Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Hveragerði: Hamar - Breiðablik .........19.15 DHL-höllin: KR - KFÍ..........................19.15 Seljaskóli: ÍR - Haukar.........................19.15 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla: Egilshöll: Víkingur - Fjölnir......................19 Egilshöll: Fram - Fylkir ............................21 HANDKNATTLEIKUR EM karla í Slóveníu MILLIRIÐILL 1 Rússland - Spánn.................................. 36:30 Sviss - Króatía....................................... 27:30 Svíþjóð - Danmörk ............................... 28:34 Staðan: Króatía 4 4 0 0 114:107 8 Danmörk 4 3 0 1 119:105 6 Rússland 4 3 0 1 125:113 6 Svíþjóð 4 1 0 3 116:116 2 Spánn 4 1 0 3 105:114 2 Sviss 4 0 0 4 95:119 0 Lokaumferðin í dag: Sviss - Danmörk ........................................ 15 Svíþjóð - Spánn.......................................... 17 Rússland - Króatía .................................... 19 MILLIRIÐILL 2 Tékkland - Frakkland.......................... 32:31 Ungverjaland - Serbía-Svartfj. ........... 29:29 Slóvenía - Þýskaland ............................ 24:31 Staðan: Þýskaland 4 2 1 1 123:108 5 Frakkland 4 2 1 1 112:102 5 Slóvenía 4 2 1 1 117:113 5 Ungverjaland 4 1 2 1 109:112 4 Serbía-Svartfj. 4 1 1 2 97:105 3 Tékkland 4 1 0 3 117:135 2 Lokaumferðin í dag: Tékkland - Serbía-Svartfjallaland ...... 15.30 Ungverjaland - Þýskaland................... 17.30 Slóvenía - Frakkland............................ 19.30 Markahæstir: Robbie Kostadinovich, Sviss .................... 35 Florian Kehrmann, Þýskalandi ............... 33 Eduard Koksharov, Rússlandi................. 29 Michael Knudsen, Danmörku .................. 29 Daniel Stephan, Þýskalandi ..................... 27 David Juricek, Tékklandi ......................... 27 Nikola Karabatic, Frakklandi.................. 27 Alex Rastvortsev, Rússlandi .................... 26 Ivan Garcia, Spáni ..................................... 25 Lars K. Jeppesen, Danmörku.................. 25 Sören Stryger, Danmörku........................ 25 Stefan Lövgren, Svíþjóð ........................... 25 Yuriy Kostetskiy, Úkraínu....................... 24 Alexander Tutschkin, Rússlandi.............. 24 Jon Belaustegui, Spáni ............................. 24 Zoran Jovicic, Slóveníu ............................. 24 Christian Schwarzer, Þýskalandi ............ 22 Renato Vugrinec, Slóveníu....................... 22 Mirza Dzomba, Króatíu ............................ 21 Daniel Buday, Ungverjalandi .................. 21 Ivo Diaz, Ungverjalandi ........................... 21 Laszlo Nagy, Ungverjalandi .................... 21 Vid Kavticnik, Slóveníu............................. 21 Torsten Jansen, Þýskalandi ..................... 21 Ólafur Stefánsson, Íslandi....................... 20 Grzegorz Tkaczyk, Póllandi ..................... 20 Jan Filip, Tékklandi .................................. 20 Vitali Ivanov, Rússlandi............................ 20 Martin Boquist, Svíþjóð............................ 20 Nenad Maksic, Serbíu............................... 20 Pascal Hens, Þýskalandi........................... 20 Zoran Lubej, Slóveníu .............................. 20 KNATTSPYRNA England 1. deild: Derby - Sheffield United ......................... 