Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA sýningin í Listasafninu á Akureyri á árinu var opnuð 14. þessa mánaðar og leggja tveir listamenn undir sig þrjá sali safnsins, þau Bjarni Sigurbjörnsson og Svava Björnsdóttir. Sýningarnar eru þó ekki bara hugsaðar sem tvær aðskildar einkasýningar, heldur velur Hannes Sigurðsson, forstöðumaður safnsins, þessa listamenn til að tefla saman tveimur helstu einkennum abstraktlistarinnar, ab- strakt expressjónismanum og geometríunni. Að tefla saman ólíkum stefnum er algengt í samtímalistum. Er að mörgu leyti uppskrift hins póstmóderníska viðhorfs, en þó ekki að sama hætti og var ríkjandi á milli 1980 og 1990, þegar listamenn leituðu í hefðina, héldu áfram með hugmyndir eða aðferðir eldri listamanna og unnu jafnvel beint eftir viðurkenndum lista- verkum. Nú er frekar verið að tína ýmislegt ólíkt upp úr „gamla“ grautnum, blanda því saman og gera með það tilraunir, nokkurskon- ar „remix“, eða endurblöndun. Listaverk Ólafs Elíassonar, sem dæmi, bera merki þessháttar nálgunar. Hann nýtir sér margt sem hefur verið gert í fortíðinni, s.s. úr landlist og mínimalisma, og tvinnar það saman. Er ljóðrænn jafnt sem rökrænn og snertir náttúru sem vélrænu. Virðist Hannes Sigurðs- son hafa þennan háttinn á sem safnstjóri að þessu sinni. Velur listamennina tvo, Bjarna og Svövu, sem tilraun til að skoða og bera saman þessi megineinkenni abstraktsjónarinnar og/ eða að finna þeim flöt eða umhverfi þar sem þau mætast. Umsnúið vinnuferli Sýning Bjarna Sigurbjörnssonar nefnist „Opus“ og er í tveimur sölum listasafnsins. Vinnuaðferð Bjarna er mjög viðtekin og verkin minna á margt í abstrakt expressjónisma eft- irstríðsáranna. En það er meira á bak við verk- in en bara útlit og aðferð. Bjarni málar á gegn- sætt plexigler eða plexiskúffur, eins og hann kýs að kalla það, og vinnur málverkið á þá hlið sem snýr frá áhorfandanum. Þess vegna er oft talað um að listamaðurinn sýni okkur bakhlið málverksins. Drepur Gunnar J. Árnason, list- heimsspekingur, einmitt á þetta í texta í sýn- ingarskrá og hefur undirritaður einnig fjallað um þessa hlið á málverkum Bjarna hér á síðum Morgunblaðsins. Að þessu sinni er ég þó ekki reiðubúinn að gangast alveg við þeirri hug- mynd. Verkin hafa allavega þróast í þá átt að ég tel ástæðu til að taka málið til endurskoð- unar. Hugmyndarlega gengur þetta reyndar upp hjá Bjarna, en ekki sjónrænt. Í einlitum málverkum sem listamaðurinn sýndi t.d. í Hafnarborg árið 2001 og í Hafnarhúsinu 2002 er ekkert sem mælir gegn því að bakhliðin sé til sýnis. En í málverkunum í listasafninu hlað- ast litir hver ofan á annan og smágerðar strok- ur eða slettur liggja ofan á flæðandi litum svo til verður forgrunnur og bakgrunnur. Sjón- rænt séð bendir ekkert til þess að um bakhlið á málverki sé að ræða. En útlit bakhliðar á ab- strakt expressjónísku málverki hlýtur að vera annars konar en viðtekið útlit framhliðar. Bjarni snýr aftur á móti vinnuferlinu eða at- höfninni við. Málar fyrst það sem venjulega er málað síðast, byrjar á forgrunni og endar á bakrunni og vinnur málverkið aftan frá. Sýning Svövu Björnsdóttur er öllu minni. Hún sýnir þrjá nýja skúlptúra í minnsta saln- um af þremur. Þetta eru stór verk, stærstu heilu skúlptúrar sem listakonan hefur gert, en hún hefur áður gert stærri verk samsett í mörgum smærri einingum. Sýningin nefnist „Arcus“ sem þýðir arkir eða örk, sbr. pappírs- örk, en efniviður listakonunnar er pappamassi sem hún steypir í mót. Ég myndi seint skilgreina listaverk Svövu sem hefðbundna geometríu þótt hún vinni með grunnformin. Hún sækir í hefð mínimalismans. Minnir