Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.01.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Tómas ÞórhallurGuðmundsson fæddist í Vestmanna- eyjum 9. júní 1926. Hann lést á líknar- deild Landspítalans Landakoti miðviku- daginn 21. janúar síðastliðinn á 78. ald- ursári. Foreldar Tómasar voru þau Guðmundur Tómas- son, skipstjóri og út- gerðarmaður í Vest- mannaeyjum, f. 24.6. 1886, d. 12.10. 1967 og Elín Jóhanna Sig- urðardóttir húsmóðir, f. 5.6. 1891, d. 10.10. 1978. Guðmundur var son- ur hjónanna Tómasar Jónssonar, bónda á Arnarhóli í V-Landeyjum, f. 30.5. 1874, d. 9.1. 1945 og Þór- hildar Ólafsdóttur húsfreyju, f. 9. 9. 1857, d. 16.4. 1949. Elín var dótt- ir hjónanna Sigurðar Eiríkssonar, f. 29.5. 1852, d. 6.3. 1937 og Steinn- unnar Stefánsdóttur, N-Múlasýslu, f. 25.11. 1850, d. 26.7. 1898. Systk- ini Tómasar eru, Óskar Jóhann, f. 15.1. 1924, d. 24.3. 1995, Guðjón Ólafur, f. 1.11. 1928, d. 24.12. 1975, Hjördís Kristín, f. 30.6. 1931, og Sigurður, f. 5.10. 1932, d. 21.7. 1937. Tómas kvæntist 7.8. 1954 Hall- dóru Óskarsdóttur frá Hábæ í Þykkvabæ, f. 17.7. 1931, dóttur hjónanna Óskars Sigurðssonar bónda í Hábæ í Þykkvabæ, f. 13.10. 1906, d. 25.8. 1988 og Steinunnar Sigurðardóttur húsfreyju, f. 23.12. 1908, d. 18.12. 1940. Tómas og Halldóra byggðu sér hús að Hjarðartúni 12 í Ólafsvík sem nefnt var Arnarhóll. Þar stofn- uðu þau heimili og bjuggu þar uns þau fluttu seint á síðasta ári að Aflagranda 40 í Reykjavík. Börn Tómasar og Halldóru eru; 1) Unn- steinn rafvirkjameistari, f. 29.1. 1950, maki Ingibjörg Kristín Högnadóttir, sjálfstætt starfandi, þau eiga fjögur börn, þau eru; a) Tómas Högni, f. 19.2. 1973, eigin- kona Hanna Birna Jónasdóttir og eiga þau tvö börn, Birtu Ósk, f. 6.2. 1997 og Lilju Maríu, f. 21.8. 1999; b) Anna Dóra, f. 18.5. 1974, sonur Þresti Leóssyni M.S. í rekstrarhag- fræði. Börn þeirra eru Halldór, f. 30.7. 1993, og Kristín, f. 20.10. 1997. 10) Goði þjónn, f. 8.4. 1970. 11) Njörður B.A. í sálfræði, MBA, f. 8.4. 1970, kvæntur Gunnhildi L. Marteinsdóttur sálfræðingi. Börn þeirra eru Sturla, f. 2.3. 1995, og Perla, f. 5.10. 1998. Tómas ólst upp í foreldrahúsum í Vestmannaeyjum en dvaldist oft hjá ömmu og afa og frændfólki á Arnarhóli í V-Landeyjum. Hann lauk almennri grunnmenntun í Landeyjum og síðar vélstjóranám- skeiðum í Vestmannaeyjum. Hann hóf nám í rafvirkjun hjá Tengli í Reykjavík og lauk sveinsprófi við Iðnskólann í Reykjavík vorið 1951 og hlaut meistararéttindi í faginu 17.4. 1954. Leiðir Halldóru og Tómasar lágu saman þegar Tómas vann að rafvæðingu í Þykkvabæn- um. 17. júlí 1952 fluttust þau vestur til Ólafsvíkur með frumburðinn Unnstein og fljótt stækkaði barna- hópurinn. Eftir að vestur var kom- ið stofnsettu þau eigin atvinnu- rekstur. Tómas starfaði sem rafverktaki fyrstu áratugina og vann að rafvæðingu Ólafsvíkur og nágrannabyggðarlaga. Á því tíma- bili miðlaði Tómas þekkingu sinni til nema sinna, sem enn starfa í