Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 55 FÓLK  RAÚL og Zinedine Zidane skoruðu mörk Real Madrid sem vann Val- encia, 2:1, á útivelli í spænsku bik- arkeppninni í gærkvöld. Real vann fyrri leikinn 3:0 og er því komið í und- anúrslit ásamt Sevilla og 2. deildarlið- inu Alavés. Fjórða liðið verður Zara- goza eða Barcelona.  NORÐMENN lögðu Singapúr í vin- áttulandsleik í knattspyrnu í gær, 5:2, og er þetta í fyrsta sinn í fimm ár sem Norðmenn skora fimm mörk gegn mótherjum sínum.  FORSVARSMENN ensku úrvals- deildarliðanna í knattspyrnu hafa samþykkt að leggja það til að tveggja vikna hlé verði gert á úrvalsdeildinni í janúar. Slíkt yrði gert til reynslu næstu tvö keppnistímabil en það kom ekki til greina að gefa frí í lok desem- ber, enda mikil og löng hefð fyrir knattspyrnuleikjum yfir jól og ára- mót á Englandi.  SVEN Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englendinga, hefur rætt við talsmenn félaga á Englandi undan- farin misseri og lagt ríka áherslu á að gert verði hlé á deildinni – líkt og tíðk- ast á meginlandi Evrópu. Og er þessi samþykkt talin vera sigur fyrir hinn sænska þjálfara, sem telur að ensku landsliðsmennirnir verði betur í stakk búnir í landsliðsverkefni framtíðar- innar ef þeir fái slíkt frí.  OLIVER Kahn, fyrirliði Bayern München, sem meiddist í leik gegn Southampton á dögunum, er orðinn góður og tilbúinn til að leika gegn Frankfurt á laugardaginn er keppnin í þýsku 1. deildarkeppninni hefst á ný eftir vetrarfrí.  CELTIC í Skotlandi hefur lánað sænska landsliðsmarkvörðinn Magn- us Hedman til ítalska 1. deildarliðsins Ancona út keppnistímabilið. Hann missti stöðuna hjá Celtic til Robert Douglas, þegar Celtic varð úr leik í meistaradeild Evrópu með því að tapa fyrir Lyon.  JOHN Terry og Robert Huth, varnarmennirnir sterku hjá Chelsea, komu til London frá Spáni í gær, vegna meiðsla á fæti. Chelsea hefur verið í æfingabúðum á La Manga. Claudio Ranieri knattspyrnustjóri segir að þeir komi ekki til með að missa af næsta leik Chelsea.  LEBRON James, leikmaður Cleve- land, og einn mest um talaði nýliði frá upphafi í NBA-deildinni mun ekki taka þátt í troðkeppninni á stjörnu- hátíð NBA í febrúar. James hefur ver- ið meiddur á ökkla og vilja forráða- menn liðsins að hann leiki aðeins í stjörnuleik nýliða að þessu sinni.  JAMAL Mashburn, leikmaður NBA-liðsins New Orleans Hornets, er væntanlegur í liðið á ný eftir upp- skurð á hné en hann hefur ekki tekið þátt í þeim 44 leikjum sem búnir eru í vetur. Mashburn meiddist á undir- búningstímabilinu en hann er einn af reyndari leikmönnum liðsins og hefur oft verið í stjörnuliði deildarinnar. KONRÁÐ Olavsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, hefur tekið fram skóna á ný eftir hlé í hálft þriðja ár og leikur væntanlega með Gróttu/KR í síð- ari hluta Íslandsmótsins sem hefst 6. febrúar. Hann hefur æft með liðinu að undanförnu og sagði við Morgunblaðið að með þessu væri sá gamli draumur sinn að rætast að enda feril sinn þar sem hann hófst, en Konráð er uppalinn KR-ingur og lék þar framan af ferlinum. „Ég hætti hjá Stjörnunni á sín- um tíma vegna þess að ég fór í nám sem kom í veg fyrir að ég gæti æft sem skyldi. Síðan