sem umhverfisfulltrúi hjá Árborg og var framkvæmdastjóri Húsasmiðjunnar á Sel- fossi. Snorri mun jafnframt taka að sér að sjá um Þrastaskóg, þjónustu og aðstöðu. Þrastaskógur var gefinn UMFÍ af Tryggva Gunnarssyni á 77 ára afmæli hans, hinn 18. október 1911. Bygginga- framkvæmdir í Þrastaskógi Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Áma mjólkaði mest | Afurðahæsta kýr landsins árið 2003 var Áma 20 í Miðhjá- leigu í Austur-Landeyjum. Árið 2003 mjólkaði hún samtals 11.842 kg af mjólk, en hún bar á gamlársdag árið 2002 þannig að framleiðsluferill hennar féll eins vel að árinu og mögulegt er. Hæst fór hún í 45 kg dagsnyt. Mjólk hennar reyndist einnig efnarík þannig að hún setti nýtt Íslands- met í magni verðefna en samanlagt magn þeirra hjá henni var 956 kg. Hámjólka kúm hefur fjölgað með leift- urhraða á síðustu árum samfara auknum meðalafurðum kúnna, segir á vef Bænda- samtakanna. Þannig voru 60 kýr sem mjólkuðu meira en 9.000 kg árið 2003, ár- ið 2002 náðu 43 kýr því marki, árið 2001 náði 31 kýr því marki og þær voru sam- tals 17 árið 2000. Breytingarnar eru því skýrar. Auk Ámu mjólkuðu eftirtaldar kýr yfir 10 tonn af mjólk árið 2003; Björk 286 í Brakanda í Hörgárdal (10.898 kg), Gláma 913 í Stóru-Hildisey II í Austur- Landeyjum (10.774 kg), Frekja 284 á Akri í Eyjafjarðarsveit (10.743 kg), Ósk 433 í Skeiðháholti á Skeiðum (10.229 kg), Vespa 362 í Efri-Gegnishólum í Gaulverjabæj- arhreppi (10.057 kg) og Mána 268 í Nesi í Höfðahverfi (10.043 kg). Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Sala eykst á nautgripakjöti | Um 19,7 tonna söluaukning varð á nautgripakjöti í desember 2003 miðað við sama mánuð 2002, eða tæplega 9%. Er þetta fjórði mánuðurinn í röð sem söluaukning verður, og ef tímabilið frá sept- ember til desember 2003 er borið saman við sama tíma- bil árið 2002, hefur orðið 67,5 t söluaukning eða 6,1%. Skýringu á söluaukningu í desember síð- astliðnum er væntanlega að finna í auglýs- ingaátaki sem sýndi nautakjöt sem væn- legan kost á borðum landsmanna um áramótin, segir á vef Landssambands kúabænda. Nafnasamkeppni | Nýtt safn Borgar- bókasafnsins í Reykjavík verður opnað í Árbænum hinn 22. febrúar næstkomandi. Safnið verður til húsa að Hraunbæ 119, á efri hæð í nýju húsnæði Sparisjóðs vél- stjóra. Óskar Guðjónsson hefur verið ráð- inn safnstjóri og þegar hefur verið hafist handa við að kaupa inn efni fyrir safnið. Safnið hefur enn ekki fengið nafn en allar tillögur eru vel þegnar. Bókaverðlaun verða veitt fyrir bestu hugmyndina. Í mikilli snjókomusem var austur áHéraði á dögunum urðu töluverðar skemmd- ir í Egilsstaðaskógi. Snjórinn var blautur og þungur og sligaði trén og eru skemmdirnar mest áberandi á stærri birki- trjám ofarlega í skóg- inum þar sem snjóaði mest en neðar var slydda og rigning. Stærri trén eru það sver að þau brotna, en þau smærri bogna frekar. Egilsstaðaskógur er náttúrulegur birkiskógur sem hefur breiðst út og vaxið undanfarna áratugi vegna minnkandi beit- arálags. Talið er að skóg- urinn eigi eftir að jafna sig á nokkrum árum. Snjóbrot Fulltrúar fimm trúfélaga efndu til fjöltrúarlegrarstundar í Háteigskirkju sl. sunnudag. PéturBjörgvin Þorsteinsson segir að samveran hafi verið tilraun og að tíminn leiði framhaldið í ljós. Fulltrúar trúfélaga bahá’ía, gyðinga, kristinna, músl- ima