Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 A 53  SPÁNVERJINN Juan Carlos Ferrero og Svisslendingurinn Roger Federer komust í gær í undanúrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis og mætast á föstudaginn en í hinum undan- úrslitaleiknum leika Andre Agassi frá Bandaríkjunum og Rússinn Marat Safin.  FERRERO hafði betur á móti Marokkóanum Hicham Arazi í þremur settum, 6:1, 7:6 og 7:6, og Federer sló út David Nalbandian, 7:5, 6:4, 5:7 og 6:3.  KIM Clistjers frá Belgíu náði að yfirstíga meiðsli sem hrjáð hafa hana þegar hún sigraði Anastasiu Myskinu í 8-manna úrslitunum í einliðaleik kvenna í tveimur sett- um, 6:2 og 7:6. Clisterjers sem tal- in er sigurstrangleg á mótinu mætir Paddy Schnyder frá Sviss en hún hafði betur á móti Lisu Reymond frá Bandaríkjunum, 7:6 og 6:2.  PAUL Jones, landsliðsmark- vörður Wales, gekk í gær til liðs við Wolves. Þessi 36 ára gamli markvörður hefur verið á mála hjá Southampton undanfarin ár en hefur síðustu vikurnar verið í láni hjá Liverpool.  KRÓATÍSKI skíðamaðurinn Ivica Kostelic, heimsmeistari í svigi, keppir ekki meira á yfir- standandi tímabili. Kostelic varð fyrir meiðslum á hné á móti Schladming í Austurríki í fyrra- kvöld og við læknisskoðun í gær kom í ljós að krossband var slitið. Hann gekkst undir aðgerð í gær en þetta er í fimmta skipti sem þessi 24 ára skíðamaður lendir í alvarlegum hnémeiðslum.  JANICA Kostelic, systir Ivicas og margfaldur heims- og ólympíu- meistari, hefur eins og bróðir hennar átt í miklum erfiðleikum vegna meiðsla og sjúkdóms. Hún hefur þurft að gangast undir margar aðgerðir á hné og þá hefur hún átt við sjúkdóm að stríða í skjaldkirtli. Janica verður líkt og bróðir hennar utan skíðabrekk- unnar það sem eftir lifir tímabils- ins.  SELFOSS hefur fengið til sín bandarískan leikmann í 1. deildina í körfuknattleik, sá heitir Trey Austin og hefur leikið þrjá leiki með liðinu á nýju ári. Selfoss er sem stendur með 4 stig líkt og Höttur en liðin eru í fallsætum 1. deildar. Kirk Baker lék með Sel- foss fyrir áramót en sneri ekki til liðsins eftir áramót.  DANÍEL Hafliðason, knatt- spyrnumaður úr Víkingi, hafnaði boði um að leika með ÍBV í sumar, samkvæmt frétt á vef Eyjamanna. Hann hafði æft með liðinu um skeið en hætti við að spila með því á síðustu stundu af persónulegum ástæðum. FÓLK BIKARMEISTARAR ÍA í knattspyrnu fá í dag til reynslu pólskan framherja, Dawid Banaczek að nafni, og mun hann leika með liðinu á Iceland Express- mótinu sem fram fer í Reykjaneshöllinni um helgina. „Við ætlum að kíkja á leikmanninn á mótinu í Reykjaneshöllinni og ef okkur líst vel á hann geri ég fastlega ráð fyrir því að við semjum við hann. Það fer gott orð af þessum strák og vonandi er hann sá leikmaður sem við erum að leita eft- ir,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, við Morgunblaðið. Banaczek er 24 ára gamall framherji tæpir 1,90 metrar á hæð. Að sögn Ólafs lék hann síðast með liði í Tékklandi og þá hefur hann leikið með Norrköping í Svíþjóð, með Radomsko í Póllandi og þá var hann um tíma hjá Bayern München í Þýskalandi og lék nokkra leiki með varaliði félagsins. Skagamenn hafa endurheimt tvo fyrr- um