Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, virtist í gær hafa sloppið lítt skaddaður úr mestu kreppu á sjö ára valdatíma sínum þegar Brian Hutton lávarður, sem rannsakaði dauða vopnasérfræðingsins Davids Kellys, gagnrýndi breska ríkisútvarpið BBC fremur en ríkisstjórnina. Hutton hreinsaði Blair af ásökun- um um alvarlegar misgerðir í máli Kellys. Hann gagnrýndi hins vegar BBC harðlega fyrir að senda út frétt sem enginn fótur væri fyrir og að hafa ekki rannsakað til hlítar hvort hún væri rétt eftir að stjórnin hafði krafist þess að fréttin yrði dregin til baka. Kelly fyrirfór sér í júlí eftir að stjórnin staðfesti að hann var heimild- armaðurinn á bak við frétt Andrews Gilligans, fréttamanns BBC, þess efn- is að stjórnin hefði ýkt hættuna af vopnum Íraka af ásettu ráði fyrir inn- rásina í Írak í mars síðastliðnum. Hutton lávarður kvaðst ekki vera í að- stöðu til að meta áreiðanleika upplýs- inga bresku leyniþjónustunnar en komst að þeirri niðurstöðu að fréttin væri „úr lausu lofti gripin“. Hutton sagði að Tony Blair hefði tekið beinan þátt í umræðu sem leiddi til þess að staðfest var að Kelly var heimildarmaðurinn. Hann kvaðst hins vegar vera „fullviss um að enginn vissi eða átti að vita“ að Kelly hefði verið undir svo miklu álagi að hann kynni að stytta sér aldur. Varnarmálaráðuneytið gagnrýnt Stjórnin hafði verið sökuð um að hafa stuðlað að dauða Kellys með því að staðfesta að hann væri heimildar- maðurinn og hún hefði átt að sjá það fyrir að vopnasérfræðingurinn þyldi ekki álagið sem fylgdi fjölmiðlafárinu vegna málsins. Hutton lávarður sagði hins vegar að stjórnin hefði réttilega dregið þá ályktun að nafn heimildar- mannsins hlyti að koma fram í fjöl- miðlunum fyrr eða síðar og ef hún hefði neitað að skýra frá því hefði hún verið sökuð um yfirhylmingu. Fjölmiðlaskrifstofa breska varnar- málaráðuneytisins staðfesti nafn heimildarmannsins eftir að frétta- menn höfðu getið sér þess til að Kelly hefði rætt við fréttamanninn. „Yfir- lýsingin var ekki liður í vansæmandi, lævísum eða undirförulum áformum um að leka nafni heimildarmannsins í fjölmiðla á laun til að hjálpa stjórninni í baráttunni við BBC,“ sagði Hutton. Hann gagnrýndi hins vegar varn- armálaráðuneytið fyrir að hafa ekki varað Kelly við því fyrirfram að grun- semdir fréttamannanna yrðu stað- festar. Hutton sagði að varnarmála- ráðuneytið hefði getað aðstoðað Kelly meira en bætti við að vopnasérfræð- ingurinn hefði verið „mjög einrænn maður sem erfitt var að hjálpa“. Blair sagði við fréttamenn skömmu eftir að Kelly fyrirfór sér að hann hefði ekki heimilað að greint yrði frá nafni heimildarmannsins. Taldi heimildina trausta Í frétt BBC 29. maí var því haldið fram að stjórnin hefði gert of mikið úr hættunni af vopnum Íraka þegar hún fullyrti að þeir gætu beitt efna- og sýklavopnum með 45 mínútna fyrir- vara. Þessi fullyrðing var notuð til að rökstyðja þá ákvörðun stjórnarinnar að gera innrás í Írak með Bandaríkja- mönnum. Kelly viðurkenndi fyrir yfirmönn- um sínum í varnarmálaráðuneytinu að hann hefði rætt við fréttamann BBC en neitaði því að hafa sagt hon- um að stjórnin hefði vitað að fullyrð- ingin um 45 mínútna fyrirvarann byggðist á röngum upplýsingum. Hutton sagði að fullyrðingin hefði byggst „á einni heimild sem breska leyniþjónustan taldi trausta“. Gallað fyrirkomulag Hutton sagði það rétt af stjórnend- um BBC að verja sjálfstæði útvarps- ins en gagnrýndi þá fyrir að hafa látið hjá líða að kanna hvort ásökun frétta- mannsins væri rétt. „Ég tel að rit- stjórnarfyrirkomulagið sem BBC heimilar hafi verið gallað að því leyti að Gilligan var leyft að senda út frétt- ina klukkan 6.07 fyrir hádegi án þess að yfirmenn hans hefðu lesið handrit hans og metið hvort þeir ættu að sam- þykkja það,“ sagði Hutton. „Ef þeir hefðu gert þetta hefðu þeir líklega komist að því að minnispunktar fréttamannsins staðfestu ekki þá ásökun að stjórnin hefði líklega vitað að fullyrðingin um 45 mínúturnar væri líklega ekki rétt.