Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 20
AKUREYRI
20 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„ÉG VAR í miklu stuði og hefði
gjarnan viljað halda áfram, fara í
fleiri bardaga, en þetta var virki-
lega gaman,“ sagði Rut Sigurð-
ardóttir sem um liðna helgi varð
Norðurlandameistari í
Taekwondo, en mótið var haldið í
Vierumaki í Finnlandi. Rut lagði
báða andstæðinga sína, finnskar
konur, örugglega, þrátt fyrir að
vera mun yngri en þær. Þetta er
í fyrsta sinn sem Rut keppir í
kvennaflokki, en í fyrra varð hún
Norðurlandameistari í unglinga-
flokki. Hinn nýbakaði Norður-
landameistari fagnar 19 ára af-
mæli sínu í dag, fimmtudaginn
29. janúar. Björn Þorleifur Þor-
leifsson varð einnig Norð-
urlandameistari í sínum flokki,
þrátt fyrir að hafa verið með
flensu og hálfslappur af þeim
sökum að því er fram kemur á
vef Taekwondosambands Íslands.
„Ætli ég hafi ekki verið 14 ára
þegar ég byrjaði að æfa. Vinur
minn Helgi Þór dró mig með sér
á æfingu, mig langaði að prófa
þetta,“ sagði Rut, en nú eru hún
og Helgi Þór Leifsson ásamt
tveimur öðrum aðalþjálfarar í
Taekwondo-deild Þórs á Ak-
ureyri.
Þjálfari þeirra er hins vegar
Sigursteinn Snorrason sem býr í
Reykjavík. Ýmist fara þau suður
á æfingar eða þjálfarinn bregður
sér norður. „Hann vill helst fá
mig suður aðra hverja helgi til að
undirbúa mig sem best fyrir
mót,“ sagði Rut, en á heimaslóð-
um æfir hún mikið ein þar sem
andstæðinga skortir. Æfingarnar
geta orðið allt að 12 til 13 í viku,
þannig að greinilega fer mikill
tími í að sinna íþróttinni.
Mikill áhugi og
iðkendum fer fjölgandi
Rut sagði að áhugi fyrir íþrótt-
inni væri mikill á Akureyri og
iðkendum færi fjölgandi. Nú
væru þeir um 70 talsins, allt frá 7
ára aldri og upp í fullorðið fólk.
„Við reynum að kynna íþróttina í
skólum á haustin og auglýsa og
það hefur borið árangur, því sí-
fellt fleiri eru farnir að æfa með
okkur,“ sagði Rut. Æfingar fara
fram í íþróttahúsinu við Lauga-
götu og sagði Rut að húsnæðið
hentaði prýðilega fyrir þessa
íþrótt. „Það er mjög fínt að vera
í Laugagötunni, það eina sem
okkur vantar eru nýjar dýnur og
við höfum sótt um styrk til bæj-
arins til að kaupa þær.“
Taekwondo er aldagömul bar-
dagalist frá Kóreu og skiptist í
fjóra hluta; Kibon, sem er grunn-
tæknin, Poomse, sem snýst um
bardaga við ímyndaðan andstæð-
ing, Kjopka, sem eru brot, þ.e. að
brjóta til að mynda spýtur og
múrsteina og loks Kjurugi sem er
bardagi við andstæðing. „Þetta er
svo sem ekki flókið ef menn hafa
áhuga og þetta er það sem ég hef
mestan áhuga á. Það hjálpar til
að allir vinir mínir stunda þessa
íþrótt líka, þannig að það má
segja að lífið snúist meira og
minna um Taekwondo hjá mér,“
sagði Rut, en hún stundar nám
við Menntaskólann á Akureyri og
starfar einnig á Kaffi Karólínu.
„Það er nóg að gera og það verð-
ur að skipuleggja tímann vel,“
sagði hún.
