Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ bar til í Árnagarði í Kaup- inhafn að frú Metta spurði Jón Hreggviðsson: ,,Jú meðal annarra orða, hvur er þessi hóra af Babýlon sem komin er frá Íslandi til Kaupinhafn?“ Jón Hreggviðsson leit dálítið fánalega út- undan sér og reyndi að ráða þessa gátu, en fann engan stuðning í því sem á undan var gengið, og gafst upp. (Íslandsklukkan bls. 403). Ef einhver yrði að því spurður nú hver væri spámaðurinn af Babýlon myndi enginn fara í grafgötur með það. Allir vita að það er hin nýja Íslandssól í embætti utanrík- isráðherra sem skín skært meðal stríðs- herra heims. Spámað- urinn, sem lofaði strax Guð þegar sprengjur fundust í Ísrael og upplýsti fagnandi að þetta hefði hann alltaf vitað og sagt fyrir um. Sá um leið í hendi sér að með þessu yrði honum, Bush og Blair borgið í augum alheims og réttmæti styrjaldarinnar í gömlu Mesópótamíu staðfest. Kostar enn sem komið er aðeins tíu þúsund mannslíf, sem er eins og keppur í sláturtíð stórvelda, þegar þau þurfa að ná undir sig löndum og auðæfum annarra, að ekki sé minnzt á olíu- auðæfi í því sambandi. Þegar á daginn kom að eiturvopna- fundurinn í Írak var ónýtar smá- sprengjur, framleiddar á þeim tíma, sem Bandaríkin studdu Íraka í stríði við Írana, og sjálfsagt fyrir fjármagn frá vestræna lýðræðisríkinu eða vopnaframleiðendum þess – þá var utanríkisráðherra ekki til viðtals um þann heimsviðburð. Og brosið frosið. Hlífiskjöldur formanns Framsókn- arflokksins, Morgunblaðið, vitnar í leiðara sínum í dag, mánudaginn 26. janúar, í ýmsa þá, sem gerst ættu að þekkja til mála og kveða upp úr ein- um rómi um að gereyðingarvopn muni ekki að finna í Írak, þ.á m. fyrr- verandi yfirmaður vopnaleitar Bandaríkjastjórnar. ,,Ég tel að þau hafi ekki verið til staðar,“ sagði yf- irmaðurinn, David Kay. Með leyfi að spyrja: Hvað meinar Morgunblaðið með því að vera að elt- ast við menn út um öll foldarból, jafn- vel Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna? Hversvegna leitar blaðið langt yfir skammt þegar mál- vinurinn sem veit um vopnin, er innan seil- ingar, spámaðurinn af Babýlon, sjálfur utan- ríkisráðherra Íslands? Gamanlaust þá liggur það opið fyrir allra aug- um annarra en örfárra sem tóku þátt í árásinni á Írak, að hinn gikkfúsi Bush og nánustu sam- verkamenn hans beittu taumlausum blekkingum til að réttlæta innrásina. Innrásin var ákveðin fyr- ir 11. september ógæf- una. Innrásin var fram- kvæmd til að leggja undir sig hinar miklu ol- íuauðlindir Íraks – og sjálfsagt einnig til að fá vopnaframleiðendum ærinn starfa, enda þarf mjög á styrk þeirra að halda í kosningabaráttu, ekki síður en Framsókn þarf á að halda íslenzkum sægreifum. Enda þótt gereyðingarvopn hefðu fundizt í Írak réttlætti það alls ekki þau afglöp íslenzku dátanna, Dóra og Davíðs, að rjúfa einhverja dýrustu eiða, sem Ísland hefir nokkru sinni unnið: Að fara aldrei með ófriði á hendur öðrum þjóðum. Eins og undirritaður hefir marg- sinnis getið um er það sannfæring hans, að núverandi stjórnarherrar á Íslandi muni hljóta verri umsagnir sagnfræðinga framtíðar en nokkrir aðrir forystumenn í stjórnmálum hérlendis. Fylgispektin við Bush og hans menn, og þar með brigð við mikilvæg- asta undirstöðuatriði í íslenzkri utan- ríkisstefnu, mun bera þar einna hæst. Á þessu kvöldi, hinn 26. janúar 2004, komu herrarnir fram í útvarpi og prísuðu sig sæla yfir að hafa farið í stríðið, þótt allar lygaforsendurnar væru fallnar. Ráðlögðu mönnum að hætta að hugsa um afglöp þeirra í for- tíðinni. Nú skyldu menn horfa til fram- tíðar og fara að hlakka til þess að Dav- íð setti framsóknarmanninn í stól forsætisráðherra. Spámaður af Babýlon Sverrir Hermannsson skrifar um ófriðinn í Írak Sverrir Hermannsson ’Allir vita aðþað er hin nýja Íslandssól í embætti utan- ríkisráðherra sem skín . . .