Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 13 verið rætt um sameiningu fréttastofa Norðurljósasamstæðunnar og slíkt sé ekki á döfinni. Hjá ÍÚ starfa á þriðja hundrað manns og áætluð velta félagsins í ár er 3,5 milljarðar króna. Í stjórn ÍÚ eru Baltasar Kormák- ur, Davíð Scheving Thorsteinsson, Hanna Katrín Friðriksson, Pálmi Haraldsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson. Að sögn Sigurðar er stefnt að því að hefja stafrænar sjónvarpsútsend- ingar á Faxaflóasvæðinu á afmælis- degi ÍÚ hinn 9. október næstkom- andi. Gunnar Smári Egilsson, útgefandi Fréttar, segir að ekki muni verða breytingar á starfsemi Fréttar þrátt fyrir sameiningu við Norðurljós. Áætluð velta Fréttar í ár er 2,1 millj- arður króna. Í stjórn Fréttar eru: Árni Hauksson, Einar Þór Sverris- son, Jón Ásgeir Jóhannesson, Ragnar Tómasson og Skarphéðinn Berg Steinarsson. Að sögn Ragnars Birgissonar, framkvæmdastjóra Skífunnar, verða miklar breytingar á Skífunni með inn- komu verslunarsviðs Tæknivals. Þar koma inn 7 BT-verslanir, 3 Office 1 verslanir og eitt Sony Center. Velta Skífunnar muni tvöfaldast og er áætl- að að velta Skífunnar í ár verði 4,5 milljarðar króna. Starfsmenn verða 260 talsins. Ragnar segir að Skífan muni einbeita sér að afþreyingariðn- aðinum en Skífan verður með um 85% markaðshlutdeild í tónlist og tölvu- leikjasölu á Íslandi eftir breytingarn- ar, að sögn Ragnars. Skífan seld ef réttur kaupandi finnst Í stjórn Skífunnar eru Almar Örn Hilmarsson, Davíð Scheving Thor- steinsson, Kristín Jóhannesdóttir, Pálmi Haraldsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson. Aðspurður segir Skarphéðinn fylli- lega geta komið til greina að selja Skífuna út úr Norðurljósasamstæð- unni ef einhver kaupandi gefur sig fram og er tilbúinn að greiða það fyrir Skífuna sem Norðurljós telja eðlilegt verð fyrir fyrirtækið.        ! ! #$ !  %" &'()&                   &   &* + ,-, , .  -  /  '0 )% 0231 &  45 &   %  67   +   $ "  7,   &,"3 !  8 ."  -$   "9 !8 :"" ;$  & 8, &*   . &/ <$ $ &. , =$     ,       ! " #   $  %     &%  '$ ' &#&(  )   * #+ ' &#&(    SIGRÍÐUR Árnadóttir, vara- fréttastjóri fréttastofu Útvarps, tek- ur við starfi fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgjunnar á morgun, sunnudag. Hún segir að sér lítist vel á nýja starfið. „Það er eitthvað sem seg- ir mér að þetta verði spennandi og skemmtilegt,“ segir hún og kveðst hlakka til að takast á við hið nýja starf. Innt eftir því hvort hún komi til með að breyta útsendingartíma frétta Stöðvar 2 segir Sigríður að of snemmt sé að segja til um það. „Þetta verður örugglega rætt – það er engin spurning. Áhorf hrapaði þegar fréttatíminn var fluttur.“ Eins og kunnugt er var fréttatíminn færð- ur til kl. 19, í september sl., eða á sama tíma og aðalfréttatími Sjón- varpsins. Sigríður segir að hún þurfi auðvitað að heyra rökin fyrir því að fréttirnar voru fluttar og bætir við: „Takmark mitt hlýtur að vera að fleiri horfi á fréttir Stöðvar 2 en nú.“ Hverfur af RÚV í fullri sátt Aðspurð segir Sigríður að ekki séu fyrirsjáanlegar neinar breyt- ingar á mannahaldi fréttastofunnar en það eigi þó eftir að ræða. „Helst vildi ég efla hana og bæta við fólki en það er ekki komið á hreint frekar en fréttatíminn. Þetta eru hlutir sem ég þarf að ræða við aðra hér innan- húss.“ Sigríður hefur verið fréttamaður í fullu starfi hjá Ríkisútvarpinu í 20 ár en hún hóf störf hjá RÚV fyrir 29 ár- um. Hefur hún verið varafréttastjóri Útvarpsins nokkur síðustu ár. Hún sótti um stöðu fréttastjóra Sjónvarps haustið 2002 og hlaut fjögur atkvæði í útvarpsráði þegar fjallað var um ráðninguna. Elín Hirst, sem þá var varafréttastjóri Sjónvarpsins, hlaut þrjú atkvæði. Lokaákvörðun um ráðninguna var hins vegar í höndum útvarpsstjóra, Markúsar Arnar Ant- onssonar, og réð hann Elínu Hirst. Aðspurð segir Sigríður að sú nið- urstaða tengist á engan hátt þeirri ákvörðun að hverfa af fréttastofu Útvarpsins og yfir á Stöð 2. Sigríður segir að vissulega hverfi hún af Ríkisútvarpinu með mikilli eftirsjá. Tilhlökkun vegna nýja starfsins sé þó eftirsjánni yfirsterk- ari. „Ég átti góð ár hjá Ríkisútvarp- inu og hverf þaðan í fullri sátt við mitt fólk. En auðvitað sakna ég fólksins sem ég vann með og þar á ég marga góða vini.“ Hún segir að hjá RÚV hafi hún afl- að sér ómetanlegrar reynslu og er henni efst í huga þakklæti til læri- móður sinnar Margrétar Indr- iðadóttur fréttastjóra. „Ég lærði mikið af henni. Og það var mann- eskja sem stóð alltaf vörð um sjálf- stæði fréttastofunnar. Það er gott veganesti á hinum nýja stað.“ Sigríður Árnadóttir ráðin fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar Vill auka áhorf á fréttir Stöðvar 2 Sigríður Árnadóttir guna@mbl.is                 &             !"! #       $ %  &    '&         # ! "" " ()"       ',-, .)    >>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.