Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 60
DAGUR Kári Pétursson, höfundur og leikstjóri Nóa albínóa, er með nýja mynd í fullri lengd í deiglunni. Mun hún heita The Good Heart og er kostnaður áætlaður rúmlega 260 milljónir (3,8 milljónir dollara), að fram kemur á vefsíðu Norrænu kvikmyndastofnunarinnar, Nordic Film News. Íslenska framleiðslufyrirtækið ZikZak mun kosta myndina til hálfs. Nýja myndin fjallar um Lúkas, tuttugu og fimm ára gamlan heim- ilislausan pilt sem býr í nágrenni við járnbrautarteina. Farið er með pilt á sjúkrahús vegna misheppnaðrar sjálfsvígstilraunar. Þar hittir hann fyrir hinn 57 ára gamla Jacques, piparsvein og kráareiganda. Hann er að jafna sig eftir fimmta hjartaáfallið og sér fram á að það sé farið að stytt- ast í annan endann hjá honum. Hann ákveður að taka Lúkas að sér, svo að Lúkas geti tekið við barnum af honum. Drukkin flugfreyja setur hins vegar strik í áformin og er endir myndarinnar „einn sá óvæntasti í sögu kvikmyndanna“ hefur Nordid Film New eftir Degi Kára sjálf- um. Hlín Jóhannesdóttir hjá ZikZik segir samstarfsmenn sína, þá Skúla Malmquist og Þóri Snæ Sigurjónsson, vera stadda núna úti í Rotter- dam, á „fjármögnunar-messunni“ CineMart, sem er liður í alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni þar. „Á CineMart er valinn hópur verkefna sem hafa fengið inngöngu þangað,“ útskýrir Hlín fyrir blaðamanni. „Það er svona ákveðinn þrösk- uldur. Þessi ráðstefna stendur yfir í viku og þá er um að gera að kynna verkefnin á sem mest aðlaðandi máta fyrir væntanlegum framleiðendum og fjármögnunaraðilum. Nói var m.a. fjármagnaður á þennan hátt. Og ég get staðfest það að áhuginn fyrir Degi er mikill. Strákarnir eru á stöð- ugum fundum þarna. Annars er þetta allt á algeru byrjunarstigi,“ segir Hlín og taldi óráðlegt að gefa frekari upplýsingar um nýju myndina hans Dags Kára að svo stöddu. Næsta mynd Dags Kára heitir The Good Heart Dagur Kári Pétursson Áhuginn er mikill 60 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ EPÓ Kvikmyndir.com Roger Ebert  AE. Dv  Skonrokk FM909 Kvikmyndir.is GH. Kvikmyndir.com  HJ.MBL HJ. MBL The Rolling Stone SV. Mbl Sýnd kl. 5.30.  ÓHT. Rás2 Tónlist myndarinnar er eftir Hilmar Örn Hilmarsson MEG RYAN JENNIFER JASON LEIGH Nýjasta mynd leikstjóra „THE PIANO“ JANE CAMPION Sýnd kl. 9. B.i. 14 ára. Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Kvikmyndir.is DV  ÓHT Rás2 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Stórskemmtileg og sprenghlægileg gam- anmynd með Eddie Murphy sem kemst í hann krappann ásamt fjölskyldu sinni þegar þau gista á gömlu draugasetri! Sýnd kl. 5. Sýnd kl. 6.45. B.i. 16.  VG DV 4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna 6 Tilnefningar til óskarsverðlauna m.a. besta mynd ársins Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16. kl. 5.30. La Faute á Voltaire /Skellum skuldinni á Voltaire Kl. 8. S21 la machine de mort Khmer/Drápsvél Rauðu Khmeranna Kl. 10. Etre et avoir/Að vera og hafa Í stóra salnum kl. 10.15. Le peuple migrateur/- Heimur farfuglanna KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. b.i. 14 ára. Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8. Kvikmyndir.is DV  ÓHT Rás 2 i i .i 4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna SKAGASTELPAN Rakel Páls- dóttir sigraði í söngkeppni Sam- fés sem fram fór í Laugardals- höllinni síðastliðinn laugardag. Hún er fimmtán ára en alveg að verða sextán og fædd og uppalin á Akranesi. Hún segir gott að eiga heima á Skaganum og er ekki frá því að umhverfið þar sé söng- hvetjandi. „Hér er mikið sönglíf og mikið af söngfólki,“ segir Rakel sem tók þátt í Samféssöngkeppninni fyrir hönd Arnaldar, en svo heitir fé- lagsmiðstöð unga fólksins á Akra- nesi. Alls tóku þátt sextíu og tvær félagsmiðstöðvar af öllu landinu þátt, svo samkeppnin var mikil. Stuðningur frá Skagakrökkunum Rakel getur ekki neitað því að hún sé í skýjunum með sigurinn. „Jú, auðvitað er ég mjög ánægð en ég átti alls ekki von á að sigra. Ég mætti ekki á svæðið með nein- ar sérstakar væntingar, ég var ekki staðráðin í að sigra eða neitt svoleiðis,“ segir hún æðrulaus og róleg yfir þessu öllu saman. Hún segir þátttöku sína tilkomna þannig að árlega sé haldin á Akranesi hæfileikakeppni og hátónsbarkakeppni og hún hafi einmitt sigrað í hátónsbarka- keppninni núna, en venjan sé að sá sigurvegari fari sem fulltrúi fé- lagsmiðstöðvarinnar í söngkeppni Samfés. Keppnin var gríðarlega vel sótt og Rakel viðurkennir al- veg að það hafi verið dálítið stressandi að standa á sviði og syngja fyrir rúmlega þrjú þúsund manns. „En það var bara fyrst, svo ein- beitti ég mér bara að því að njóta þess að syngja og hafa gaman af þessu öllu saman. Ég fékk líka góðan stuðning frá Skagakrökk- unum í salnum sem þó voru færri núna en oft áður, en þau stóðu sig vel og það var mjög gaman að samfagna með þeim.