byggðarlaginu, má þar helst nefna Jón, Snorra og Trausta. Tómas tók mikinn þátt í upp- byggingu Ólafsvíkur og nágrennis og var virkur meðlimur í sveitar- stjórn, slökkviliðinu, björgunar- sveitinni og Rotary til margra ára. Tómas byggði verslunarmiðstöð í miðbæ Ólafsvíkur í félagi með Lúlla bakara, Vigfúsi í Vík og Mar- teini. Tómas var fljótur að tileinka sér tækniframfarir og þróaði þjón- ustu sína í átt að rafeindavirkjun. Hann sinnti viðgerðum og viðhaldi á fiskileitartækjum, sjónvörpum og öðrum rafeindabúnaði. Sótti m.a. námskeið í viðgerðum á fiski- leitartækjum heima og erlendis. Tómas stundaði sjómennsku á ung- lingsárum með föður sínum á mið- unum við Vestmannaeyjar. Á seinni hluta starfsævinnar lét hann gamlan draum rætast og keypti sér trillu og stundaði handfæraveiðar í rúman áratug samhliða félögum sínum m.a. Geira Bjarna, Hadda Tomm, Úlla Jóns, Kidda Dóra. Útför Tómasar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Önnu Dóru og Birgis Jónssonar er Daníel Freyr, f. 2.12. 1993, Anna Dóra er gift David de Kretser, börn þeirra eru, Ro- bert Adam, f. 2.8. 1997 og Emily Ingibjörg, f. 25.1. 2003; c) Brynjar, f. 10.4. 1985, dóttir hans og Ólafar Ragn- arsdóttur er Ingibjörg Lóa, f. 25.10. 1998; d) Harpa Tanja, f. 30.3. 1987. 2) Guðmundur rekstrarhagfræðing- ur, MBA, f. 5.3. 1953, kvæntur Hjördísi Harðardóttur heimilislækni, þau eiga þrjú börn, þau eru: a) Hörður, f. 24.6. 1980, kærasta hans er Sigríður Th. Eg- ilsdóttir, b) Halldóra Hrund, f. 14.3. 1982, kærasti hennar er Svein- björn L. Sveinsson, og c) Tómas Þórhallur, f. 21.2. 1991. 3) Elín hús- móðir, f. 5.3. 1953, d. 3.6. 1991. Börn Elínar og Sigurðar Ó. Gunn- arssonar eru; a) Jökull, f. 12.10. 1971, b) Mjöll, f. 9.11. 1979, unnusti hennar er Jonathan Robert Twig- ger, og c) Vilborg, f. 5.6. 1981. 4) Ágústa húsmóðir, f. 15.3. 1956, gift Tryggva K. Eiríkssyni hagfræð- ingi. Börn þeirra eru Erla Berg- lind, f. 2.4. 1985, Ragnhildur Ýr, f. 13.7. 1986, og Ástþór Hugi, f. 3.7. 1987. 5) Óskar trésmiður, f. 27.12. 1957. Dóttir Óskars og Sigríðar A. Stefánsdóttur er Marta, f. 17.11. 1988. 6) Jökull, f. 3.3. 1960, d. 6.11. 1965. 7) Sesselja myndlistarmaður, kennari Bed., f. 15.1. 1963, gift Bárði H. Tryggvasyni fasteigna- sala. Börn þeirra eru Silja Rún, f. 24.2. 1998, og Tryggvi Snær, f. 10.3. 2003. 8) Þórhildur húsmóðir, f. 18.2. 1965, sonur hennar og Björns I. Rafnssonar, er Hallur Lind, f. 2.3. 1984, d. 6.5. 1984, son- ur Þórhildar og Jens Hanssonar er Tindur Óli, f. 5.11. 1985, dætur Þórhildar og Birgis Pálssonar eru Auður Kolbrá, f. 18.5. 1989, og Brynhildur, f. 12.9. 1990, d. 20.11. 1990, sonur Þórhildar og Kristins H. Árnasonar er Árni Dagur, f. 15.4. 1993. 9) Steinunn rekstrar- hagfræðingur, f. 8. 9. 