hef ég leikið með eldri flokki Gróttu/KR í utandeildinni að undanförnu og haft gaman af, og fór í framhaldi af því að æfa með meistara- flokknum. Ég hef mjög gaman af því að spila handbolta og er al- veg tilbúinn til að leggja meira á mig. Vonandi get ég hjálpað til, þétt hópinn og aukið breiddina, og náð að spila einhverjar mín- útur í hverjum leik,“ sagði Kon- ráð sem er 35 ára, lék 169 lands- leiki á árunum 1987 til 1999 og skoraði í þeim 385 mörk. Hann spilaði með KR til 1990, Dort- mund í Þýskalandi til 1993 og með Stjörnunni eftir það til 2001, nema hvað tímabilið 1997–98 lék hann með Niederwürzbach í Þýskalandi. Konráð með Gróttu/KR og gamall draumur rætist ÚRVALSDEILDARLIÐ Hamars í körfuknattleik hefur fengið liðs- styrk en Bandaríkjamaðurinn La- vell Ovens mun leika með liðinu út leiktíðina og er hann þriðji erlendi leikmaðurinn í herbúðum Hvera- gerðisliðsins. Chris Dade og Fa- heem Nelson hafa leikið með liðinu í vetur. Pétur Ingvarsson, þjálfari liðsins, sagði í gær að hann hefði sent inn yfirlýsingu til Körfuknatt- leikssambandsins, KKÍ, þess efnis að hann myndi ekki leika fleiri leiki með Hamarsmönnum þar sem liðið væri þá komið yfir launaþakið sem er 500 þúsund kr. á mánuði. „Ovens er 34 ára og lék síðast í Chile en hann þekkir Chris Dade og við vor- um alveg til í að fá hann til liðs við okkur enda eykur hann hæðina í liðinu en hann leikur í stöðu fram- herja að öllu jöfnu,“ sagði Pétur en hann er ekki sáttur við að þurfa að sitja utan vallar vegna reglugerðar um launaþak. „Við tökum þátt í þessari vitleysu í vetur en vonandi verða menn búnir að átta sig á þessu rugli í vor og breyta þessu til betri vegar á næsta ársþingi,“ sagði Pétur. Ovens ýtir Pétri til hlið- ar hjá Hamri En á meðan Svíar eru í sárumeru Danir í draumheimum. Við þeim blasa undanúrslitin – ef þeir sigra Svisslendinga í dag eins og fastlega má búast við eru þeir öruggir með að komast í baráttuna um verðlaunasætin, sama hvað gerist í leik Rússa og Króata síðar um kvöldið. Sú viðureign verður væntanlega hreinn úrslitaleikur um hvor þjóðin fylgir Dönum í undanúrslitin. Verði Danir, Króat- ar og Rússar allir jafnir með 8 stig fara Danirnir áfram og Rússar verða þá að vinna með þremur mörkum til að skáka Króötum, en þá ræður úrslitum markatalan í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Og Danir geta tryggt sér ólymp- íusætið í dag, þetta eina sem laust er á leikunum í Aþenu. Vinni þeir Sviss, geta aðeins Slóvenar ógnað þeim, og til þess þurfa Slóvenar að vinna Frakka í kvöld. Fari Danir í undanúrslit en Slóvenar ekki, er ljóst hvert þeir farseðlar fara. Danir náðu undirtökunum gegn Svíum undir lok fyrri hálfleiks. Þeir gerðu þrjú síðustu mörkin, 18:14 í hléi, og síðan þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiks, 21:14. Eftir það áttu Svíar aldrei möguleika, munurinn hélst 5–8 mörk allt til leiksloka. „Við vorum fljótari og beittari en þeir, erum í betri æfingu, og því héldum við uppi hraðanum í leiknum. Þetta var ótrúlegur leikur og þó þreytan færi að segja til sín og hugsunin væri þar með ekki eins skýr á lokakaflanum, náðum við að halda okkar hlut. Ég hef sjaldan verið jafn þreytt- ur, enda erum við