2:0 Staða efstu liða: Norwich 28 15 8 5 45:26 53 WBA 28 14 9 5 39:23 51 Sheff. Utd 28 14 7 7 45:32 49 Sunderland 28 13 8 7 36:24 47 Ítalía AC Milan - Siena ...................................... 2:1 Kaka 36., Jon Dahl Tomasson 54. - Tore Ande Flo 87. - 55.000. Staða efstu liða: AC Milan 18 14 3 1 35:9 45 Roma 18 13 4 1 37:8 43 Juventus 18 12 4 2 41:21 40 Inter 18 9 5 4 29:13 32 Holland Alkmaar – Willem II .................................0:0 Nijmegen – Feyenoord.............................1:2 PSV Eindhoven – Zwolle..........................5:1 Twente – Vitesse .......................................0:0 Utrecht – Roosendaal ...............................0:1 Volendam – Waalwijk ...............................0:4 Staða efstu liða: Ajax 17 14 1 2 42:17 43 PSV 18 13 4 1 51:14 43 Feyenoord 18 10 4 4 35:24 34 Alkmaar 18 10 3 5 34:18 33 Spánn Bikarkeppnin, 8 liða úrslit, síðari leikir: Atletico Madrid - Sevilla.......................... 1:2  Sevilla áfram, 6:1 samanlagt. Celta Vigo - Alavés................................... 1:0  Alavés áfram, 4:3 samanlagt. Valencia - Real Madrid ............................ 1:2  Real áfram, 5:1 samanlagt. Frakkland Metz - Marseille........................................ 1:1 Lyon - Bordeaux....................................... 3:0 Staða efstu liða: Mónakó 21 14 5 2 36:15 47 Lyon 21 12 5 4 38:17 41 París SG 21 11 6 4 26:16 39 Auxerre 21 12 2 7 34:18 38 Sochaux 21 11 5 5 32:23 38 Afríkukeppnin Nígería - Marokkó.................................... 0:1 Suður-Afríka - Benin ............................... 2:0 Rúanda - Guinea....................................... 1:1 Túnis - Kongó ........................................... 3:0 Norðurlandsmótið Powerade-mótið, Boganum, Akureyri: KA - Tindastóll ......................................... 0:0 Staðan: KA 3 2 1 0 8:1 7 Tindastóll 3 2 1 0 6:2 7 Völsungur 3 1 2 0 9:6 5 Höttur 2 1 0 1 5:6 3 Þór 3 0 2 1 6:8 2 Leiftur/Dalvík 2 0 1 1 2:5 1 Hvöt 2 0 1 1 3:8 1 KS 2 0 0 2 1:4 0 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: New Jersey - Philadelphia ...................94:76 Phoenix - Atlanta...................................89:85 San Antonio - New York.......................77:67 Dallas - Seattle ..................................118:116 LA Clippers - Chicago ........................102:92 TENNIS Opna ástralska í Melbourne Einliðaleikur karla, 8 manna úrslit: (3) Juan Carlos Ferrero, Spáni vann Hic- ham Arazi, Arokkó 6-1 7-6 (8-6) 7-6 (7-5). (2) Roger Federer, Sviss vann (8) David Nalbandian, Artgentínu 7-5 6-4 5-7 6-3.  Ferrero - Federer í undanúrslitum. Einliðaleikur kvenna, 8 manna úrslit: (22) Patty Schnyder, Sviss vann (25) Lisa Raymond, Bandaríkjunum 7-6 (7-2) 6-3. (2) Kim Clijsters, Belgíu vann (6) Anastasia Myskina, Rússlandi 6-2 7-6 (11-9).  Schnyder - Clijsters í undanúrslitum. Tvíliðaleikur kvenna, undanúrslit: (1) Virginia Ruano Pascual, Spáni og Paola Suarez, Argentínu unnu (3) Huber, S-Afr- íku og Sugiyama, Japan 6-4 7-6 (7-5). (4) Svetlana Kuznetsova og Elena Likhovt- seva, Rússlandi unnu Maret Ani, Eistlandi og Libuse Prusova, Tékklandi 6-2 6-4. Í KVÖLD STJÓRN úrvalsdeildarliðs Þórs frá Þorlákshöfn í körfuknattleik hefur kært úrslit leiks liðsins gegn Breiða- bliki hinn 18. janúar sl. á þeim grundvelli að Bandaríkjamaðurinn Kyle Williams í liði Breiðabliks hafi hvorki verið með atvinnu- né dval- arleyfi í umræddum leik. Kristinn Guðjón Kristinsson, for- maður körfuknattleiksdeildar Þórs, sagði í gær við