‘ Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. ÆVIÁGRIP Hannibals Valdi- marssonar hefur nú fengist birt í Andvara, tímariti Hins íslenska þjóð- vinafélags. Ritgerð þessi er skrifuð af Sigurði Péturssyni, sagnfræðingi og menntaskólakennara, af nokkurri al- úð og þekkingu. Eitt og annað er samt vert að tína til, sem gerir það að verkum, að ritgerðin um Hannibal er með öllu óboðleg almennum lesendum og til notk- unar í fræðilegri um- ræðu. Stíll Sigurðar er á köflum slakur og ein- staka klisjur eru (sem ekki er tóm til að hafa í flimtingum). Til dæmis er talað um orðið „lang- tífrá“ á blaðsíðu 56. Misritunar gætir um það, að segja Hannibal vera Valdimarsson, fremur en rang- nefnið Valdemarsson, sem fyrir kem- ur í beinum tilvitnunum í textanum. Í umfjöllun um „stóra verkfallið“ árið 1955 er ekki á það bent að um var að ræða upphaf samráðskerfisins („Corporatism“). Raunar má halda því fram að þáttur Hannibals í þeim verkföllum, sem komu eftir desem- berverkfallið 1952 hafi verið í minna lagi. En vel tekst Sigurði upp þegar hann segir eftirfarandi (bls. 73–74): „Togstreitan hélt áfram innan Al- þýðubandalagsins og uppgjörið við hina kommúnísku fortíð og afstöðuna til Sovétríkjanna sem margir bjugg- ust við innan Sósíalistaflokksins, varð aldrei.“ Hér er markverðasti hluti rit- gerðarinnar saman kominn í umfjöll- un Sigurðar um upplausnina á vinstri vængnum í hinu pólitíska litrófi. Á blaðsíðu 74 er setning sem ekki verður skilin til hlítar, en hún er þessi: „Aðstaðan til að nálgast jafn- aðarmenn í Alþýðuflokknum var ekki auðveld“! Lengstum hefur verið litið svo á, að jafnaðarmenn almennt væru félagar í Alþýðuflokkn- um, og einn eða fleiri einstaklingar innan annarra stjórn- málaflokka. Í þessu ljósi verður setningin með öllu óskiljanleg, en lykt- ar a.m.k. af því að höf- undurinn vilji koma dul- búnum áróðri á framfæri. Rangt er sem höf- undur segir, að rík- isstjórnir hafi allt frá kjarasamningunum 1964 verið „þriðji aðili“ að því sem Sigurður kýs að kalla „heildarsamninga“. Eðlilegt hefði verið hér að byrja á kjarasamn- ingum þeim sem náðust í desember 1963 og undanfaranum að þeim. Þann 9. nóvember það ár varð sögulegt samkomulag á milli Hannibals og for- ystumanna í verkalýðshreyfingunni, annars vegar, og hins vegar rík- isstjórnarinnar, sem leidd var þá af Ólafi Thors. Það var svo tveimur ár- um síðar, árið 1965, að til varð sam- komulag og yfirlýsing af hálfu rík- isstjórnarinnar, sem lagði grunninn að uppbyggingu Breiðholtshverfis. Þessi hluti umfjöllunar Sigurðar er vægast sagt lélegur. Það stafar ekki síst af því, að Finnbogi Rútur, bróðir Hannibals, lék nokkurt lykilhlutverk í úrlausn mála, það er í samningum verkalýðshreyfingarinnar, atvinnu- rekenda og ríkisvalds. Á blaðsíðu 76 er fjallað um vorið í Prag árið 1968. Þar fjallar Sigurður um fyrirbæri, sem hann kallar „lýð- ræðislegan sósíalisma“, en á ensku kallast „socialism with a human face“ (ísl. þýð.: sósíalismi með mannlegri ásjónu). Hér bregst höfundi alvarlega bogalistin, og hlýtur dómurinn að vera sá, að ekki sé hér um fræðilega ritgerð að ræða! Slík er villan. Mærð- in er slík og