að sumu leyti á verk Jan Schoonhovens og að öðru á Anish Kapoor. Tveir ólíkir lista- menn, en þráður þar á milli sem tvímælalaust nær til Svövu. Svava nálgast skúlptúra sína á malerískan máta. Tveir skúlptúrarnir eru mál- aðir, en sá þriðji er í hvítum lit pappírsins og þar nýtir hún umhverfislýsingu til að skapa skuggaspil á milli ferningsforma líkt og teikn- ingu á pappír. Fæst semsagt við myndgerð jafnt sem skúlptúrform og kemur þar upp ann- að athyglisvert samspil hjá listamönnunum tveimur. Þ.e. malerísk nálgun Svövu við skúlptúrinn og skúlptúrísk nálgun Bjarna við málverkið. Rýminu ögrað Í verkum Bjarna er u.þ.b. 10 sm bil frá yf- irborði plexiglersins að vegg og því skapast skuggar á veggnum þegar ljós sker litina sem virkar líkt og teikning í málverkunum. Bjarni notar þannig umhverfislýsingu í myndsköpun- inni líkt og Svava gerir. Verk Bjarna eru einnig máluð með rýmið í huga. Í miðrýminu gengur það upp, slétt og fellt, en í öðrum salnum, sem jafnframt er stærsti salurinn, ögrar hann rým- inu með stærð málverkanna. Í raun eru mál- verkin of há fyrir rýmið, andar ekki mikið frá jaðri málverkanna að gólfi og að lofti. En það sem vegur upp á móti er að listamaðurinn vinn- ur þunga og jarðfasta liti neðarlega á mynd- flötinn en ljósa og loftkennda liti á efri hlutann. Dregur þannig þyngdina niður á gólf og skapar það andrúm sem verkin þurfa. Finnst mér stærri salurinn því betri hjá Bjarna og mun djarfari. Hið sama má reyndar segja um Svövu, að hún ögrar rýminu með stórum skúlptúrum sem sýnast níðþungir en eru í rauninni fisléttur pappír. En þrátt fyrir stærðina þá opna þeir rýmið frekar en að fylla í það. Af þeim sökum finnst mér einkennilegt að kalla listaverkin „objekt-skúlptúra“, en hef ekkert betra heiti yfir fyrirbærin eins og stendur. Skúlptúrarnir standa ekki sem hlutir á gólfi heldur virðast sogast að veggnum í hálfgerðu svifi. Formin ganga svo inn í sjálfan hlutinn og enda í fer- hyrndu flötu formi. Þess má geta að í litlu her- bergi inn af sýningarsalnum hefur listakonan sett upp eitt eldra verk sem hún sýndi á Lista- safni ASÍ árið 2001. Þetta var besta verkið á þeirri sýningu en stendur þeim nýju langt að baki í gæðum. Það eru semsagt fleiri þættir sem koma saman hjá listamönnunum en abstrakt ex- pressjónin og geometrían og því óhætt að segja að saman skapa þau athyglisverða heildar- mynd. Hefði vægi Svövu mátt vera meira svo jafnræði væri á samspilinu, en vissulega standa listamennirnir fyrir sínu hvort í sínu lagi. Samspilið gerir sýningarnar bara enn ánægjulegri en ella. Endurblandað Eitt af abstrakt expressjónískum málverkum Bjarna Sigurbjörnssonar á sýningunni Opus.Geometrísk form eru í fyrirrúmi á sýningu Svövu Björnsdóttur, Arcus. MYNDLIST Listasafnið á Akureyri Opið frá kl. 12–17. Lokað á mánudögum. Sýningu lýkur 7. mars. MÁLVERK – BJARNI SIGURBJÖRNSSON SKÚLPTÚR – SVAVA BJÖRNSDÓTTIR Jón B.K. Ransu Fiðlukonsert Beethovens er einstakur í tónlistarsög-unni sama hvernig á það er litið. Hann er drottn-ing fiðlukonsertanna: tignarlegur, ljóðrænn, íhug-ull og syngjandi.“ Þannig kemst Árni Heimir Ingólfsson að orði í umfjöllun sinni í efnisskrá tónleika Sin- fóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Einleikari kvöldsins, finnski fiðluleikarinn Pekka Kuus- isto, segir að fiðlukonsert Beethovens sé snilldarverk sem allir fiðluleikarar sem eitthvað kveður að glími við. „Því miður uppgötva þó ekki allir hvað það er mikill húm- or í verkinu. Þegar tónlistarmenn tala um fiðlukonsert Beethovens, tala þeir um hann sem djúpt og alvarlegt verk. Auðvitað er hann það líka – en hann er líka þrunginn húmor og gleði, og það er einmitt það sem hefur alltaf heillað mig við hann.