Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 27 SÝNING Ólafs Elíassonar Litaminni og aðrir óformlegir skuggar eða Colour memory and other informal shadows sem opnuð var í Ast- rup Fearnley-safninu í Osló sl. helgi fær afar lofsamlega dóma í norskum dagblöðum. Þann- ig segir Harald Flor, gagnrýnandi Dagbladet, að Ólafur láti svo „sannarlega reyna á sjón- skynjun áhorfenda sinna strax við innganginn á sýningu sinni í Astrup Fearnley-safninu. Í verkinu Herbergi fyrir einn lit er allt baðað gulri birtu sem yfirtekur alla aðra liti í rýminu og breytir þeim í tóna á litaskala sem nær frá gulu og yfir í svart. Þannig sjáum við bæði okkur sjálf og aðra bókstaflega í nýju ljósi.“ Að sögn Flors tekst Ólafi að virkja skynfæri áhorfenda á nýjan hátt með því að nota marg- víslega ljósaáhrif. Flor bendir á að þó að Ólafi hafi, í samvinnu við samstarfsfólk sitt, tekist að skapa hreina töfra með ljósi og endurkasti þá útskýri verkin sig sjálf og áhorfandanum sé ætíð ljóst hvernig þau virka. Um verkið 360 gráða herbergi fyrir alla liti segir Flor að ekki aðeins sjái áhorfendur sig í nýju ljósi heldur séu þeir beinlínis settir í óskilgreinanlegt ástand. Gagnrýnandinn Lars Elton gefur sýningu Ólafs fullt hús stiga í umfjöllun sinni í Verdens gang sem ber yfirskriftina Töfrandi einlægni. Að hans mati minnir guli liturinn í fyrsta verk- inu, Herbergi fyrir einn lit, á lýsinguna á hrað- brautum „þar sem þú, í ljósinu, verður grá- gugginn í framan. En eftir smástund byrjar heilinn að vinna gegn gula litnum og þú „sérð“ andstæðulitinn fjólublátt. Á þennan hátt eru áhorfendur beinlínis virkjaðir og verða þannig þátttakendur í list- inni. Innsetningarnar tíu á sýningunni bjóða upp á ákaflega ólíkar upplifanir, en á sama tíma er allt það sem fyrir augu ber áþreif- anlegt og útskýranlegt. Tæknin sem fram- kallar sjónrænu fyrirbrigðin er ætíð sýnileg.“ Að sögn Eltons væri hægt að vera með lang- ar fræðilegar útlistanir á verkum Ólafs „og gæti það verið bæði áhugavert og vekti eflaust marga til umhugsunar. En það mikilvægasta við verk hans eru þau beinu áhrif sem þau hafa á áhorfendur og hvernig þau vekja hrifningu jafnt ungra sem aldinna. Hinn íslensk-danski [Ólafur] Elíasson leikur sér með rýmið og hæfileika okkar til að sjá. Hann leysir upp fyr- irframgefnar hugmyndir okkar og notar sjón- ræn fyrirbrigði til að skapa sjónhverfingar. Við sem áhorfendur verðum hluti af sýning- arheiminum sökum þess að við annaðhvort vörpum skugga á eða speglum okkur í lista- verkunum. Á þennan hátt verðum við sam- tímis gerendur og áhorfendur.“ Í gagnrýni sinni í Aftenposten verður Lotte Sandberg einnig tíðrætt um hvernig Ólafi tak- ist að virkja áhorfendur sína með ljósainnsetn- ingunum. Líkt og Elton bendir hún á hvernig áhorfendur fara smátt og smátt að „sjá“ fjólu- blátt sem andsvar við gula litnum í fyrsta verk- inu. „Með verkinu eru augu okkar virkjuð, þau leita andstæðu gula litsins og vilja sjá fjólu- blátt. Þegar við höldum áfram um sýninguna, í átt að hvítu ljósi, þá muna augu okkar stöðugt þetta gula ljós og sjá þess vegna áfram fjólublátt. Á þennan hátt gerir list [Ólafs] Elíassonar áhorf- andann að eins konar kastara, við bókstaflega vörpum ljósi á sýninguna.