þvílík, að ekki sést minnsti vottur af gagnrýnni hugsun. Allar tilraunir til að setja atburði árs- ins 1968 í erlent samhengi verða að teljast vera í skötulíki! Í lokin reynir Sigurður að draga upp samanburð á Hannibal af Kar- þagó og nafna hans Valdimarssonar. Hér er ekki um það að ræða, að lífs- ferill þeirra tveggja sé sambærilegur. Öðru nær og misheppnast honum það að reisa Hannibal þann legstein, sem vissulega er ástæða til og verður von- andi fyrr eða síðar gert. Hannibal gerð skil Kjartan Emil Sigurðsson fjallar um æviágrip Hannibals Valdimarssonar sem birt var í Andvara ’Hér er markverðastihluti ritgerðarinnar saman kominn í umfjöll- un Sigurðar um upp- lausnina á vinstri vængnum í hinu pólitíska litrófi.‘ Kjartan Emil Sigurðsson Höfundur er stjórnmála- og þjóðhagfræðingur. SUNNUDAGINN 4. janúar síð- astliðinn birtist í Morgunblaðinu löng grein um hellisgímald í ná- grenni Reykjavíkur, Þríhnjúkagíg, þar sem hellinum er lýst og reifuð hugmynd um að gera jarðgöng inn í hann og koma útsýn- ispalli og lýsingu fyrir inni í honum í því skyni að ferðamenn gætu skoðað hann. Daginn eftir, mánu- daginn 5. janúar, er rætt við þrjá menn í sama blaði um þá framkvæmd. Þeir eru allir jákvæðir gagn- vart henni, en einn þeirra segir: „Þarna virðist kannske helsti gall- inn vera sá að hún virðist ekki vera afturkræf. Það er illmögulegt að steypa aftur í svona gat. Afturkræfi [svo] er alltaf mikilvægt hugtak, því að þá getur næsta kynslóð dregið framkvæmdina til baka.“ Þessi hugmynd um afturkræfni framkvæmdar er undarleg. Hún virðist byggjast á þeirri hugsun að til sé eitthvert stöðugt, varanlegt ástand sem kalla mætti „fyrra horf“ sem komandi kynslóðir geti komið hlutum í ef þær svo kjósa. En ekkert slíkt varanlegt ástand er til. Náttúran breytir sér í sífellu. Er aldrei kyrrstæð. Orðið náttúra er hér haft í sinni algengustu merkingu, þ.e. allur hlutveruleikinn að frátöldum manninum og verkum hans. Stundum breytir náttúran sér löturhægt en stundum með ógnarhraða. Þingvellir eru ekki þeir sömu í dag og þeir voru þegar Gunnar á Hlíðarenda hitti Hall- gerði þar í fyrsta sinn. Þar varð um þriggja metra landsig 1789 svo að hluti þurrlendisins á dögum Gunnars og Hallgerðar er nú undir vatni. Fyrir nokkrum árum hvarf steinbogi í Eldgjá án þess að mað- urinn kæmi þar nærri. Og á einni nóttu, í janúar 1973, breyttist Heimaey svo að hún verður aldrei söm aftur. Einn myndarlegur jarð- skjálfti á passandi stað kann að hafa í för með sér að hellirinn í Þrí- hnjúkagíg hrynji saman hvað sem jarðgöngum og útsýnispalli líður. Allt breytist. Það var kunnugt þegar á dögum Forn-Grikkja og líklega fyrr. Fæst- ar breytingar náttúr- unnar, aðrar en reglu- bundnar dægur- og árstíðasveiflur, fara í „fyrra horf“, þ.e. eru afturkræfar. Hví skyldu þá breytingar af mannavöldum vera það? Við endurheimtum ekki Þingvelli Gunn- ars og Hallgerðar. Ekki heldur steinbogann í Eldgjá og því síður Heimaey fyrir gos. Við endurheimtum heldur ekki ásýnd Seltjarnarnessins eins og það var 1920. Bygging borgar á því nesi var með öðrum orðum ekki aft- urkræf framkvæmd. Það er ekki raunhæf hugmynd að við sem nú lifum, eða komandi kynslóðir, geti „dregið þá framkvæmd til baka“. Fræðilega gætum við að vísu rifið hús og götur en við endursköpum ekki ummerki ísaldarjökulsins á nesinu. Í reynd dettur auðvitað engum heilvita manni slík aðgerð í hug. Almennt er það ekki raunhæf hugmynd að framkvæmd sé aft- urkræf. Forsenda þess að í hana sé ráðist