Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján Jóhann-esson, bóndi á Reykjum í Skaga- firði, fæddist á Brúnastöðum í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði 4. ágúst 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Skagfirðinga 19. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingigerður Magnús- dóttir frá Gilhaga, f. 20. júní 1888, d. 7. júlí 1971, og Jóhannes Blöndal Kristjáns- son, bóndi á Brúnastöðum, f. 7. október 1892, d.13. ágúst 1970. Systkini Kristjáns eru Jóhann Magnús, f. 30. janúar 1920, d. 4. maí 1982, Indriði, f. 4. ágúst 1924, d. 20. maí 2002, og Heiðbjört hús- freyja í Hamrahlíð, f. 26. júní 1932. Kristján ólst upp á Brúnastöðum en 1944 flutti fjöl- skyldan að Reykjum í Lýtingsstaða- hreppi. Hann vann þar að bústörfum, fyrst með foreldrum sínum og síðar í fé- lagi við Indriða tví- burabróður sinn. Kristján var bók- hneigður maður og sá lengi um Lestrar- félag Mælifells- prestakalls og var svo bókavörður við bókasafn Lýtingsstaðahrepps þegar það var stofnað. Hann var meðhjálpari í Reykjakirkju um 40 ára skeið. Útför Kristjáns verður gerð frá Reykjakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. „Kallið er komið, komin er nú stundin,“ segir í sálmi Valdimars Briem. Stundin rann upp hinn 19. janúar síðastliðinn, er Kristján Jó- hannesson móðurbróðir minn var burt kallaður. Þá eru þeir báðir fallnir frá tvíburabræðurnir á Reykjum. Indriði var fæddur á und- an og hann fór frá okkur á undan, en hann lést hinn 20. maí 2002 eftir erfið veikindi. Liðu því aðeins 20 mánuðir á milli þeirra bræðranna. Fyrir ári síðan barðist Kiddi við krabbamein, en hafði betur í þeirri viðureign með þolgæði og æðruleysi sem einkenndi hann alla tíð. Veik- indi hans og andlát bar því brátt að, en stór skörð eru nú höggvin í sam- félagið okkar er sveitin syrgir syni og dætur sem hverfa á braut hvert af öðru. Þeir bræður fluttu frá Brúnastöð- um í Reyki tvítugir ásamt foreldrum og systkinum. Þeir lifðu tímana tvenna eins og fólk af þeirra kyn- slóð, til dæmis var áin óbrúuð við Reyki þegar þetta var. Það kom oft í hlut Kidda að bera gesti og gang- andi á bakinu breiða yfir ána. Skipti þá litlu hvort var flóð í ánni eða byrðin þung og óþjál. Hann var hinn trausti bakhjarl, hélt sig til hlés en var til staðar, áreiðanlegur. Kristján og Indriði voru söng- menn góðir, tónvissir og rómsterkir. Indriði var bassi, en Kiddi söng með sinni björtu tenórrödd til hinsta dags. Um langt árabil sungu þeir í kirkjukórnum og í Karlakórnum Heimi. Framan af voru samgöngur ekki alltaf auðveldar eða fljótfarið milli staða til æfinga og tónleika- halds. Kiddi sagði frá svaðilförum til að syngja á skemmtunum eða við jarðarfarir. Eftir eina slíka för hefði hann aldrei á ævinni orðið eins feg- inn að komast í fjósið. Á unglings- árum kom það í hans hlut að sjá um kýrnar og hann stundaði kúabúskap í hálfa öld. Hann byggði gróðurhús strax og hann kom í Reyki, ræktaði alla tíð tómata og bætti síðan við gúrkum og papriku. Tómatarnir hans voru þeir bestu á markaðnum, það veit ég að margir eru sammála mér um. Fólk spurði hann oft hvernig hann færi að þessu, en hann gerði lítið úr því og taldi það vera moldina fremur en græna fingur bóndans. Kristján hirti einnig um fé í félagsbúskap þeirra bræðra og hafði gaman af því starfi. Indriði var aðal fjárbóndinn og stundaði fjárbúskapinn af tilfinn- ingu. Hann naut þess að hirða féð og álagstímar svo sem sauðburður og heyskapur voru hans tími. Ærn- ar hans voru kjarklegar, ullarsíðar og hver einasta hyrnd – þær voru auðþekktar í réttum. Hann sagði eitt sinn við mig og kvað fast að: „Það er tvennt sem gildir, það er að fóðra féð og sleppa hrútunum.