1967, gift Bátur líður út um Eyjasund, enn er vor um haf og land. Syngur blærinn einn um aftanstund, aldan niðar blítt við sand. Ævintýrin eigum ég og þú, ólgar blóð og vaknar þrá. Fuglar hátt á syllum byggja bú. Bjartar nætur vaka allir þá. Hvað er betra en vera ungur og ör, eiga vonir og æskufjör, geta sungið, lifað, leikið sér, létt í spori hvar sem er, og við öldunið um aftanstund, eiga leyndarmál og ástarfund. Elsku pabbi. Í mínum huga muntu alltaf vera hress og lífsglaður eyjapeyi. Á síðasta ættarmóti sem haldið var í eyjum ætluðum við Bárður að athuga með gamla fólkið sem gisti hjá Guðmundi Arnari. Þá hittum við þig, í nýja hrauninu, þar sem þú varst hlæjandi á hestbaki og heils- aðir okkur hressilega. Þegar þú komst í heimsókn til Vestmannaeyja, þar sem þú ert fæddur og uppalinn, tók blóðið að streyma á nýjan leik og þú lékst á als oddi. Enda varstu mjög lífsglaður og hress með þínu fólki. Hjá mér hlaðast upp minningar um lífsglaðan og duglegan pabba, sem alltaf var á ferðinni. Þú varst alltaf mjög upptekinn af þinni vinnu, en samt áttir þú alltaf eftir orku til þess að fara með okkur krakkana í alls kyns ævintýraferðir. Sunnudagurinn var oft vinsæll hjá okkur. Þú reyndir að fá okkur krakkana til að fara í bíó, en við vildum frekar draga þig á vit ævintýranna og það var ekki erfitt. Þá fórum við kannski í bíltúr fyrir Jökul og enduðum í fjörunni hjá Búðum, í Lýsuhólslauginni eða við fórum bara út í hraunið. Þú varst alltaf á Ford Bronco og komst hann ótrúlegar torfærur. Þau eru líka ógleymanleg ferðalögin sem þið Óli frændi skipulögðuð. Þið hringdust á og ákváðuð t.d. að hitt- ast í Landmannalaugum, og var þá brunað af stað og ávallt glatt á hjalla. Í mínum huga var alltaf sól og blíða í þessum ferðalögum, nema einu sinni á Laugarvatni. Var þá grenjandi rigning og sátum við inní í heitu fellihýsinu, horfðum á Stund- ina okkar og borðuðum heitar pylsur á meðan tjöldin flutu í kringum okk- ur. Berjaferðir að hausti undir Jökli, í sól og blíðu þar sem lyngið ilmar kröftuglega, fullt af berjum er ein sú besta tilfinning sem æskuárin geyma. En eitt þessara indælu hausta komst þú ekki með okkur því að þú hælbrotnaðir við vinnu í nýja frystihúsinu við að koma upp loft- ljósunum. Þetta var í lok ágúst og þú lást í rúminu. Ég vorkenndi þér mik- ið að komast ekki í ber. Þú varst hjá mér í huganum allan daginn og þeg- ar ég kom heim, gaf ég þér strá, sem ég hafði raðað á fullt af berjum. Þú borðaðir það með góðri lyst og þakk- aðir mér vel fyrir. Þó að þú hafir verið mjög kátur og hress varstu alltaf mjög rólegur að eðlisfari, hlýr en dulur. Þú vast alltaf sívinnandi, annaðhvort úti í bæ, í bátunum, eða niðri á verkstæði. Ég þrætti lengi við Svölu vinkonu um að þú værir læknir því að þú gerðir að öllum okkar sárum. Ég fékk einu sinni gat á höfuðið og þá tókst þú upp læknakassa, sem þér hafði áskotnast og saumaðir saman sárið. Mér fannst að það væri ekkert sem þú gætir ekki gert enda varst þú mjög handlaginn og úrræðagóður. Það er erfitt að stökkva upp úr ljúfum æskuminningum, enda dvel- ur maður allt of sjaldan við þær, en á þessari stundu þegar þú nú yfirgefur okkur eru