Morgunblaðið að von væri á niðurstöðu dómstóls Körfu- knattleikssambandsins og hann biði spenntur eftir niðurstöðunni. „Það er ótrúlegt að menn skuli ætla sér að fara framhjá reglum með þessum hætti. Ég veit að það er mikið ferli að fá atvinnu- og dvalarleyfi fyrir þessa stráka en það er óþolandi að sumir ætli sér að gera slíkt eftir á. Menn sem þiggja laun hér sem laun- þegar geta átt yfir sér fangelsisvist ef þeir eru ekki með öll leyfi á hreinu og að auki geta þeir sem taka þátt í slíku, þ.e. við sem erum í stjórn félaganna, átt yfir okkur fangels- isvist í allt að 2 ár vegna slíks,“ sagði Kristinn Guðjón. „Það eru takmörk fyrir því hvað maður leggur á sig fyrir áhugamálið. Ég ætla ekki að brjóta landslög til þess að fá til okk- ar erlenda leikmenn. Við höfum far- ið eftir reglum sem eru settar og viljum aðeins sitja við sama borð og önnur lið.“ Ekki náðist í forsvars- menn Breiðabliks í gær en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins telja þeir sig hafa sín mál á hreinu. Þórsarar kærðu leikinn gegn Breiðabliki ÞÓRIR Hergeirsson verður næsti þjálfari norska kvennaliðsins Sola að því er fram kemur í norska blaðinu Stavanger Aftenblad. Þórir er að- stoðarþjálfari norska landsliðsins en hann hefur hann starfað sem þjálf- ari í Noregi mörg undanfarin ár og hefur þjálfað karlalið Elverum með góðum árangri og þá stýrði hann kvennaliði Gjerpen. Þórir tekur við þjálfun liðsins af Monicu Nesvik, spilandi þjálfara liðsins, en hún kem- ur til með að leika áfram með liðinu á næstu leiktíð. Þórir mun gegna áfram starfi sem aðstoðamaður Mar- itar Breivik, landsliðsþjálfara Nor- egs, en hann vildi komast að sem þjálfari félagsliðs samhliða starfi sínu hjá norska sambandinu. Mikill efniviður er hjá Sola og hlutverk Þóris verður að koma því í fremstu röð en liðið er í níunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar, 15 stig- um á eftir toppliði Larvik. Þórir tekur við sem þjálfari Sola Það er óhætt að segja að leikurTékka og Frakka hafi verið kaflaskiptur er liðin áttust við í Ljubljana í gær. Þar höfðu Tékkar betur, 32:31, en staðan í hálfleik var 17:15, Tékkum í vil. Frakkar sem höfðu 5 stig fyrir leikinn í 2. milliriðli áttu fyrstu skorpuna í síðari hálfleik, skoruðu þá 4 mörk í röð, 17:19, Tékk- ar áttu næstu skorpu og skoruðu næstu 9 mörk, 26:19, og um stund- arfjórðungur lifði af leiknum. Frakk- ar gáfust ekki upp og léku vörnina mjög framarlega og skoruðu á ný fjögur mörk í röð í stöðunni 31:27 og jöfnuðu metinn. Juricek skoraði síð- asta mark leiksins fyrir Tékka en hann skoraði alls 9 mörk í leiknum. Guillaume Gille og Olivier Girault skoruðu báðir 5 mörk fyrir Frakka. Martin Galia, markvörður Tékka, varði alls 21 skot í leiknum en Thierry Omeyer, markvörður Frakka, lét mikið að sér kveða á lokakafla leiksins en hann varði alls 11 skot – flest undir lok leiksins. Claude Onesta, þjálfari bronsliðs Frakka frá síðasta heimsmeistara- móti, gagnrýndi sitt lið eftir leikinn. „Tékkar léku vel, en við gerðum það ekki, því miður. Allt fram til þessa hef ég aðeins verið ánægður með mína menn en það kom í ljós í þessum leik að ungu leikmennirnir í liðinu misstu einbeitinguna er spennan var sem mest. Við getum ekki búist við því að vinna leiki ef menn leggja sig ekki 100% fram,“ sagði Onesta. Ratislav Tritik þjálfari jós lofi á sitt lið. „Við lékum að þessu sinni eins og við höfðum lofað að