er að hún sé almennt talin æskileg eða a.m.k. ásættanleg. For- sendan er ekki að hún sé aft- urkræf. Já! Ásættanleg. Maðurinn hefur undraverða hæfni til að laga sig að breyttum aðstæðum. Til að sætta sig við breytingar. Það er hæpið að tegundin maður væri til í dag án þeirrar hæfni. Við sættum okkur við breytta Þingvelli frá dögum Gunnars og Hallgerðar. Við Eldgjá án stein- bogans. Við nýja ásýnd Heima- eyjar. Við borg á Seltjarnarnesi. Og við munum áreiðanlega líka sætta okkur við jarðgöng inn í Þrí- hnjúkagíg og útsýnispall inni í hon- um, vitandi að sú framkvæmd gengur ekki til baka. Afturkræfni Jakob Björnsson skrifar um málnotkun ’Almennt er það ekkiraunhæf hugmynd að framkvæmd sé afturkræf.‘ Jakob Björnsson Höfundur er fv. orkumálastjóri. NÚ er nýafstaðin hin árlega útgáfa skattmats af stjórnvöldum þar sem hlunnindi eru metin til tekna svo taka megi af þeim skatt. Óþarfi er að rekja hækkanir þess enda hafa helstu fjöl- miðlar fjallað um það. Hlunnindi eru þau verðmæti sem ein- staklingar fá frá vinnu- veitendum sínum, vegna vinnusambands- ins í stað beinna launa- greiðslna og skattskyld í sama hlutfalli og önn- ur laun. Hlutur hlunn- inda í launum ræðst því af samningum milli starfsmanns og vinnu- veitanda. Þetta veldur vanda við skattlagningu þessara greiðslna þar sem ekki er um fasta krónutölu að ræða. Því má segja að nauðsyn sé að meta þess- ar greiðslur til skatta. Þetta er gert í árlegu skattmati, nú af fjármálaráðu- neyti, áður af ríkisskattstjóra. Það verður því varla deilt um nauð- syn þess að meta hlunnindi til verðs svo hægt sé að skattleggja þau sam- kvæmt lögum. Hins vegar er aðferðin við matið umdeilanleg, þ.e. að stjórn- völd hafi það með höndum. Alla jafna ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skattyfirvöld meti verðmæti sem starfsmanni eru fengin með því að finna hvert gangverð þeirra sé, þar verður þó að fara varlega. Um slíkt er ekki að ræða í því skattmati sem nú er stuðst við enda ljóst að um huglægt mat er að ræða sem leiðir til þess að það hækkar verulega milli ára. Tvö ákvæði stjórn- arskrárinnar setja skattlagningarvaldi nokkuð stífar skorður, efnislega er þar mælt fyrir um að skatta- málum skuli skipað með lögum. Jafnframt segir orðrétt í 77. gr. hennar: „Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann“. Ekki er efni til þess hér að fara út í nákvæma skýringu og túlkun ákvæða stjórn- arskrárinnar. Hins vegar felast í ákvæðunum tvö grundvallaratriði. Skattstofn og skatthlutfall skal ákveða með lögum settum á Alþingi og óheimilt er að framselja það vald til stjórnvalda. Það er því augljóst að lagaákvæði sem heimilar stjórnvöldum að hækka skattstofna og þar með skattlagningu einstaklinga brýtur í bága við stjórn- arskrá lýðveldisins. Það eru engar undantekningar frá þessum ákvæð- um stjórnarskrárinnar. Því ætti það að vera lag nú á vorþingi að taka regl- ur skattmatsins upp í lög, sé það vilji löggjafans að halda þeim, og afnema gamla og úrelta aðferð sem líklega brýtur gegn stjórnarskránni og setur hættulegt fordæmi um framsal skatt- lagningarvalds til stjórnvalda. Skattlagning hlunninda Jón Elvar Guðmundsson skrifar um skattamál ’Skattstofn og skatt-hlutfall skal ákveða með lögum settum á Alþingi og óheimilt er að framselja það vald til stjórnvalda.‘ Jón Elvar Guðmundsson Höfundur er héraðsdómslögmaður hjá Taxis Lögmönnum sem sérhæfa sig í ráðgjöf og réttargæslu á sviði skattaréttar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.