Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 57
KVIKMYNDIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 57
Hlauptu, Ronnie, hlauptu!
(Run Ronnie Run!)
Gamanmynd
Bandaríkin 2002. Skífan VHS. Bönnuð
innan 12 ára. (90 mín.) Leikstjórn Troy
Miller. Aðalhlutverk David Cross.
ÞESSI gallsúra grínmynd byggist á
karakter sem fæddist í sjónvarpsþætti
bandarískum. Og hvílíkur karakter,
þessi Ronnie. Nautheimskur, vita-
gagnslaus og villimannlegur hjólhýsisp-
lebbi sem um leið er svo dæmalaust við-
kunnanlegur í öllu sínu granda- og
kæruleysi. Eina sem hann hugsar um er
hvaðan næsti bjór
kemur og hvaða lygi
hann geti diktað upp
þegar hann kemur
heim og þarf að skýra
út fyrir „kellingunni“
hvers vegna hann er
auralaus og ekki enn
búinn að ná sér í
vinnu. En á tímum
þegar besta besta
skemmtun þykir að fylgja slíku hyski
eftir hvert fótmál þá líður ekki á löngu
áður en spólgraðir sjónvarpsmógúlar
uppgötva okkar mann sem dæmalausa
blöndu af Ozzy Osbourne, Homer Simp-
son og bróður hans O.J. og gera um
hann veruleikaþátt.
Þetta er auðvitað tóm þvæla. En al-
veg fjári fyndin þvæla, í öllu sínu aula-
veldi. Hann er svo dásamlega vonlaus
þessi Ronnie og svo innilega leikinn af
David nokkrum Cross (sem bjó til kar-
akterinn) að ég tek sénsinn á að gefa
þessari mynd bestu meðmæli fyrir þá
sem á annað borð eru léttir á því, nett
svífandi og þora að hafa gaman af öðru
eins rugli.is. Myndbönd
Heill þér,
hjólhýsis-
hyski
Skarphéðinn Guðmundsson
AÐ VERA og hafa, heimildar-
mynd Nicolas Philibert um nemend-
ur og kennara þeirra við lítinn sveita-
skóla í landbún-
aðarhluta Au-
vergne-héraðs í
Frakklandi er
engri lík. Hér
tekst Philibert
að ná því fram
sem heimildar-
myndarforminu
er svo dásam-
lega eiginlegt, að fanga og varðveita
sneið úr lífinu, einfaldlega með því að
fylgjast með því af alúð og framsetja
af listrænu og heimspekilegu næmi.
Skólinn sem um ræðir er ekki stór,
hann samanstendur af einni kennslu-
stofu í gömlu sveitasetri þar sem um
15 nemendur af nálægum sveitabæj-
um á aldrinum fjögurra til ellefu ára
njóta öruggrar leiðsagnar kennar-
ans, George Lopez, sem sinnir hverj-
um og einum eins og best verður á
kosið. Meðan elsti hópurinn gerir stí-
læfingar eru yngstu nemendunum
sett fyrir verkefni í teikningu, og í
hádeginu hjálpast hópurinn að við að
útbúa matinn. Verkefnin eru hefð-
bundin, litlu börnin læra stafrófið og
tölurnar, og þau eldri gera stafsetn-
ingaræfingar og leysa reiknings-
dæmi og börnin læra að bera virð-
ingu fyrir þeim sem eldri og reyndari
eru. Jojo litli er t.d. er áminntur
þrisvar af kennaranum þar til hann
man eftir því að bæta „monsieur“
aftan við „oui“ og nemendurnir læra
að ljúka við þau verkefni sem þeim
eru sett fyrir. Þannig reynir kenn-
arinn að búa börnin undir skyldur og
kröfur lífsins, en á sama tíma kemur
hann fram við þau eins og jafningja,
rökræðir við þau um frammistöðu
þeirra og samskipti við aðra, og veit-
ir þeim þar með veganesti sem er
jafnmikilvægt og það að kunna að
lesa eða reikna. Það er í raun ein-
stakur kennari sem áhorfendur
myndarinnar kynnast, hann er sá
kennari sem öll börn eiga skilið af
hafa, enda hefur hann helgað sig því
verkefni að búa hinar ungu mann-
eskjur sem honum hefur verið falið
að leiðbeina, eins vel undir lífið og
honum er unnt. Þolinmæði kennar-
ans virðist óþrótandi og í gegnum
samskipti hans við nemendurna skín
sú vitneskja, að það sem er eilíf end-
urtekning fyrir honum, er mikilvægt
og ómissandi þrep í námsferli og
vegferð barnsins.
Að vera og hafa fjallar í raun að
stórum hluta um þolinmæði og mikil
þolinmæði hefur líka farið í gerð
hennar. Kvikmyndagerðarmaðurinn
dvaldi í eitt skólaár með hr. Lopez og
bekknum hans, tók upp um 600
stundir af efni, sem hér hefur verið
klippt og skeytt saman í sterka og
hugvekjandi kvikmynd. Nálægðin
og látleysið í kringum kvikmynda-
gerðina skilar í raun þeim ómetan-
legu áhrifum að bæði krakkarnir og
kennararnir eru orðnir vanir nálægð
tökuvélarinnar og treysta kvik-
myndagerðarmanninum nægilega
vel til að geta verið þau sjálf. Þannig
næst fram hin áþreifanlega hvers-
dagsleikatilfinning myndarinnar,
sem áhorfandinn getur týnt sér í, og
velt fyrir sér blæbrigðunum í per-
sónuleika barnanna og kennarans út
frá því sem fyrir augu ber. Þar skap-
ast jafnframt andrúmsloft sem ein-
kennist af stóískri ró, jákvæðu að-
haldi og mannskilningi, og hefur
kvikmyndin því heilmikla heimspeki-
lega vídd, þótt sjónarhornið sé að
mestu bundið við eina kennslustofu.
Það er leikur
að læra …
Að vera og hafa /
Être et avoir
Háskólabíó – frönsk
kvikmyndahátíð
Leikstjórn, handrit og klipping: Nicol-
as Philibert. Lengd: 104 mín. Frakk-
land, 2002.
½
Heiða Jóhannsdóttir
Smáauglýsing
með mynd
á aðeins 995 kr.*
Alla daga
Sími 569 1111 eða augl@mbl.is
*5 línur; tilboðið gildir til 1. mars 2004.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
O
R
22
76
4
0
1/
20
04