Rut hefur unnið til fjölda titla,
m.a. orðið Íslandsmeistari 2001,
sigrað á Scottish Open árið 2002,
hún var valin besti keppandinn í
unglingaflokki á Norðurlanda-
mótinu í fyrra og varð fyrsta ís-
lenska stelpan sem varð Norð-
urlandameistari. Þá fór hún
einnig með sigur af hólmi á
Haustmóti Fjölnis árin 2001 og
2002 og varð í öðru sæti á Ís-
landsmótinu 2002.
Margt spennandi framundan
Rut stefnir hátt í íþróttinni og
ætlar ekki að sitja auðum hönd-
um á komandi ári, hún ætlar í
æfingabúðir með skoska landslið-
inu nú í næsta mánuði og taka í
kjölfarið þátt í Opna skoska. Þá
verður hún meðal þátttakenda á
Íslandsmótinu og stefnir á þátt-
töku í Evrópumótinu sem haldið
verður í Lillehammer í maí í vor.
„Ég ætla svo að reyna að taka
þátt í sem flestum mótum í út-
löndum og markmiðið er að taka
þátt í Ólympíuleikunum í Peking
árið 2008,“ sagði Rut.
Hún sagði að ástundun á íþrótt-
inni hefði gert að verkum að hún
væri öruggari með sjálfa sig í líf-
inu og að henni gengi betur í
flestu því sem hún hefði tekið sér
fyrir hendur. Hún hefði lært
sjálfsaga og að bera virðingu fyr-
ir sjálfri sér og öðrum og iðkun á
Taekwondo hefði gert hana að
heilsteyptari einstaklingi.
Rut Sigurðardóttir varð Norðurlandameistari í Taekwondo
Lífið snýst
meira og minna
um þessa íþrótt
Morgunblaðið/Kristján
Áhugasamir iðkendur: Rut með yngstu iðkendunum í meistaraflokki, þeim
Móheiði, Steinari, Degi og Heiðari á æfingu í íþróttahúsinu í Laugagötu.
Í góðu stuði: Rut á æfingu í íþróttahúsinu við Laugagötu.
HANDVERKS- og tómstunda-
miðstöðin Punkturinn við Kaup-
vangsstræti átti 10 ára afmæli sl.
sunnudag og af því tilefni var opnuð
fyrsta sýningin af tíu, þar sem sýnt
er þversnið af því handverki sem
unnið hefur verið þar síðasta áratug.
Fyrsta sýningin heitir „Tré í Punkt-
inum“ þar sem sýndir eru munir eft-
ir 14 manns. Sýningin stendur til 20.
febrúar en í kjölfarið tekur við sýn-
ingin „Húsgögn og útsaumur.“
Þannig verður haldið áfram út árið
og endað á jólasýningu í nóvember
og desember. Sýningunum fylgja
fræðslufyrirlestrar eða/og nám-
skeið.
Á fyrsta starfsári Punktsins tók
Akureyrarbær alfarið við rekstr-
inum og var íþrótta- og tóm-
stundaráði falið að hafa yfirumsjón
með uppeldinu. Í dag hefur starf-
semin þróast út í það að þjóna öllu
því fólki sem áhuga hefur á hvers
konar handverki og tómstunda-
vinnu. Áfram er unnið í anda þeirrar
hugsjónar sem upphaflega var lagt
af stað með, þ.e. að gefa fólki mögu-
leika á því að læra eða finna upp hjá
sér sjálfu ákveðna verkþætti og nýta
sér þá.
Punkturinn hefur tileinkað sér
eitt ákveðið verkform öðru fremur
og það er að viðhalda gamalli verk-
þekkingu. Sú vinna er mjög mik-
ilvæg í samfélagi eins og okkar þar
sem breytingar eru svo örar að það
getur reynst erfitt að halda við
þeirri verkþekkingu sem var notuð
fyrir ekki svo margt löngu. Punkt-
urinn hefur sannað tilverurétt sinn í
þeirri miklu flóru sem tómstunda-
starf á Akureyri býður upp á. Starf-
semin hefur byggst upp á fjórum
grunnþáttum sem eru vefnaður,
smíðar, saumaskapur og leirmótun.
