Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
TRYGGVI Friðriksson, annar eig-
enda Gallerís Foldar, segir óvissu
ríkja á íslenskum listaverkamarkaði
eftir dóm Hæstaréttar í málverka-
fölsunarmálinu á miðvikudag. „Þessi
dómur breytti því ekki að verkin eru
jafnfölsuð og áður,“ segir Tryggvi.
Hann segir ekki ljóst hvað verði nú
um hin umdeildu málverk en hætta
sé á að þau komist aftur í umferð eft-
ir tiltekinn tíma. Hann fagnar þó
ákvörðun menntamálaráðherra um
að skipa nefnd til að fara ofan í þessi
mál.
„Eðlilegast væri að taka þessi
verk úr umferð og geyma þau á
öruggum stað þar sem engin hætta
væri á að þau færu aftur í umferð,“
segir Tryggvi. „Það getur vel verið
að eigendur verkanna samþykki
slíkt, en það er ekki nokkur leið að
taka þau eignarnámi. Verkin eru að
sjálfsögðu verðlaus og ef þau fara
aftur heim til eigenda sinna þá er
hætt við því að þau komi fram á
markaðinn eftir nokkra áratugi, þótt
það hafi aldrei verið ætlun eig-
endanna, heldur vegna þess að erf-
ingjar eða seinni tíma fólk hefur
verkin í höndunum og þarf að losa
sig við þau,“ segir Tryggvi.
„Það þarf ekkert að vera óeðlilegt
við það þótt fólk vilji eftir 20 ár selja
málverk sem var heima hjá afa og
ömmu. Þetta er hið raunverulega
vandamál og ef ekki tekst að ná þess-
um verkum úr umferð, þá gerist það
fyrr eða síðar að þau fara í sölu.“
Verður mikið vandamál í fram-
tíðinni verði ekkert að gert
„Eina lausnin að mínum dómi væri
sú að fá eigendur til að samþykkja að
yfirvöld, s.s. listasöfn, lögregla og
ráðuneyti, fái að varðveita verkin. Ef
rétt er að fölsuð verk séu 900 að tölu,
þá er þetta meiri háttar framtíðar-
vandamál.
Ef ég ætti falsað verk, myndi ég
ekki hafa geð í mér til að láta það
hanga uppi. Ég myndi losa mig við
það á líkan hátt og ólöglegt skot-
vopn,“ segir Tryggvi Friðriksson í
Galleríi Fold.
Tryggvi Friðriksson, eigandi Gallerís Foldar
Eðlilegast að taka
listaverkin úr umferð
STEFÁN Sigurðsson
kennari frá Reyðará í
Lóni andaðist á hjúkr-
unarheimilinu Ljós-
heimum á Selfossi að-
faranótt 20. maí sl.
Stefán fæddist 14.
mars 1901 og var
næstelstur karlmanna
á Íslandi, 103 ára að
aldri.
Hann lauk kennara-
prófi 1945 og var
kennari í Melaskóla
frá 1946–66 og
stundakennari til
1968.
Hann var virkur í starfi Esper-
antosambandsins, IEA, og tók þátt
í fjölmörgum alþjóðaþingum á veg-
um þess og var heið-
ursfélagi frá 1979.
Stefán var afkasta-
mikill þýðandi barna-
bóka, smásagna og
ljóða og þýddi meðal
annars úr esperanto.
Hann flutti Passíu-
sálmana í útvarpi árið
1959.
Eiginkona Stefáns
var Vilborg Ingimars-
dóttir kennari sem
lést árið 1974. Börn
Stefáns eru Þóra Ingi-
björg og Anna Jór-
unn.
Stefán verður jarðsunginn frá
Hveragerðiskirkju þriðjudaginn
25. maí nk. kl. 13.30.