“ Hutton gagnrýndi einnig stjórn- endur BBC fyrir að hafa ekki rann- sakað málið til hlítar eftir að ríkis- stjórnin kvartaði yfir því að fréttin væri röng og krafðist þess að hún yrði dregin til baka. „Stjórn BBC lét hjá líða að athuga nógu vel hvort útvarpið ætti að viðurkenna opinberlega að ekki hefði átt að senda þessa alvar- legu ásökun út.“ Skýrsla Huttons er 328 síðna löng með 400 síðna viðaukum. Lögmaður fjölskyldu vopnasérfræðingsins, Pet- er Jacobsen, skoraði á ríkisstjórnina að „gera ráðstafanir til að tryggja að enginn þurfi að ganga í gegnum sömu eldraun og David Kelly“. Hutton lávarður birtir skýrslu um rannsóknina á dauða Kellys Stjórnendur BBC gagnrýndir harð- lega í skýrslunni London. AFP, AP. BRIAN Hutton lávarður á leið í dómhús í London með rannsókn- arskýrslu sína áður en hann birti hana í gær. Hutton lávarður, bar- ón af Bresagh, er einn af æðstu dómurum Bretlands. Hann starf- aði lengi á Norður-Írlandi og var æðsti embættismaður dómskerf- isins þar síðustu níu árin. Hann varð síðan dómari í lávarðadeild þingsins, æðsta dómstól Bretlands, árið 1997. Reuters Einn af æðstu dómurunum ANDREW Gilligan, fréttamaður BBC, breska ríkisútvarpsins, sem Hutton-nefndin gagnrýnir harð- lega í skýrslu sinni, hefur get- ið sér orð sem mikill frétta- haukur og oft hefur hann ver- ið fyrstur með fréttirnar. Allt er hins vegar í óvissu nú um framtíð hans hjá stofnuninni. Brian Hutton lávarður komst að þeirri niðurstöðu, að útvarpsfrétt Gilligans um að ríkisstjórnin hefði vísvitandi ýkt hættuna af gereyð- ingarvopnum Íraka hefði verið til- efnislaus en David Kelly, heimild- armaður Gilligans, svipti sig lífi eftir að nafn hans hafði verið gert opinbert. Gilligan heldur því hins vegar fram, að þótt honum hafi orðið á mistök, hafi hann haft rétt eftir Kelly í fréttinni. „Menningaráfall“ fyrir BBC Gilligan þykir mjög harður í horn að taka sem fréttamaður og hann var ráðinn til BBC 1999 til að skerpa og lífga upp á helsta frétta- þáttinn, Today, en sagt er, að eng- inn breskur stjórnmálamaður kom- ist hjá því að hlusta á hann. Gilligan hefur flutt fréttir frá um 40 löndum og hann vakti mikla athygli er hann brá sér í líki vopnasala til að sýna fram á hve auðvelt er að kaupa jarðsprengjur í Bretlandi þótt sala þeirra hafi verið bönnuð 1998. Rod Little, sá, sem réð Gilligan til BBC, sagði einu sinni, að afar ágeng fréttamennska hans hefði verið hálfgert „menningaráfall“ fyrir stofnunina. Gilligan var vikið frá störfum meðan á rannsókn Hutton- nefndarinnar stóð og ekki er vitað hvað nú tekur við hjá honum. Hefur komið fram í fjölmiðlum, að hann hafi hótað því, að verði honum sagt upp, muni hann skýra frá þætti yf- irmanna sinna þar í því að leka út nafni Davids Kellys. Þá er sagt, að ýmis blöð keppist um að bjóða hon- um fúlgur fjár fyrir sögu hans. London. AFP. Andrew Gilligan Ágengur fréttahaukur TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, skoraði á breska ríkisútvarpið, BBC, og Íhaldsflokkinn að draga til baka ásakanir um að hann hefði blekkt þingið er hann hélt því fram að Bretland þyrfti að taka þátt í innrás- inni í Írak. Hann flutti ávarp í neðri deild þingsins einungis klukkustund eftir að Hutton lávarður kynnti nið- urstöður skýrslu sinnar. „Þær ásakanir að ég eða einhver annar hafi logið að þinginu eða vísvit- andi blekkt þjóðina með því að falsa gögn um gereyðingarvopnin, þær eru hin raunverulega lygi.