Morgunblaðið - 23.05.2004, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 23.05.2004, Qupperneq 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 41 ✝ Guðjón Jónssonfæddist í Hafnar- firði 25. mars 1930. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu sunnudaginn 9. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Pálmi Jónsson frá Hliði á Álftanesi, f. 19. október 1892, d. 10. september 1988, og Guðlaug Daníels- dóttir frá Stóra-Bóli í A-Skaftafellssýslu, f. 16. mars 1891, d. 2. janúar 1984. Guðjón var yngstur af fimm systkinum. Hin eru: Jóna Sigríður Jónsdóttir Þormar, f. 18. janúar 1918, d. 12. júní 1987, gift Geir Þormar, f. 24. nóvember 1917, d. 5. nóvember 1993; Skarphéðinn Jónsson, f. 28. ágúst 1921, kvæntur Rósu Önnu Bjarnadóttur, f. 21. ágúst 1925; Jónasína Jónsdóttir, f. 23. ágúst 1926, gift Geir Þórðarsyni, f. 15. nóvember 1926; Lovísa Jóhanna R. rún, f. 9. nóvember 1987, Erna, f. 23. september 1989, og Guðjón Valur, f. 26. júlí 1994. 2) Gerður sjúkraliði, f. 12. maí 1958 í sambúð með Guðmundi Emil Sigurðssyni stýrimanni, f. 31. júlí 1959, sonur Gerðar er Bergsveinn Norðdahl, f. 1. janúar 1989. 3) Guðlaug Linda hjúkrunarfræðingur, f. 13. ágúst 1967, í sambúð með Stefáni Flego kerfisfræðingi, f. 25. september 1965, sonur hans er Skúli, f. 1. ágúst 1998. Guðjón átti alla tíð heima í Hafn- arfirði og ólst upp í foreldrahús- um. Hann lauk námi frá Barna- skóla Hafnarfjarðar. Hann byrjaði ungur að vinna fyrir sér og vann við fiskvinnslu og sjómennsku og nú síðast sem verkstjóri hjá varn- arliðinu í Keflavík eða til ársins 1996. Útför Guðjóns var gerð í kyrrð- þey frá Kapellunni í Hafnarfirði 17. maí að ósk hins látna. Minningargrein Unnar Berg- sveinsdóttur um Guðjón Jónsson birtist fyrir mistök með grein um nafna hans, Guðjón Einarsson, á blaðsíðu 42 í Morgunblaðinu síð- astliðinn fimmtudag, uppstigning- ardag, og eru hlutaðeigendur inni- lega beðnir afsökunar á mistökunum. Jónsdóttir, f. 25. októ- ber 1927, d. 26. janúar 1989, gift Úlfari Garðari Randvers- syni, f. 22. júní 1934. Í maí 1954 kvæntist Guðjón Ernu Berg- sveinsdóttir, bóka- verði í Bókasafni Hafnarfjarðar, f. 18. júní 1932, d. 25. sept- ember 2002. Foreldr- ar hennar voru Berg- sveinn Sigurður Bergsveinsson, vél- stjóri hjá Skipaútgerð ríkisins, f. 7. október 1906 í Aratungu í Steingrímsfirði, d. 11. desember 1977, og kona hans Valgerður Jónsdóttir húsmóðir, f. 11. janúar 1912 í Hvammi í Dýra- firði, d. 8. október 1993. Guðjón og Erna bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði. Þau eignuðust þrjú börn sem eru: 1) Ómar, verkstjóri, f. 16. september 1954, kvæntur Þóru Eiríksdóttur hársnyrti, f. 2. janúar 1963. Börn þeirra eru: Sæ- Nú er komið að kveðjustund. Það er skrítið að þú skulir vera farinn frá okkur, því þú varst svo hress þegar við kvöddumst síðast. Á svona stundum er margs að minn- ast. Þín verður aðallega minnst fyr- ir það hve hógvær og rólegur þú varst í allri framkomu. Þú varst verklaginn og laghentur við það sem, þú tókst að þér, og kom það sér vel þegar þið hjónin voruð að byggja ykkar hús. Þar sat snyrti- mennskan og smekkvísin í fyrir- rúmi, bæði innan sem utan. Það var líka tekið vel á móti gestum og gangandi. Ekki má gleyma húsdýr- unum í hverfinu hjá ykkur, en þau fundu fljótt hvar vel var tekið á móti þeim, enda voru þau oft í fæði og gistingu í lengri eða skemmri tíma. Það var mikill missir fyrir þig þegar Erna eiginkona þín lést fyrir um einu og hálfu ári. Erna var mik- il og góð húsmóðir, sem hafði búið þér og börnunum ykkar gott heim- ili. Þú varst mjög barngóður maður og gerðir allt sem þú gast fyrir börnin þín, og fylgdist vel með þeim, og barnabörnum í námi, starfi og leik. Nú þegar þið eruð bæði far- in verður eftir stórt skarð, sem erf- itt verður að fylla. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guði þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning Guðjóns Jónssonar. Þinn tengdasonur Guðmundur E. Sigurðsson. Vegir skiptast – Allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdags kveðja, Öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossför ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið stórt og smátt er saman bundið. Allt, sem á hjarta, ber í sér þrá upp í söngvanna ríki; herskarar drottins sálirnar sjá syngjandi engla í líki. Veikasta strengnum berst ómur af upp til sólkonungs hallar; rétt eins og lindir renna í haf, raddir þar sameinast allar. Hvað er ekki í einu ljóði falið, einum söng frá góðu hjarta? Já, allt, sem fagurt er, skal vera talið efst við dómsins hástól bjarta. (Einar Ben.) Mig langar til að minnast mágs míns, Guðjóns Jónssonar, sem lést 9. maí síðastliðinn. Það var líkt Guðjóni að kveðja þessa jarðvist á stilltum, sólríkum sumardegi og halda upp í sína hinstu för. Guðjón kom inn í fjölskyldu okkar þegar hann var að stíga í vænginn við systur mína Ernu Bergsveinsdótt- ur. Þá var ég unglingur. Mikil var aðdáun mín á þessu fallega pari. Guðjón var hár og spengilegur og bar með sér góðan þokka. Fljótlega kom í ljós að Guðjón var hagur á flesta hluti, gerði við allt sem aflaga fór enda byggði hann fjölskyldu sinni fallega íbúð svo að segja einn og síðar meir einbýlishús að Þrúð- vangi 13 í Hafnarfirði. Já, hann var nokkurs konar Bjartur í Sumarhús- um hann Guðjón. Ég leit mjög svo upp til þeirra hjóna enda urðu þau fyrirmynd mín um flest. Þegar þau fluttu í sína fyrstu íbúð var mér ætlað eitt herbergi. Þá var ég ein með dóttur mína og þau urðu mér skjól og skjöldur. Þar lærði ég með- al annars hvernig ætti að beita málningarpensli við að mála íbúð- ina. Margar voru lautarferðirnar farnar í litla Volkswagen bílnum, þau með sín tvö börn og ég með mínar tvær dætur, þá var nú skott- ið notað til hins ýtrasta. Eftir að ég eignaðist mitt heimili var alltaf kall- að á Gauja ef eitthvað þurfti að lag- færa og oft kom Ómar sonur þeirra með. Oftar en ekki voru sendingar frá Ernu systur meðferðis, ýmis matvæli og jafnvel fatnaður til bú- bótar. Já, hugur þeirra var alltaf gjöfull og veitandi til allra. Fyrir samfylgdina vil ég þakka og bið Guðjóni Guðs blessunar á eilífðar- braut. Elsku Ómar, Gerður, Linda og aðrir fjölskyldumeðlimir, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Þín mágkona, Unnur Bergsveinsdóttir. GUÐJÓN JÓNSSON Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langlangömmu, GUÐBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Bjarteyjarsandi. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilis- ins Höfða, Akranesi. Jónas Guðmundsson, Hallgrímur Guðmundsson, Rebekka Gunnarsdóttir, Óttar Guðmundsson, Jóna G. Ólafsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Kolbrún R. Eiríksdóttir, Dúfa Stefánsdóttir, Vífill Búason, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUNNVARAR S. GÍSLADÓTTUR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Dalbraut 18, Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Friðjón B. Friðjónsson, Svana Runólfsdóttir, Jón S. Friðjónsson, Margrét Kristjánsdóttir, Gísli J. Friðjónsson, Hafdís Alexandersdóttir, Jórunn Friðjónsdóttir, Thor Thors, ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir samúð vegna andláts og útfarar móður minnar, tengdamóður og ömmu, EYFRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Nefsholti, áður til heimilis á Austurbrún 6. Guð blessi ykkur. Sigríður Ásta Guðmundsdóttir, Þóra Vilbergsdóttir, Kristinn Guðnason, Berglind Jónsdóttir, Guðmundur Guðnason, Ásta Björk Ragnarsdóttir, Vilberg Guðnason, Gabriela B. E. Rambau, Eyþór Guðnason, Halldóra Íris Ingvarsdóttir, langömmubörn og langalangömmubarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, GÍSLA DAGSSONAR, Vesturbergi 50, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 13D, Landspítala við Hringbraut og starfsfólks heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Margrét Sigvaldadóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður og tengdaföður, HARALDAR B. GUÐMUNDSSONAR, Fornhaga 22, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Valdís Guðrún Þorkelsdóttir, Guðrún V. Haraldsdóttir, Guðlaugur H. Jörundsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför PÁLÍNU M. STEFÁNSDÓTTUR frá Þykkvabæ II, Landbroti. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Innilegt þakklæti til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR ÓLADÓTTUR, Stekkjargerði 6, Akureyri. Haukur Guðmarsson, Marta Vilhjálmsdóttir, Gylfi Guðmarsson, Arnheiður Eyþórsdóttir, Guðmundur Guðmarsson, Helga Aðalsteinsdóttir, Óli Guðmarsson, Anna Steinunn, Hafdís Inga og Óli Gneisti Sóleyjarbörn, barnabörn og langömmubörn. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Birting minningargreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.