Andlát
STEFÁN
SIGURÐSSON
LANDSSAMBAND framsóknar-
kvenna (LFK) gerir kröfu um að
við væntanlegar breytingar á rík-
isstjórn Íslands í haust verði kon-
um ekki fækkað í ráðherraliði
Framsóknarflokksins. „Það væri
mikil afturför og stríðir gegn jafn-
réttisáætlun flokksins sem flokks-
þing framsóknarmanna hafa sam-
þykkt og er jafnframt bundið í lög
hans,“ segir í ályktun framsókn-
arkvenna á málþingi LFK á Hótel
Sögu á föstudag um stöðu kvenna í
Framsóknarflokknum og stöðu
þingkvenna við breytingar í rík-
isstjórn Íslands.
Samþykkt einróma
„Þessi ályktun var alveg einróma
samþykkt. Þetta eru skýr skilaboð
til forystu flokksins,“ segir Una
María Óskardóttir, formaður LFK.
Í greinargerð með ályktuninni
segir að ef konum yrði fækkað í
ráðherraliði flokksins væri það
mikið bakslag á áralangri baráttu
framsóknarkvenna fyrir auknum
hlut kvenna í stjórnmálum. „Jafn-
rétti skipir máli í stjórnmálum eins
og sjá má af niðurstöðum könnunar
sem framkvæmd var á vegum
flokksins í síðustu alþingiskosning-
um, en þá kusu marktækt fleiri
konur flokkinn, eða 19,1 % en
16,2% karlar. Að teknu tilliti til
allra stjórnmálalegra og flokks-
legra sjónarmiða sem líta ber til
við val á ráðherrum eru engin rök
sem hníga í þá átt að skerða hlut
kvenna í ráðherraliði flokksins,
mikilvægt er að nota tækifærið og
efla hlut kvenna,“ segir í grein-
argerðinni.
Fyrirmyndir nauðsynlegar
„Það er auðvitað einfalt mál að
konur og við öll,“ segir Una María,
„þurfum fyrirmyndir til að tileinka
okkur ákveðna hegðun, þekkingu
og viðhorf. Meðan konur eru ekki
nógu margar í stjórnmálaflokki
eins og í Framsóknarflokknum
eykur það líkur á því að færri kon-
ur tileinki sér skoðanir og viðhorf
flokksins, þ.e.a.s. með því að fjölga
konum í stjórnunarlegum stöðum
innan flokksins aukast líkurnar á
því fleiri konur kjósi flokkinn.“
Þá töldu framsóknarkonur brýnt
að til LFK yrði ráðinn starfsmaður
sem gegndi hlutverki jafnréttisfull-
trúa. Hlutverk hans yrði fyrst og
fremst að fylgja eftir jafnrétt-
isáætlun flokksins, innan stofnana
hans og hvetja og efla konur til
stjórnmálalegra starfa og ábyrgðar
innan Framsóknarflokksins.
Landssamband framsóknarkvenna setur fram kröfugerð
Konum verði ekki
fækkað í ráðherraliðinu
Morgunblaðið/Golli
LFK telur það mikla afturför ef konum í ráðherraliði flokksins verður
fækkað á hausti komanda. Konurnar fjölmenntu á Hótel Sögu.
Þ
egar blaðamaður kemur að sætaröðinni í Þjóðleikhúsinu
stendur fólk upp til að hleypa honum framhjá. En það reyn-
ist óþarfi, því blaðamaður sest í sætið á endanum.
– Takk samt, muldrar hann og kinkar kolli.
– Þú hefur fílað þig eins og forsetinn, segir maðurinn í
næsta sæti, sposkur á svip.
Salurinn er þéttsetinn af einstaklingum, hver með sín sérkenni. Þeir
undirstrika sérstöðu sína með fatavali, hárgreiðslu, talsmáta, yfirbragði.
Jafnvel ósjálfráð viðbrögð eins og hlátur frábrugðin frá einum til annars.
En á sviðinu eru leikararnir einkennalausir; ekki einu sinni aðgreindir
af hljóði, því þeir líða um sviðið í hljóðlausum dansi. Egglaga höfuð innan
um hringlaga skálar fullar af vatni. Það heyrist þegar droparnir falla í
skálarnar, svo mikil er þögnin í salnum. Og það myndast gárur í skál-
unum sem áhorfendur bera á öxlunum. Svo er eins og rigni hósta ofan í
kverkar áhorfenda. Búkhljóð áhorfenda verða svo æp-
andi í þögninni. Allt í einu þurfa líka allir að hósta. Það
er eins og maðurinn aftast hafi hóstað og beðið næsta
mann um að láta það ganga. Jafnvel blaðamaður finnur
undarlegan seiðing í hálsinum, – og hóstar.