“ Blair leit síð- an á Michael Howard, leiðtoga Íhaldsflokksins, og bætti við: „Ég bið einfaldlega um að þeir sem hafa end- urtekið þær [ásakanirnar] síðustu mánuði dragi þær núna algerlega til baka, opinberlega og á skýran hátt.“ Blair sagðist fallast á skýrslu Hutt- ons án athugasemda og sagðist vera lávarðinum gríðarlega þakklátur. „Skýrslan er sérlega ítarleg, nákvæm og skýr. Hún gefur ekkert svigrúm til efasemda eða túlkana. Við föllumst á hana í heild,“ sagði hann við mikil fagnaðarlæti flokksmanna sinna. Hann sagði ásakanir Andrews Gill- igans, fréttamanns BBC, gegn sér hafa verið afar alvarlegar. „Væru þær sannar hefði það þýtt að ég hefði blekkt þingið.“ Hann bætti við að þar sem þær hefðu ekki verið dregnar til baka „hefðu aðrir haft færi á að segja hvað eftir annað að hann hefði logið og blekkt þingið.“ Eftir ræðu Blairs varð forseti þingsins að biðja reiða stuðnings- menn hans um að hafa hemil á sér en þingmenn Íhaldsflokksins sátu þöglir á meðan hann talaði. Gagnrýndi Hoon Michael Howard, leiðtogi Íhalds- flokksins, sagðist einnig fallast á nið- urstöður skýrslunnar en hvatti til þess að hafin yrði víðtæk rannsókn á kringumstæðum þess að Bretar hófu hernað á hendur Írökum. Hann sagði að rökin fyrir því að óháð stjórn yrði sett yfir BBC, hefðu aldrei verið sterkari auk þess sem hann gagnrýndi Geoff Hoon varnar- málaráðherra fyrir að hafa átt þátt í því að nafn vopnasérfræðingsins Dav- ids Kellys var gert opinbert. Þá sagði hann að enginn í stjórn- inni myndi geta horft til baka til þessa máls með stolti. „Þjóðin mun á sínum tíma kveða upp sinn dóm.“ Leiðtogi frjálslyndra demókrata, Charles Kennedy, sagði að í skýrslu Huttons lávarðar hefði „helsta grund- vallarspurningin“ ekki verið tekin til umræðu sem væri: hvers vegna Bret- land hefði farið í stríð við Írak. Ásakanir verði dregnar til baka London. AP. AFP. Reuters Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, veifar til fréttamanna eftir að hafa flutt ræðu sína um skýrslu Huttons lávarðar á breska þinginu í gær. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, neitaði því með öllu í gær að einhver embættismanna hans hefði lekið niðurstöðum skýrslu Huttons lávarðar til dagblaðsins The Sun sem birti niðurstöðurnar í gærmorgun, áður en skýrslan var gerð opinber. „Það hefur enginn, að því er mér er kunnugt um, á vegum stjórnvalda lekið þessu,“ sagði Blair í breska þinginu og bætti því við að hann hefði ekkert á móti því að fyrirskipuð yrði lögreglurannsókn á því hvernig The Sun komst yfir efni skýrslunnar. Hutton hugleiðir málshöfðun „Ég fordæmi fréttaflutning dag- blaðs í morgun af hluta niðurstaðna minna,“ sagði Hutton lávarður sjálf- ur í gær. Sagðist hann vera að skoða hvort eðlilegt væri að rannsaka lek- ann og hugsanlega höfða mál gegn The Sun og heimildarmanni blaðs- ins. Aðeins örfáir fengu afrit af skýrslu Huttons áður en hún var gerð op- inber; Blair, Alistair Campbell, fyrr- verandi almannatengslafulltrúi for- sætisráðherrans, BBC og fjölskylda Kellys. Þurftu viðkomandi að undir- rita skjöl þar sem því var heitið að efni skýrslunnar yrði ekki lekið. Embættis- menn ekki sekir um lekann London. AFP. ♦♦♦ Blair hreinsaður af alvarlegum ásökunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.