“ Kuusisto segir að í raun og veru sé fiðlukonsertinn einfalt verk, þar séu hvorki óvenjulegar hljómaraðir né flókinn strúktúr. Hann sé því nokkuð hefðbundinn, en þó fullur af lífi undir niðri. En er það ekki tilfellið að almennt sé Beethoven ekki talinn „glatt og gleðiríkt“ tónskáld, þrátt fyrir Óðinn til gleðinnar í níundu sinfóníunni? „Jú, en það er goðsögn. Við vitum að hann var mjög alvarlegur maður og jafnvel illskeyttur, en þó hlýtur að hafa verið talsverð gleði í lífi hans, tónlistin ber þess einfaldlega merki. Goðsögnin um alvarleika Beethovens á sér meðal annars rætur í stefinu sem allir þekkja – örlagastefinu, úr upphafi fimmtu sinfóní- unnar. Þetta er eitthvað sem fólk man eftir og tengir mjög alvarlegu tónskáldi. Þó er mikið ljós í sinfóníum hans, þjóð- dansar, bjórdrykkja og fleira skemmtilegt.“ Pekka Kuusisto heyrði fiðlunkonsertinn fyrst á plötum heima hjá sér, en var orðinn átta ára þegar hann heyrði hann fyrst á tónleikum. „Mér fannst hann langur, og mér fannst fiðluleikarinn ekkert góður. Ég man ekki einu sinni lengur hver það var. Sjálfur beið ég lengi með að takast á við konsertinn. Ég spilaði Tsjaíkovskíj konsertinn fjórtán ára og Sibelius um svipað leyti. En ég beið með Beethvoen þar til fyrir rúmum þremur árum, og ég er 27 ára í dag. Það þykja frekar síðbúin kynni af verkinu. En það var alltaf ver- ið að segja mér að þetta væri svo alvarlegt verk – það væri eins og að lesa biblíuna, það væri ekki hægt að taka því létt og að ég yrði að takast á við það af mikilli alvöru. Ég var orðinn svolítið smeykur við það. En í dag erum við, ég og Beethovenkonsertinn, bestu vinir.“ Alltaf pláss fyrir nýja rödd Kuusisto segist þó ekki hafa fundið fyrir kvíða fyrir því hve margir þekki verkið og hafi skoðanir á því hvernig það eigi að vera flutt. Þegar á hólminn kom var glíman við það auðveld og ánægjuleg. „Ég treysti því að ég hafi eitthvað að segja, og að fólk heyri að þetta er þessi vinsæli konsert leik- inn með minni rödd. Það er einmitt eitt af því sem gerir svona stórkostleg verk svo mögnuð; – hver og einn fiðluleik- ari hefur sitt lag, sína rödd og túlkunarmöguleikarnir eru jafn margir og túlkendurnir. Það er alltaf pláss fyrir eina rödd í viðbót. Það er eitt af því áhugaverða – að eiga þess kost að heyra svona verk flutt á svo margan, ólíkan máta.“ Pekka Kuusisto hefur ekki komið til Íslands áður og segir þá upplifun mjög ánægjulega. Hér þekkir hann fjölda tón- listarmanna og finnskir vinir hans hafa verið hér að spila djass. „Það er gaman að fá tækifæri til að spila með Sinfón- íuhljómsveit Íslands, hún spilar afburðavel og styður mig vel í einleikshlutverkinu. Hljómsveitarstjórann, Rumon Gamba hef ég þekkt lengur og það er gaman að vinna með honum á ný.“ Á seinni hluta tónleikanna leikur hljómsveitin 4. sinfóníu Sjostakovitsj, en eitt metnaðarfyllsta verkefni Sinfón- íuhljómsveitar Íslands hin síðari ár er sú fyrirætlun að leika allar sinfóníur Dmítrí Sjostakovitsj, alls fimmtán talsins, á næstu þremur til fjórum starfsárum. Flutningi á fyrstu 3 sinfóníum er nú lokið og komið að þeirri fjórðu. Verkið gerir kröfu um gríðarlega stóra hljómsveit og hafa sviðsmenn SÍ gert sérstakar ráðstafanir og stækkað sviðið til þess að allir hljóðfæraleikararnir 108 rúmist á sviðinu í Háskólabíói. Goðsögn að Beethoven sé ekki glaðlegt tónskáld Morgunblaðið/Jim Smart Finnski fiðluleikarinn Pekka Kuusisto æfir gleðiríkan fiðlu- konsert Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Íslands í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.