“ Flóknara var það ekki. Hömlur og höft í greininni voru honum ekki að skapi. Það var gott að leita ráða hjá Indriða, hann var fljótur að meta stöðuna, hafði ákveðnar skoðanir og einfaldaði málið, heflaði af allt óþarfa vafstur en var fljótur til hjálpar meðan kraftar leyfðu. Eins var með Kidda, ef ég var að bera mig upp við hann með fyrirhugað verk þá sagði hann gjarna með áhyggjublandinni spurn: „Ætlarðu að reyna það?“ Ég kvað svo vera og þá sagði hann: „Ætli sé ekki best að ég komi með þér,“ sem varð svo oft- ast raunin. Ég á því láni að fagna að hafa ver- ið samvistum við þá bræður samfellt frá 1990, en þá fluttist ég alkomin í Reyki. Síðan hefur mikið vatn runn- ið til sjávar og ég ekki alltaf valið auðveldustu leiðir, en þeir frændur mínir stóðu alltaf með mér velvilj- aðir og umhyggjusamir um velferð mína og minna. Börn hændust að þeim bræðrunum, þeir voru skemmtilegir félagar og gáfu sér tíma til að tala við og hlusta á börn- in. Ég á ljúfar minningar um þá frá bernskuárunum og börnin mín hafa verið svo lánsöm að njóta samvist- anna við þá. Þar sem við Kiddi bjuggum undir sama þaki öll árin varð hann strax aðal barnfóstran, ávallt vakandi yfir þeim, tilbúinn að hlúa að og næra á allan hátt. Kiddi var fjölfróður og sjálf- menntaður, utan skyldunáms þess tíma, hafði áhuga á þjóðlegum fróð- leik, náttúrufræðum, landafræði og sögu. En hæst ber þó áhuga hans á varðveislu muna og minja. Hann hélt til haga gömlum munum, gerði við þá og kom sér þá vel að hann var laginn við trésmíðar. Kiddi vann það þrekvirki að byggja eftirlíkingu af torfbænum sem stóð á Reykjum þegar hann fluttist þangað. Í bæn- um kom hann fyrir og sýndi munina sem hann safnaði og varðveitti, einnig muni sem samferðafólk fékk honum til varðveislu. Það var okkur, og þá sérstaklega börnunum, dýr- mæt reynsla að vinna að þessu áhugamáli með honum. Þessi bær stendur nú eftir sem minning um þrekvirki hugsjónamanns. Þá minn- ingu fól Kiddi okkur heimilisfólkinu að varðveita með því að ánafna mér bænum. Þannig skilaði hann fortíð- inni inn í framtíðina og við munum gera okkar besta til að halda merki hans á loft. Elsku Kiddi minn og Indriði, þið treystuð mér og mínum fyrir jörð- inni og gáfuð mér þær rætur sem mig vantaði og því eiga börnin mín sér stað fyrir sínar rætur. Fyrir þetta allt, alla umhyggju og stuðn- ing vil ég og fjölskylda mín þakka ykkur báðum á þessari kveðju- stundu. Guð blessi Kristján og Indriða. Þeirra einlæg, Elín H. Sigurjónsdóttir. Á mínum fyrstu bernskuárum var ég oft úti á Reykjum hjá afa og ömmu og þeim móðurbræðrum mín- um Kidda, Indriða og Jóhanni. Eitt af því sem ég man best eftir frá Reykjum er herbergið hans Kidda og hvað það var margt að sjá og skoða í bókahillunni hans. Þarna var til dæmis ein bók með myndum af undarlegum steinandlitum gríðar- stórum, önnur með risaeðlum og mammútum, bækur með myndum af fjarlægum indjánaþjóðflokkum og svo gamla landabréfabókin, sem sýndi lönd heimsins í öllum regn- bogans litum. Kiddi sagði mér að steinandlitin skrítnu væru frá Páskaeyju einhvers staðar í Kyrra- hafi og bókin fjallaði um ferð Thor Heyerdahl á flekanum Kon Tiki. Mikið ævintýraferðalag og sér- kennilegar myndir sem ég skoðaði aftur og aftur. Hann fór svo að sýna mér stafina og lærði ég því snemma að lesa. Þá opnuðust margar bækur – þær sem voru minna mynd- skreyttar en ríkar af annars konar myndum. Kiddi átti nefnilega allar Íslendingasögurnar, Fornaldarsög- ur Norðurlanda og Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Svo