“ Að sögn Sandbergs eru ógleymanlegar upp- lifanir orðnar eitt aðalsmerkið í listaverkum Ólafs. „Hann kappkostar við að virkja umhverf- ið og gera áhorfendur jafnt að móttakanda og þátttakanda í list sinni. [...] Með sýningunni er skorað á okkur að verða meðvituð um okkar nánasta umhverfi. Endurspeglunin sem fylgir upplifuninni af þessum eðlisfræðilegu fyrir- bærum, eykur meðvitund okkar um hvað felst í því að sjá og það að sjá sjálfan sig. Í stærra samhengi má segja að reynslan snúist um að sjá sjálfan sig í samhengi, þ.e. í samfélagi. Að því leyti er list [Ólafs] Elíassonar sam- félagslist.“ Sýning Ólafs Elíassonar í Astrup Fearnley-safninu í Osló fær góða dóma í dagblöðum í Noregi Hreinir töfrar Úr verkinu 360 gráða herbergi fyrir alla liti á sýningu Ólafs Elíassonar í Astrup Fearnley. Ljósmynd/Örn E.Borgen/Scanpix Turninn er hluti af fyrstu innsetningunni á sýningunni, Herbergi fyrir einn lit. LEIKFÉLAG Menntaskólans við Hamrahlíð hefur oftar en önnur leik- félög framhaldsskólanna sett upp metnaðarfullar tilraunasýningar og fengið til þess reynda leikstjóra. Sú er einnig raunin nú þegar stórskemmti- leg sýning um Lísu í Undralandi er töfruð fram á litlu og þröngu sviði Tjarnarbíós. Árni Pétur Guðjónsson og Steinunn Knútsdóttir fara mjög skemmtilega leið til þess að setja upp skólasýningu: Allir sem vilja eru með í sýningunni, u.þ.b. 35 leikarar og hljóðfæraleikarar og fjöldinn allur þar að auki sem hefur unnið við upp- setninguna að öðru leyti. Það var aug- ljóst á sýningunni að traust og gleði ríkti í hópnum og leikararnir vel þjálf- aðir í þeirri aðferð sem mátti þekkja af fyrri leikstjórnarvinnu Árna og Steinunnar: Að spinna senurnar út frá mikilli vinnu með líkamann, í abs- úrd stíl þar sem allt getur gerst og hver einasti listamaður í hópnum skapar sýninguna. Hópurinn skapar sem heild og hér gengur allt upp því að traustið ríkir. Lísa í Undralandi er ævintýri þar sem ótrúlegir hlutir gerast; ótrúlegri en í flestum öðrum ævintýrum. Lísa dettur ofan í holu og lendir í Undra- landi þar sem hún hittir til dæmis kanínu með klukkudellu, brjálaðan hattara, broskött og svefnmús, að ógleymdri hinni grimmu hjarta- drottningu. MH-ingar fara þá leiðina að fylgja þræðinum nokkurn veginn og búa til tímalaust ævintýri en gera þó sum atriðin mjög nútímaleg, leyfa sér allt. Þau búa til fjórar Lísur, eða láta fjóra leikara leika Lísu og eru oft öll inni á sviðinu í einu. Það var mjög fyndið að láta Lísu vera í hjólastól á sjúkrahúsi, aleina á gamlárskvöld 2003 að horfa á hundleiðinlegt ára- mótaskaup, svo leiðinlegt að hún sofn- ar og fer að dreyma. Hinar Lísurnar þrjár eru leiknar af tveimur stelpum og einum strák en þau tákna þrjú sjálf persónunnar: Sakleysið, hugsunina og líkamann. Lísurnar spjalla saman, eru saman