þær mér mjög dýrmætar. Síðan ég óx úr grasi og fór að halda mitt eigið heimili með Bárði, höfum við átt margar góðar stundir saman og alltaf hefur þú verið tilbú- inn til að aðstoða okkur. Þegar ég fer í gegnum mynda- albúmin sé ég þig í ýmsum verkum, við rafmagnsvinnu, parketlögn, bjúgnagerð, földun á gardínum og fleira. Allsstaðar þar sem vantaði laghentan mann varst þú tilbúinn og ekki vantaði hugmyndaflugið, besta lausnin var ekki langt undan. Umhyggja þín fyrir afabörnunum er okkur afar dýrmæt. Þau eru ófá knúsin sem Silja Rún og Tryggvi Snær hafa fengið frá Tomma afa. En Silju Rún finnst mjög erfitt að missa afa sinn. Hún segir að þér muni ekki leiðast, því að þú munir hitta Míró kisu. En hugur minn leitar til þín, Óla og Óskars, bræðra þinna, því að þeg- ar þú misstir þá var söknuðurinn sár. Nú munuð þið hittast glaðir og hressir á ný. Jæja, elsku pabbi minn, ég verð að kveðja þig, en geri það með miklum söknuði. Þín dóttir, Sesselja. Láttu smátt, en hyggðu hátt. Heilsa kátt, ef áttu bágt. Leik ei grátt við minni mátt. Mæltu fátt og hlæðu lágt. (Einar Ben.) Elsku pabbi. Þessa vísu hef ég alltaf haldið upp á og finnst hún lýsa mínu uppeldi vel, þetta eru gildi sem þú og mamma kenndu mér og eru mér dýrmæt. Þú umvafðir mig væntum- þykju og stolti á hljóðlegan hátt, með notalegu faðmlagi. Þetta kom svo vel í ljós þegar þú umgekkst barnabörnin þín af þinni einskæru hógværð. Þú samgladdist þeim allt- af, sama hversu smávægilegt það var sem þau sýndu þér. Núna sein- ast, þegar þú lást sárlasinn á sjúkra- húsinu sýndi Kristín þér stolt nýja tönn sem hún var að fá og þú ljóm- aðir af gleði. Að ekki sé minnst á þegar þú hlustaðir fullur af áhuga og stolti þegar þau spiluðu fyrir þig á hljóðfærin sín. Takk fyrir trúa á mig og treysta. Veita mér alltaf stuðning og hvatn- ingu við þau verkefni sem ég hef tek- ið mér fyrir hendur. Þetta hefur ver- ið mér dýrmætt veganesti í gegnum mitt líf, sem ég ætla að varðveita vel og vona að mér takist að veita mín- um börnum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín dóttir Steinunn. Fallinn er í valinn tengdafaðir minn Tómas Þórhallur Guðmunds- son frá Ólafsvík eftir stutta en erfiða baráttu við skæðan sjúkdóm. Langar mig að minnast hans með nokkrum orðum og ósjálfrátt leitar hugur minn aftur til ársins 1979 er leiðir okkar lágu fyrst saman. Ég hafði þá kynnst Ágústu dóttur hans og var á leið til fundar við vænt- anlega tengdaforeldra mína sem ég hafði ekki séð áður en þau voru þá stödd í Reykjavík. Við þessa prófraun var ég með smá fiðring í maganum sem reyndist svo ástæðulaus er á hólminn var komið þar sem mér mætti einungis hlýtt viðmót og upphaf að mikilli vin- áttu og trausti sem Tommi tengda- pabbi sýndi mér alla tíð. Ég var svo formlega innvígður í hópinn í Húsafelli þegar Tommi og Halldóra héldu upp á silfurbrúðkaup sitt og komst ég þá að því ég hafði eignast stóra og samheldna tengda- fjölskyldu. Fyrsta ferðin