Morgunblaðið - 31.01.2004, Page 13

Morgunblaðið - 31.01.2004, Page 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 13 verið rætt um sameiningu fréttastofa Norðurljósasamstæðunnar og slíkt sé ekki á döfinni. Hjá ÍÚ starfa á þriðja hundrað manns og áætluð velta félagsins í ár er 3,5 milljarðar króna. Í stjórn ÍÚ eru Baltasar Kormák- ur, Davíð Scheving Thorsteinsson, Hanna Katrín Friðriksson, Pálmi Haraldsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson. Að sögn Sigurðar er stefnt að því að hefja stafrænar sjónvarpsútsend- ingar á Faxaflóasvæðinu á afmælis- degi ÍÚ hinn 9. október næstkom- andi. Gunnar Smári Egilsson, útgefandi Fréttar, segir að ekki muni verða breytingar á starfsemi Fréttar þrátt fyrir sameiningu við Norðurljós. Áætluð velta Fréttar í ár er 2,1 millj- arður króna. Í stjórn Fréttar eru: Árni Hauksson, Einar Þór Sverris- son, Jón Ásgeir Jóhannesson, Ragnar Tómasson og Skarphéðinn Berg Steinarsson. Að sögn Ragnars Birgissonar, framkvæmdastjóra Skífunnar, verða miklar breytingar á Skífunni með inn- komu verslunarsviðs Tæknivals. Þar koma inn 7 BT-verslanir, 3 Office 1 verslanir og eitt Sony Center. Velta Skífunnar muni tvöfaldast og er áætl- að að velta Skífunnar í ár verði 4,5 milljarðar króna. Starfsmenn verða 260 talsins. Ragnar segir að Skífan muni einbeita sér að afþreyingariðn- aðinum en Skífan verður með um 85% markaðshlutdeild í tónlist og tölvu- leikjasölu á Íslandi eftir breytingarn- ar, að sögn Ragnars. Skífan seld ef réttur kaupandi finnst Í stjórn Skífunnar eru Almar Örn Hilmarsson, Davíð Scheving Thor- steinsson, Kristín Jóhannesdóttir, Pálmi Haraldsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson. Aðspurður segir Skarphéðinn fylli- lega geta komið til greina að selja Skífuna út úr Norðurljósasamstæð- unni ef einhver kaupandi gefur sig fram og er tilbúinn að greiða það fyrir Skífuna sem Norðurljós telja eðlilegt verð fyrir fyrirtækið.        ! ! #$ !  %" &'()&                   &   &* + ,-, , .  -  /  '0 )% 0231 &  45 &   %  67   +   $ "  7,   &,"3 !  8 ."  -$   "9 !8 :"" ;$  & 8, &*   . &/ <$ $ &. , =$     ,       ! " #   $  %     &%  '$ ' &#&(  )   * #+ ' &#&(    SIGRÍÐUR Árnadóttir, vara- fréttastjóri fréttastofu Útvarps, tek- ur við starfi fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgjunnar á morgun, sunnudag. Hún segir að sér lítist vel á nýja starfið. „Það er eitthvað sem seg- ir mér að þetta verði spennandi og skemmtilegt,“ segir hún og kveðst hlakka til að takast á við hið nýja starf. Innt eftir því hvort hún komi til með að breyta útsendingartíma frétta Stöðvar 2 segir Sigríður að of snemmt sé að segja til um það. „Þetta verður örugglega rætt – það er engin spurning. Áhorf hrapaði þegar fréttatíminn var fluttur.“ Eins og kunnugt er var fréttatíminn færð- ur til kl. 19, í september sl., eða á sama tíma og aðalfréttatími Sjón- varpsins. Sigríður segir að hún þurfi auðvitað að heyra rökin fyrir því að fréttirnar voru fluttar og bætir við: „Takmark mitt hlýtur að vera að fleiri horfi á fréttir Stöðvar 2 en nú.“ Hverfur af RÚV í fullri sátt Aðspurð segir Sigríður að ekki séu fyrirsjáanlegar neinar breyt- ingar á mannahaldi fréttastofunnar en það eigi þó eftir að ræða. „Helst vildi ég efla hana og bæta við fólki en það er ekki komið á hreint frekar en fréttatíminn. Þetta eru hlutir sem ég þarf að ræða við aðra hér innan- húss.“ Sigríður hefur verið fréttamaður í fullu starfi hjá Ríkisútvarpinu í 20 ár en hún hóf störf hjá RÚV fyrir 29 ár- um. Hefur hún verið varafréttastjóri Útvarpsins nokkur síðustu ár. Hún sótti um stöðu fréttastjóra Sjónvarps haustið 2002 og hlaut fjögur atkvæði í útvarpsráði þegar fjallað var um ráðninguna. Elín Hirst, sem þá var varafréttastjóri Sjónvarpsins, hlaut þrjú atkvæði. Lokaákvörðun um ráðninguna var hins vegar í höndum útvarpsstjóra, Markúsar Arnar Ant- onssonar, og réð hann Elínu Hirst. Aðspurð segir Sigríður að sú nið- urstaða tengist á engan hátt þeirri ákvörðun að hverfa af fréttastofu Útvarpsins og yfir á Stöð 2. Sigríður segir að vissulega hverfi hún af Ríkisútvarpinu með mikilli eftirsjá. Tilhlökkun vegna nýja starfsins sé þó eftirsjánni yfirsterk- ari. „Ég átti góð ár hjá Ríkisútvarp- inu og hverf þaðan í fullri sátt við mitt fólk. En auðvitað sakna ég fólksins sem ég vann með og þar á ég marga góða vini.“ Hún segir að hjá RÚV hafi hún afl- að sér ómetanlegrar reynslu og er henni efst í huga þakklæti til læri- móður sinnar Margrétar Indr- iðadóttur fréttastjóra. „Ég lærði mikið af henni. Og það var mann- eskja sem stóð alltaf vörð um sjálf- stæði fréttastofunnar. Það er gott veganesti á hinum nýja stað.“ Sigríður Árnadóttir ráðin fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar Vill auka áhorf á fréttir Stöðvar 2 Sigríður Árnadóttir guna@mbl.is                 &             !"! #       $ %  &    '&         # ! "" " ()"       ',-, .)    >>

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.