á þessu ferðalagi og styðja hver aðra. Þetta var mjög vel gert í sýningunni og fallegur samleikur milli leikaranna þriggja. Það eru svo margir með stór hlutverk í verkinu að ekki er hægt að telja allt upp hér. Þó verður að segja frá því að Gígja Hólmgeirsdóttir sem var saklausa Lísan lék alveg sérlega vel. Einnig var gaman að sjá þá Jakob Buller- jahn, Jakob Ómarsson og Antoine Fons, sem allir léku hjá Ofleik síðast- liðið sumar, en þeir voru áberandi öruggir í hlutverkum sínum. Auk þess sýndi Haraldur Ágústsson sem lék Hjartadrottinguna flotta kómíska takta. Öll umgjörð verksins var vel heppnuð, sviðið skemmtilega nýtt og myndbandssýningar á vegg alveg frá- bærar, til dæmis til þess að sýna Lísu stækka og minnka inni í húsi, og alveg magnað að sjá hvað hægt er að gera á sviði með einföldum stillönsum. Bún- ingar voru unnir af hugviti þar sem augljóst var að reynt var að nýta það sem til féll. Tónlistin var skemmtilega villt og ævintýraleg og í stíl við furðu Lísu á vaxandi óhugnaði ævintýra- heimsins. Lýsingin var fallegur hluti af heildarútlitinu. Leikskrá og plakat eru svo vönduð að furðu vekur. Það er aldrei of oft minnt á hvað þátttaka í leikstarfi á unglingsárum er góð þroskaleið og hér sannast það svo vel þar sem hópurinn býr sýninguna til með virkri listsköpun. Að lokum er vert að hvetja leikhúsunnendur til að drífa sig í ævintýraheiminn í Tjarn- arbíóí. Húrra fyrir MH-ingum og leikstjórunum þeirra. Stórsýning á litlu sviði LEIKLIST Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð Höfundur skáldsögu: Lewis Carrol. Leik- gerð: Leikstjórar í samvinnu við leikhóp. Leikstjórn: Árni Pétur Guðjónsson og Steinunn Knútsdóttir. Leikmyndar-, bún- inga- og útlitshönnun: Kristína R. Berg- mann. Ljósahönnun: Halldór Örn Ósk- arsson. Tónsmiðir: Atli Bollason og Leó Stefánsson. Grafísk hönnun: Eyþór Páll Eyþórsson. Tjarnarbíó, 22. janúar 2004. LÍSA Í UNDRALANDI Hrund Ólafsdóttir Sögufélagið í Fischersundi 3 kl. 20 Hinn árlegi bókafundur Sagn- fræðingafélags Ís- lands er í kvöld. Guðrún Ása Gríms- dóttir fjallar um sjötta bindið í rit- röðinni Sögu Ís- lands eftir Helga Þorláks- son, Hrefna Róbertsdóttir um Sögu Reykjavíkur eftir Þorleif Óskarsson, og Inga Huld Hákonardóttir mun fjalla um verkið Öx- ina og jörðina eftir Ólaf Gunnarsson. Höfundar Sögu Íslands og Sögu Reykjavíkur verða á staðnum og bregðast við umsögnum. Fundarstjóri verður Ólöf Garðarsdóttir. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Þorleifur Óskarsson JÓNAS Ingimundarson píanóleikari kynnir tónlist í Reykholti í Borgarfirði nk. laugar- dag kl. 14. Um er að ræða tveggja tíma dag- skrá sem hann nefnir ,,Hvað ertu tónlist?“ Jónas kynnir fyrir þátttakendum hvernig hægt er að nálgast tónlist og verður með sýnishorn við flygilinn og veltir fyrir sér hugtakinu tónlist og skoðar það sem kemur upp hverju sinni. Skráning þátttakenda er hjá Símenntunarmiðstöð Borgarfjarðar. „Hvað ertu tón- list“ í Reykholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.