voru ýmsar aðrar bækur sem Kiddi náttúrlega hafði lesið allar saman og kunni góð skil á. Þarna voru ýmis stórvirki heims- bókmenntanna sem hann gjarnan kallaði „miklar sögur“ og svo var það annað sem honum þótti minna til koma og kallaði léttmeti. Dýralíf og öll náttúrufyrirbæri voru Kidda mikið áhugamál. Hann hafði gaman af öllun veiðiskap og spáði heilmikið í fuglalífið í kringum Reyki, þar sem flækingsfuglar frá öðrum heimshlutum drógust að jarðhitanum. Fuglabók AB var kær- komið uppflettirit þegar hún kom á markaðinn og þegar hún dugði ekki til hafði Kiddi samband við Finn fuglafræðing í Reykjavík. Ég man eftir skrítnum fugli sem Kiddi kann- aðist ekkert við, en sem svo reyndist heita bleshæna þegar Finnur var búinn að greina lappirnar og gogg- inn sem Kiddi sendi honum í pósti. Í annað skipti kom gráhegri einn seint um haust og var einhverja daga í gróðurhúsinu hjá Kidda. En náttúran var ekki bara uppspretta fróðleiks og þekkingar. Marga góða máltíð skaffaði veiðiskapur Kidda, bæði honum sjálfum og öðrum í fjöl- skyldunni, bæði fugl og fisk. Hann lagði net í Héraðsvötnin og veiddi þann fínasta sjóbirting sem hægt er hugsa sér. Urriðinn úr Svartánni var kannske ekki jafn ljúffengur en Kiddi hafði gaman af að veiða á stöng og svo var ekki langt að fara heldur. Gróðurhúsin voru lengst af auka- starf hjá Kidda og komu í viðbót við önnur bústörf, en ég held að garð- ræktin hafi samt staðið huga hans mikið nær en óþægar kindur og seinlátar kýr. Tómatarnir og gúrk- urnar frá Reykjum voru sérstakar á bragðið og á uppvaxtarárum okkar systkinanna sá Kiddi allri fjölskyld- unni fyrir grænmeti og hélt því áfram þegar ferðir féllu þó að við flyttum úr sveitinni og jafnvel til út- landa. Það var mikil veisla fyrir krakkana að koma í gróðurhúsið til Kidda og fá leyfi til spæna í sig heila gúrku eða papriku. Gróðurhúsið var hlýr og notalegur heimur og þar var gott að koma. Stundum til að fá tómata eða bara til að heyra Kidda segja frá skrítnum atvikum eins og því þegar hann skaut skógarþrest- ina inni í gróðurhúsinu. Kiddi var framkvæmdasamur og var alltaf að byggja eitthvað eða lag- færa svo lengi sem að ég man eftir. Margt vann hann sjálfur, en í stærri verk fékk hann smiði og bygging- armenn, oftast Rúnar nágranna sinn. Stærsta framkvæmd Kidda, sem hann vann að í meira en tíu ár, var að sjálfsögðu bærinn eða safnið sem hann lét byggja eftir teikning- um að gamla Reykjabænum. Hér safnaði hann húsgögnum og bús- hlutum frá ýmsum tímum og byggði upp merkilegt og persónulegt safn, þar sem hann vissi deili á sögu og notagildi flestra hluta. Gamla org- elið úr Reykjakirkju er einn af safn- gripunum. Hér tók Kiddi stundum lagið þegar hann sýndi safnið og lét „Hærra, minn guð, til þín“ hljóma um bæinn. Hann var mikill söng- maður, einn stærsti tenór sem Skagafjörður hefur alið, en flíkaði því sjaldan. Mér er sérstaklega minnisstæður brúðkaupssálmurinn sem hann söng þegar við Kari gift- um okkur í Reykjakirkju. Það er með sorg í huga að við kveðjum hinstu kveðju góðan frænda og vin og þökkum fyrir allt sem hann hefur gert. Mér finnst hann vera einhvers staðar nærri og heyrist hann segja: „Uss, við skul- um ekki nefna það“ eins og hann gerði stundum. Svo sneri hann sam- ræðunum að öðrum efnum sem hon- um þótti skemmtilegra að spjalla um. Jóhannes B. Sigurjónsson frá Hamrahlíð. Söngur og sólskin eru tengd minningunni um Kidda á Reykjum. Ævidagar hans voru annasamir, kýrnar voru í félagsbúi með þeim Indriða bróður hans og Rósu, en fé sitt hafði Kiddi uppi á Steinsstöðum, tómatahúsin hans voru niður