Japanska danssýningin Hibiki stendur yfir og sjald-
an eða aldrei hefur verið hljóðlátara í Þjóðleikhúsinu.
Svo varlega er farið í sakirnar að límt er með svörtu yfir ljósin í sviðs-
stjóraborðinu, svo skíman slái ekki leikarana út af laginu. Og það læðast
allir baksviðs. Á köflum í sýningunni ríkir fullkomin (lesist hægt):
k
y
r
r
ð.
Svo mikil kyrrð að einn leikara sýningarinnar biður um aðstoð við að
loka búningsherbergi baksviðs, svo það heyrist ekki þegar hurðin skell-
ur aftur. Á sviðinu eru hreyfingarnar svo hægar að þær hægja á hugs-
uninni. En STUÐA taugaendana þegar springur kjarnorkusprengja;
skál sem fyllist af blóði. Það er ekki síst í steinköldum hvítum andlitum
leikaranna sem sársauki myndast. Andlitin hvítur strigi fyrir tilfinn-
ingar áhorfenda. Einstaklingarnir í salnum verða eitt með leikurunum
og upp í hugann kemur hending úr ljóði Kristjáns Karlssonar, Um af-
ræktan veg:
hið almenna skýrt en einkenni mannsins horfin.
Olga Borodina er óperusöngkona með sérkenni. Hún er díva. Ekkert
mikið að ræða við hljóðfæraleikarana á æfingum. Hún bara syngur. En
líst þó ekki alveg á blikuna, nýkomin frá Metropolitan, þegar hún geng-
ur inn í Háskólabíó. Næsta stopp La Scala. Hún lítur í kringum sig og
hváir:
– Eigið þið ekki annan sal?
Hún notar líkamann sem tónleikahöll. Ísýningunni Körper eða Lík-
amar er líka unnið með líkamann, stundum hálfnakinn, stundum alveg.
Engu að síður er sýningin aldrei kynferðisleg; það tekst að færa líkam-
ann úr nektinni og hvað er það þá sem snýr út? Eiginlega er líkaminn á
röngunni og sett upp sýning í líkamsstarfseminni. Ragnar Kjartansson
og Magnús Sigurðsson eru holdlegir englar á trúnó í Listasafni ASÍ.
Næstum jafnheilagir og japönsku leikararnir í Hibiki. Nokkrar gelgjur í
fatahenginu í Þjóðleikhúsinu. Ein þeirra að tala um þennan hæga sjón-
leik, þar sem hreyfingarnar minna stundum á Matrix.
– Hún hefði verið góð ef hún hefði verið fjörutíu mínútur.
Morgunblaðið/ÞÖK
Nekt í þágu
listarinnar
SKISSA
Pétur Blöndal
sótti viðburði
Listahátíðar
ENGIN börn eru á virkum biðlista
eftir leikskólaplássi, samkvæmt
upplýsingum sem lagðar voru fram
á síðasta fundi skólanefndar Akur-
eyrar.
Lagðar voru fram upplýsingar
um inntöku barna í leikskóla Ak-
ureyrarbæjar og stöðu á biðlista
eftir leikskóla. Þar kemur m.a.
fram að 43 börn voru flutt á milli
leikskóla að beiðni foreldra og að ný
börn í leikskólunum eru 258. Þá er
eftir að taka inn í 53 rými í nýjan
leikskóla í Tröllagili. Það eru því
engin börn á virkum biðlista. Skóla-
nefnd samþykkti að börnum sem
fædd eru 2003 verði boðið pláss í
leikskólanum í Tröllagili í samræmi
við innritunarreglur, í þau rými
sem eru laus.
Leikskólar Akureyrar
Engin börn
á biðlista