búnir að spila tvo hörkuleiki á tveimur dögum, en ég er himinlifandi,“ sagði skyttan danska Lars Krogh Jeppesen. Michael Knudsen skoraði 8 mörk fyrir Dani, Sören Stryger 7 og þeir Jeppesen og Klavs Bruun Jörgensen gerðu 5 mörk hvor. Stefan Lövgren skoraði 9 mörk fyrir Svía og Staffan Olsson 4. Öruggur sigur Króata Króatar unnu Sviss örugglega þó lokatölurnar væru 30:27, en heimsmeistararnir, sem nú eru einir ósigraðir í keppninni í Slóv- eníu, voru með tíu marka forystu, 29:19, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Svisslendingar skoruðu þá 7 mörk í röð og löguðu stöðuna verulega, en þeir voru reyndar með undirtökin lengi vel í fyrri hálfleiknum. Ivano Balic skoraði 6 mörk fyrir Króata og þeir Renato Sulic og Mirza Dzomba 5 hvor. Robbie Kostadinovich, markahæsti leikmaður keppninnar, skoraði 7 mörk fyrir Sviss og Carlos Lima 5. Gömlu Rússarnir drjúgir Rússar sigruðu Spánverja, 36:30, í gær og voru með und- irtökin allan tímann. Það voru reyndustu menn rússneska liðsins, hinn 42 ára gamli Andrei Lavrov í markinu og hinn 39 ára gamli Al- exander Tutschkin, örvhenta stór- skyttan, sem voru Spánverjum erf- iðastir. „Við reyndum allt sem við gát- um en misstum boltann of oft og nýttum heldur ekki dauðafærin,“ sagði Cesar Argiles, þjálfari Spán- verja. Eduard Kokcharov skoraði 10 mörk fyrir Rússa, Alexei Rastvort- sev 6 og Tutschkin 5. Fernando Hernandez skoraði 8 mörk fyrir Spánverja og Demetrio Lozano 7. Reuters Daninn Lars Jörgensen skilur Svíana Jonas Larholm og Mathias Franzen eftir í leik liðanna í gærkvöld, og það varð einmitt niðurstaða leiksins: Danir skildu Svía eftir. Danir sendu Svía út í ystu myrkur SÆNSKA handboltastórveldið er hrunið. Eftir tap gegn Dönum í gær, 34:28, eru handhafar Evrópubikarsins, Svíar, úr leik og verða ekki í baráttunni um efstu sætin á öðru stórmótinu í röð. Þar að auki er þessi sigursælasta handboltaþjóð undanfarin fimmtán ár úr leik í baráttunni um sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu og til að kóróna allt þurfa Svíar fara í undankeppni fyrir næstu tvö stórmót þar á eftir, HM í Túnis á næsta ári og Evrópukeppnina árið 2006. Allt þetta fengu lærisveinar Bengts Johanssonar í andlitið í leikslok í Ljublj- ana í gærkvöld og til að strá salti í sárin voru það erkifjendurnir handan Eyrarsundsins, Danir, sem sáu um að senda granna sína út í ystu myrkur. LÁRUS Orri Sigurðsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, lék sinn fyrsta leik í rúma fjóra mánuði þeg- ar hann lék síðustu 35 mínúturnar í sigurleik varaliðs WBA gegn Leeds, 2:0, í fyrrakvöld. Gary Shelt- on, þjálfari varaliðs WBA, sagði á heimasíðu WBA að Lárus hefði ver- ið öruggur í sínum aðgerðum og hann hefði verið ánægður með frammistöðu Lárusar í leiknum. Lárus Orri reif liðþófa í hné í leik með WBA gegn Crystal Palace í september og þurfti að gangast undir aðgerð af þeim sökum. Væntanlega tekur það einhvern tíma fyrir Lárus Orra að vinna sér sæti í aðalliðinu en WBA stefnir hraðbyri að því að endurheimta sæti sitt í úrvalsdeildini en liðið er í öðru sæti 1. deildarinnar, tveimur stigum á eftir Norwich. Lárus Orri kominn af stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.