á eyri, hann gætti bókasafnsins á Laugar- húsloftinu, starfaði í sóknarnefnd, hringdi kirkjuklukkunum, söng ten- órinn í kórnum með Eyjólfi á Starrastöðum, skrýddi prestinn en settist svo stundum við sitt eigið orgel og tók lagið með góðvinum sínum. Hann bjó einn, en átti gott samband við granna sína, þáttur hans í samfélaginu á austurbakka Svartár var drjúgur, þar sem hver studdi annan í önn dagsins, lánaði tæki, kom til hjálpar á steypudögum og stundum var skroppið til grann- ans að loknum morgunmjöltum og rætt um landsins gagn. Á björtu vori best ég finn blómum stráð er jörðin. Andar golan yl á kinn, öll er borin hjörðin. (K. J.) Vísuna hér að ofan kom Kiddi með ofan frá Steinsstöðum sumar- dagsmorgun einn þegar hann var að koma úr morgunvitjun til lambfjár- ins. Kiddi átti ekki erfitt með að setja saman vísur en flíkaði því lítt eins og fleiru. Hann bar hvorki áhyggjur sínar né vonir á torg. Tærar eins og barnsaugu, bláar eins og himindjúp starið þið á ferðalang án furðu og spurnar. Hvílist hann á mosa, en mildir hljómar veita honum aftur vorljósa ró – lágvær kliður, án kæti, án hryggðar, handan föðurlegra kletta, þar sem flæðir úr sprungu. Tærar eins og barnsaugu, bláar eins og himindjúp svæfið þið ferðalang meðan fjallvegir bíða. (Ólafur Jóh. Sig.) Ég, sem þessa þanka hef hér saman dregið, átti Kidda að ná- granna árum saman. Hann var minn ábyrgðarmaður þegar ég byggði á Lækjarbakka, en bankastjórinn lét það duga. „Hann Kristján á Reykj- um sem aldrei tók peninga að láni!“ Ég hringdi í hann fyrir tveim mán- uðum á degi íslenskrar tungu. Þá datt upp úr honum orðið vasasími þegar gsm-sími barst í tal. Honum varð ekki orða vant. Kiddi var víðlesinn, hann átti gott bókasafn og keypti bækur. Ég hef ekki enn nefnt húsið sem hann byggði eftir bernskubænum þar sem þau systkin ólust upp og hve gott var að koma þar til hans, rétt eins og í heimabæinn, taka með honum lagið við orgelið, deila með honum stundinni sem ætíð varð of stutt. Líklega er það bara okkar skerfur í lífinu. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Hamrahlíðarfjölskyldunni og ná- grönnum Kristjáns. Ingi Heiðmar Jónsson. KRISTJÁN JÓHANNESSON  Fleiri minningargreinar um Kristján Jóhannesson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elsku Sigrún okkar er látin og langar okk- ur að minnast hennar með örfáum orðum. Við hugsum um hana með þakklæti og hlý- hug. Við sem bjuggum með henni eigum eftir að sakna margs. Hún var sú sem passaði upp á að við misstum ekki af ýmsum atburðum og þá jafn- vel svo hversdagslegum eins og að SIGRÚN ÁRNADÓTTIR ✝ Sigrún Árnadótt-ir fæddist í Vest- mannaeyjum 25. jan- úar 1932. Hún lést á Landspítalanum 15. janúar síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogskapellu 26. janúar. horfa á fréttirnar og veðrið í sjónvarpinu. Sigrún var skemmtileg og ræðin, við ræddum oft um gamla daga og stundum var líka rök- rætt. Hún hafði mjög gaman af því að syngja og kunni ótal texta. Því var ósjaldan sem við sungum saman. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Við biðjum Guð að geyma hana Sigrúnu. Erla, Eyrún og Bjarni. Ástkær systir okkar, SÚSANNA KLEMENSÍNA PÁLMADÓTTIR, Skálatúni, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju föstudaginn 30. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Ingibjörg Perla Pálmadóttir, Gunnar Pálmason, Sigurður Pálmason. Móðirsystir okkar, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR kennari, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur og Sveinn Guðnasynir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.