til Ólafsvíkur er mér einnig minnisstæð. Tommi kepptist við að sýna mér Snæfellsnesið sem hann þekkti manna best eftir langa veru þar. Þá fór ég í fyrsta sinn yfir jökulhálsinn í Ford Broncó sem Tommi átti. Áttum við eftir að fara margar ferðir saman um þessar slóðir til að skoða náttúruna undir Jökli sem er fáum lík. Að eðlisfari var Tommi mikill útivistarmaður enda alinn upp í Vestmannaeyjum og V-Landeyjum þar sem nálægðin við sjóinn og náttúruna eru sjálf- sagðir hlutir. Þessi áhugi Tomma á útivist og ferðalögum varð sömuleið- is til þess að hann varð vel að sér í landafræði og staðháttum innan- lands. Seinna komst ég að því að þessi kunnátta Tomma var ekki einungis bundin við Ísland heldur önnur lönd einnig. Fórum við Ágústa með tengdaforeldrum mínum í aldeilis frábæra og ógleymanlega ferð um Evrópu árið 1981 þar sem við ókum vítt og breitt milli landa þar sem kunnátta og áhugi Tomma á landa- fræði Evrópu fékk að njóta sín. Á þessum árum við upphaf 9. ára- tugarins var tengdafaðir minn enn á kafi í vinnu sem rafverktaki en hafði jafnframt snúið sér að viðgerðum á ýmsum rafeindabúnaði sem tengdist útgerð og fiskvinnslu í Ólafsvík auk þess að annast viðgerðir á sjónvörp- um o.fl. heimilistækjum.Var oft mik- ið að gera þegar skip komu inn með bilaðan radar eða annan búnaðog var þá ekki spurt hvort væri dagur eða nótt og var vinnudagurinn því oft langur. En þótt mikið væri að gera hafði Tommi alltaf tíma til að sinna fjöl- skyldunni enda var hann traustur fjölskyldufaðir og mikill barnakall enda eins gott þar sem þau Halldóra eignuðust sjálf 11 börn og því í nógu að snúast við barnauppeldi. Það var eins og börn hreinlega soguðust að honum og oftast var hann með eitt- hvert þeirra í fanginu. Þetta fékk ég líka að upplifa þegar við Ágústa eignuðust börnin okkar þrjú sem hann hafði alltaf tíma til að sinna, sama hvort sem við vorum stödd í Ólafsvík eða á heimili okkar í Reykjavík. Tommi var rólegur að eðlisfari og einstaklega ljúfur í viðmóti. Hann hafði tamið sér nægjusemi alla tíð en hafði þó alltaf gaman af nýjum tækj- TÓMAS Þ. GUÐMUNDSSON Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG AÐALHEIÐUR GUNNARSDÓTTIR, Laugavöllum 5, Egilsstöðum, fyrrum húsfreyja Hjaltastað, sem lést fimmtudaginn 22. janúar, verður jarð- sungin frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 31. janúar kl. 14.00. Sigþór Pálsson, Guðný Hildigunnur Sigþórsdóttir, Yngvi Dalur Ingvarsson, Páll Sigurbjörn Sigþórsson, Rúnar Sigþórsson, Guðný Hrönn Marinósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Heiðarhrauni 51, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðju- daginn 27. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðmundur Dagbjartsson, Jón Guðmundsson, Súsanna Demusdóttir, Valur Guðmundsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Brynja Guðmundsdóttir, Ævar Ásgeirsson, Stefán Guðmundsson, Gotta Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.