gera. Línusend- ingarnar voru góðar og við nýttum færin okkar vel. Ég tel að þessi leikur hafi verið góð auglýsing fyrir hand- knattleikinn sem íþrótt,“ sagði Tritik. Ungverjar sneru við blaðinu Ungverjar náðu að snúa við blaðinu gegn Serbíu/Svartfjallalandi en leikn- um lauk með jafntefli, 29:29. Serbar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 10:15, en Ungverjar skoruðu 19 mörk gegn 14 í þeim síðari og lagði Laszlo Skaliczky, þjálfari liðsins, upp með maður á mann vörn á þeim kafla. Reyndar var útlitið bjart hjá Ung- verjum er rúmar tvær mínútur voru til leiksloka, en þá var staðan 29:26 en Serbar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins. Þjóðverjar stefna í undanúrslit Slóvenar sóttu ekki gull í greipar Þjóðverja í gær þar sem gestgjafarnir misstu af lestinni strax í upphafi leiks. Eftir 9 mínútur var staðan 1:6, Þjóð- verjum í vil og það sem eftir lifði leiks var munurinn allt að 10 mörk. Daniel Stephan skoraði 8 mörk fyr- ir Þjóðverja, hægri hornamaður Þjóð- verja, var atkvæðamikill í fyrri hálf- leik og skoraði alls 7 mörk. Þjóðverjar eru í efsta sæti 2. milli- riðils og leika gegn Ungverjum í dag. Tékkar leika gegn Serbíu og Slóvenar mæta Frökkum. Háspenna og tveir úrslitaleikir ÞÝSKALAND, silfurliðið frá HM á síðasta ári, er í efsta sæti 2. milli- riðils á Evrópumóti karlalandsliða í handknattleik eftir 31:24 sigur gegn Slóvenum í gær en Slóvenar eru með 5 stig fyrir lokaumferð- ina líkt og Þjóðverjar. Frakkar eru í öðru sæti riðilsins, einnig með 5 stig, en bronsliðið frá HM tapaði óvænt gegn Tékkum í gær. Ung- verjar og Serbía/Svartfjallaland skildu jöfn í gær og baráttan um sæti í undanúrslitum stendur á milli Þjóðverja, Frakka, Slóvena og Ungverja. Aðeins eitt stig skilur þessar fjórar þjóðir að og þær mæt- ast innbyrðis í hreinum úrslitaleikjum í dag. GRINDVÍKINGAR sem eru efsta liðið í úrvalsdeild karla í körfu- knattleik eru með bandarískan leikmann til reynslu þessa dag- ana en sá heitir Stan Blackmon og er framherji. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, sagði í gær að Blackmon yrði hjá liðinu næstu daga en ekki yrði samið við hann nema hann stæði undir væntingum. Blackmon er ekki með leikheimild sem stendur en ef vel gengur á æfingum liðs- ins mun hann að öllu óbreyttu leika með liðinu út leiktíðina. Bandaríkjamaðurinn Dan Trammel lék með liðinu fyrir áramót en var sagt upp störfum í desember og í undanúrslitum bik- arkeppninnar var Bandaríkja- maðurinn Timothy Szatko í liði Grindvíkinga en hann átti aðeins að leika þann eina leik. Grindvíkingar töldu sig hafa samið við Bandaríkjamanninn Derrick Stroud í byrjun janúar en þeim hinum sama snerist hug- ur á síðustu stundu og var Szatko fenginn til þess að hlaupa í skarðið. Grindvíkingar eru í efsta sæti deildarinnar með 24 stig en Snæ- fell er þar tveimur stigum á eftir. Grindavík vann alla leiki sína í Intersportdeildinni fyrir áramót, en hefur tapað tveimur leikjum í deildinni á nýju ári og er úr leik í bikarkeppninni. Black- mon til reynslu hjá Grind- víkingum HK heldur firma- og félagahópakeppni í knattspyrnu í Fífunni í Kópavogi sunnudaginn 8. febrúar. Sjö manna lið. Þátttökugjald 17.000 krónur á lið. Þátttaka tilkynnist til Ómars Geirs, netfang omargeir@simnet.is, sími 864 1118. Knattspyrnudeild HK. Firma- og félagahópakeppni í Fífunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.