félaga. Haraldur Ingólfsson er kom- inn heim frá Noregi og klæðist ÍA bún- ingnum á ný eftir nokkurra ára dvöl erlendis og þá er Ellert Jón Björnsson búinn að skipta yfir ÍA en hann fór frá frá ÍA til Vals á miðju sumri í fyrra. Baldur Aðalsteinsson er eini leikmað- urinn sem Akurnesingar hafa misst en hann gekk í raðir Vals á dögunum. „Ef þetta gengur upp með Pólverjann geri ég ekki ráð fyrir að við gerum meira á leikmannamarkaðnum,“ sagði Ólafur Þórðarson. Pólskur sóknarmaður til reynslu hjá SkagamönnumLOTHAR Matthäus, nýráðinnlandsliðsþjálfari Ungverja í knatt- spyrnu, segir lát ungverska lands- liðsmannsins Miklos Fehers vera mikinn harmleik og allur knatt- spyrnuheimurinn sé í miklu losti vegna þessa sorglega atburðar. Matthäus var ráðinn landsliðs- þjálfari Ungverja í síðasta mánuði eftir að hann sagði óvænt starfi sínu lausu sem þjálfari Partizan Belgrad í Serbíu. Ungverjar drógust sem kunnugt er í sama riðil og Íslendingar í und- ankeppni HM og fer fyrri leik- urinn fram í Ungverjalandi 8. september í haust. „Lát Fehers er mikið áfall fyrir allan knatt- spyrnuheiminn og hugur okkar allra er hjá fjölskyldu og vinum Miklos. Við viljum veita þeim allan þann stuðning sem við getum,“ sagði Matthäus, sem lítur björtum augum á nýja starfið og markmið hans er að koma Ungverjum upp úr þeim öldudal sem þeir hafa ver- ið í með sitt landslið undanfarin ár. „Ég er svona rétt byrjaður að kynna mér leikmennina enda stutt- ur tími liðinn síðan ég tók við starfinu. Ég á mér auðvitað þann draum að koma Ungverjum í loka- keppni HM sem fram fer í heima- landi mínu 2006 en ég geri mér auðvitað grein fyrir því að það er langur og grýttur vegur sem við þurfum að yfirstíga ef það á að takast. Ég ætla að gera mitt besta,“ segir þessi fyrrverandi fyrirliði þýska landsliðsins sem lék 150 leiki fyrir Þjóðverja. Ungverjar hafa ekki átt lið í lokakeppni HM síðan 1986 og í úrslitakeppni EM síðan 1972. Matthäus harmar dauða Fehers Það eru Írarnir John Magnier ogJP McManus, sem hafa krafist þess að félagið gefi meiri upplýsing- ar en það hefur gert þegar leikmenn eru keyptir og seldir. Sérstaklega finnst þeim koma illa fram í reikn- ingum félagsins hvað umboðsmenn fá greitt, en sonur Fergusons hefur einmitt verið einn af þeim umboðs- mönnum sem knattspyrnustjórinn hefur viðskipti við. Írununum er svo mikil alvara að þeir hafa hótað að fara í hart og kæra félagið, verði gerður meira en eins árs samningur við Ferguson. Samn- ingaviðræður stjórans og félagsins hafa staðið í nokkurn tíma og vor- umargir orðnir langeygir eftir nið- urstöðu úr þeim. Í gær var síðan gengið frá samningi til eins árs eins og Írarnir vildu. „Þeir félagar munu láta til skarar skríða ef Ferguson fær lengri samn- ing og einnig ef félaginu tekst ekki að komast að því hvernig greiðslum var háttað til umboðsmanns eins leikmanns sem nýlega var keyptur,“ segir nákominn vinur hluthafanna tveggja. Magnier og McManus, eiga fyrir- tæki sem heitir Cubic Expressions og það á yfir 25% hlutabréfa í Man- chester United. Þeir félagar hafa sent bréf til forseta og framkvæmda- stjóra félagsins þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum yfir því hvernig fé- lagið er rekið. Til stóð að semja við Ferguson til fjögurra ára en þeir Magnier og McManus krefjast þess að aðeins sé samið til eins árs í senn og það líkar stjóranum ekki. En þetta er ekki það eina því mikil deila hefur staðið milli Magniers og Fergusons vegna eignarhalds á veð- hlaupahestinum Rock of Gibraltar. Ferguson segir að fulltrúi Magniers hafi boðið honum 50% eignarhald í hestinum í ágúst 2001. Magnier heldur því hins vegar fram að Fergu- son hafi verið boðin 5% þess verð- launafjár sem hesturinn vinnur til. Þess má geta að talið er að hrossið vinni um 150 milljónir punda á næstu árum. Deilan stendur því um 75 milljónir punda, eða rétt um tíu milljarða króna, gríðarlega mikla peninga – jafnvel þótt menn hafi ver- ið við stjórnvölinn hjá United í átján ár. Ferguson hefur höfðað mál gegn Magnier vegna þessa. Enginn skriflegur samningur er til um að Ferguson eigi helminginn í hestinum og hann hefur ekki borgað krónu til þjálfunar hestsins og uppi- halds. Það eru því væntanlega orð hans gegn orðum Magniers þegar í réttarsalinn kemur – ef málið verður ekki leyst áður en til þess kemur. Menn velta því fyrir sér hvort Ferguson geti misst starfið sem knattspyrnustjóri United. Svarið við því er já, tæknilega séð í það minnsta. Magnier og McManus eiga rúmlega 25% hlut í United og þurfa ekki að eignast mikið til viðbótar til að geta krafist yfirtöku, til þess þurfa þeir að eignast 30%. Ólíklegt er talið að til þessa komi og því mun Ferguson traustur í sessi, en ólíklegt er að hann fái margra ára samning. Wenger styður Ferguson Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, sagði í gær að sér þætti afarólíklegt að Ferguson yrði látin fara frá United, enda væri það ekki við hæfi. „Ég held hann verði ekki látinn fara ena virðist hann hafa fullan stuðning félagsins og stuðn- ingsmanna þess. Ferguson hefur unnið gríðarlega vel fyrir félagið og það er ekki við hæfi að láta hann fara. Þessar öldur mun lægja,“ sagði Wenger. Sir Alex Ferguson í mál við stærsta hluthafa Manchester United Veðhlaupa- hestur er þrætuepli STÖÐUGT virðist ósætti stærstu hluthafa Manchester United og Sir Alex Fergusons, knattspyrnustjóra meistaranna, aukast. Nú er svo komið að hluthafarnir tveir segjast ætla í hart verði gerður lengri en eins árs samningur við Ferguson. Reuters Sir Alex Ferguson Fjórir vígalegir sjö ára júdókappar á æfingu hjá Glímufélaginu Ármanni. Frá vinstri Hermann Haraldsson, Arnór Þorleifsson, Stefán Atli Ágústsson og Ýmir Arnarson. Þeir elstu báru mestu byrðarnar og lögðu ekki í að kveinka sér undan þeim yngri. Frá vinstri í neðri röð eru Birkir Reynisson, Eyjólfur Sverrir Runólfsson, Björn Halldór Óskarsson, Ívar Halldórsson, Steingrímur Ingólfsson. Í efri röð frá vinstri eru Björn H. Halldórsson þjálfari, Elva Margrét Árnadóttir, Stefán Atli Ágústsson, Eysteinn Finnsson, Hermann Haraldsson, Ýmir Arnarson og Arnór Þorleifsson. Fjórar valkyrjur eiga vonandi eftir að láta að sér kveða í fram- tíðinni. Frá vinstri Maríanna Eva Sæmundsdóttir, Selma Antonsdóttir, Rán Ólafsdóttir og Katalin Balázs. Lothar Matthäus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.