og Sokka Gakkai-búddista lásu upp texta og í lok- in sungu viðstaddir þjóðsönginn. Efnt var til samver- unnar til að árétta mikilvægi gagnkvæmrar virðingar, vinna gegn fordómum og stuðla að friði í upphafi nýs árs. Um 50 manns voru viðstaddir. Á myndinni eru frá vinstri Toshiki Toma, Mike Levin, Stefán Magnússon, Vala Rut Sjafnardóttir, Pétur Björgvin Þorsteinsson, Steinunn Geirdal, Lindita Óttarsson, Einar Ágúst Víð- isson, Salmann Tamimi og Yousef Ingi Tamimi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samvera fimm trúfélaga Á fundi með HalldóriBlöndal og Arn-björgu Sveins- dóttur á Vopnafirði bar á góma jarðgöng undir Smjörvatnsheiði. Þá rifj- uðust upp vísur fyrir Þor- steini Steinssyni sveit- arstjóra. Sú fyrri er eftir Árna Jónsson frá Múla, en hann fór þá fótgangandi götuslóða frá Hrafns- stöðum í Vopnafirði yfir að Fossvelli í Jökulsárhlíð: En sá heiðarandskoti ekkert strá né kvikindi en hundrað milljón helvíti af hnullungum og stórgrýti. Helgi Gíslason frá Hrafns- stöðum var einu sinni á ferð um Smjörvatnsheiði og stakk beinakerling- arvísu í vörðu á miðri heiðinni: Enn er ég kominn kelli mín kann ég að þreifa um beinin þín. Láttu nú opnast lendahöll logar girndum sál mín öll. Logar girnd pebl@mbl.is Hveragerði | Sú skemmtilega staða er í Garðyrkjuskólanum á vorönn 2004 að einn af kenn- urum skólans, Kolbrún Þóra Oddsdóttir, umhverfisstjóri Hveragerðisbæjar, kennir manni sínum. Maður hennar er Guðmundur Þ. Jónsson og er hann nemandi á umhverf- isbraut skólans. Sú námsgrein sem um ræðir er „umhverf- isáætlanir“. Þar fjallar Kol- brún Þóra um Staðardagskrá 21, en Hveragerðisbær er í forystu í því verkefni á lands- vísu. Staðardagskrá 21 er áætlun um þau verk sem vinna þarf í hverju samfélagi fyrir sig til að nálgast markmiðið um sjálf- bæra þróun á 21. öldinni, þ.e.a.s. þróun sem tryggir komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði. Staðardagskrá 21 er með öðrum orðum heildar- áætlun um þróun hvers sam- félags um sig fram á 21. öldina. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Samhent: Kolbrún Þóra Oddsdóttir og Guðmundur Þ. Jónsson í kennslustund í Garðyrkjuskólanum. Kennir bónda sínum Nám ÁHUGAHÓPUR um samskipti meðal MS- sjúklinga hefur opnað spjallrásina MS- spjallið. Einnig er boðið upp á læknisþjónustu taugalæknis. Stjórnandi þeirrar þjónustu mun koma boðum til læknisins. Notaður er einkapóstur stjórnanda (ep) og gefið upp fullt nafn, símanúmer og netfang. Lækn- irinn mun hringja eða svara tölvupóstin- um, samkvæmt óskum. Slóðin er www.msspjallid.com. „Stjórnendur á MS-spjallinu vona að þetta framtak auki möguleika nýgreindra MS-einstaklinga á að bera saman bækur sínar. Þetta er leið sem virkjar marga og markmiðið er aukið upplýsingaflæði milli MS-einstaklinga,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Spjallrás fyrir MS-sjúklinga ♦♦♦ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111       Þorrinn er hafinn hjá okkur Úrvals hefðbundinn þorramatur ásamt súrum hval og skötustöppu Sendum hvert á land sem er Gerum tilboð í veisluna ykkar Verslunin Svalbarði Framnesvegi 44, Reykjavík, sími 551 2783 Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði, sími 564 2783 Verkun, sími 562 2738 Netfang: svalbardi@isl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.