Auk þess hafa verið haldin mörg
námskeið í ýmsun list- og hand-
verksgreinum. Það er stefna stað-
arins að sköpunargleðin sitji í fyr-
irrúmi, segir á vefsíðu Punktsins.
Útskurður eftir Þrúði Gísladóttur,
sem á klukkuna efst t.v., og Jóhann-
es Ásbjarnarson sem á hinar þrjár.
Morgunblaðið/Kristján
Gamall sveitabær sem Elísabet Zitterbart smíðaði, dráttarvélina gerði
Jóhann Þór Halldórsson en strokkinn og jeppann Jóhannes Ásbjarnarson.
Handverk til sýnis á Punktinum
Jón sýnir |Jón Laxdal Halldórsson
opnar sýningu í Kunstraum Wohn-
raum, Ásabyggð 2 á Akureyri á
sunnudag, 1. febrúar kl. 11.
Jón hefur haldið yfir 16 einkasýn-
ingar, þá fyrstu í Rauða húsinu á
Akureyri 1982. Hann var bæj-
arlistamaður Akureyrar árið 1993–
1994. Á sýningunni í Kunstraum
Wohnraum sýnir Jón Laxdal verk
frá síðustu árum. Sýningin stendur
til 25. apríl og eru allir velkomnir.
Aldraðir óánægðir | Á fundi fé-
lagsmálaráðs var fjallað um erindi
Félags eldri borgara á Akureyri úr
viðtalstíma bæjarfulltrúa. Fulltrúar
félagsins sem mættu á fundinn, lýstu
m.a. áhyggjum vegna reksturs fé-
lagsins á félagshúsi sínu. Jafnframt
lýstu þeir yfir óánægju með mikinn
hægagang í samskiptum sínum við
Akureyrarbæ varðandi hugsanlega
framtíðaraðstöðu félagsins í kjallara
Bjargs. Félagsmálaráð samþykkti
að vinna áfram að málinu í samráði
við Félag eldri borgara á Akureyri.
LIONSKLÚBBURINN Ösp á Ak-
ureyri stendur fyrir ráðstefnu um
karlaheilsu sem haldin verður í
Ketilhúsinu, Grófargili, nk. laug-
ardag kl. 14.00. Sams konar ráð-
stefna var haldin í Norræna húsinu
í Reykjavík á síðasta ári, var hún
mjög vel sótt og komust færri að
en vildu.
Fyrirlesarar á ráðstefnunni
verða læknarnir Ingvar Þórodds-
son, endurhæfingarlæknir FSA:
„Eru karlar þyngdar sinnar virði?“;
Jón Þór Sverrisson, hjarta-
sjúkdómasérfræðingur FSA: „For-
varnir hjarta- og æðasjúkdóma“;
Pétur Ingvi Pétursson heilsugæslu-
læknir og yfirlæknir Heilsugæslu-
stöðvarinnar á Akureyri, „Eymd og
útbruni“ og Valur Þór Marteinsson,
þvagfærasjúkdómasérfræðingur
FSA: „Breytingaskeið karla.“
Fyrirspurnir verða að loknum
fyrirlestrum.
Ávörp flytja Kristján Þór Júl-
íusson, bæjarstjóri á Akureyri, og
Hörður Sigurjónsson, fjölumdæm-
isstjóri Lions. Fundarstjóri verður
Jón Bjarni Þorsteinsson, heilsu-
gæslulæknir á Sólvangi í Hafn-
arfirði.
Konurnar í Lionsklúbbnum Ösp
telja að tími sé til kominn að halda
ráðsefnu þar sem karlmenn geti
komið, fræðst um sjúkdóma og
lært að þekkja einkenni þeirra.
Ekki hafa margar slíkar ráðstefnur
verið haldnar sem eru aðeins ætl-
aðar karlmönnum og þeir hvattir til
að fjölmenna. Aðgangur er ókeypis.
Konur standa
fyrir ráðstefnu
um heilsu karla
Parket
Flísar
Furugólfborð
Kamínur
Njarðarnesi 1, Akureyri,
sími 462 2244.