Morgunblaðið - 29.01.2004, Page 15

Morgunblaðið - 29.01.2004, Page 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 15 Þú getur losnað við samviskubitið án þess að segja bless við colabragðið BREYTTU RÉTT Prófaðu ískalt Pepsi Max – Alvöru bragð, enginn sykur N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 1 1 2 0 4 • s ia .i s Íbúð í Smára- og Lindahverfi óskast Nánari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson hjá Heimili fasteignasölu í síma 530 6500. sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson löggiltur fasteignasali Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Mér hefur verið falið að finna góða 3ja her- bergja íbúð ásamt bílageymslu í Linda- og Smárahverfi. Æskilegt er að stofa eða stofur séu rúmgóðar. Sveigjanlegur afhendingartími og traustar greiðslur.Finnbogi Hilmarsson, lögg. fasteignasali ÁTTA Palestínumenn létu lífið í að- gerðum Ísraelshers í gær í al-Zeitun hverfinu í útjaðri Gazaborgar. Tíu særðust, þar á meðal ökumaður sjúkrabíls. Ísraelskir hermenn fóru þangað í brynvörðum bílum og jarð- ýtum í leit að hópum herskárra Pal- estínumanna, sem taldir voru bera ábyrgð á árás á landnemabyggðina Netzarim sem er þarna nálægt. Talsmaður hersins sagði að ísra- elsku hermennirnir hefðu byrjað að skjóta er þeir sáu fimm til tíu vopn- aða menn nálgast sig en talsmenn palestínska sjúkrahússins sem skoð- uðu líkin sögðu að sumir mannanna virtust hafa verið skotnir í hnakkann með einu skoti af stuttu færi. Palenstínska stjórnin fordæmdi verknaðinn samstundis og þúsundir Palestínumanna mótmæltu drápun- um á götum Gazaborgar í gær. Sam- tökin Íslamska Jihad hóta hefndum og segja að fjórir hinna föllnu hafi verið „píslarvottar“ þeirra. Átökin vörpuðu skugga á fund Ahmed Qorei, forsætisráðherra Pal- estínu, og bandarísks sendifulltrúa sem haldinn var í því skyni að reyna að bjarga friðarferlinu. Átta Palestínumenn bíða bana á Gaza Gazaborg. AFP. AP. DANSKIR lögregluþjónar hafa krafist þess að þeim verði gert kleift að koma sér í betra líkams- form í vinnutímanum. Þessi samþykkt samtaka lög- regluþjóna er til komin sökum vax- andi gagnrýni þess efnis að danskir lögregluþjónar séu of feitir. Dag- blaðið Berlingske Tidende hefur skýrt frá því að „stór hluti“ þeirra 10.500 manna og kvenna sem sinna löggæslu í Danmörku sé bæði of þungur og þreklítill. Yfirmaður dönsku lögreglunnar, Torsten Hesselbjerg, kveðst íhuga að taka upp árleg próf sem lög- regluþjónar þurfi að gangast undir til að sýna að líkamsástand þeirra sé viðunandi. Samtök löregluþjóna segja að fyrir nokkrum árum hafi þeim ver- ið bannað að iðka líkamsrækt í vinnutímanum. Því hafi þá verið haldið fram að lögregluþjónar hefðu nóg annað að gera í vinnunni. Þá hafi tekið að síga á ógæfuhliðina þótt fráleitt sé að halda því fram að danskir lögregluþjónar séu al- mennt feitir og kraftlausir. „Við hlaupum kannski ekki 100 metrana á tíu sekúndum en al- mennt erum við í sæmilegu ásig- komulagi,“ segir talsmaður dönsku samtakanna. Vilja iðka líkamsrækt í vinnunni AÐ minnsta kosti fjórir létu lífið í sjálfsmorðsárás við hótel í Bagdad í gærmorgun. Sprengjan var falin í sjúkrabíl sem ók hratt upp að hót- elinu en talið er að um 200-250 af sprengiefni hafi verið í bílnum. Þrír þeirra sem létust voru Írakar, bílstjóri sjúkrabílsins og tveir óbreyttir borgarar, en heimildum bar ekki saman um hvort sá fjórði væri Íraki eða frá Suður-Afríku. Ell- efu voru sagðir hafa særst. Hótelið var m.a. aðsetur kaupsýslumanna frá Suður-Afríku og innanríkisráð- herra landsins sem skipaður hefur verið til bráðabirgða. Eigandi hótels- ins segist hafa fengið hótanir þar sem honum var sagt að losa sig við Bandaríkjamenn og gyðinga sem gistu á hótelinu. Kvöldið áður höfðu sex bandarísk- ir hermenn fallið í árás og tveir starfsmenn CNN sjónvarpsstöðvar- innar í öðru tilræði. Sprengja í sjúkrabíl Bagdad. AFP. AP. ♦♦♦ ♦♦♦ DANSKA ríkisstjórnin hyggst auka samvinnu hins opinbera og einka- aðila í ýmiss konar rekstri sem hing- að til hefur verið á könnu ríkisins, að því er segir í frétt Berlingske Tid- ende. Meðal annars stendur til að einkaaðilar taki þátt í að byggja og reka nýtt fangelsi þar í landi og einn- ig að einkafyrirtæki taki að sér hluta ýmissa umferðarframkvæmda. Bendt Bendtsen, atvinnumálaráð- herra Danmerkur, kynnti hugmynd- ir ríkisstjórnarinnar um samvinnun milli hins opinbera og einkaaðila í gær. Þær fela í sér að kostir einka- framkvæmda verða ávallt skoðaðir þegar kemur að opinberum fram- kvæmdum. „Við verðum að vera opin fyrir því að þróa fram danska vel- ferðarsamfélagið,“ sagði Bendtsen um hugmyndirnar. Hann benti á að samvinna af þessu tagi væri fyrir hendi í nágrannalöndunum, til að mynda í Finnlandi, þar sem einka- fyrirtæki hafi tekið þátt í að byggja og reka menntaskóla ásamt hinu op- inbera. Einkarekin fangelsi í Danmörku Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.