“ Vill leggja sönginn fyrir sig Rakel segist hlusta á nánast allar tegundir tónlistar og á tíma- bili hafi hún mikið hlustað á Cel- ine Dion og einmitt þess vegna valdi hún að syngja lagið hennar: „That’s the way it is“. „Ég þekki þetta lag mjög vel og þá er þetta miklu auðveldara. Flosi tónmenntakennari hér á Skaganum sá um undirleikinn hjá mér og hann leiðbeindi mér líka þegar ég var að undirbúa mig og æfa fyrir keppnina.“ Söngurinn á hug Rakelar allan og hún hóf söngnám hjá Elfu Margréti í Tónlistarskóla Akra- ness í haust. „Svo var ég í barna- kór þegar ég var lítil og ég hef verið syngjandi alveg frá því ég var smákrakki. Reyndar er ég alltaf syngjandi,“ segir Rakel að lokum hlæjandi og bætir við að hún sé alveg til í að vinna við það að syngja í framtíðinni. khk@mbl.is Söngfuglinn ungi af Skaganum Morgunblaðið/Sigurður Elvar Rakel Pálsdóttir söng til sigurs fyrir hönd félagsmið- stöðvar sinnar, Arnaldar á Akranesi. …Flestir kannast við leikkonuna Angelu Lansbury úr þáttunum Morðgáta eða Murder She Wrote. Lansbury er nú 78 ára og hefur boðist hlutverk í nýjum sjónvarps- þáttum, boð sem hún hefur þekkst. Mun hún leika 84 ára gamla, hortuga ömmu en þætt- irnir heita Vita- skipið Svartavatn (The Blackwater Lightship) og eru dramaþættir sem fjalla um þrjár kynslóðir kvenna. Þættirnir voru teknir upp í Írlandi, þar sem Lans- bury býr nú …Britney Spears og Beyoncé Knowles eru sagðar hafa hnakkrifist þegar þær snæddu saman kvöldverð á veitingahúsi í Lundúnum eftir að sjónvarps- auglýsing, sem þær léku í ásamt söngkonunni Pink, fyrir Pepsi, var frumsýnd í borginni í vikunni. Segja fjölmiðlar að Britney hafi strunsað út af veitingahúsinu eftir rifrildið en Beyoncé er sögð hafa gagnrýnt stjörnustæla Britney. „Þetta var fáránlegt. Þær geta ekki einu sinni sýnt hvor annarri kurt- eisi yfir kvöldverði. Beyoncé var að skjóta á Britney sem svaraði fullum hálsi og strunsaði síðan út,“ er haft eftir heimildarmanni. Þá fullyrða fjölmiðlar einnig að Pink hafi reiðst Britney heiftarlega þegar hún mætti í minkafeldi en Pink hefur barist fyrir réttindum dýra. Þær stöllur öfluðu sér ekki margra vina á meðan þær dvöldu í Lundúnum. Til stóð að þær yrðu viðstaddar sýningu á söngleiknum We Will Rock You í Dominion-leikhúsinu á West End. Söngkonurnar komu tveimur tímum of seint til sýning- arinnar og á meðan biðu aðrir sýn- ingargest- ir …Fjölskylda Che Guevara hefur látið í ljós mikla ánægju með kvikmynd sem Robert Redford hefur framleitt um líf uppreisnar- mannsins. Redford sýndi fjölskyld- unni kvikmyndina The Motorcycle Diaries á sérsýningu sem hann hélt fyrir hana í Havana á Kúbu. Ekkja Che og börn þeirra voru viðstödd sýninguna. Nafn kvikmyndarinnar tengist níu mánaða ferðalagi Che á mótorhjóli um Suður-Ameríku árið 1952, en þá var hann í læknisnámi. FÓLK Ífréttum FULLYRT ER að fundist hafi upptökur sem sagðar eru allra fyrstu lögin sem Elvis Presley tók upp og voru aldrei útgefin. Upptökurnar fundust í Man- hattan-stúdíói og eru í mjög slæmu ástandi og ekki hægt að spila þær í heild sinni en til stendur að skipta þeim í tveggja tommu búta og bjóða til sölu. Elvis Presleys Ent- erprises hefur gefið grænt ljós á framtakið og svo á eftir að koma í ljós hvernig til tekst, en óteljandi Elvis-aðdáendur um víða veröld hljóta að bíða spenntir. Einn af þeim sem tekur þátt í að vinna að því að gera upptökurnar boðlegar (sem nokkrar efasemdir eru um hvort takist), segir að hér sé um „hluta af sögu mannkyns að ræða og nú sé tækifæri til að eignast eitthvað sem aldrei hafi komið á markað áður“. Elvis-aðdáendur eru þó margir hverjir alveg æfir yfir því að eyði- leggja eigi upptökurnar og selja til hæstbjóðanda og líkja því við ef hið sama yrði gert við upprunalega handritið að skáldverki á borð við Moby Dick. Elvis í bútum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.